Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 9
.rear iJtn, .or írjr'Aaraivaiw MIÐVIKUÐA'GUR 10! 'JÚEÍ 1091.- 8 • -9 ■ E1 Salvador: Litlar vonir um vopnahlé Talsmaður Sameinuðu þjóðanna lét í gær í ljósi svartsýni um að tak- ast mætti að ná samkomulagi um vopnahlé milli stríðandi afla í E1 Salvador. Sendimenn frá ríkisstjórn E1 Salvador sem studd er Bandaríkja- stjórn og vinstri sinnaðir skæruliðar eiga fund saman í Mexíkó að frum- kvæði Sameinuðu þjóðanna. í þess- um friðarviðræðum átti að reyna að komast að niðurstöðu um framtíð landsins og semja um vopnahlé í borgarastyrjöld landsins sem staðið hefur í 11 ár. „Ég býst svo sannarlega ekki við vopnahléssamningi á þessum fundi,“ sagði sendimaður Sameinuðu þjóð- anna, Alvaro de Soto, í gær rétt áður en fundurinn byijaði. De Soto, sem stjórnar viðræðunum fyrir hönd framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, Perez de Cuellar, sagði að of snemmt væri að tala um ákveðið samkomulag til að enda átökin í E1 Salvador sem kostað hafa um 75 þús- und manns lífið. „Við höfum reynt allt sem í okkar valdi stendur til að koma vopnahléi á í landinu. Það sem vantar eru nauðsynlegar pólitískar ákvarðanir þar að lútandi," sagði De Soto. Þrátt fyrir friðarviðræðurnar í Mexíkó halda átök áfram í E1 Salvad- or. Skæruhðar vinstri sinna réðust í gær á bækistöðvar hersins og tóku nokkur þorp í norðurhluta landsins herskildi. Ókunnir byssumenn réð- ust á vinstrisinnaðan leiðtoga verka- mannaogdrápu. Reuter Atök halda áfram i El Salvador þrátt fyrir friðarviðræður stríðandi afla i Mexíkó. Vinstrisinnaður leiðtogi verkamanna var drepinn af ókunnum byssu- mönnum i höfuðborginni San Salvador. Simamynd Reuter Suður-Afríka: Skiptar skoðanir um ólympíuleikana Suður-Afrískir iþróttamenn fögn- uðu ákvörðun Alþjóöaólympíu- nefndarinnar í gær um að veita land- inu inngöngu í hreyfinguna eftir 31 árs einangrun. Róttækir andstæð- ingar kynþáttaaðskilnaðarstefnunn- ar hétu því hins vega að fá ákvörðun- inni hnekkt. „Þetta eru stórkostlegar fréttir," sagði maraþonhlauparinn Wilhe Mtolo sem er^staðráöinn í að vera í hópi fyrstu blökkumanna Suður- Afríku til að taka þátt í ólympíuleik- um síðan 1904. Róttækir andstæðingar kynþátta- aðskhnaðarstefnunnar gagnrýndu hins vegar ákvörðunina og ætla að reyna að fá henni hnekkt. Dikgang Moseneke, annar æðsti maður hins róttæka Samafríska ráðs (PAC), sagði að ákvörðunin heföi verið tekin allt of snemma. „Það er eitt að hafa enga kynþátta- aðskilnaðarstefnu og sameiningu í íþróttum á pappímum en raunvem- leikinn segir annað,“ sagði hann. Joe Ebrahim, forseti suður-afríska íþróttaráðsins, sagði að ólympíu- nefndin hefði breytt rangt með því að veita Suður-Afríku aftur inn- göngu í hreyfinguna. „Við ætlum að gera aht sem í okk- ar valdi stendur til að sýna Alþjóða- ólympíunefndinni að það sé suður- afrísku þjóðinni ekki fyrir bestu að framfylgja þessari ákvörðun," sagði hann. Reuter • Amnesty International: Mannréttindabrot áfram í Evrópu Mannréttindasamtökin Amnesty International skýrðu frá því í gær að mannréttindabrot hefðu verið framin víöa í Evrópu á síðasta ári, meðal annars aftökur án dóms og laga, óréttmætar fangelsanir, pynt- ingar og misþyrmingar. Mörg brotanna voru framin í tengslum við átök mhli þjóðarbrota eða auknar kröfur þjóðernissinna, segir í skýrslu samtakanna. Amnesty sagði að víðtækar og kerf- isbundnar pyntingar hefðu haldið áfram í Tyrklandi. Hundruð póh- tískra fanga og glæpamanna sögðu að þeir hefðu verið pyntaðir til að fá fram játningar eða upplýsingar eða í refsingarskyni. Nokkrir dóu í haldi. Fangarnir voru m.a. pyntaðir með því aö bundið var fyrir augu þeirra og þeir áfklæddir, menn voru hengd- ir upp á úlnliðunum, lamdir, spraut- að var á þá köldu vatni og þeim gefið raflost. í skýrslunni segir að meira en eitt þúsund manns af albanska þjóðar- brotinu í Kosovohéraði í Júgóslavíu hafi verið haldið í fangelsi í allt að sextíu daga fyrir verkföll og friðsam- legar mótmælaaðgerðir. Að minnsta kosti þijátíu mótmælendur eða áhorfendur voru drepnir í átökum við lögregluna. í Rúmeníu réðust námumenn á andstæðinga stjórnvalda að lögregl- unni ásjáandi. Amnesty sagði að einnig hefðu bor- ist fregnir af misþyrmingum af hálfu lögreglunnar í Albaníu, Austurríki, Frakklandi, . Grikklandi, Ítalíu, Portúgal, Spáni og Sovétríkjunum. Á Bretlandi voru tíu manns drepnir af öryggissveitum á Norður-írlandi á síðasta ári, sumir skotnir við grun- samlegar aðstæður, að sögn Am- nesty Intemational. Reuter Útlönd Japanskir hægrisinnar eru óhressir með ummæli franska for- sætisráðherrans. Teikning Lurie Japanskir hægrisinnar ætla sér aö hálshöggva franska forsætisráð- herrann, Edith Cresson, næstkom- andi sunnudag. Reyndar ætla þeir aðeins að höggva hausinn af brúðu sem gerð hefur verið í nákvæmri eftirmynd forsætisráðherrans franska til að mótmæla móðgandi ummælum hennar um Japan. Mótmælendur áforma að hittast í skemmtigaröi í raiðborg Tokyo og krefjast þess að Cresson dragi til baka umrnæh sín og biðji Japana fyrirgefningar. Að því loknu ætla þeir að hálshöggva Cressonbrúð- una með japönsku sverði og ganga með höfuðlausa brúðuna að franska sendiráðinu. Hægrimenn hafa brugðist hla við harðri gagnrýni Cresson á óréttláta víðskiptahætti Japans. Hún hefur sagt að japanskir iðnjöfrar vilji stjórna heiminum og setji upp hátt verð heima fyrir til að geta undir- boðiö útflutningsvörur sínar. Draugastof nanir á Italíu Þrátt fyrir ötthlegar tilraunir ráðamanna í itahu hefur enn ekki tekist að uppræta nokkrar eldgamlar regluveldisstofnanir frá því á fasistatíman- um. Fjármálaráðherra ítahu, Guido Carli, sagði siðastliöinn mánudag að um 300 opinberir starfsmenn væru enn að beijast í því að binda enda á starfsferh gagnslausra stofnana en gengi illa. ítálska þingið lagði fram fyrirspurn til fjármálaráöherrans hvort hann gæti ekki skorið einhvers staðar mður hjá sér. Ráðherrann taldi að ómögu- legt væri að hætta starfsemi margra stofnananna þar sem þær ættu í yfir 20 þúsund málaferlum, Ein stofnunin, sem sett var á laggirnar á fasistatímabhinu, sér um eign- ir þær sem gerðar voru upptækar hjá ítölskum gyðingum. Önnur sér um eignir unghðahreyfingar Benito Mussolini en hreyfingin er fyrir löngu dauð úr öhum æðum. Vazquez hefur verið á ferðalagi á milli landa í fimm mánuði í leit að landi sem vildi taka við honum. Simamynd Reuter Kúbverskur flóttamaður hefur ferðast í fimm mánuði frá einni flughöfn til annarrar í leit aö landi sem vildi taka við honmn eftir að honum hafði verið vísað úr landi í Ástralíu. Francisco Vazquez, sem er 42 ára, var gerður hrottrækur frá Ástralíu síðasthðinn febrúar. Hann sat af sér 18 mánaða dóm fyrir árásir á konu sína og tengdamóður og var síðan vísað úr landi. Síðan þá hefur hann flogið fjórum sinnum til Singapore, þrísvar til Rómar og einu sinni th Moskvu, Madrídar og Caracas. Ferðalagi hans lauk með því að hann var handtekinn á ílugvellinum í Sydney en þangað var hann sendur frá Singapore þar sem hann haföi verið í haldi í flugstöðvarbyggingunni í margar vikur. Vazquez verður í haldi sem óleyfilegur innflyfjandi í Ástralíu á meðan samningaviöræður standa yfir við kúbversk stjómvöld um að taka aftur við honum. 8,4% atvinnuleysi í Póllandi Atvinnulausir í Póhandi eru nú orðnir 1,5 mhljónir eða 8,4% af vinnu- afla landsins. 139.600 nýir bættust á lista atvinnulausra í júnímánuði sem er mesta mánaðaraukning hingaö til eða tvisvar sinnum meiri en í meðal- mánuði. Þetta gefur til kynna að fjármálaaögeröir Solidarity-stjórnar Walesa séu famar að hafa áhrif. Sink- og þlýnámuverkamenn Póllands eru nú í verkfahi og krefjast þeir 60% launahækkunar. Námurnar lokuðust á mánudagínn eftir að stjómin neitaöi launakröfu þeirra. Á f erð um f lughaf nir í f imm mánuði Þýskir fjársjóðsleitarmenn, sem leita að gimsteinum og listaverkum sem þýskir nasistar földu í síðari heirasstyrjöldinni, segjast hafa fundið lík fyrstu konu Herraanns Görmg á heiði fyrir noröan Berhn. Þýska blaðið Super Illu sagði frá því að fjársjóösieitarmennirnir, sera notuðu hátækmbúnað til að finna málma í jörðu, hefðu fundiö likkistu sem inmhélt jarðneskar leifar hinnar sænsku Karinar Göring nálægt flugbækistöð nasista. Kaiin dó árið 1931 og var áöur tahð að lík hennar heföi veriö brennt. Routci

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.