Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. Utlönd Íran-Kontra hneykslið: Starfsmaður CIA játar sekt sína Sérstakur saksóknari í Íran-Kontra hneykslinu hefur heitiö aö rannsaka hlutverk annarra starfsmanna leyni- þjónustunnar og Reaganstjórnarinn- ar í hneykslinu í kjölfar þess að fyrr- um foringi innan leyniþjónustunnar, CIA, féllst á að vera samvinnuþýður gegn því að vera ákærður fyrir minni sakir. Alan Fiers, fyrrum yflrmaður Mið-Ameríkudeildar CIA, játaði í gær sekt sína í tveimur minniháttar ákærum um að hafa leynt Banda- ríkjaþing upplýsingum. Hann hefur jafnframt samþykkt að segja sækj- endum í málinu allt sem hann veit um það. Lawrence Walsh, sérstakur sak- sóknari í Íran-Kontra máhnu, fagn- aði samkomulaginu og sagði að það mundi flýta fyrir rannsókninni sem hefur staðið yfir í fjögur og hálft ár. Rannsóknin beinist að leyniáætlun Reaganstjórnarinnar um að selja vopn til írans á árunum 1985 ug 1986 og láta ágóðann renna til Kontra- skæruhða sem voru að berjast gegn stjórn sandinista í Nikaragva. Fiers gæti veitt mjög mikilvægar nýjar upplýsingar um hvað yfirmenn hans hjá CIA vissu um hneykslið og hvenær. Meðal þeirra er Robert Gat- es sem Bush hefur tilnefnt sem nýjan yfirmann CIA. Fiers hitti einnig Don- ald Gregg í ágúst 1986 til að ræða leiðir til að sjá Kontrum fyrir vopn- um, þrátt fyrir að þingið hefði lagt bann við því. Gregg var á þeim tíma öryggismálaráðgjafi Bush varafor- seta sem þá var en er núna sendi- herra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Leyniþjónustan hafði áður reynt að stöðva tilraunir Walsh til að lög- sækja starfsmenn stofnunarinnar.' Reuter Bush Bandarikjaforseti gæti Jent í erfiðieikum þegar fyrrum starfsmaður CIA fer að segja frá öllu sem hann veit um Íran-Kontra hneykslið. Símamynd Reuter Fjöldi bílasala, bíla- umboóa og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og í öllum veröflokkum með góðum árangri í DV-BÍLAR á laugardögum. Athugið aó auglýsingar í DV-BÍLAR þurfa aó berast í síóasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla daga frá kl. 09.00til 22.00 nema laugardaga frá kl. 09.00 ti I 14.00 og sunnudaga frá kl. 18.00til 22.00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeild Talsmenn Bandarikjastjórnar um möguleika þeirra koma ekki sögðu í gær að stjórnin teldi ennþá heim og saman við þær visindalegu að írakar héldu upplýsingum um upplýsingar sem við höfum um kjarnorkuáætlanir sínar leyndum áætlanir íraka,“ sagði Tutwiler. þrátt fyrir að írakar hefðu látið Hún neitaði hins vegar að stað- Sameinuðu þjóðunum i té ítarlegan festa nýlega frétt í New York Times iista um staði þar sem kjarnorku- þess efnis að ríkisstjóm Bandaríkj- tengd framleiðsla eigi sér stað. anna teldi að írak hefði á laun unn- Starfsmenn bandaríska varnar- ið úranium sem hægt væri að setja málaráðuneytisins sögðust hins í kjarnavopn og hefði smíðað sér vegar telja aö írakar hefðu ekki kjarnorkuútbúnað af einhverju ennþá komist yfir allt það sem tagi. nauðsynlegt værí til kjamorku- Talsmaður varnarmálaráðuneyt- vopnaframleiöslu. isins, Pete Williams, sagði hins veg- Talsmaður utanríkisráöuneytis- ar að írakar væru sífellt að færast ins, Margaret Tutwiier, sagði nærþeimpunktíþarsemþeirgætu fréttamönnum að hin 29 blaðsíðna byrjað að framleiða kjarnavopn. skýrsla, sem írakar létu Samein- „Þávantarvissahlutieinmittnúna uðu þjóðirnar og Alþjóðlegu kjarn- og þá geta þeir ekki fengið nema orkustofnunina fá, væri full af til- með utanaðkomandi (vestrænni) hliðmnum og greinilegt væri að aðstoð. Ég tel að við vitum svona mikilvægum hlutum væri sleppt. nokkum veginn hvaö þá vantar,“ „Yfirlýsingar íraks (í skýrslunni) sagðiWilliams. Reuter Starfsmenn seðlabanka Englands svara fyrirspurnum frá viðskiptavinum BCCI-bankans sem var lokað fyrir helgi. Simamynd Reuter Risabanka lokað vegna fjársvika - Noriega lét bankann koma eitimlyfjagróðanum undan Útibúum eins stærsta einkabanka heims, Bank of Credit and Commerce Intemational (BCCI) sem hefur að- setur í Lúxemborg, var lokað um all- an heim á fóstudag eftir að upp komst um gífurleg fjársvik sem háttsettir starfsmenn eru viðriðnir. Svikin komu í ljós þegar endur- skoðunarfyrirtækið Price Water- house, sem endurskoðar reikninga BCCI, gerði skýrslu um íjármál bankans að beiðni seðlabanka Eng- lands. Ákveðið var að láta til skarar skríða gegn bankanum og aðgerðirn- ar undirbúnar með mikilli leynd. Á mánudag skipaði dómstóll í Lúx- emborg fjárhaldsmann fyrir bank- ann og skýrði jafnframt frá því að tap bankans væri meira en sem næmi höfuðstóli hans. Bankinn er með útibú í 69 löndum og voru innstæður í þeim frystar. Andvirði þeirra er sem nemur tólf hundruð milljöröum íslenskra króna. Yfirmenn bankans hafa þagað hingað til og einn þeirra sagöi að þeir mundu ekkert láta hafa eftir sér um málið. BCCI var stofnaður árið 1972 af pakistanska fjármálajöfrinum Agha Hassan Abedi og hefur löngum þótt með vafasamari stofnunum sinnar tegundar í heiminum. Draumur Abedis var að stofna fyrsta fjölþjóða- banka þriðja heimsins. Þótt bankinn hafi höfuðstöðvar sínar í Lúxemborg er honum stjóm- aö frá Abu Dhabi við Persaflóa. Sjeik- inn þar tók yfir stjórn bankans í fyrra og á hann 77 prósent hlut í bankanum. Sjeikinn dældi þá rúm- lega 60 milljörðum króna í bankann eftir að mikið tap varð á rekstrinum. Mikið írafár greip um sig meðal viðskiptavina bankans eftir að bankayfirvöld frystu innstæður. Pakistönsk bankayfirvöld hafa þó ekki lokað fyrir viðskipti BCCI þar sem þau segja hann ekki hafa brotið þarlend lög. Á undanfórnum dögum hafa viðskiptavinir þriggja útibúa bankans þar í landi engu að síður tekið út mikla fjármuni. Asíumenn búsettir á Bretlandi hafa orðið illa fyrir barðinu á lokun bank- ans en innstæður þeirra sem nú eru frystar af enska seðlabankanum nema hátt á þriðja tug milljarða króna. Dómstóllinn í Lúxemborg greip í taumana eftir að seðlabanki landsins hafði varað viö að BCCI væri um það bil að fara á hausinn. í yfirlýsingu frá honum sagði að tap bankans næmi liðlega þremur milljörðum króna en eignir hans væru ekki nema liðlega tveir milljarðar. BCCI hefur einnig verið undir smá- sjá bankayfirvalda í Bandaríkjunum þar sem nokkrir stjórnendur hans voru í fyrra fundnir sekir um og dæmdir í fangelsi fyrir að koma und- an eiturlyfjapeningum fyrir Manuel Noriega, fyrrum haröstjóra í Pan- ama. Aðgerðirnar um helgina tengd- ust þó eiturlyfjum ekki beint, að sögn Robins Leighs Pembertons, seðla- bankastjóra Englands. Reuter o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.