Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. 7 dv Sandkom Lítillæti operusongvarans Kristján Jó- hannsson ópeiusöngvari hefuraldici veriðtalinntil lítillátari mannaþócnn fmnistfólksem hefurnæstum jafnmikið álít á honum og hann sjálf- ur. Nú er kappinn uppnuminn vegna smámyntar sem slegin var vegna þess að 70 ár eru liðin frá dauða Car- uso. Kristján var aftan á þeim pen- ingl í samtali við Dag á Akureyri segirKrislján: „Bæöi útvarpogblöð hér á Ítalíu hafa fjallað um þetta og eru sammála um að ég einn söngvara ætti þetta skUið. Hér glóir allt. Hvar sem ég kem erumóttökumarfrábærar. Égervið- urkenndur sem einn fremsti söngvari heims og verð þess var í leíkhúsun- um.“ „Helvítis kjaftavaðall" Dagblaðið Tíminn ..heíur boðaðfrjáls- iyndi ogfram-:; faririsjötugi ára". í guT birt- istgreineflir aðstoðamt- stjórann, Odd Ólafsson. Hann er vægast sagt ósátt- ur við að Þorvaldur Gylfason hag- fræðiprófessor komist að þeirri nið- urstöðu að Timínn mundi liða undir lok ef „ríkið hætti að dæla fé í þau úr vasa almennings". Oddur spyr kurteislega: „Hvaða helvítis kjafta- vaðall er þetta í manninum? Og hvað- an hefur hann upplýsingar sinar um þessa skattheimtu?" Oddur telur það væntanlega ekki styrk að ríkissjóður skuldbindur sig til kaupa á 750 ein- tökum af Timanum á dag sem gerir um 10 milljómr á ári. Að auki fær Framsóknarflokkurinn, sem gefur út Timann, næni 20 tnilljónir i blaða- ogútgáfústyrki. Kennarar sækja í sultinn Kennararhafa variakomistí. gegntim skóla- vetursíðustu árinánþessað þurfaaðfaraí a.m.k. eins og eitt verkfidl. Ástíuöaner hrikalegur aðbúnaður, hörmnleg laun og líklega ógurlegt vinnuálag. Eymd þeirra hefúr vakið svo míkla athygli að nú vilja aliir verða kennar- ar. Kennaraháskólinn tekur raest inn 158 nýja kennaranemendur á ári. Nú bregður svo við að helmingi fleiri sækja um skólavist i haust en kom- ast inn, eða yfir 300 manns. Svanhild- ur Kaaber, formaður KÍ, sagðist í vor reikna með heitu hausti í kjaramál- um... Brúðkaupsnóttin að ganga í það heiiaga. Vinur vor var eðliiega allsmeykur um að félagar hans myndu gera honum líflð ieitt vegna brúðkaupsins. Eftir allöörugt steggjaparti vaknaði okkar maður og fór að gera sig kláran iyrir gifting- una. Taugamar voru þandar til hins ýtrasta. í athöfninni var nærri liðið yfir hann af hræöslu en hr ekkjalóm- amir aðhöfðust ekkert. í móttökunni á eftir gerðist ekkert sögulegt, kvöld- máltíðln með fiölskyldunni gekk áfallalaust og samsætið um kvöldið sömuleiðis. Nóttinni eyddu brúð- hjónin svo á hótelsvítunni og getur DV þvi miður ekki greint frá þ ví sem þar geröist. Um morguninn vora ungu hj óninn orðín æði s vöng og kölluöu á herbergisþjónustuna og báðu um morgunverð fyrir t vo með öllu. Þá heyrðist undan rúminu: „Hafðu það flóra skamrata...“ Umsjón Pálmi Jónasson Fréttir Látrabjarg: Framkvæmdir við vitann kærðar Mikill styr stendur nú um fram- kvæmdir sem gerðar hafa verið við vitann á Látrabjargi á Bjargtöngum. Þar hafa verið gerð bílastæði í trássi við landeigendur. Hefur einn þeirra kært framkvæmdirnar til sýslu- mannsembættisins í Barðastrandar- sýslu. Þá hefur Slysavarnafélag ís- lands bent á að gestum geti stafað hætta af háspennumastri sem er í nágrenni bílastæðisins. Girðingin umhverfis þetta mastur mun gjöró- nýt. Magnús Guðmundsson, einn land- eigenda, sagðist í samtali við DV hafa kært þessar framkvæmdir. Vitamálastofnun hefði ekki haft neitt samráð við þá áður en hafist var handa um að gera nýju bílastæðin. Væri slíkt óþolandi með öllu. Umræddar framkvæmdir hafa sætt enn frekari gagnrýni. Örlygur Hálf- dánarson, forseti Slysavamafélags - öryggismál á staðnum í ólestri Þannig lítur girðingin í kringum háspennumastrið út, að falli komin og eng- an vegin held. íslands, var á ferð á þessu svæði fyr- væru ekki nógu vel úr garði gerð. ir skömmu. Hann sagði að bílastæðin Engir steinar væra til að afmarka þau. Menn gætu því sem hægast ekið fram af þeim við slæm skilyrði, svo sem í myrkri. Verri væri þó staðsetning bílastæð- anna. Þau væru rétt við mastur sem væri með háspenntu rafmagni. Kringum það væri tæplega mittishá girðing sem væri að falli komin. Eng- in viðvörun hefði verið á girðingu né mastri en innan við girðinguna hefði kolryðgað skilti legið á jörð- inni. Mætti ljóst vera að fólki gæti stafað stórhætta af þessu og væri þessi frágangur í alla staði forkastan- legur. í framhaldi af þessu hefur Slysa- vamafélag íslands haft samband viö sýslumannsembættið í Barðastrand- arsýslu og farið fram á að öryggis- málum við vitann veröi komið í lag. -JSS Saklaus maður í hassmáli gleymdist í fangageymslum: Húsráðandinn saklaus og óvÉðkomandi Þjóðverjanum myndatexti olli íslendingnum óþægindum „Þessi Þjóðverji var að koma frá útlöndum með mágkonu minni og hann kynnti sig þegar hann kom inn í stofu. Ég hafði aldrei séð hann áð- ur. Viö settumst síðan niður og tók- um tal saman. Hann kom mjög vel fyrir, þessi maður. Nokkru síðar stóðu 6-7 manns skyndilega inni á gólfi hjá mér. Þá vissi ég ekkert hverjir þetta voru en síðan kom í ljós aö þetta var fíkniefnalögreglan. Mennirnir fóru beint í aö skoða í tösku Þjóðverjans. Síðan vorum við báðir settir í handjárn. Þarna hófst mjög slæmur kafli í mínu lífi - ég var handtekinn saklaus og mér stungið í fangageymslur þar sem ég hrein- lega gleymdist í tæpan sólarhring," sagði íslenskur karlmaður sem rang- lega var grunaður um aðild aö fíkni- efnasmygli Þjóðverja sem tekinn var með 1,6 kíló af hassi þann 9. maí síð- astliðinn. Frétt um málið birtist í DV þann 14. maí. Þar urðu leið mistök við gerð myndatexta af atburðinum. Á mynd- inni var verið að leiða hinn hand- tekna húsráðanda, sem er íslending- ur, út í lögreglubíl. Andlit hans var aö hluta til skyggt. í myndatexta var ranglega sagt aö verið væri að leiða Þjóðverjann út í bílinn. Húsráðand- inn, sem var algjörlega saklaus af þessu máli, svo og öðrum lögreglu- málum, hefur orðið fyrir miklum óþægindum vegna þessa máls. DV biðst velvirðingar á þessum mistökum og er leiðréttingu hér með komið á framfæri. Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur staöfest aö um- ræddur húsráðandi, sem birtist á myndinni, en var handtekinn sak- laus og settur í fangageymslur, hafi á engan hátt veriö viðriðinn þetta mál né önnur. Viö endanlega af- greiðslu máls Þjóðverjans var réttar- staða íslendingsins eingöngu á þann hátt aö óskað var eftir því að hann yrði vitni við réttarhald. Hinn seki er Þjóðverjinn sem íslendingurinn þekkti alls ekkert til en hafði komið í heimsókn til íslendingsins með konu. Þjóðverjinn hlaut síðan fang- elsisdóm sem hann afplánar um þessar mundir hér á landi. Maðurinn, sem hér um ræðir, segir að hann hafi verið lokaður inni hjá Stærsta viskíf löskusafn landsins á Húsavík Jóhaimes Siguijónsson, DV, Húsavflc Þegar ÁTVR opnaði útsölu á Húsa- vík var þar til sýnis safn af viskí- flöskum í eigu Húsvíkingsins Sigfús- ar Þráinssonar. Að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR, er þetta stærsta safn sinnar tegundar á land- inu. Safnið telur um 250 mismunandi flöskur og vekur það ekki síst at- hygli þar sem Sigfús hóf söfnun þeirra ekki fyrr en 1986. Að sjálf- sögöu eru allar flöskurnar óupptekn- ar en Sigfús sagði að ef menn færu út í svona söfnun væri rétt að safná tegund sem menn væru ekki sérlega sólgnir í. Kunnur bindindismaöur á Húsa- vík, sem barði safnið augum, sagði að þetta væri meðferð á áfengi sem hann teldi til eftirbreytni; að láta flöskuraar standa óhreyfðar uppi á hillu og gleðja aðeins augað. Sigfús Þráinsson við hluta af viskísafninu. DV-mynd JS lögreglunni í 20 klukkustundir. Sagöi hann að skömmu eftir að lögreglu- maöur tók af honum skýrslu heföi hinn sami sagt aö honum yrði mjög fljótlega sleppt. Hvarf hann viö svo búið. Lögreglumaðurinn kom síðan ekkert aftur fyrr'en að 16 klukku- stundum liðnum. Sagðist hann þá hafa gleymt manninum því honum hefði verið boðið í veiðiferð út á Faxaflóa sem hann þáði! Lögreglu- maðurinn baðst velvirðingar. -ÓTT Honda f91 Civic Sedan 16 ventla «JMA Verð frá kr. 1.095 þús. GLi-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. W HONDA VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.