Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 24
44 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. Afmæli Sigrídur Theodóra Sæmundsdóttír Sigríöur Theodóra Sæmundsdóttir, húsfreyja að Skaröi í Landsveit, er sextugídag. Starfsferill Sigríöur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræöa- prófi frá Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar 1948 og stundaöi verslunar- störf í Reykjavík þar til hún flutti austuraðSkarði. Sigríður hefur gegnt margvísleg- um trúnaöarstörfum fyrir sína sveit en hún hefur m.a. verið formaöur Kvenfélagsins Lóu í þrjátíu ár og setið í stjórn Sambands sunn- lenskra kvenna í níu ár. Fjölskylda Sigríöurgiftist26.4.1954 Guðna Kristinssyni, f. 6.7.1926, b. og hrepp- stjóra að Skarði, en hann er sonur Kristins Guðnasonar, b. og hrepp- stjóra að Skarði, og konu hans, Sig- ríðar Einarsdóttur ljósmóður. Börn Sigríðar og Guðna eru Krist- inn, f. 6.12.1950, b. að Skarði, kvænt- ur Fjólu Runólfsdóttur frá Brekku í Þykkvabæ; Helga Fjóla, f. 7.11. 1957, húsmóöir á Hvolsvelli, gift Ingvari Ingólfssyni frá Neðra-Dal undirEyjafjöllum. Systkini Sigríðar eru Margrét, f. 16.11.1937, hjúkrunarframkvæmda- stjóri við geðdeild Landspítalans, gift Jóni Marvin Guðmundssyni kennara og eiga þau þrjú böm; Sæ- mundur, f. 18.11.1946, vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Elísabetu Kristjánsdóttur verslunarstjóra og eiga þau flögur böm. Foreldrar Sigríðar; Sæmundur Sæmundsson, f. 26.11.1908, fyrrv. verslunarmaður í Reykjavík, og kona hans, Helga Fjóla Pálsdóttir, f. 11.11.1909, d. 30.11.1990, húsmóðir. Ætt Sæmundur er sonur Sæmundar, b. á Lækjarbotnum á Landi, bróður Jóhönnu Vigdísar, móður Guðrún- ar, forseta Hæstaréttar, og Sigríðar sagnfræðings Erlendsdætra. Önnur systir Sæmundar var Guðrún, hús- freyja í Króktúni á Landi, móöir Guölaugs í Tryggvaskála, afa Guð- laugs Tryggva Karlssonar, hagfræð- ings og hestamanns. Bróöir Sae- mundar var Guðbrandur, b. í Öl- versholti, afi Hauks Morthens söngvara og langafi Bubba Mort- hens söngvara. Sæmundur var son- ur Sæmundar, hreppstjóra á Lækj- arbotnum og ættfóður Lækjar- botnaættarinnar, Guðbrandssonar, bróður Guðbrands, langafa Guö- mundar Daníelssonar rithöfundar. Móðir Sæmundar verslunar- manns var Sigríður Theodóra Páls- dóttir, hreppstjóra á Selalæk á Rangárvöllum, Guðmundssonar, hreppstjóra á Keldum, Brynjólfs- sonar sem Keldnaættin er kennd við. Guðmundur var sonur Brynj- ólfs, b. á Vestari-Kirkjubæ, Stefáns- sonar, b. á Árbæ, Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ættföð- ur Víkingslækjarættarinnar. Móðir Sigríðar Theodóm Pálsdóttur var Þuríður Þorgilsdóttir, b. á Rauð- nefsstöðum, Jónssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Eyjólfs Guð- mundssonar, „landshöfðingja" í HvammiáLandi. Helga Fjóla var dóttir Páls, sjó- manns og verkamanns í Reykjavík, Friðrikssonar, sjómanns i Hólma- búð og Brekku í Vogum, Pálssonar, sjómanns í Reykjavík, Magnússon- ar. Móðir Friðriks var Helga Bergs- dóttir, b. á Hólum, Syðra-Seli, Jóns- sonar eldra á Hæringsstöðum, Ingi- mundarsonar, b. í Holti og síðar á Hólum í Stokkseyrarhreppi, Bergs- sonar, hreppstjóra í Brattsholti, ætt- fóður Bergsættarinnar, Sturlaugs- sonar. Móðir Helgu var Gróa Tóm- asdóttir, b. á Litla-Hrauni, Jónsson- ar. Móðir Páls var Þorbjörg Gísla- dóttir í Hlöðuneskoti á Vatnsleysu- strönd, Jónssonar. Móðir Fjólu var Margrét Áma- dóttir, hreppstjóra í Garði og síðar á Innri-Hólmi í Akraneshreppi, Þor- valdssonar, skipasmiðs á Þorbjarn- arstöðum og víðar, Oddssonar í Vatnsholti í Flóa, Þorvaldssonar. Móðir Árna var Margrét, dóttir Ólafs Ámasonar á Hvaleyri og Bjargar Guðmundsdóttur. Móðir Margrétar var Ragnhildur, dóttir ísleifs á Skálmarlæk í Álftaveri, Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir. Guðmundssonar og Ragnhildar Jónsdóttur. Kvenfélagið Lóa heldur afmælis- barninu samsæti að Brúarlundi í kvöld. 4 Ólafur Jónsson Ólafur Jónsson, fyrrv. póstaf- greiðslumaður, Suðurgötu 7, Hafn- aríirði, varð áttræður í gær. Starfsferill Ólafur fæddist á Auðkúlu við Arn- aríjörð og ólst þar upp en flutti með móður sinni og systkinum til Þing- eyrar árið sem faðir hans dó, 1929. Hann vann á unglingsárunum öll almenn störf sem til féllu til lands ogsjávar. Ólafur flutti til Hafnarfjarðar 1931 þar sem hann stundaði fyrst verka- mannavinnu og síðan trésmíðar hjá Jóhannesi Reykdal. Þá stundaði hann trésmíðar hjá Páli bróður sín- um á trésmíðaverkstæði hans í Kópavogi en gerðist síðan starfs- maður Pósts og síma í Hafnarfirði þar sem hann starfaði til 1986. Ólafur sat í stjórn Verkamannafé- lagsins Hlífar í Hafnarfirði frá 1937-52 og þar af formaður í tvö ár. Hann hefur starfað mikið fyrir góð- templararegluna, var lengi umsjón- armaður Góðtemplarahússins í Hafnarfirði, var umdæmistemplar Umdæmisstúku Suðurlands 1962-82, var einn af upphafsmönn- um bindindismótanna, fyrst í Húsa- felli og síðan í Galtalækjarskógi frá 1967. Þá var hann lengi æðsti templ- ar stúkunnar Daníelshers í Hafnar- firði og hefur lengi verið gæslumað- ur bamastúkunnar Kærleiksbands- ins í Hafnarfirði. Þess má geta að Ólafur lék lækninn í kvikmyndinni Brekkukotsannáll. Fjölskylda Systkini Ólafs: Matthildur Kristín, f. 27.11.1900, d. 24.2.1901; Matthías Kristinn, f. 18.6.1902, d. 19.8.1902; Matthea Kristín, f. 24.5.1904, hús- móðir í Garðabæ, gift Herbert Ped- ersen matsveini; Guðrún, f. 9.8.1906, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Gunnari E. Sigurðssyni; Gísli Guðni, f. 12.5. 1909, nú látinn, skipstjóri í Reykja- vík, var kvæntur Hafdísi Rósen- berg; Ásgeir, f. 29.3.1914, d. 22.8. 1914; Guðný, f. 19.10.1915, d. 14.7. 1916; Páll Marinó, f. 19.7.1919, tré- smiður á Selfossi, kvæntur Berg- þóm Guðmundsdóttur. Foreldrar Ólafs voru Jón Bjami Matthíasson, f. 11.4.1876, d. 15.1. 1929, b. og skipstjóri á Auðkúlu, og kona hans, Guðmunda María Gísla- dóttir, f. 2.7.1878, d. 23.7.1966, ljós- móðir. Ætt Jón Bjarni var sonur Matthíasar, b. á Baulhúsum, Ásgeirssonar, b. á Álftamýri, Jónssonar, prests á Hrafnseyri, Ásgeirssonar, prests í Holti í Önundarfirði, Jónssonar, bróður Þórdísar, móður Jóns for- seta. Móðir Jóns á Hrafnseyri var Rannveig Matthíasdóttir, stúdents í Vigur, Þórðarsonar, stúdents í Vig- ur og ættföður Vigurættarinnar, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri og ættfóður Eyrarættarinnar, Jóns- sonar. Móðir Ásgeirs á Álftamýri var Guðrún Guðmundsdóttir á Auðkúji í Arnarfirði, Arasonar. Móðir Jóns Bjarna var Kristín Pálsdóttir, b. á Dynjanda í Arnar- firöi, Símonarsonar, bróður Bjama, föður Markúsar, fyrsta skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík, afa Rögnvalds Siguijónssonar píanó- leikara. Páll var einnig bróðir Margrétar, ömmu Halls Símonar- sonar, blaðamanns og bridgespil- ara, föður Halls, fréttamanns á Stöð 2. Margrét var einnig langamma Ólafur Jónsson. Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Þá var Páll bróðir Sigurðar, langafa Páls, föður Tryggva bankastjóra. Móðir Kristínar var Sigríður Jóns- dóttir, b. í Stapadal, Bjarnasonar, bróður Þorbjargar, móður Páls Sím- onarsonar í Stapadal. Móðir Sigríð- ar var Kristín Bárðardóttir, b. á Eyri, Guðmundssonar, b. í Amar- dal, Bárðarsonar, b. í Amardal og ættföður Arnardalsættarinnar, 111- ugasonar. Móðir Kristínar var Sig- ríður Jónsdóttir, sýslumanns í Reykjarfirði, Amórssonar, bróöur Sigríðar, ömmu Hannibals Valdi- marssonar, fyrrv. ráöherra, föður Amórs heimspekings. Guðmunda María var dóttir Gísla, b. á Auðkúlu, Ólafssonar og konu hans, Guðrúnar, systur Sigríðar, ömmu Guðmundar Hagalíns rithöf- undar. Guðrún var dóttir Ólafs, b. á Auðkúlu, Jónssonar, b. á Auðkúlu, Guðmundssonar „ríka“, b. á Auð- kúlu, Arasonar, lrm. í Reykjarfirði, Jónssonar. Sveinn Bjamason Sveinn Bjamason, fyrrv. b., Grenihlíð 9, Sauðárkróki, er sjötug- urídag. Starfsferill Sveinn fæddist að Reykjum í Tungusveit og ólst þar upp fram á fjórða ár en flutti þá með foreldrum sínum að Grímsstöðum í Svartár- dal í Lýtingsstaðahreppi. Sveinn ólst upp við öll almenn sveitastörf í foreldrahúsum en fór til Reykja- víkur á stríðsámnum og vann þá m.a. hjá setuliðinu. Hann keyrði síðan fyrir SÍBS þegar verið var að byggja að Reykjalundi og var síðan strætisvagnastjóri í tvö ár. Sveinn flutti síðan að Hafragili í Laxárdal í Skagafirði 1949 og hóf þar búskap en þar bjó hann í nítján ár. Hann flutti síðan á Sauðárkrók þar sem hann býr enn. Fjölskylda Sveinn kvæntist 27.12.1949 Helgu Hinriksdóttur, f. 9.9.1923. Böm Sveins og Helgu; Kristín Bjamey, f. 2.5.1948, kaupkona á Sauðárkróki, gift Gunnari Þór Sveinssyni og eiga þau þrjú böm; Hinrik, f. 2.12.1950, d. 18.1.1967; Jóhanna, f. 6.1.1952, húsmóðir á Sauðárkróki, gift Áma Sævari Ingimundarsyni og eiga þau flögur böm; Kári, f. 26.4.1955, rekur bók- haldsskrifstofu á Sauðárkróki, kvæntur Margréti F. Guðmunds- dóttur og eiga þau þijú böm; Bjarni Friðrik, f. 18.41.1960, slökkviliðs- maður hjá Slökkviliðinu á Kefla- víkurflugvelli, búsettur í Kefiavík, kvæntur Ragnheiði Önnu Haralds- dóttur og eiga þau tvö böm. Sveinn átti flórtán alsystkini og era nú átta þeirra á lífi. Foreldrar Sveins: Bjarni Krist- mundsson, b. á Reykjum og Gríms- stöðum, og kona hans, Kristín Sveinsdóttir húsfreyja, en þau era bæðilátin. Til hamingju með 85 ára Guðrún Elínmundardóttir, Kóngsbakka 11, Reykjavík. 75ára Þórir Konráðsson, Krammahólum 29, Reykjavík. 70 ára Aðalheiður Árnadóttir, Karlsrauðatorgi 14, Dalvík. sinu milli klukkan 17.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Freyja Jóhannesdóttir, Lönguhlíð 1F, Akureyri. Siguijón Magnússon, Sæbóli, Selfjarnamesi. Ármann Jóhannsson, Mávahlíð 48, Reykjavík. Alda Einarsdóttir, Knarrarbergi 6, Þorlákshöfn. Indriði Aðaisteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi. Jón Otti Ólafsson, Ljósalandi-7, Reykjavík. 40 ára 60ára Sigurbjörg Hallgrímsdóttir, Húsabakka, Aðaldælahreppi. Svavar Guðni Gunnarsson, Mýrarvegi 116, Akureyri. Sigriður Hauksdóttir, Hraunbæ 110, Reykjavík. 50ára Gísli Hermannsson, Stelkshólum 8, Reykjavík. Sigursveinn Ástþór Sigurðsson, Skipasundi 80, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á heimili Héðinn Eyjólfsson, , Hraunbæ 19, Reykjavík. GísliS. Eiríksson, Hagaseli 24, Reykjavík. Elínborg Sigurgeirsdóttir, Garðavegi 28, Hvammstanga. Guðmundur Jónsson, Flúðaseli 92, Reykjavík. Hly nur Árnason, Lækjartúni 9, Mosfellbæ. Kristjana Kristjánsdóttir, Esjuvöllum 17, Ákranesi. Ómar Konráðsson, Austurbergi 34, Reykjavík. GesturH. Fanndal Gestur H. Fanndal, kaupmaður á Siglufirði, er áttræður í dag, 10.7. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum laugardaginn 13.7. að Hótel Höfn á Siglufirði klukkan 17.00-19.00. Gestur H. Fanndal. LAUSAMÖL é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.