Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. 3 Fréttir Björgunarféð umdeilda: Ekki hægt að skila því „Það er ekki hægt að skila þessum peningum aftur. Hnífsdælingur hf. fékk þá samkvæmt ákvörðun ráð- herra og aðstoðarmanns hans hér í ráðuneytinu fyrir flutning á þessum skipsflökum,1' sagði Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, við DV. Siglingamálastjóri, Magnús Jó- hannesson, hefur lýst þeirri skoðun sinni að Hnífsdælingi hf. beri að skila aftur 1900.000 krónum sem fyrirtæk- ið fékk frá ráðuneytinu. Það var sigl- ingamálastofnun sem upphaflega fékk 4 mifljóna króna aukafjárveit- ingu til að draga bátaflök af veiðislóð út af Vestíjörðum. Rúmar 2 mifljónir fóru í rannsóknir og undirbúnings- segir ráðuneytisstjóri vinnu. Þegar átti aö taka tif afgangs- ins var hann kominn tO Hnífsdæl- ings hf. Fyrirtækið notaði fjármun- ina til að fjármagna flutning tveggja skipsflaka sem lágu á sjávarbotni. „Það er eins og hver annar mis- skilningur hjá þessum mönnum, sem unnu að þessu verkefni, að þeir hafi átt þessa peninga," sagði Ólafur Steinar. „Enda er það svo með aflar aukafjárveitingar aö þær fafla úr gildi um áramót. Ef Hnífsdælingur hefði ekki fengið þessa upphæð þá hefði hún hreinlega verið áfram í ríkissjóði. Það hefur ekkert komið til tals að veita meiri fjármunum í þetta verkefni, enda hef ég ekki orðið var við neina umsókn frá þessum aðif- um. Það er afltaf erfitt og á að vera erf- itt að fá aukafjárveitingar. Þær á ekki að veita nema brýna nauðsyn beri tíl.“ -JSS Fjölmargirflótta- menn eru farnir Fjölmargir þeirra flóttamanna, sem komið hafa hingað tif lands, eru fluttir til annarra landa. Árið 1956 komu hingað 52 Ungveij- ar. 30 þeirra sóttu um íslenskan rík- isborgararétt þegar þeir voru búnir að dvelja hér í fimm ár. Árið 1959 komu 28 Júgóslavar, svo og sjö manna ítölsk fjölskylda. Hún dvaldi hér aðeins í skamman tíma en hék síðan til Ástralíu. Af Júgóslövunum eru 11 eftir. Árið 1979 kom hópur víetnamskra flóttamanna, afls 34. Allmargir ætt- ingjar þeirra fylgdu á eftir og voru þeir 40 talsins hér á landi þegar mest var. Það er af flóttamönnunum að segja að 19 þeirra dvelja enn hér. Aðrir eru fluttir til annarra landa. Eitt barnanna sem kom í þessum hópi er dáið. Arið 1982 komu svo hingað 26 Pól- verjar. Af þeim hópi eru átta eftir. I 1990 komu hingað 30 Víetnamar. Þeir eru allir hér enn og bíða þess nú að geta sótt um íslenskan ríkisborgara- i rétt. Það geta þeir eftir fimm ára dvöl í landinu. Loks komu 25 víet- namskir flóttamenn hingað til lands í síðustu viku. Umræddir hópar hafa allir komið hingað á vegum Rauða kross íslands nema Júgóslavarnir sem komu á vegum ríkisins. -JSS Vatn sótt í fötur Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Ég fór nýlega svolítið hér um hreppinn og fannst mér skemmtileg sjón að sjá fólk sækja vatn í fótur. Nú þegar vatnsskortur er gera það margir að safna vatni úr lækjum svo að myndist lítil lón og er í það sótt vatnið. Fólkið er glatt, enn sem kom- ið er, en aðeins nýlega er farið að bera á vatnsskorti. Minnir þetta á þegar ég flutti hingað í hreppinn árið 1942 en þá var þetta vani. Vont þykir þó ungu konunum að geta nú ekki notað sjálfvirku vélarn- ar við þvottinn. Norðurland eystra: Fimmta sumar- tónleikaröðin að hefjast Jöhannes Siguijónsson, DV, Húsavik: Nú er að hefjast 5. starfsár Sumar- tónleika á Norðurlandi eystra og að venju er tónleikaröðin í Húsavíkur-, Reykjahlíðar- og Akureyrarkirkju á föstudagskvöldi, laugardag og sunnudag í þessari röð. Fyrstu tónleikarnir verða fóstu- . dagskvöldið 12. júlí þegar Barokk- hópur Akureyrarkirkju spilar í Húsavíkurkirkju og síðan í Reykja- hfíðarkirkju á laugardag og Akur- eyrarkirkju á sunnudag. Helgina 19.-21. júlí verða sænskir listamenn á ferð (orgel og sópran), og 26,-27. júlí kemur 25 manna ungl- ingakór frá Randers í Danmörku. 2.-4. ágúst spila tveir Þjóðverjar á flautu og gítar í kirkjunum og loka- tónleikaröðin verður 9.-11. ágúst en þá spilar málmblásarasveit Poul Schemm frá Þýskalandi. SENDLARNIR JE: 8221 FJOLDI MOGULEIKA: □ Bensín- eöa Dieselhreyfill. □ Sendibíll með gluggum. □ Pallbíll með þriggja manna húsi □ Pallbíll með sex manna húsi. HELSTU KOSTIR: □ Mikil burðargeta. □ Ferming og afferming mjög auðveld □ Framdrif. □ Þægilegur í akstri. □ Sparneytinn. □ Lág bilanatíðni. □ Þriggja ára ábyrgð. Sendibill m. gluggum Háþekja Pallbill m. 6m. húsi Pallbill m. 3m. húsi BÍLL FRÁ HEKLU BORBAR SIB LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 mTXM. —mai - ■'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.