Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Side 47
59
LAUGARDAGUR 6. JULÍ 1991.
Afnaæli
Magnús J. Kjartansson
Magnús Jón Kjartansson hljóm-
listarmaður, Norðurbraut 24, Hafn-
arfirði, er fertugur i dag.
Starfsferill
Magnús fæddist í Keflavík og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Með námi
stundaði Magnús nám í Tónhstar-
skóla Keflavíkur. Hann hefur starf-
að sem hljómlistarmaður frá fimmt-
án ára aldri með ýmsum af þekkt-
ustu hljómsveitum landsins eins og
t.d. Júdas, Óðmenn, Haukar, Trú-
brot, Brunaliðið, Brimkló, Hljóm-
sveit Magnúsar Kjartanssonar og
nú síðast Sléttuúlfunum. Þá var
hann kennari við Tónhstarskólann
í Hafnarfirði um fimm ára skeið.
Magnús hefur spilað inn á fjölda
hljómplatna með þessum ogfjölda
annarra hljómsveita og einstakhnga
en starfar nú einkum sem hljóð-
færaleikari í hljóöverum, útsetjari
og framleiðandi á hljómplötum.
Hann hefur verið hljómsveitarstjóri
við tvær sýningar í Þjóðleikhúsinu,
stjórnaði eigin hljómsveit á Hótel
Sögu um fimm ára skeið og verið
hljómsveitarstjóri fyrir ríkissjón-
varpið um fjögurra ára skeið, m.a.
fyrir kosningasjónvarp og þætti
Hemma Gunn.
Magnús hefur setið í stjórn Félags
tónskálda og textahöfunda um átta
ára skeið og er formaður þess frá
1990. Hann situr fyrir hönd félagsins
í stjórn og fulltrúaráði STEFS, situr
i stjórn Tónlistabandalags íslands
og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyr-
irFÍH.
Magnús sat í áfengisvarnarnefnd
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnar-
firði 1986-90 og situr nú í vímuefna-
varnarnefnd. Hann hefur setið í
menningarmálnefnd Sjálfstæðis-
flokksins.
Fjölskylda
Magnús kvæntist 28.2.1972 Sigríði
Kolbrúnu Oddsdóttur, f. 26.12.1951,
flugfreyju en hún er dóttir Odds
Sveinbjörnssonar, íþrótta- og
handavinnukennara á Selfossi, og
konu hans, Jóhönnu Einarsdóttur
verslunarkonu.
Börn Magnúsar og Sigríðar eru
Davíö Vignir Magnússon, f. 10.10.
1970, verkamaður í foreldrahúsum;
Margrét Gauja Magnúsdóttir, f.
11.11.1976, nemi; Oddur Snær
Magnússon, f. 19.3.1981.
Systkini Magnúsar eru Finnbogi
Gunnar Kjartansson, f. 19.9.1952,
hljómlistarmaður og auglýsinga-
teiknari í Reykjavík, kvæntur Þur-
íði Hallgrímsdóttur verslunarkonu
og eiga þau einn son auk þess sem
Finnbogi á dóttur frá því fyrir
hjónaband; Sigrún Kjartansdóttir,
f. 4.3.1954, ritari í Reykjavík, gift
Jóhannesi Guðmundssyni útgerð-
armanni og eiga þau þijár dætur;
fngvi Jón Kjartansson, f. 27.9.1956,
málari í Ytri-Njarðvík, kvæntur
Þórlaugu Ernu Ólafsdóttur hús-
JónKr.
Þorsteinsson
Jón Kr. Þorsteinsson, húsasmiður
og nú húsvörður að Hótel Sögu, Silf-
urteigi 1 í Reykjavík, er fimmtugur
ídag.
Kona hans er Þórey Á. Kolbeins.
Jón tekur á móti gestum að Mið-
leiti 7 ídagki. 17.00-19.00.
Sigurbjörn Kristjánsson raf-
virkjameistari, Austurvegi 46b á
Seyðisfirði, er fertugur í dag.
Starfsferill
Sigurbjörn er fæddur og uppalinn
á Seyðistirði. Hann fór snemma út
á vinnumarkaöinn, eða um fjórtán
ára aldur, og starfaði hann víða
fram yfir tvítugt. Sigurbjöm fór í
fiskvinnu bæði vestur á Flateyri og
eins suður til Vestmannaeyja. Hann
stundaði sjó með tvíburabræðrum
sínum, Knúti og Kjartani, og vann
í loönuverksmiðju og fl.
Sigurbjörn hóf nám í rafvirkjun
1973 hjá Leifi Haraldssyni, raf-
virkjameistara á Seyðisfirði, og
vann á verkstæði hans fram til árs-
insl981.Hannstarfaðieinnighjá .
Leifi áriö 1984. Sigurbjörn lauk
sveinsprófi í rafvikjun í júní 1978
og hlaut meistarabréf í júlí 1981.
Hann tók einnig tvær annir í raf-
eindavirkjun í Iðnskólanum í
Reykjavík. Sigurbjörn vann um
tíma hjá Skrifstofuvélum hf. í
Reykjavík og einnig hjá Skálatúns-
heimilinu í Mosfellsbæ. Hann setti
á stofn eigiö rafmagnsverkstæði
1985 og hefur starfrækt það síðan.
Hann starfaði um tíma í Lions-
hreyflngunni, í Lionsklúbbi Seyðis-
fjarðar, fyrst sem gjaldkeri og síðar
sem formaður.
Fjölskylda
Sigurbjörn kvæntist, 20.10.1973,
Lukku Á. Sigurðardóttur, f. 26.9.
1955, aðstoðarskrifstofustj. Lands-
banka ísl. á Seyðisfirði. Foreldrar
hennar eru Siguröur Sigurðsson,
bóndi á Sunnuholti, Seyðisflröi, og
RósaBjörgvinsdóttir, húnlést 1.8.
1978.
Barn Sigurbjörns og Lukku er:
Bergný Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, f.
5.4.1973, nemi í Alþýðuskólanum á
Eiðum;
Sigurbjörn á fjórtán systkini, sex
alsystkini, þar af fimm á lífi og níu
hálfsystkini, þar af átta á lífi.
Alsystkini Sigurbjörns eru: Krist-
björg S., 12.1.1943, verslunarmaður,
búsett í Reykjavík, hún á fjögur
börn; Gunna S., f. 30.1.1944, starfs-
maður á sjúkrahúsi, maki Öskar
Þórarinsson, þau eru búsett á Seyð-
isfirði og eiga fjögur börn; Sveinn,
f. 23.6.1945, trésmíðameistari, maki
Alda Kjerúlf Jóhannsdóttir, þau eru
búsett á Seyðisfirði og eiga tvö börn;
Hjörtur, f. 11.9.1949, lagermaður,
maki Anna M. Einarsdóttir, þau eru
búsett í Reykjavík og á hann fjögur
böm; Bergur, f. 23.7.1953, d. 15.3.
1957.
Hálfsystkini Sigurbjörns, sam-
mæðraeru: Sigurður Magnússon,
f. 20.1.1930, bankamaður, maki
Oddný V. Gísladóttir, þau eru bú-
móður og eiga þau tvö börn; Kjartan
Már Kjartansson, f. 14.5.1961, skóla-
stjóri Tónlistarskólans í Keflavík,
kvæntur Jónínu Guðjónsdóttur
skrifstofustúlku og eiga þau tvö
börn; Viktor Borgar Kjartansson, f.
17.4.1967, tölvufræðingur í Keflavík,
en sambýliskona hans er Ása Hrund
Sigurjónsdóttir.
Foreldrar Magnúar eru Kjartan
Henry Finnbogason, f. 28.5.1928,
lögregluvarðstjóri á Keflavíkurflug-
velli, og kona hans, Gauja Guðrún
Magnúsdóttir, f. 12.7.1931, sauma-
kona.
Ætt
Kjartan er sonur Finnboga, sjó-
manns og verkamanns í Keflavík
Friðrikssonar frá Látmm í Aðalvík,
og Guðrúnar Jónu Jónsdóttur.
Gauja Guðrún er dóttir Magnúsar,
sjómanns í Keflavík Sigurðssonar,
sjómanns og fiskmatsmanns í Kefla-
vík, Erlendssonar. Móðir Magnúsar
Magnús Jón Kjartansson.
var Ágústa Guðjónsdóttir. Móðir
Gauju var Eyrún Eiríksdóttir, sjó-
manns í Reykjavík, Invarssonar, b.
í Björnskoti á Skeiðum Sigurðsson-
ar. Móðir Eiríks var Gunnvör Jóns-
dóttir, b. á Álfsstöðum, Magnússon-
ar, b. á Miðfelli, Einarssonar. Móðir
Eyrúnar var Guörún Steinsdóttir,
b. í Miklaholti og á Skúfslæk, Jóns-
sonar og Ingunnar Þorkelsdóttur,
b. á Ormsstöðum, Guðmundssonar.
Móðir Ingunnar var Guðrún Sigurð-
ardóttir, b. í Gelti og ættföður Galt-
arættarinnar, Einarssonar.
Sigurbjöm Kristjánsson
sett á Eskifirði og eiga þrjú börn;
Sigurborg H. Magnúsdóttir, f. 30.1.
1932, hjúkrunarfræðingur, maki
Jón Kr. Óskarsson, þau em búsett
í Hafnarfirði og eiga þau flmm börn;
Hörður Magnússon, f. 14.1.1934, d.
1.1.1936; Magnús H. Magnússon, f.
27.6.1935, búsettuy í Keflavík, hann
á tvö börn; Guðrún Á. Magnúsdótt-
ir, f. 30.12.1937, bankamaður, maki
Ásmundur Ólafsson, þau eru búsett
í Hveragerði og eiga fimm börn;
Kjartan H. Björgvinsson, f. 6.1.1940,
sjómaður, maki María Guðmunds-
dóttir, þau eru búsett á Seyðisfirði
og eiga þau þijú börn; Knútur H.
Björgvinsson, f. 6.1.1940, sjómaður,
hann er búsettur á Seyðisfirði og á
hann þrjú börn; Gestur H. Björg-
vinsson, f. 9.12.1941, afgreiðslumaö-
ur, maki Ásta Gunnarsdóttir, þau
eru búsett í Reykjavík og á hann
eittbarn.
Kristín Sigurðardóttir, f. 7.7.1947,
bóndi, maki Þráinn Þorvaldsson,
þau eru búsett að Oddakoti í Aust-
ur-Landeyjum ogá hún fjögur börn.
Foreldrar Sigurbjörns era Krist-
ján Þórðarson, f. 22.5.1917, og Sigur-
björg Ásgeirsdóttir, f. 23.8.1909, d.
8.12.1989. Þau bjuggu lengst af á
Seyðisfirði og býr Kristján þar
enn.
Til hamingju með afmælið 6. júlí
QQ ^ ^ Akrahóli, Keflavík.
Auðbjörg Tómasdóttlr, 50 3f3
Kristin Ólafsdóttir, Hinrik Ásgeirsson, Aðalstræti 32, Akureyri. Vallargeröi 36, Kópavogi.
0|- » Einholti 14e, Akureyri. 09 ara Sævar Sigursteinsson,
Sumiuvi.-jji 3, Stílfussi. Þorsteinn Friðriksson, Guðrún Björnsdóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Sunnubraut 14, Búðardal.
gQ Faxatúni 12, Garðabæ.
Adolf Friðfumsson, 40 3T3
Ásta Árnadóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, Langholtsvegi 157, Reykjavfk. VOlusteínsstræti 2a, Bolungarvík.
yr í__ Þóroddakoti 7, Bessastaðhr. /O ara Auður Ámý Stefánsdóttir,
Heiöarási 23, Reykjavík. Halldóra Guðraunda Arnadóttir, Albert Ómar Guðbrandsson, Garðabraut 22, Akranesi, Heiöarholú 6, Keflavík. Guðrún Guömundsdótth', Herraann Gunnarsson, Kleppsvegi 136, Reykjavik. Garðsenda 1, Reykjavik.
Katnn Valcntinusdóttii, 7Í\ á Háahvammi 16, Hafnarfiröi ■ ” Ci Helga Kristín Einarsdóttir,
. ~~ Ltndarflöt 16, Garðabæ. Öiöf S. Sylveriusdóttir, Þröstur Karlsson, Litlageröi 8, Reykjavík. Bugöutanga 3, Mosfellsbæ. EUsabet Jónsdóttir, Svandís Óskarsdóttir, Sigtum 23, Reykjavík. Ölduslóð 22, Hafnarfirði. Sigríður Bjarnadóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Miðtúni 25, Höfn í Homafirði. Fjarðarseli 29. Rcykjavik.
fin á r 2* Tunguheiöi 6, Kópavogi. Ql Q Hulda Sigurðardóttir,
, . Laugarbraut 5, Akranesi. MávaMð“kiavik. HÚn VarÖ fertUg 1 gær' 5'jÚU'
Guðrún Ipsen.
Guðrún
Ipsen
Guðrún Ipsen, Droplaugarstöðum
í Reykjavík, verður áttræð 8. júlí
nk.
Hún tekur á móti gestum á sunnu-
daginn, 7. júlí, í Hreyfilshúsinu,
Fellsmúla 24-26, kl. 15.00-18.00
COIVIBhCAIVlP
COMBI CAMP er traustur og
góður félagi í ferðalagið. Léttur í
drætti og auðveldur í notkun.
Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda.
COMBI CAMP er hlýr og
þægilegur með fast gólf í svefn og
iverurými.
COMBI CAMP er á
sterkbyggðum galvaniseruðum
undirvagni, sérhönnuðum fyrir
íslenskar aðstæður, á fjöðrum,
dempurum og 10" hjólbörðum.
Opið kl. 13-17
Tjaldvagnasýning |
helgina
CaMBhCAMP
COMBI CAMP er einn mest
seldi tjaldvagninn á íslandi
undanfariri ár og á hann fæst
úrval aukahluta.
COMBI CAMP er til sýnis í
sýningarsal okkar og til
afgreiðslu strax.
TITANhf
TÍTANhf
LÁGMÚLA 7
SÍMI 814077