Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 43
LAUGARDAGUR 6. •'JUI.Í 1991.
5áf
Fréttir
Það eru engir græningjar sem mynda landsliðið í hestaíþróttum.
DV-mynd EJ
Enginn nýliði í lands-
liðinu í hestaíþróttum
Það eru engir græningjar sem
mynda íslenska landsliðið í hesta-
íþróttum því allir hafa knaparnir
sjö, sem voru valdir á úrtöku í
Stekkjahrauni í Hafnarfirði, keppt
áður á Evrópumóti. Sveitin er tahn
vera mjög sterk að þessu sinni.
Allir vita að hverju þeir ganga og
hestarnir hafa aúir sannað getu
sína.
Farið var eftir sérstökum lykli
sem var saminn í vetur. Fyrstur
inn var Sigurbjörn Bárðarson með
fjórgangshestinn Kraka. Sigur-
björn hefur keppt á mörgum Evr-
ópumótum og meðal annars unnið
töltkeppnina á Brjáni árið 1987 í
Austurrílú.
Næstur tryggði sér sæti Tómás
Ragnarsson með fimmgangshest-
inn Snúð. Tómas keppti á Evrópu-
mótinu í Þýskalandi árið 1983 og
varð Evrópumeistari í fimmgangs-
greinunum samanlagt, yngstur til
að ná þeim árangri til þessa.
Þriðji í sveitina var Hinrik Braga-
son með fjórgangshestinn Pjakk.
Hinrik er ungur en hefur verið að
sanna sig og keppir á sigurvegaran-
um í B-flokki og tölti á Jjórðungs-
mótinu á Hellu.
„Flakkarinn"
úti eða inni á víxl
Fjórði í sveitina var Einar Ö.
Magnússon með fjórgangshestinn
Atgeir. Einar átti einnig möguleika
á að fara með fimmgangshestinn
Funa frá Skála sem er stóðhestur.
Vegna ýmissa reikningskúnsta og
mikillar baráttu í úrtökunni var
Einar ýmist inni eða úti með At-
geir og Funa og var honum líkt við
alþingismann sem gjarnan er kall-
aður „flakkari“ við alþingiskosn-
ingar.
Fimmti í sveitina er Jón P. Ólafs-
son með fimmgangarann Byr. Jón
keppti á Evrópumótinu í Dan-
mörku árið 1989 og sigraði þar í
gæðingaskeiði.
Sjötti knapinn er Gunnar Arnar-
son sem keppir á skeiðfáknum Kol-
baki. Gunnar keppti á Evrópumót-
inu í Þýskalandi árið 1983. Kolbak-
ur hefur sótt sig í 250 metra skeið-
inu. Hann skeiðaði á langbesta tím-
anum í úrtökunni, 21,8 sekúndum,
sem er geysilega góður tími.
Sjöunda hestinn völdu liðsstjóri
keppnissveitarinnar, Sigurður Sæ-
mundsson, og formaður HÍS, Pétur
J. Hákonarson. Þeir völdu Ragnar
Hinriksson með fimmgangshestinn
Gamm. Ragnar hefur gert góða
hluti á Evrópumótum en aldrei
eins og í Hollandi áriö 1979 er hann
varð Evrópumeistari á stóðhestin-
um Fróða frá Ásgeirsbrekku. Það
eykur á afrekið að hestar íslensku
keppnissveitarinnar veiktust og
Fróði var lánshestur. Þess verður
einnig að geta að Ragnar Hinriks-
son er móðurbróðir Hinriks Braga-
sonar.
-EJ
Starfsmenn Landgræðslunnar fyrir framan áburðarvélina Pál Sveinsson.
Áburði dreift á hún-
vetnsku heiðarnar
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki:
Starfsmenn Landgræðslunnar og
áburðarvélin Páll Sveinsson hafa að
undanfömu dreift áburði á Auðkúlu-
og Eyvindarstaðaheiði. Dreift er á
þau svæði sem grædd hafa verið upp
á heiðunum og að auld sáð í 500 hekt-
ara til viöbótar á Auðkúluheiði.
Uppgræðsla heiðarlandanna er
eingöngu kostuð af Landsvirkjun
vegna samninga um virkjun Blöndu.
Þetta er ellefta sumarið sem upp-
græðslan á sér stað. Á Auðkúluheiði
hafa verið græddir 1232 hektarar og
417 á Eyvindarstaðaheiði. Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri segir
að tæknilega hafi uppgræðslan tekist
mjög vel en það sé með heiðarnar
eins og túnin að þau þurfi sín efni
og næringu ef uppskera á að nást á
hveiju ári.
Samningar bænda við Landsvirkj-
un vegna Blönduvirkjunar gera ráð
fyrir árlegri áburðardreifingu á heið-
arnar í framtíðinni. Þetta atriði hefur
verið gagnrýnt og bent á að vegna
samdráttar í sauðfjárrækt væri nær
að verja íjármununum á annan hátt.
Kostnaöur vegna áburðardreifmgar
í ár nemur 40 milljónum. Sveinn seg-
ir að frá landgræðslulegu sjónarmiöi
sé þetta ekki spuming; það eigi að
bæta fyrir það gróna land sem við
virkjun fari undir vatn.
Akureyri:
Metið slegið
Brynjar M. Valdimare., DV-ókuleiknÍ ’91:
Guðmundur B. Guðmundsson
bætti met nafna síns frá Húsavík 1
ökuleikni um 5 refsistig með þvi
að hafa samtals 90 refsistig í braut
og 5 fyrir spurningar eða samtals
95 refsistig. Finnur Víkingsson var
einnig með 5 refsistig fyrir spum-
ingar en lakari tíma í brautinni og
samtals 110 refsistig. Þórir Jón
Guðlaugsson var með 120 refsistig
og er jafnframt sá fyrsti í sumar
sem er með ahar spurningar réttar.
Yngri riðil sigraðí Ari Gunnar Ósk-
arsson með 138 refsistig, Eiríkur
Kjartansson fékk 187 refsistig og
Friðfinnur Freyr Guðmundsson
190. Þóra Víkingsdóttir var örugg-
ur sigurvegari i kvennariðlí með
119 refsistigum, Steinunn Ragnars-
dóttir fékk 181 refsistig og Halldóra
Lístiet Friðriksdóttir 197.
í hjólreiðakeppni var keppt í ein-
um riöh og besta árangur ltafði
Helgi Heiðar Jóhannesson, 49 refsi-
stig, Jóhann Kristinsson var með
77 refsistig og Páll Brynjar Pálsson
80.
Gefandi verðlauna var Trygging
hf. á Akureyri.
hjóireiðakeppninni skiptir öllu máii að athyglin og einbeitingin séu í fulikomnu lagi.
Raufarhöfn:
Tvísýnt og spennandi
BrynjarM. Valdimarsson, DV-ökuleikni ’91:
Hjólreiðakeppni í eldri flokki var
mjög spennandi en Skapti Hannes-
son og Davíð A. Jones urðu jafnir í
efsta sæti með 55 sekúndur í braut-
inni og enga villu. í aukakeppni hafði
Davíð betur og hreppti fyrsta sætið
en þriðji varð síðan Björn Hansmar.
Sigurvegari í yngri riðli var Berglind
M. Tómasdóttir með 82 refsistig,
Björn Ragnarsson fékk 95 refsistig
og Hulda Ásmundsdóttir 104.
Kristján Önundarson, á Toyota
Hi-Lux double cab., varð lúutskarp-
astur í karlariðU ökuleikni með 133
refsistig, Sigurður H. Ólafsson varð
annar með 176 refsistig og Óskar
Óskarsson þriðji með 179. Kvenna-'
riðil sigraði Helga Þórdís Guðmunds-
dóttir með 152 refsistig og í byijend-
ariðli fékk Páll Ingi Jónsson 241 refsi-
stig.
Gefandi verðlauna í ökuleikni var
Landsbankinn á Raufarhöfn en Fálk-
inn í Reykjavík gaf verðlaun í hjól-
reiðakeppni.
Húsavlk:
Mjög góður árangur
BrynjarM Valdimarssan, DV-ökuleikni ’91:
Árangur keppenda í ökuleikni á
Húsavík var mjög góður og í fyrsta
skipti í sumar tókst þátttakanda að
fara brautina villulaust. Guðmundur
Salomonsson ók brautina viUulaust
og sigraði með 100 refsistig og Guð-
laugur Ámason gerði slíkt hið sama
en fékk 139 refsistig og lenti í þriðja
sæti. Jónas Kristjánsson lilaut annað
sætið með 137 refsistig. í kvennariöh
var Freyja Ingólfsdóttir með 195
refsistig og í yngri riðil fékk Sigtrygg-
ur Brynjarsson 144 refsistig og Þórný
Birgisdóttir 237.
Bömin fjölmenntu tú keppni- á
reiðhjólum. Eldri riðú vann Friðrik
Þór Brynjarsson nokkuð örugglega
með 53 refsistig, Krisfján Þór Magn-
ússon fékk 62 og Egúl P. Egilsson 76.
Gunnar Jónsson vann öruggan sigur
í yngri riðU, fór brautina á 37 sekúnd-
um og fékk tvær vúlur eða samtals
57 refsistig. Kristbjöm Þór Jónsson
Árangur nokkurra keppenda í ökuleikninni var framúrskarandi.
var með 72 refsistig og Aron Víg- Gefandi verðlauna í ökuleikni var
lundsson 73. Búaleiga Húsavíkur.