Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. 5 Fréttir Rikisstjómin boðar auknar kröfur til atvinnulífsins: Peningarnir eru búnir og sjóðirnir galtómir - ausum ekki almannafé glórulaust til atvinnulífsins, segir Davíð Oddsson „Sú aöferð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar aö ausa erlendu lánsfjármagni í atvinnulíf landsins án þess að til komi aukin hagræðing getur ekki gengið upp. Heilbrigt at- vinnulíf getur aldrei átt. sitt undir erlendu lánsfjármagni, - hversu vel fyrirtækjunum gengur fer eftir þeim sjálfum. Við viljum ýta undir at- vinnulífið og hjálpa því meö skyn- sömum hætti. En það leysir ekki nokkurs manns vanda að ausa al- mannafé glórulaust í allar áttir. Jafn- vel þótt við værum svo vitlausir að vilja það þá gætum við það ekki. Peningamir eru einfaldlega búnir eins og sést á öllum þessum sjóðum sem núna eru galtómir," segir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Gjaldþrot stórra og skuldugra fyr- irtækja víðs vegar um landiö hafa að undanfornu verið eitt helsta um- fjöllunarefni íslenskra fjölmiðla. Nægir í því sambandi að nefna gjald- þrot fjölda fiskeldisstöðva, Álafoss, Hraðfrystihúss Ólafsvíkur, ístess og fleiri fyrirtækja. Þá hafa nánast dag- lega verið fréttir af yfirvofandi rekstrarstöðvun íjölda rækju- vinnslustöðva, Síldarverksmiðja rík- isins og fleiri skuldsettra fyrirtækja. Skuldsetning íslenskra fyrirtækja er almennt mikil. Um síðustu áramót námu útlán fjárfestingarlánasjóð- anna tæplega 60 milljörðum. Að auki skulduðu fyrirtækin í landinu við- skiptabönkum tæpa 110 milljarða í ársbyrjun. Gera má ráð fyrir að til samans skuldi atvinnulífið vel á þriðja hundrað milljarða. Beint og óbeint er ríkissjóður í ábyrgð fyrir verulegum hluta þessarar upphæðar þar sem stærstu viöskiptabankarnir og sjóðimir eru í eigu ríkisins. Það er því ljóst að ríkissjóður getur orðið fyrir verulegum áfollum þegar að kreppir í atvinnulífmu og fjölda- gjaldþrot ganga yfir. Þaö sem af er hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar haldið að sér höndum og lítið aðhafst til að forða fyrirtækjum frá rekstrarstöðvun og jafnvel gjaldþroti. Þvert á móti hefur hún boðaö auknar kröfur til atvinnu- lífsins og beint því til fulltrúa sinna í fjárfestingarlánasjóðum og ríkis- bönkum að menn haldi að sér hönd- um varðandi frekari lánafyrir- greiðslu til skuldsettra fyrirtækja. Þá hefur Davíð Oddsson forsætisráð- Davið Oddsson forsætisráðherra: „Það leysir ekki nokkurs manns vanda að ausa almannafé glorulaust í allar áftir.“ herra viðrað þá skoðun sína að rétt lands niður í núverandi mynd, enda sé að leggja Framkvæmdasjóð ís- í raun orðinn gjaldþrota vegna áhættusamrar lánafyrirgreiðslu. „Framkvæmdasjóður íslands var öflugur sjóður fyrir örfáum árum. Síðan hafa menn gengið í hann eins og þar væra peningar í eigu annarra en almennings. Nú er svo komið að hann er kominn á hausinn," segir Davíð. Að sögn Davíðs var ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ljóst þegar í upphafi þessa árs hvert stefndi í atvinnumálunum. í forsæt- isráöuneytinu sé að finna bæði bréf og önnur gögn sem staðfesti að þegar í janúar hafi þáverandi forsætisráð- herra verið gerð grein fyrir hvert stefndi með fiskeldið, rækjuvinnsl- una, Álafoss og fleiri þætti atvinnu- lífsins. Hann segir einnig að mánuði fyrir fall ríkisstjórnarinnar hafi for- sætisráðherra borist uppsagnarbréf frá forstjóra Álafoss ásamt tilkynn- ingu um óhjákvæmilegt gjaldþrot fyrirtækisins. „Frá þessu var hvergi skýrt opin- berlega né var kjósendum skýrt frá þessari stöðu fyrir kosningar. Því síður skýrði ríkisstjórnin frá því hvernig hún ætlaði sér að bregöast við þessum vanda.“ -kaa Fest kaup á íbúðum fyrir eldri borgara Sigiún Lovísa Sguijónsd., DV, Hveiagerði: Húsnæðisfélag eldri borgara hefur að undanfömu verið að leita eftir möguleikum á að byggja eða kaupa íbúðir fyrir þá félagsmenn sem óska eftir að komast í minna húsnæði. Hefur nefndin staðið í viðræðum við forsvarsmenn Fjölbýlis hf. sem gerði henni tilboð um forkaupsrétt að 10 íbúðum í framhaldi af því. Áætlað er að afhending íbúðanna fari fram í júní 1992. Munu þær stærri koma til með að kosta um 6,5 milljónir en verð minni íbúðanna um einni milljón lægri. Mörgum þykir mikið skorta á að málefnum þessa hóps hafi verið sinnt nægilega en nokkuð hefur orðið vart viö það að eldri borgarar hafi flust búferlum til annarra byggðarlaga. Egilsstaöir: Hitamet Sgr. Björgvinsd., DV, Egilsstööum: Það er engin lognmolla yfir veðrinu á Héraði fremur en fyrri daginn og skammt öfganna á milli. Fyrripartur júnímánaðar var kaldur og það svo mjög aö hreytti snjó annað slagið. Nefin sem orðin vora rauð og brún í heitri maísóhnm gerðust nú kulda- blá sem um vetur. En síöasta hálfan mánuð hefur ver- ið sólríkt veður og síöustu daga hefur hitabylgjan skolUð á hér sem annars staðar. Mesti hitinn mældist 4. og 5. júlí, 28,8 gráður. Sennilega er það mesti hiti sem mælst hefur á EgUs- stöðum síðan mæUngar hófust þar. Nú er jörð orðin mjög þurr og vantar tilfinnanlega góðan rigningardag. Farið er að óttast vatnsskort á EgUs- stöðum og fólk hefur verið beðið um að fara sér hægar við garðaúðun. COMBI , CAMP rRAUiraR 06 OÓMK ’MM í FIR0AU6ID TITANhf __________/ TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077 Betríbílará betra verði og betrikjörum Tilboð vikunnar Fiat 127, árg. ’80, sk.’92, ek. 77 þús. V. 90.000. Tilboðsverð 50.000. 350 000 BMW 3181, árg. '87, sjálfsk. V. 1.100.000. Tilboð vikunnar Opel Corsa, árg. ’86. V. 350.000. Tilboðsverð 280.000. Þú færð góðan bíl hjá okkur á hagstæðari kjörum en þig grunar! Athugið: BMWog Renaultbílaríokkareigu eru yfirfarnirá verkstæðiokkar. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1 -3, Reykjavík, sími 676833 og 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.