Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Page 29
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991. 41 Iþróttir • Hér sjást þeir kappar sem hlutu verðlaun DV og Samskipa fyrir góðan árangur í júnímánuði. Frá vinstri: Hilmar Sighvatsson, besti leikmaðurinn, Hörður Hilmarsson, besti þjálfarinn, Gylfi Orrason, besti dómarinn, og lengst til hægri er Ragnar Pálsson, fulltrúi frá Samskipum. DV-mynd Brynjar Gauti DV og Samskip útnefna þá bestu í júnímániiði: Hilmar, Hörður og Gylfi verðlaunaðir fyrir júnímánuð - Hilmar besti leikmaðurinn, Hörður besti þjálfarinn og Gylfi besti dómarinn Hilmar Sighvatsson, miðjumaður úr Breiða- bliki, var útnefndur besti leikmaður júnímán- aöar í 1. deildinni í knattspyrnu. Hörður Hilm- arsson, þjálfari Breiðabliks, var útnefndur besti þjálfari mánaðarins og Gylfl Orrason úr Fram besti dómari júnímánaðar. DV stendur að þessu kjöri ásamt Samskipum hf., styrktaraðila 1. deildarinnar, eða Sam- skipadeildarinnar eins og hún heitir opinber- lega. í fyrra stóð DV að sams konar útnefning- um og þá í samvinnu við Hörpu hf. sem þá styrkti deildina. Hilmar drjúgur í velgengni Breiðabliks Hilmar Sighvatsson er í hópi reyndari knatt- spymumanna í 1. deild. Hann er 32 ára að aldri og hefur leikið nær samíleytt í 1. deild í tíu ár en hann hóf ferilinn með Fylki í 2. deild. Hann lék síðan með Val til ársins 1988, var síðan eitt ár með Fylki í 1. deild og gekk í fyrra til liðs við Breiðablik sem þá var í 2. deild. Hilmar á nú að baki 155 leiki í 1. deild, þar af 129 með Val, 18 með Fylki og 8 með Breiða- bliki. Fyrir leikinn við Val í gærkvöldi hafði hann skorað 28 mörk-í deildinni frá upphafi en sitt fyrsta fyrir Breiðablik gerði hann á glæsilegan hátt gegn KR á dögunum, tveimur mínútum fyrir leikslok, og tryggði þá Kópa- vogsliðinu jafntefli. Hilmar hefur átt drjúgan þátt í velgengni Breiðabliks í sumar, er í lykilhlutverki á miðj- unni, og reynsla hans hefur verið nýhöunum ómetanleg. Hörður hefur náð góðum árangri Hörður Hilmarsson tók við liði Breiðabliks fyrir síðasta keppnistímabil en þá var staðan ekki góð hjá Kópavogsliðinu. Það hafði ekki sýnt burði til að endurheimta 1. deildarsætið, sem það missti 1986, og var um miðja 2. deild- ina. En undir stjórn Harðar vann Breiðablik sér sæti í 1. deild í fyrra og hefur í ár komið liöa mest á óvart. Breiðablik var ósigrað í fyrstu sex leikjunum í deildinni og var að þeim loknum í öðru sæti, með jafnmörg stig og KR en lakari markatölu. Liðið hefur þótt leika skemmtilega knatt- spyrnu og hún hefur til þessa verið árangurs- rík. Hörður lék um langt árabil með Val og ís- lenska landsliðinu en einnig um hríð í Svíþjóö. Hann hafði áður þjálfað lið Grindvíkinga og Selfyssinga, auk þess að vera aðstoðarþjálfari hjá Val og FH, áður en hann var ráðinn til Breiðabliks fyrir tæpum tveimur árum. Gylfi er kominn í hóp þeirra bestu Gylfi Orrason stóð sig mjög vel í báðum þeim leikjum sem hann dæmdi í 1. deild í júnímán- uði og sýndi og sannaði að hann er að komast í röð bestu dómara landsins. Gylfi er 32 ára og er að dæma sitt þriðja keppnistímabil í deild- inni. Gylfi hefur víða komið við í knattspyrnunni á undanfórnum árum. Hann sat lengi í stjórn knattspyrnudeildar Fram en þjálfar nú yngri flokka hjá Stjörnunni annað árið í röð og býr því yfir víðtækri reynslu sem vafalítið kemur honum til góða í dómarastörfunum. -GH/JKS/RR/VS • Himar Sighvatsson úr Breiðabliki, besti leikmaður júnímánaðar að mati DV og Samskipa. Dy/Samskipaliö júnímánaðar * Æ • Stefán Arnars • Þormóður Egilsson • Heimir Hallgrímsson • Erlingur Kristjánsson • Pavol Kretovic FH KR IBV KA Breiðabliki l ^ R |Q S • Rúnar Kristinsson • Hlynur Stefánsson • Pétur Ormslev • Steindór Elison • Guðm. Steinsson KR ÍBV Fram Breiðabliki Vikingi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.