Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Page 25
LAUGARDAGUR 6: JÚLÍ1991.
25
Halldór Bragason fremstur með gítarinn, Andrea Gylfadóttir syngur og Chicago Beau fyllir
bakgrunninn.
Blúsarar á Maxwell Street í Chicago á sunnudagsmorgni. Þarna hafa margir þeir frægustu
byrjað feril sinn.
íslendingar eru
negrar norðursins
- segir Halldór Bragason blúsari
Albert King, Candice, þekktur fatahönnuður og Halldór með diskinn Bleu lce.
„íslendingum lætur mjög vel að spila
og syngja blús. Þeir skynja mjög vel
þá hluti sem þar er verið að syngja
um. Að mínu viti er það vegna þess
að rétt eins og negrarnir vorum við
íslendingar kúgaðir og undirokaðir
um aldir. Eina huggun okkar í svart-
nætti, hörmungum og plágum var
að kveða rímur og segja hvor öðrum
sögur. Þetta er nákvæmlega það
sama og þrælarnir á plantekrunum
gerðu. Þegar búið var að banna þeim
að slá trumbur hófu þeir að syngja
við vinnu sína á ökrunum og kallast
á og þannig varð blúsinn til. Þannig
erum við Islendingar negrar norð-
ursins,“ segir Halldór Bragason, gít-
arleikari og blúsari, í samtali við DV.
Halldór hefur um tveggja og hálfs
árs skeið starfrækt blúshljómsveit-
ina Vinir Dóra sem leikið hefur við
góðan orðstír á skemmtistöðum að
undanfórnu. Halldór er nýkominn
að utan þar sem hann og vinirnir
léku ásamt blúsaranum Chicago
Beau á mikilli blúshátíð í Chicago.
Hátíðin stóð í þrjá daga og meðan á
henni stendur er Chicago, sem er
óumdeilanlega Mekka blúsins, ið-
andi af tónlist og lífi.
Þama léku Vinir Dóra, þ.e. Halldór
Bragason, Guðmundur Pétursson og
Andrea Gylfadóttir, með frægum
blúsurum og kynntu efni af glænýj-
um blúsdiski sem nýkominn er í
verslanir hérlendis og heitir Blue
Ice. Ásgeir Óskarsson trommari og
Haraldur Þorsteinsson bassi komust
því miður ekki með þótt þeir væru
hluti sveitarinnar.
Á nefndum diski leika vinirnir
ásamt Chicago Beau óg Jimmy
Dawkins. Diskurinn er þegar kom-
inn í búðir í Chicago og verið að
semja um dreifingu í Bandaríkjun-
um. Það er fyrirtæki Hilmars Arnar
Hilmarssonar, Platónskar plötur, í
samvinnu við Skífuna, sem gefur
plötuna út, og voldugir kynningar-
tónleikar verða í næstu viku á Tveim
vinum og Púlsinum. En hvernig leið
íslenskum blúsmönnum í samspili
með þeim bestu í þessari tónlist?
Betrienvið
þorðum aðvona
„Þessi ferð var mjög góð og bar
margfalt meiri árangur en við höfð-
um þorað að vona,“ segir Halldór og
rífur sítt hárið frá andlitinu. „Við
sáum þarna að íslenskir blúsarar
standa jafnfætis þeim bestu í heimin-
um og við komum okkar plötu á
framfæri mjög víða.
Okkur stendur til boða að leika inn
á plötu með blúspíanistanum Pi-
netop Perkins sem er gamalreyndur
í faginu. Það er verið að kanna mögu-
leika á útgáfu á Blue Ice diskinum í
Japan og vonandi kemur eitthvað út
úr því,“ segir Halldór sem er sjálf-
skipaður blúsambassador í Chicago
þótt hann hafi ekki fengið neina
styrki til fararinnar.
„Það var tómt mál að tala um. Ég
reyndi mikið að fá einhverja til þess
að styrkja okkur til fararinnar, sem
var mjög dýr, og ekki enn séð fyrir
endann á því hvernig það fer því við
þrjú höfðum ekkert efni á því að fara.
En ég kom alls staðar að lokuðum
dyrum. Þó er þetta ótrúlega gott
tækifæri til kynningar á íslenskri
tónlist á erlendri grund. Því er nefni-
lega þannig farið að þótt blúsinn sé
alþjóðleg tónlist þá spilum við hana
á sérstakan hátt. Það var líka mjög
vandað til upptöku plötunnar og á
henni er betra „sánd,“ en á mörgum
öðrum blúsplötum og það verður
henni vonandi til framdráttar.
Þrennir tónleikar á Púlsinum voru
teknir upp og síðan valið það besta
og það hljóðblandað saman."
Blús er, eins og Halldór segir, al-
þjóðleg tónhst og nokkrar tilraunir
hafa verið gerðar til þess að búa til
íslenskt orð yfir blús. Nefna má orð
eins og mæðusöngvar og tregatónl-
ist, svo eitthvað sé nefnt, en Halldór
hristir hausinn yfir því öllu saman.
Geturverið
full afgleði
„Það skilja alhr þær tilfinningar
sém verið er að túlka. Þetta er heldur
ekki bara sorgleg og mæðuleg tónlist
heldur getur líka verið full af gleöi.
Blús er bara blús og við eigum bara
að nota það orð rétt eins og jass.
Það eru mánaðamót hjá þér og út-
borgunardagur. Þú reynir að borga
gluggapóstinn en átt ekki fyrir öllum
reikningunum. Þú slumpar ein-
hverju inn á allt og ferð niður í bæ.
Þú ert svangur og þig langar í pulsu
en átt ekki fyrir henni og það er rign-
ing. Hvaða tilfmningu færðu þá.
Blús,“ segir Halldór og hylur sig
reykjarmekki áður en hann sýpur á
kaffibollanum.
Sviðið er kaffihúsið Prikið í Banka-
stræti, klukkan er langt gengin tvö
og blúsarinn nývaknaður, enn á
Chicago tíma, borðar sína ristuðu
brauðsneið með osti með morgun-
kaffmu milU setninga. Það er rigning
í Reykjavík.
Halldór og félagar hafa spilað mun
oftar síðasta ár en áður og lætur
nærri að þeir komi fram í hverri
viku. Er hægt að lifa af því að spila
blús í Reykjavík?
„Það lætur mjög nærri,“ segir Hall-
dór og glottir. „Að minnsta kosti geri
ég ekkert annað en flestir hinna
vinna eitthvað með. Okkur fannst
þegar við fórum af stað með þessa
hljómsveit að þessi tónUst ætti meiri
hljómgrunn en við héldum. Þannig
var uppselt á fyrstu tónleika okkcir
á einum klukkutíma. Síðan hafa
margir fleiri fylgt í kjölfarið en okkur
fannst ástæða til þess að dreifa neysl-
unni á lengri tíma og spUum því oft-
ar. Áheyrendum hefur frekar fjölgað
en fækkað en þeir dreifast á fleiri
skipti. Nú getur þú farið og hlustað
á blús einhvers staðar í hverri viku
en áður var þetta viðburður. “
Yfir næsta kafíiboUa heldur Halldór
langa tölu um nauðsyn þess að gera
Halldór og Fenderinn á sviði i
Chicago.
kröfur til gæða. Menn skyldu ávaUt
vera með góð tæki og vanda sig við
spUamennskuna þótt blúsinn sé í
eðU sínu frjálslegt form.
Með áherslu á gæði
„Áhorfendur eiga kröfu á að heyra
góða tónlist og það kostar æfingar.
Það hafa rúmlega 40 íslenskir tónlist-
armenn einhvern tíma komið fram
með Vinum Dóra en það þýðir ekki
það að við hleypum hverjum sem er
upp á svið þótt það sé vissulega
stundum gert. En í flestum tilfellum
hefur viðkomandi gestur komið á
æfrngu og menn hafa farið yfir það
sem á að gera í stórum dráttum."
Þessi heimsókn Dóra og vina hans
til Chicago hefur komið þeim í sam-
band við blúsara á erlendri grund
og búast má við að diskurinn Blue
Ice veki athygli því nöfn Chicago
Beau og Jimmy Dawkins eru vel
þekkt. Þýðir þetta ef til vUl að íslend-
ingar sjái á bak Vinum Dóra til spila-
mennsku úti um allan heim?
Frægðin freistar ekki
„Nei, alveg örugglega ekki,“ segir
Dóri. „Þótt það geti þýtt einhverjar
ferðir til þess að Spila á einstökum
hátíðum þá verðum við áfram hér
heima."
í undirbúningi er plata frá Vinum
Dóra þar sem eingöngu verður
frumsaminn íslenskur blús. Flestir
láta sér nægja að fást við eldri lög
og gæða þau sínum persónulega stíl.
Hvernig gengur að semja íslenskan
blús?
„Rolling Stones byrjaði sem blús-
hljómsveit," segir Dóri og glottir.
„Þeir léku aldrei blúsa eftir sig sjálfa
því þeir sögðu að það væri svo erfitt
að semja blúslög. Það er vissulega
erfitt en þetta er í eðli sínu einfalt
form, rétt eins og íslenska ferskeytl-
an er einföld. En okkur sækist það
sæmilega."
Áferð í Bluesmobile
Viðtalinu lýkur með ævintýralegri
ökuferð með Halldóri um Þingholtin
og miðbæinn á „The Bluesmobile,"
bláryðguðum japönskum bíl sem
muna má fífil sinn fegri. Nokkuð
háir ferð okkar að ekkert loft er í
öðru afturdekkinu en snögg viðkoma
á bensínstöð bjargar því. HaUdór
glottir meðan blaöamaöur rifjar upp
bænir sínar en að lokum komumst
við á leiðarenda. Ferðalag HaUdórs
og vina hans eftir erlendum frægðar-
brautum syngjandi og spUandi blús
er hins vegar rétt að hefjast.
-Pá