Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. Fréttir Davíð Oddsson eftir fund ríkisstj órnarinnar 1 gærkvöldi: Göngum til niðurskurðar og sparnaðar af fullri hörku „Niöurstaöa þessa ríkisstjórnar- fundar var sú að ganga til niður- skuröar og sparnaöar á ríkisútgjöld- um af fullri hörku. Markmiðið er að spara ríkissjóði slíkar fjárhæðir aö fjárlagahalli næsta árs verði þolan- legur,“ sagði Davíð Oddsson að afloknum ríkisstjórnarfundi laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Á fundinum náðist samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um að íjár- lagahalli næsta árs yrði ekki meiri en fimm milljarðar. Til að svo megi verða þarf að skera fyrirsjáanleg út- gjöld ríkissjóðs niður um hátt á - ráðherrum falið að skera niður á þriðja tug milljarða þriðja tug milljarða. Á fundinum var ráðherrum ríkisstjórnarinnar fahð að finna leiðir til sparnaðar og niður- skurðar. Eiga þeir að skila tillögum þessa efnis um næstu mánaðamót. Að sögn Davíðs Oddssonar munu nýtilkomnar tillögur fiskifræðinga um stórfelldan aflasamdrátt gera fjárlagagerðina enn erfiðari enda geri þær ráð fyrir um 14 prósent skerðingu á því sem sjávarútvegur- inn gefur. í raun geti það þýtt 8 til 9 milljarða í minni útflutningstekjur og tekjutap fyrir ríkissjóð upp á tvo milljarði. Davíð segir ljóst að skoða þurfi all- ar hugsanlegar leiðir til niðurskurð- ar. Þó liggi beinast við að breyta lög- um og reglugerðum sem feli í sér útgjaldasprengingu þegar fram í sækir. Hann vildi hins vegar ekki tiltaka hvaða lög þetta væru. Þá sagði hann einnig ljóst öll ný áform ráðu- neyta yrðu skoðuð vandlega með til- liti til mikilvægis. „Það er alveg ljóst að við þurfum að skera niður milljarða á milljarða ofan til að geta lokið dæminu með þolanlegum hætti. Auðvitað vefst þetta fyrir mönnum en það var engan bilbug á ráðherrum að finna. Menn ætla sér að horfast í augu við þann vanda sem við blasir og það gefur góðar vonir.“ Davíð segir að innan ríkisstjófhar- innar sé um það samkomulag að hækka ekki skatta eða leggja nýjar álögur á almenning. Hann útilokar samt ekki aö almenningur verði í auknum mæh látinn borga fyrir þá þjónustu sem hann fær hjá hinu op- inbera. Um það sé ákvæði í stjórnar- sáttmálanum. Ekki sé þó ætlunin áð láta þá sem minna mega sín eða eru tekjulitlir taka slíkt á sig. Að sögn Davíðs hefur ríkisstjórnin enn ekki ákveðið við hvaða forsend- ur launamál verði miöuð í íjárlaga- gerðinni. Þrátt fyrir fyrirsjáanleg áfoll verði þó reynt að tryggja að sem minnsta kaupmáttarrýrnun. Hann segir að bæði launþegar og fyrirtæk- in í landinu megi hins vegar vænta lægri vaxta þegar dregur úr lánseft- irspurn ríkissjóðs og að það muni koma öllum til góða. -kaa Davið Oddsson boöar niðurskurð upp á tæpa 30 milljarða og fjárlagahalla upp á 5 milljarða eftir fund ríkisstjórnar- innar í gærkvöldi. DV-myndJAK Viðskilnaður síðustu ríkisstjórnar: Ríkiskerfið að hruni komið - segir JónBaldvinHannibalsson „Að fenginni reynslu höfðum við alþýðuflokksmenn ekki trú á að ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar væri þeim vanda vaxin að koma með raunsæjar lausnir á ýmsum uppsöfnuðum vandamál- um. Það varðaði ekki hvað síst þá kröfu okkar að það færi fram und- anbragðalaus uppskurður á ríki- skerfi sem nú hggur við hruni vegna fjárhagslegrar óráðsíu og pólitískrar ósamstöðu um nauð- synlegar aðgerðir," segir Jón Bald- vin Hannibalsson, utanríkisráð- herra og formaður Alþýðuflokks- ins. Eftir ríksstjómarfund í gær- kvöldi sagði Jón Baldvin ljóst aö núverandi ríkisstjórn ætlaði ekki beita bráðabiröaúrræðum til bjarg- ar atvinnuvegunum eins gert hefði verið í tíð fráfarandi ríkisstjómar. Því væri ekki að vænta hárra fjár- hæða í væntanlegu fjárlaga- frumvapi iil þessa. Hann segir að fari ytri skhyrði enn versnandi, th dæmis hvað varðar ástand fiskistofna, þá fehst lausn vandans ekki í því að veita aukið fjármagn í sjávarútveg og vinnslu, heldur verði að reyna með öllum tiltækum ráðum að auka nýtingu orkulindanna. Einungis á þann hátt verði hægt að forðast langvarandi atvinnuleysi. Jón Baldvin segir að með nýju uppbyggingaskeiði við virkjanir og álver gætu skapast um 2500 mann- ár í störfum þegar þær fram- kvæmdir fara af stað. Þar sé leiðin til að taka af slakann í þjóðabú- skapnum og geri okkur mögulegt að fara að ráðum fiskifræðinga um aflasamdrátt. „Byggðamynstur á íslandi hlýtur að fara eftir þróun atvinnulífsins og hvernig gengur th sjávar. Nú- verandi ríkisstjóm mun ekki byggja víggirðingar hér innanlands eða halda fólki í einhverjum byggð- arlögum móti vhja þess. Það hlýtur að halda áfram einhver þróun en hún þarf ekki öh að vera í átt til suðvesturhornsins," segir ráðherr- ann. -J.Mar/kaa Tillögur um að veiða 250 þúsund tonn af þorski næsta veiðitímabil: Skýrsla Hafrannsóknastofnun ar er áfall fyrir þjóðarbúið segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra „Skýrsla Hafrannsóknastofnunar er ekki bara áfah fyrir sjávarútveg- inn, hún er áfall fyrir allt þjóðarbúið sem kemur til með að verða af 9 milljarða króna tekjum. Sjávarút- vegurinn hlýtur að bregðast við þess- um áföllum með aukinni samvinnu og sammna fyrirtækja og með fækk- un veiðiskipa til að fjárfesting í greininni nýtist betur,“ segir Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra. Hafrannsóknastofnun leggur til að leyfhegur afli af þorski næsta flsk- veiðítímabil verði 250 þúsund tonn. Á þessu ári er búist við 315 þúsund tonna þorskafla. Samkvæmt nýrri úttekt er áætluð stærð veiðistofns þorsks um 120 þús- und tonnum minni en kom fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar frá júh 1989 en fimm síðustu árgangar af þorski hafa verið með afbrigðum lélegir. Veiðistofn í ársbyrjun 1990 var áætlaður um 870 þúsund tonn og hrygningarstofn um 350 þúsund tonn. Ef veidd verða 350 þúsund tonn árin 1991 og 1992 mun veiðistofninn minnka í 630 þúsund tonn fram til ársins 1993 og hryggningstofn um 140 þúsund tonn. Við 300 þúsund tonna aha mun veiðstofninn minnka um 100 þúsund tonn og hrygningarstofn um 70 þúsund tonn. Viö 250 þúsund tonna aha mun hann og hryggning- arstofninn nánast standa í stað næstu tvö árin. Stofnunin leggur til að hámarks- ýsuafli árið 1992 verði 50 þúsund. í ár er gert ráð fyrir að veidd verði 60 þúsund tonn af ýsu. Lagt er til að síldaraflinn árið 1990 og 1991 verði 90 þúsund tonn hvort ár um sig. Um loðnuna er allt í óvissu í skýrsl- unni og ekki verður tekin ákvörðun um hversu mikið stofnunin telur hægt að veiða á næstu vertíð fyrr en Hafrannsóknastofnun hefur farið í Einu nytjategundirnar, sem ekki eru gerðar tillögur um hámarksafla á, eru langlúra, blálanga, langa, keha og hrognkelsi. Sjávarútvegsráöuneytið hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort það samþykkir tillögur Hafrannsóknar- stofnunar en ráðherra mun á fimmtudag eiga fund með hags- munaaðhum í greininni um þessi mál. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.