Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Side 2
2 MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 1991. Fréttir 30 manna hópur austurrískra jarðvísindamanna: Tekur sýni úr föstu bergi í algeru leyf isleysi - hefur komið víða við á Norður- og Austurlandi „Þessi 30 manna hópur austurrí- skra vísindamanna fór í setlögin á Tjörnesi í Hallbjamarstaðakambi og tók steinsýni þar. Vísindamenn- irnir em með útbúnaö til sýnatöku: hamra, meitla og aðrar græjur. Talað er um að þeir hafi vaðið í gömul setlög, surtarbrand og stein- gerðar leifar sem þeir brjóta upp og taka úr sýni. Hópur fólks sá til þeirra á Tjör- nesi, ofbauð aðfarirnar og lét vita. Aðfaranótt sunnudagsins tjölduðu menmrnir í Atlavíkinni og ég fór með Einari Þórarinssyni, fulltrúa frá Náttúruverndarráði, og hafði tal af þessum hópi,“ sagði Úlfar Jónsson, lögregluvarðstjóri á Eg- ilsstöðum. „Við létum þá fá ljósrit af lögum um náttúrufriðum og upplýsingar um svæði þar sem óheimilt er að gera jarðrask. Við höfðum ekki önnur afskipti af þeim. Málið er það að erfitt er fyrir okkur að sanna eitthvað nema við stöndum þá aö verki. Við aðvöruðum lögregluna á Eskifirði um komu þeirra en þeir stefndu að Helgustaðanámum við Reyðarfjörð þar sem silfurberg er að finna. Þeir virðast hins vegar hafa passað sig á að vera snemma á ferð og þeir voru farnir þegar lögreglan þar ætlaði að vitja um þá. Það sem gerir þetta allt erfitt viðureignar er að með þeim í fór eru tveir austurrískir leiðsögu- menn. Á meðan íslendingar geta ekki lagt til fararstjóra sjálfir er erfitt að stjóma hópum sem þess- um. Hópurinn er á rútu frá Sæmundi í Borgamesi og bílstjórinn er ís- lenskur. Hann er einn og ræður ekki neitt við neitt. Hann hefur reynt að margítreka það hvernig þeir eigi að haga sér en þeir fara bara sínu fram. Austurríkismenn- irnir telja að hann sé að siga lög- reglunni á þá. Bílstjórinn er orðinn eins og möli steins og sleggju og var greinilega ekki vinsælasti mað- urinn í hópnum," sagði Úlfar. Sigurborg Rögnvaldsdóttir, land- vörður í Herðubreiðarlindum, fylgdist vel með hópnum þegar hann kom á umráðasvæði hennar. „Við vöktuðum þá en þeir komu hingað á fimmtudaginn. Þá fóru þeir upp að Herðubreiðarlindum í Óskju og við ræddum heilmikið við þá þann daginn. Þeir voru greini- lega í mikilli varnarstöðu því að lögreglan á Húsavík var búin að hafa afskipti af þeim. Þrátt fyrir að heill hópur sæi til þeirra við Hallbjarnarstaöakamb á Tjörnesi virðist það ekki vera nóg til þess að eitthvað sé gert í málinu. Á meðan við fylgdumst með þeim gerðu þeir ekki neitt af sér enda vissu þeir af okkur. Ég ræddi við forsprakkana í hópnum og þeir sögðust hafa tekið steinsýni áður hér á landi og það hefði aldrei ver- ið neitt mál. Ef enginn sér til þeirra geta þeir vaðið hér um allt, gert það sem þeim sýnist og skemmt ís- lenskar náttúruminjar. Leiösögumennimir í hópnum eru á undanþágu til að starfa hér á landi. Það þarf bara að ógilda leyfi þeirra. Það eiga engir leiösögu- menn að fá að starfa hér á landi sem ekki era nægilega vel að sér um lög og reglur í þessu sam- bandi," sagði Sigurborg. -ÍS Mikill fjöldi fólks fylgdist með þegar unglingspiltur klifraði upp á Ijósaskilti við Austurstræti aðfaranótt laugardags og lék þar glæfralegar kúnstir. Hann var sóttur með hjálp körfubíls og þótti mildi að hann skyldi ekki stórslasa sig á þessu athæfi. Pilturinn varð að greiða tæpar 30 þúsund krónur í sektir fyrir þetta uppátæki. DV-myndir S Eldur í risíbúð - íbúamir voru ^arverandi Slökkvilið var kallað að Framnes- vegi 24A aðfaranótt sunnudagsins klukkan 2.44. Eldur logaði í risíbúð á þriðju hæð en húsráðendur voru íjarverandi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en rjúfa varð gat á þak hússins til að hleypa hita út. íbúi á neðri hæð var fluttur á slysadeild með snert af reykeitrun. Innanstokksmunir í íbúðinni eru töluvert skemmdir af eldi og reyk. Möguleiki er talinn á að kviknað hafi í út frá vindlingi. -ÍS Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem kom upp í risíbúð á Framnes- vegi aðfaranótt sunnudagsins. DV-mynd S Isafiörður: Ráðist á lögregluþjón Nokkur ungmenni réðust að lög- regluþjóni á föstudagskvöldið á ísafirði. Lögreglumanninum tókst að verjast árásarmönnunum án þess að verða fyrir teljanlegum meiðslum enda barst honum fljótt liðsauki. Fjögur ungmenni fengu að gista fangageymslur lögregl- unnar vegna þesa atviks. Á laugardagskvöldið brutust út slagsmál á dansleik í Djúpmanna- búð í Djúpi og urðu tveir fyrir minni háttar meiðslum. Þeir voru fluttir á slysadeild á ísafirði með lítils háttar skurði sem þurfti að sauma. -ÍS Mannmergð á skemmti- stöðum um helgina - um 10 þúsund manns voru í miðbænum aðfaranótt laugardags Gífurlegur fjöldi fólks safnaðist saman í miðbæ Reykjavíkur á föstu- dagskvöldið en heldur minna var af fólki á laugardagskvöldið. Lögreglan í Reykjavík taldi að um 10 þúsund manns hefðu veriö í miðbænum á fóstudagskvöldið en þrátt fyrir þenn- an mikla mannijölda var lítið um óspektir. Þegar skemmtistöðum var lokað á fóstudag fylltist allt af fólki í Austurstræti og nærliggjandi göt- um og var töluverður mannfjöldi allt fram til klukkan fimm að morgni á rápi fram og aftur. Að sögn lfjgreglunnar eru aðeins um 12-15 lögreglumenn á vakt á kvöldin í miðbænum. Ljóst er að þeir fá litlu ráðiö þegar svo margt fólk er ef eitthvað er um ólæti og slagsmál. Svo heppilega vildi til að þessu sinni að mannfjöldinn skemmti sér í róleg- heitum og hafði sig lítið í frammi. Töluverður fjöldi fólks fylgdist með af áhuga á fóstudagsnóttina þegar unglingspiltur klifraði upp á þak húss Nasa þar sem áður var Nýja bíó. Hann lék þar ýmsar glæfralegar kúnstir og neitaði að fara niður. Körfubíll var til kallaður til að ná honum niður. Pilturinn var látinn greiða 15 þúsund króna sekt og að auki 12.500 krónur í kostnað vegna körfubílsins. Hann hugsar sig örugg- lega tvisvar um áður en hann endur- tekur þennan glæfraleik. Eitthvað var um minni háttar af- brot aðfaranótt sunnudagsins. Rúða var brotin í verslun í Mjóddinni. Tveir bifhjólamenn voru sviptir öku- leyfl fyrir of hraðan akstur á Lauga- veginum en þeir mældust á 103 km hraða. Bíræfinn þjófur, sem reyndi að stela úr bifreiðum á Klapparstíg, náðist og stúlka varð fyrir lítils hátt- ar meiðslum þegar bifreið ók yfir fót hennar. Meiðsli hennar reyndust ekki eins alvarleg og í fyrstu var tal- ið. Að sögn lögreglunnar var þetta frekar róleg helgi þrátt fyrir mikinn fjöldafólks. -ÍS Húsið að Lindargötu 45, sem skemmdist í bruna þann 16. maí síðastliðinn, var flutt með stórum vöruflutningabíl að húsgrunni við Bakkastig í vestur- bænum í nótt. Þorsteinn Þorsteinsson útgerðarmaður byggði húsið fyrir 105 árum. Að sögn Sveinbjörns Gunnarssonar, eiganda hússins, var bygg- ingin mikið skemmd eftir brunann. Burðarvirkið er hins vegar heilt og ákváðu Sveinbjörn og eiginkona hans, Kolbrún Mogensen, að nota tækifær- ið og flytja húsið frá Lindargötu nú þegar endurnýjun stendur fyrir dyrum. „Við hefðum hvort sem er þurft að flytja því Eimskip er að fara að byggja hótel á gamla staðnum," sagöi Sveinbjörn við DV í morgun. Flutningurinn í nótt gekk vel. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.