Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ1991. 47 Veiðivon LaxááÁsum: 180 laxar komnir á land Þaö heföi einhvern tímann þótt tíð- indum sæta aö í byrjun júlí heföi dýrasta laxveiði landsins „aðeins" verið búin aö gefa 180 laxa. Þetta er nú samt staðreynd þessa dagana og hafa einhverjir veiöimenn fariö fisk- lausir úr henni. Veiðimenn eru líka farnir að selja veiöileyfi í Laxá á Ásum sem hefur reyndar gerst æ oftar hin seinni árin. Hlutir sem aldrei gerðust hér fyrir fimm sex árum. „Við fengum 10 laxa og það rættist úr þessu seinni hálfa daginn, Sauða- neskvörnin gaf okkur þá flesta,“ sagði Pétur Pétursson en hann var að koma úr Laxá á Ásum við fjórða mann. „Það eru ekki margir laxar í ánni en þeim mun meira af urriðatittum og laxaseiðum, þetta ætti að verða gott næstu sumur. Laxarnir, sem við veiddum, voru flestir legnir en einn var lúsugur. Við höfðum fregnir af því í gær að næstu veiðimenn á eftir Pétri og þeim hefðu fengið 26 laxa á tveimur dögum. Þetta þýðir að Laxá á Ásum er komin í 180 laxa. 8 punda bleikjur í Gufudalsá Veiðimenn, sem voru að koma úr Gufudalsá, veiddu 40 bleikjur og þær stærstu voru 3 pund. En veiðimenn reyndu við 6 til 8 punda bleikjur á Breiðunni fyrir neðan fossa upp frá. Það er betra að fara sparlega með maðkinn þessa dagana þvi ekki er til of mikið af honum. Reyndar þarf nú fleiri laxa í árnar til að éta þá, blessaða, en afæturnar eru alltaf fyrir hendi og þær þurfa sitt. DV-mynd G.Bender - 8 punda bleikjur í Gufudalsá Þarna voru stórar torfur af svona vænum bleikjum en þær tóku illa,“ sagði Pétur ennfremur. Selá og Hofsá hnífjafnar með 20 laxa „Selá og Hofsá í Vopnafirði eru hnífjafnar þessa dagana, hafa gefið 20 laxa,“ sagði Eiríkur Sveinsson á Akureyri er við spurðum frétta af veiði. „í Selá er hann 12 punda sá stærsti og veiddi Jörundur Ragnarsson lax- inn á tóbý á Fossbroti. í Hofsá er hann 16 punda sá stærsti og veiddi Ástþór Björnsson fiskinn í veiði- staðnum Skorarhyl. Bandaríkja- menn eru við veiðar þessa dagana í Hofsá og veiddu fyrsta hálfa daginn þrjá laxa á fluguna. í Fnjóská í Fnjóskadal eru komnir 16 laxar og hann er 14 pund sá stærsti. Sigþór Gunnarsson veiddi fiskinn á tóbý,“ sagði Eiríkur ennfremur. 300laxar í gegnum teljarann „Eg held að þetta sé aö koma í Ell- iðaánum enda komu síöasta sólar- hring 300 laxar í gegnum teljarann," sagði Jón G. Baldvinsson, formaður Stanagveiðifélags Reykjavíkur í gær- kveldi. „Elliðaárnar hafa gefið 120 laxa og næstu dagar ættu að gefa eitthvað," sagði Jón ennfremur. -G.Bender Hækkar maðkurinn í verði í dag? „Ég sel maðkinn á 25 krónur eins og er en hann hækkar örugglega í verði á morgun, líka ef það gengur eins illa að tína og í nótt,“ sagði maðkasali í samtali við DV í gær- kvöldi. Verðiö á maðkinum er í lagi eins og er en það gæti hækkað veru- lega í dag. Smáskúrinn, sem kom í fyrrakvöld, lækkaði verðið verulega. Maðkasalar, sem DV ræddi við gærkvöldi, seldu maðkinn á 25 kr. en einn seldi hann á 30 krónur. Það er reyndar mjög gott því að í mesta þurrkinum fyrir nokkru var maðk- urinn kominn í 90 krónur. „Maðkurinn er allur búinn hjá okkur og hvert verðið verður á morg- un ráðum viö alls engu um heldur maðkasalarnir," sagði afgreiðslu- maður í sportvörubúð í gærkvöldi og hann vissi ekki einu sinni hvort maðkur yrði til í morgunsárið. -G.Bender Hann var sigri hrósandi spánski veiðimaðurinn sem var við veiðar í Laxá á Ásum i vikunni og veiddi þessa fjóra laxa á stuttum tima. Laxá á Ásum hafði gefið 180 laxa i gærkvöldi. DV-mynd Ágúst Sig Korpa komin í 24 laxa „Korpa er komin í 24 laxa og núna fyrir hádegi veiddust fjórir laxar," sagöi Rafn Eyfells, veiði- vörður í Korpu, í gærmorgun. „Mánudagurinn gaf 10 laxa og það er gott, laxinn er að hellast upp í ána þessa dagana. Flestir eru lax- arnir 4 og 5 pund. Hvannadalsá hefur gefið 7 laxa og laxarnir eru flestir smáir þar,“ sagði Rafn enn- fremur. -G.Bender Fjölmidlar Sú var tíðin að ég var hinn frækn- asti íþróttagarpur. Frá því á barns- aldri og langt fram á unglingsárin æfði ég og keppti í knattspyrnu með A-liöum KR í fimmta, Qórða og þriðja fiokki. Væri ég ekki í vinn- unni, skólanum eða sofandí var í fótbolta. Ég gathlaupið þindarlaust og endalaust og fannst reyndar ekk- ertsjálfsagðara. Nu trúir þessu ekki nokkur maður hafi hann ekki þekkt mig á árum áður en svona var þaö nú samt En svo sprakk í mér botnlanginn. Skömmu síðar fór ég i menntaskóla og fór þá eins og annað ungt fólk að hafa ískyggilegar áhyggjur af þessum spillta heimi sem við lifum í. Þá þóttu þeir skarpastir og hafa mestar áhyggjurnar sem minnst skeyttu um eigin hag og heilsu. Hamingjusöm hreystimenni áttu ekki upp á pallborðið í þá daga. Slik- ir heilalausir sjálfsdýrkendur hlutu að enda í lögreglunni eða sem dyra- verðir en þessar tvær stéttir voru óvinir mannkyns númer eitt og tvö. En nú hefur enn skipast veður í lofti. Nú er enginn maður með mönnum nema hlaupa um bæinn þveran og endilangan með hlaupið eittaðmarkmiðL Um þetta var ég að hugsa þegar ég horfði á íslenkan áróðursþátt fyr- ir alraenningsíþróttum sem endur- sýndur var í ríkissjónvarpinu siðast á dagskráxmi í gærkvöldi. Þar var ekkert til sparað til að hrista af mér slenið. Hamingjusamir menn í heit- um pottum dásömuöu útivist og hreyfingu, félagsfræðingur sannaði uppeldisfræðilegt gildi íþróttanna og sálfræðingur gaf það lævíslega í skyn að hún sé meira en lítiö brengl- uð, sjálfsvitund okkar, þessara fáu sem enn þráast við aö fara í trimm- gallann. Ég ætla ekki að stíga á stokk hér á síðum blaðsins. En ég sé hvert stefhir. Áðuren sumarið er úti verð ég kominn i trimmgallann sem kon- an mín gaf mér í afmælisgjöf og far- inn að hlaupa eftir heilsunni og hamingjunni. Svonabreytast tímarnir og mennimir með. Kjartan Gunnar Kjartansson Veður Austan- og norðaustangola eða kaldi um mestallt land, víða súld eða þokumóða austanlands og á annesjum norðanlands en bjartviðri á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 5-12 stig norðan- og austanlands, en 10-20 stig sunnan til á landinu. Akureyri alskýjað 11 Egilsstaðir alskýjað 8 Kefla víkurflug völlur þokumóða 11 Kirkjubæjarklaustur skýjað 12 Raufarhöfn súld 8 Reykjavík þokumóða 11 Vestmannaeyjar súld 11 Bergen rigning 13 Helsinki hálfskýjað 21 Kaupmannahöfn skýjað 16 Úsló skúr 16 Stokkhólmur skýjað 18 Þórshöfn hálfskýjað 12 Amsterdam þokumóða 16 Barcelona léttskýjað 19 Berlin hálfskýjað 16 Chicago léttskýjað 16 Feneyjar þokumóða 22 Frankfurt skýjað 17 Glasgow skýjað 12 Hamborg skýjað 15 London skýjað 14 LosAngeles skýjað 17 Lúxemborg léttskýjað 15 Madrid léttskýjað 20 Malaga heiðskírt 21 Mallorca léttskýjað 20 Montreal heiðskírt 14 New York hálfskýjað 22 Nuuk þoka 3 Orlando skýjað 25 París hálfskýjað 15 Valencia léttskýjað 20 Vin skýjað 21 Winnipeg léttskýjað 17 Gengið Gengisskráning nr. 128. — 10. Júlí 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 63,250 63,410 63,050 Pund 102,304 102,563 102,516 Kan. dollar 55,093 55,233 55,198 Dönsk kr. 8,9812 9,0039 9,0265 Norsk kr. 8,9009 8,9234 8.9388 Sænsk kr. 9,6015 9.6258 9,6517 Fi. mark 14,4522 14,4887 14,7158 Fra. franki 10,2408 10,2667 10,2914 Belg. franki 1,6876 1,6918 1,6936 Sviss. franki 40,0748 40,1761 40,4750 Holl. gyllini 30,8469 30,9249 30,9562 Þýskt mark 34,7375 34,8254 34,8680 It. líra 0,04668 0,04680 0,04685 Aust. sch. 4,9393 4,9518 4,9558 Port. escudo 0,3994 0,4004 0,3998 Spá. peseti 0,5527 0,5541 0,5562 Jap. yen 0,45587 0,45703 0,45654 irskt pund 92,936 93,171 93,330 SDR 82,9119 83,1216 82,9353 ECU 71,3776 71,5582 71,6563 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 9. júlí seldust alls 73,347 tonn. Magní Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Blandað 0,195 34,26 23,00 135,00 Grálúða 1,211 67,52 65,00 69,00 Karfi 23,466 18,54 20,00 30,00 Keila 0,079 28,00 28,00 28,00 Langa 1,896 51,72 47,00 55,00 Lúða 0,551 227,59 110,00 335,00 Lýsa 0,012 16,00 16,00 16,00 Saltfiskflök 0,250 114,50 110,00 120,00 Skarkoli 7,722 71,08 63,00 73,00 Sólkoli 0,248 64,00 64,00 64,00 Steinbitur 1,155 51,87 50,00 60,00 Þorskur, sl. 20,320 85,85 50,00 90,00 Ufsi 0,885 60,25 60,00 61,00 Undirmál 3,577 67,19 62,00 70,00 Ýsa.sl. 11,773 98,93 39,00 115,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 9. júli seldust alls 82,764 tonn. Þorskur 56,868 90,20 30,00 99,00 Ýsa 2,592 87,87 84,00 105,00 Blandað 0,220 28,00 28,00 28,00 Öfugkjafta 0.532 15,00 15.00 15,00 Koli 0,463 70,00 70,00 70,00 Blálanga 0,500 55,00 55,00 55,00 Langlúra 0,435 45,00 45,00 45,00 Blálanga - 0,096 41,00 41,00 .41,00 1,007 50,00 50,00 50,00 1,318 54,40 49,00 56.00 Skötuselur 0,055 355,00 355,00 355,00 Skata 0,025 78,00 78,00 78,00 Karfi 9,222 31,23 29,00 35,00 0,183 240,44 100,00 300,00 Skarkoli 2,288 71,00 71,00 71,00 Steinbítur 0,686 47,67 34,00 52.00 Hlýri/steinb. 0,278 51,00 51,00 51,00 Ufsi 5,996 58,44 52,00 60,00 Fiskmarkaðurinn í Þorlákshöfn 9. iúlí seldust alls 33,861 tonn. 2,433 82,22 69,03 84,00 Ýsa.sl. 0,041 73,00 73,00 73,00 21,719 27,65 9,00 29,00 0,034 20,00 20,00 20,00 1,190 49,91 49,00 57,00 0,103 143,08 140,00 190,00 0,695 75,00 75,00 75,00 1,768 73,00 73,00 73,00 0,158 400,00 400,00 400,00 2,635 39,07 35,00 44,00 Ufsi 1,495 60,00 60,00 60,00 Undirmál. 1,631 65,00 65,00 65,00 freeMOMi. MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.