Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. 35 fþróttir „Vonandi byrjun góðu gengi" sagði Daníel Einarsson eftir sigur Víðis á Fram öldi. IK-menn urðu að játa sig sigraða á heimavelli en bikarmeistarar Vals DV-mynd GS ræðum með 3. deildar lið ÍK: laðhafa tunum" ' að Valsmenn sigruðu ÍK, 1-2 marktækifæri og haíði umtalsverða yflrburði í seinni hálíleik. Enginn einstakur leikmaður stóð upp úr hjá Valsmönnum að þessu sinni. ÍK- menn þurfa ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna. Þeir léku ágæt- lega framan af leiknum en við jöfun- armark Valsmanna var eins og allur „Við höfum verið óheppnir í deildar- keppninni í sumar en nú gengu heilladísirnar í lið með okkur og átt- um við það svo sannarlega skilið. Við tókum þetta bara rólega eftir að hafa komist í 1-0 en bökkuðum held- ur mikið enda fengum við mark á okkur. Markið þýddi-aðeins eitt og það var að sækja til að komast yíir aftur og það tókst,“ sagði Daníel Ein- arsson, vamarmaður Víðis, í samtali við DV eftir leikinn. Framarar höfðu undirtökin fyrstu mínúturnar en án þess að skapa sér veruleg færi. Það kom því nokkuð á óvart að Víðir komst yíir. Markið kom á 10. mín- útu. Varnarmenn Fram voru eitt- hvað að dútla með boltann aftast í vörninni þegar Björn Vilhelmsson náði honum af þeim og sendi strax á Grétar Einarsson sem var staddur einn og óvaldaður inn í vítateig Framara og sendi Grétar boltann auðveldlega framhjá Birki í mark- inu, 0-1. Framarar fengu tilvalin tækifæri til að jafna metin í fyrri hálfleik. Þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum átti Kristinn R. Jónsson góða sendingu á Pétur Ormslev sem var algerlega frír í miðjum vítateig gestanna en Pétri brást bogalistin, skaut hátt í loft upp. Stuttu seinna var það Kristinn sem var nærri því að skora en hefði mátt vera nokkrum sentímetrum lengri þegar hann kastaði sér fram og ætl- aði að skalla boltann á markteig Víð- ismanna en náði ekki til boltans. Steinar Guðgeirsson var síðan í færi á 30. mín er hann átti þrumuskot úr miðjum vítateig gestanna en Gísli í markinu varði meistaralega. Steinar var aftur á ferðinni fljót- lega í síðari hálfleik er hann átti skalla í stöng eftir hornspyrnu Bald- urs Bjarnarsonar. Það var síðan á 70. mínútu sem Fram tókst að jafna. Ásgeir Ásgeirsson, sem kom inn í lið- ið fyrir Þorvald Örlygsson sem er meiddur, átti glæsilega sendingu frá vinstri inn í vítateig Víðis og þar var Ríkharður Daðason réttur maður á réttum stað og hamraði hann boltann í. netiö. Glæsilega gert hjá ungu mönnunum í Fram. Hér héldu flestir áhangendur Framara að björninn væri unninn en það var öðru nær. Víðismenn settu meiri þunga í sókn- arleikinn og uppskáru mark þegar skammt var til leiksloka. Það var Sigurður Magnússon sem skoraði markið eftir hornspyrnu Grétars vindur færi úr þeim. Baráttan í þeirra röðum var góð en það var greinilegt að úthaldsleysi háði liðinu undir lokin. Markvörðurinn Ragnar Bogi Petersen var besti maður ÍK sem og leiksins. -GRS • Fyrir nokkru var haldið Boss golfmót i fyrsta skipti á Islandi. Þátttakan var mjög góð því uppselt var í mótið og var leikið í blíðskaparveðri. Sæv- ar Karl Ólafsson, umboðsaðili Boss á islandi, gaf öll verðlaun á mótinu. Sigurjón Arnarson sigraði í keppni án forgjafar, í öðru sæti var Björgvin Þorsteinsson og í þriðja sæti Einar L. Þórisson. Á myndinni eru verðlauna- hafar ásamt Sævari Karli Ólasyni, umboðsaðila Boss á íslandi Tap hjá stúlkunum Einarssonar og tryggði þar með Víð- ismönnum farmiðann í átta hða úr- sht bikarkeppninnar. Ríkharður átti síðasta færi Fram í leiknum er hann skallaði rétt framhjá í ákjósanlegu færi. Víðismenn áttu þennan sigur skilinn. Þeir spiluðu skynsamlega allan leikinn og oft á tíðum sást fall- egt samspil sem er svolítið annað en þeir eru þekktir fyrir. Allt Uðið spil- aði vel en Gísli markvörður og Daní- el varnarmaður voru fremstir meðal jafningja. Framarar nýttu ekki sín færi og því fór sem fór. Það sást augljóslega á leik Fram að Þorvald vantaði til að reka enda- hnútinn á sóknaraðgerðir sínar en hann hefur einmitt bundið saman vörn og sókn liðsins í undanförnum leikjum. -KG • Valsmenn þurftu að bregða sér í Kópavogsstrætó í leikhléi á bikárleiknum í gærkvöldi. Engin búningsaðstaða er á Smárahvammsvelli og brugðu ÍK-menn á það ráð að hafa strætisvagn við völlinn sem búningsklefa. DV-mynd GS -íslandtapaði 0-2 fyrir Hessen íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu tapaði þriðja og síðasta leikn- um gegn þýsku héraðsmeisturun- um frá Hessen, 0-2, á ValsvelU í gær. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill af hálfu íslenska liðsins. Miðjumenn- irnir náðu ekki nógu vel saman og sóknarleikurinn var ekki nógu beitt- ur. Þýska liðið gerði bæði mörk sín í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik færðist meira fjör í sóknarleikinn þegar Sigrún Óttars- dóttir var færð framar á vöUinn og voru íslensku stúlkurnar óheppnar að skora ekki. Bestu færi íslenska Uðsins áttu þær Guðrún Sæmundsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir. Sigríður Pálsdóttir markvörður, varði vítaspyrnu eftir að hún var nýkomin inn á sem vara- maður. -ih Sport- María Guðnadóttir vann öruggan sigur í kvennaflokki á meist- aramóti Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi um síð- ustu heigi. Hún var 38 höggum á undan Karinu Hertu Hafsteins- dóttur. Benedíkt Jónsson sigraði í 1. flokki karla, Ólafur Schram í 2. flokki karla og Hannes EUerts- son í unglmgaflokki. Reynir meistari á Flúðum Meistaramót Golfklúbbsins Fiúð- ir fór fram á SelsvelU í Hruna- mannahreppi á sama tima. Þar varð meistari Reynir Guðmunds- son sem notaði 34 höggum minna en næsti maður, Emil Gunn- Iaugsson. Á sama stað var haldið opiö öldungaraót fyrir skömmu. Þar sigraði Gunnar Júlíusson, NK, í keppni án forgjafar, Karl Gunnlaugsson, GF, í keppni með forgjöf og Erna Jóhannsdóttir, GL, í kvennaflokki. Einarvann Kambakeppnina Einar Jóhannsson sigraöi í Kambakeppninni á götuhjólum sem fram fór á sunnudaginn á vegum Hjólreiöafélags Reykja- víkur. Hann vann einnig í fyrra en hjólaði þá niu kílómetrana á hálfri þriðju mfnútu lengri tíma. Nú sigraði Einar á 18 mínútum, 59,79 sekúndum, og meðalhraði hans var 28,5 kílómetrar. Annar varð Marinó Freyr Sigurjónsson á 19:48,30 mínútum og þriðji Aðal- steinn B. Bjarnason á 19:57,80 minútum. Firmakeppni Ármanns Firmakeppni Armanns fer fram um næstu tvær helgar. Leikið verður á grasi og verða 7 leik- menn inn á í _einu og 4 varamenn eru leyíðir. í verðlaun er bæði farandbikar og eignarbikar ásamt verðlaunapeningum. Þátt- taka tilkynnist til Guðlaugs (686933) í dag og á morgun. Ekki ákvörðun hjá dómurum Mistök urðu í blaðmu í gær þegar sagt var frá því í viðtali við Guö- mund Haraldsson, formann dóm- aranefndar KSÍ, að dómarar heföu ákveöið að halda ró sinni og grípa ekki beinttil spjaldanna. Rngin ákvörðun hefur verið tekin í þessu sambandi heldur var hér einungis um að ræða umræður milh dómara og dómaranefndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.