Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Dýrlegt veður Veðrið hefur leikið við okkur ísiendinga að undan- förnu. Einstök veðurblíða hefur ríkt svo dögum og vik- um skiptir og er það mikil nýlunda, einkum á suðvestur- horni landsins um þetta leyti árs. Það er ekki oft sem íslendingar geta státað af hitabeltisloftslagi. Veðurlag og veðurfar er eitt algengasta umræðuefni landans. Bæði vegna þess að veður hefur haft veruleg áhrif á atvinnu, heyskap og sjósókn, svo eitthvað sé nefnt, og eins af hinu að veður er rysjótt og misjafnt frá degi til dags á íslandi og hefur auðvitað áhrif á skap- ferli, klæðnað, útivist og umhverfið allt. Öll finnum við hversu léttara það er að vakna á morgnana, ganga til vinnu ellegar bregða sér á milli bæja þegar veður er gott og stillt og sól skín í heiði. íslendingar hafa þurft að sækja til suðlægari landa í sumarfríum sínum. Slík ferðalög kosta peninga. íslend- ingar hafa sömuleiðis verið latir við að ferðast um sitt eigið land vegna óstöðugrar veðráttu. Góða veðrið að undanförnu hefur gert það að verkum að dregið hefur úr sólarlandaferðum og vaxandi fjöldi fólks sækir nú út í náttúruna og óbyggðirnar og ferðast raunar vítt og breitt um landið. Svo ekki sé talað um erlenda ferða- menn sem mæta veðurblíðu og fallegu íslensku sumri í heimsókn sinni hingað. Þær móttökur munu áreiðan- lega hafa mikil og góð áhrif á frásagnir þeirra þegar þeir snúa aftur til síns heima og vera hvatning fyrir aðra að upplifa lífsreynslu hins ánægða gests. Hvar- vetna má sjá léttklædda ferðamenn og hvarvetna fyllast ferðamannastaðir af fólki sem nýtur þessa einstaka sumars. Allir með bros á vör. Við aðstæður sem þessar er ánægjulegt að uppgötva að margt hefur verið gert á undanförnum árum til að bæta gistiaðstöðu og létta mönnum ferðir um landið. Þjóðvegurinn norður og austur hefur stórbatnað, hótel og gistiaðstaða er afar víða og ekki má gleyma ferðaþjón- ustu bænda sem er þörf og góð viðbót fyrir ferðalanga. Það hefur verið dýrt að ferðast um landið en með til- komu bændaþjónustunnar má auðveldlega komast af án mikilla fjárútláta á venjulegum ferðalögum milli landshluta. Landsmenn ættu að nýta sér þá þjónustu. Þessu til viðbótar hefur verið gert mikið átak til nátt- úruverndar. íslendingar eru betur meðvitaðir um um- hverfi sitt og góða umgengni við land og gróður. í þeirri miklu ásókn á fallega og einstæða ferðamannastaði, sem veðrið býður upp á, er áríðandi að ferðafólk sýni áning- arstöðum sínum tillitssemi og spilli ekki aðkomunni fyrir þá sem á eftir koma. Hafi líka vit fyrir öðrum þar sem þess gerist þörf. Eftir því sem fleiri sækja í óbyggðirnar eða á vinsæl- ustu staðina innan eða utan byggðar er mikilvægt að ferðafólkið forðist spjöll í umhverfmu og hlúi að þeim verðmætum sem þar er gengið um. Náttúran er við- kvæm fyrir átroðningi, landið þarf umönnun eins og hvað annað. Þegar veðrið leikur við okkur og býður upp á útivist og náttúruskoðun sem aldrei fyrr sýnir ísland á sér nýja hlið. Það þarf ekki að leita út fyrir landsteinana til að sækja 1 sóhna. Það þarf ekki að fara til útlanda til að upplifa náttúrufegurðina. Þetta höfum við reyndar vitað og auðvitað er sólin ekki að skína í fyrsta skipti þessa dagana. En veðráttan hefur opnað mörgum nýja sýn og tengir betur saman land og þjóð, líf og leik. Er á meðan er. Ellert B. Schram Lrfeyríssjóðir og séreignakerf i Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf- eyrissjóös verslunarmanna og formaöur Landssambands lífeyris- sjóða, ritar grein í Dagblaðiö - Vísi 19. nóvember 1990 undir fyrirsögn- inni „Gylliboð í lifeyrismálum". í þessari grein gerir Þorgeir m.a. að umræðuefni tillögu til þings- ályktunar sem þrír þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram á Alþingi um eigin eftirlauna- sjóði einstakiinga. Eins og fram kemur i grein Þorgeirs gerir tillag- an ráð fyrir að í stað þess sem hann nefnir núverandi lífeyriskerfi, og á þá væntanlega við svokallaða sam- eignarsjóði, komi reikningar í bönkum og/eða tryggingafélögum sem séu verðtryggðir og á nafni hvers einstaklings. „... vegur hann með ósannindum að Lifeyrissjóði verzlunarmanna,“ segir Þorgeir um greinina sem birtist í DV 4. þ.m. eftir Sigurð Georgsson. Kjállarinn Sigurður Georgsson hæstaréttarlögmaður að menn beri úr býtum ellilifeyri í samræmi við peningalegan af- rakstur lífsstarfsins, er mun heil- brigðara og reyndar er ráðagerð um slikt kerfi i frumvarpi til laga um starfsemi lífeyrissjóðanna sem nú liggur fjTÍr Alþingi. Það sjá all- ir menn að ekki verður meira greitt út í lifeyri en lagt hefur verið fyrir á starfsævinni. Lífeyririnn tilheyri fjöl- skyldu ... Ef svo fer, sem miklar líkur eru á, að æ færri sjóðfélagar verði til að standa undir greiðslum til æ fleiri lifeyrisþega endar leikurinn með hörmungum og svo stóru gjaldþroti að mikili hiuti þeirra sem nú eru sjóðfélagar í slíku kerfi Rangfærslur leiðréttar: Sjóðfélagar LV þurfa ekki að kvíða í grein, sem Sigurður Georgsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafélags íslands (LT), skrifar í DV 4.7. 91 og vera á svar við grein minni í DV frá 19.11. 90, vegur hann með ósannindum að Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) og virðist með þeim hætti vera að styðja sjónarmið þeirra er aðhyll- ast sérreikningsfyrirkomulag í líf- eyrismálum. Það er með ólíkindum að það skyldi taka framkvæmdastjórann rúma 7 mánuði að semja greinina þegar tekið er tillit til þess hversu full af rangfærslum hún er. Staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í greininni staðhæflr fram- kvæmdastjórinn að tryggingaleg staða LV gagnvart framtíöarskuld- bindingum sé þannig aö gjaldþrot vofi yfir og vísar máli sínu til stuönings í tölur úr greinargerð með þingsályktunartillögu sem flutt var á Alþingi. Þær tölur, sem vitnað er til í greinargerðinni, eru ekki niðurstöður tryggingafræði- legrar úttektar á LV og hefði þeim er sömdu umrædda greinargerð eða framkvæmdastjóra LT viö 7 mánaöa heimildaröflun sína verið í lófa lagið ac) fá réttar upplýsingar með lestri á ársskýrslu LV eitt- hvert síðustu ára, en þar er gerð grein fyrir athugunum trygginga- fræðingsins. Helstu niðurstöður trygginga- fræðingsins, miðaö við að 3% ávöxtun náist á eignir sjóðsins umfram hækkun launa, voru að til að koma á jöfnuði á milli skuld- bindinga og eigna þurfi eitthvert eitt (eða blanda) af þremur eftir- töldum atriðum að koma til: 1. Ná 3,6% nettóávöxtun á eignir sjóðsins að óbreyttu iðgjaldi og lífeyri. 2. Hækka iðgjöld til sjóösins í 10,8% af tekjum sjóðfélaga miðað við að 3% vextir náist og lífeyrir sé óbreyttur. 3. Lækka lífeyri um 5,7% miðað við að 3% vextir náist og iðgjöld séu óbreytt. Síðan þessi úttekt var fram- kvæmd hefur fjárhagsleg staða LV styrkst vegna hárra raunvaxta lið- inna ára eins og tryggingafræðileg úttekt á sjóðnum, sem framkvæmd verður í árslok 1992, mun leiða í ljós. Ofangreindar tölur tala skýru máli og sýna glögglega að sjóðfélag- ar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna þurfa ekki að kvíða framtíöinni KjaUarinn Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hvað lífeyrisgreiðslur til þeirra úr sjóðnum varðar. Söfnun - gegnumstreymi í grein framkvæmdastjórans kemur fram að hann þekkir ekki mun á lífeyriskerfi sem byggir á söfnun annars vegar og gegnum- streymi hins vegar. Hérlendir líf- eyrissjóðir byggja að langstærstum hluta á söfnun. Það þarf að fara til Frakklands til þess að finna gegn- umstreymisfyrirkomulag í lífeyris- málum. í gegnumstreymi eru ið- gjöld jafnharðan notuð til greiðslu lífeyris þeirra sem eru á eftirlaun- um en iðgjöldin eru ekki geymd og ávöxtuð til greiðslu lífeyris í fram- tíðinni. Þetta fyrirkomulag veldur Frökkum þó nokkrum áhyggjum vegna þess að þar, sem annars staö- ar í vestrænum löndum, fer þeim sem eru á eftirlaunaaldri fjölgandi í hlutfalli við þá sem starfandi eru og kostnaður á hvern starfandi mann af lífeyriskerfmu mun því fara stórhækkandi á komandi ára- tugum. Hver er munur á LT og LV? Sjóðfélagar í LT ættu aö hafa eft- irfarandi atriði í huga þegar þeir velta fyrir sér muninum á stööu sinni annars vegar og stöðu þeirra sem greiða í LV hins vegar: 1. Af hverjum 100 krónum, sem þeir greiða í iðgjald til LT, fara u.þ.b. 10 krónur í kostnað við rekstur sjóðsins meðan sjóðfé- lagar LV greiða einungis 1/5 af því eða tæplega 2 krónur. 2. Við fráfall sjóðfélaga fær makinn einungis greitt úr LT það sem þangaö hefur verið greitt inn að viðbættum vöxtum. Þegar sjóð- félaginn, sem fellur frá, er ungur gefur augaleiö að innstæðan er lítil og greiðslur frá LT því hugs- anlega rýrar. Eftirlifandi maki sjóðfélaga í LV, sem annaðhvort er með barn á framfæri yngra en 23 ára, er öryrki eða fæddur fyrir 1940, fær aftur á móti greiddan makalífeyri sem byggir á framreiknuðum iðgjöldum sjóðfélagans eins og hann hefði greitt til LV til 70 ára aldurs. Oft fá makar hærri samanlagðar greiðslur frá sjóðnum heldur en sjóðfélaginn og vinnuveitandi hans inntu af hendi til sjóðsins og njóta þannig samtryggingar- innar. 3. Ellilífeyrir LT er greiddur út á 10 árum við 65 ára aldur. Karl- maður, sem er 65 ára, á mestar líkur á að lifa í 15,7 ár til viðbót- ar og kona í 18,9 ár. Þannig mun séreignarkerfi ellilífeyris hjá LT leiða til þess að fjölmargir tæknifræðingar fái einungis bætur almannatrygginga um margra ára skeið í elli meðan sjóðfélagar LV fá sínar greiðslur til dauðadags. Það verð ég þó að segja fram- kvæmdastjóra LT til hróss að hann virðist loksins búinn að átta sig á þessum stóra galla sérreiknings- fyrirkomulagsins eins og niðurlag greinar hans bendir til. Þegar öll kurl verða komin til grafar tel ég reyndar líklegt að skoðanaágrein- ingur minn og Sigurðar sé mun minni heldur en greinarskrif okkar gefatilkynna. ÞorgeirEyjólfsson „Þannig mun séreignarkerfi ellilífeyris hjá LT leiða til þess að Qölmargir tæknifræðingar fái einungis bætur al- mannatrygginga um margra ára skeið í elli meðan sjóðfélagar LV fá sínar greiðslur til dauðadags.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.