Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Side 9
MÁWODA'GUR fiá.í M&WíM: 9f DV Júgóslavla: TóH féllu í átök- um um nelgina - leiðtogar landsins ræðast við í dag Júgóslavneskur hermaður sýnir notkun fallbyssu þegar eftirlitssveitir EB komu i heimsókn um helgina. Símamynd Reuter Helstu leiðtogar Júgóslavíu munu hittast í dag eftir að tólf manns létu lífið í bardögum í Króatíu um helg- ina. Fundinum, sem verður haldinn í ferðamannabænum Ohrid í Make- dóníu, er ætlað að finna friðsamlega lausn á kreppunni í landinu en leið- togarnir sögðust ekki búast við því að hann markaði tímamót. „Ég trúi ekki á sögulega fundi,“ sagði Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu, þegar hann kom til Ohrid á sunnu- dagskvöld. „En við getum tekið skref fram á við í samningaviðræðunum, meira að segja maraþonhlaup hefst með litlu skrefi." Nýliðin helgi var sú blóðugasta í Króatíu til þessa. Á sunnudag sagðist lögreglan hafa drepið fimm serb- neska skæruliða í tveggja klukku- stunda bardaga nærri Glina. Skömmu eftir miðnætti á laugardag drap byssumaður, sem var einn síns hðs, þrjá unga nýliða í króatísku lög- reglunni eftir að hafa setið fyrir eftir- litsbifreið þeirra í bænum Dra- vograd. Önnur fórnarlömb voru gömul kona, sem lést í sprengju- vörpuárás, og maður sem var skot- inn inni í stofu heima hjá sér. Aö minnsta kosti tuttugu og tveir létu lífið í síðustu viku í átökum milli króatískra öryggissveita og Serba. Króatísk stjórnvöld hétu því á sunnudag að herða baráttuna gegn serbnesku skæruliðunum, eða tsjettnikkum. „Tsjettnikkar eru að víkka út hryðjuverkaárásir sínar í Króatíu," sagði Franjo Tudjman, forseti Króa- tíu, á blaðamannafundi í Slavóníu í austurhluta Króatíu sem Dóná skilur að frá Serbíu. í fylgd með honum voru vel vopnaðir verðir. Króatar óttast að sveitir sambands- hersins, sem eru á fórum frá Slóve- níu, muni safnast saman á suður- landamærum lýðveldis þeirra að Serbíu og Bosníu. Stjómvöld í Króa- tíu segja að herinn hjálpi skærulið- um. Reuter Suður-Afríka: Ráðherra íhugar afsögn vegna leyniframlaga Ríkisstjórn Suður-Afríku ákveð- ur líklega í dag hvort Adrian Vlok, ráðherra laga og reglu, verður lát- inn segja af sér vegna leynilegra fjárframlaga lögreglunnar til Ink- athaflokks zúlúmanna, helstu and- stæðinga Nelsons Mandela meðal blökkumanna landsins. Vlok sagði í fjörugum sjónvarps- umræðum í gærkvöldi við Anton Harber, ritstjóra blaðsins Weekly Mail, að hann íhugaði að segja af sér til að ryðja úr vegi hindrunum fyrir samningaviðræðum um fram- tíð landsins. „Ég mun ræða þaö við forsetann," sagði Vlok við ritstjór- ann. Það var Weekly Mail sem upp- lýsti það fyrir helgi að ríkið hefði greitt Inkathaflokknum á sjöttu milljón króna. Vlok sagði að á sex ára tímabili hefði Inkathaflokkurinn og verka- lýðsfélag honum tengt fengiö rúm- lega þrjátíu milljóna króna fjár- framlög frá ríkisvaldinu. Hann sagði að endi hefði veriö bundinn á greiðslumar snemma á síðasta ári samkvæmt skipunum frá de Klerk forseta. Nelson Mandela, forseti Afríska þjóðarráðsins, krafðist afsagnar Vloks eftir að fréttir um greiðslurn- ar til Inkatha birtustbæði í Weekly Mail og breska blaðinu Guardian. Fréttaskýrendur segja að afsögn Vloks myndi róa Mandela sem sagðist ekki geta rætt við de Klerk forseta á sama tíma og ríkisstjórnin færi með ófriði á hendur hreyfingu hans. Vlok sagði að með greiðslunum til Inkatha hefði verið ætlunin að berjast gegn viðskiptabanni á Suð- ur-Afríku og til að skapa andrúms- loft friðar. Harber sagði aftur á móti að blað sitt hefði sannanir fyrir því að markmiðið hefði verið að veikja Afríska þjóðarráðið. Reuter Bush í Tyrklandi: Varar Hussein við að betta valdi George Bush, forseti Bandaríkj- anna, varaði Saddam Hussein, leið- toga íraks, við að byija aftur að berj- ast gegn eigin fólki og hvatti til friðar milli Tyrklands og Grikklands í opin- berri heimsókn sinni til Tyrklands. Bush, sem lauk heimsókn sinni í gær, sagði að hinar svokölluðu hrað- sveitir, sem staðsettar verða á landa- mæram Tyrklands og íraks til að vemda Kúrda gegn írökum, yrðu þar til frambúðar. Bush taldi að ekki væri nauðsyn- legt aö kalla til herliðs bandamanna til að stöðva átök eins og þau sem brutust út á milli kúrdískra upp- reisnarmanna og íraskra hermanna í síðustu viku. En í yfirlýsingu sinni í gær lagði Bush mikla áherslu á það að ekki yrði hikaö við að senda hrað- sveitimar yfir til íraks ef nauðsyn- legt reyndist að vernda Kúrdana. Áður en Bush kom til Istanbul heimsótti hann sögulegan óvin Tyrk- lands, Grikkland. Hann sagði í yfir- lýsingu sinni við lok heimsóknarinn- ar í gær að forsetar landanna tveggja hefðu alla burði til þess að binda enda á áratuga deilur landanna sem aðallega snúast um eyjuna Kýpur. „Sem vinur Tyrklands segi ég að tími nýrra vinatengsla gagnvart ná- granna og samherja í NATO er mnn- inn upp. Það er kominn tími til að endanlegur friður komist á á milli Tyrklands og Grikklands," sagði Bush. Hann sagðist vera vongóður um að takast mætti að leysa deilu- mál landanna um Kýpur og gerði það mál að nýju forgangsverkefni í utan- ríkisstefnu sinni. Grikkir vilja að Tyrkir dragi her Forseti Tyrklands, Turgut Ozal, og forseti Bandaríkjanna, George Bush, veifa til mannfjöldans af útsýnisbáti á Bosphorous-sundi í Istanbúl í gær. Símamynd Reuter sinn, sem réðst inn á Kýpur 1974, til baka en Tyrkir vilja að Grikkland viöurkenni tyrkneska hluta eyjunn- ar og að jafnræði verði komið á milh gríska og tyrkneska hlutans. Bush er fyrsti forseti Bandaríkj- anna til að heimsækja Grikkland og Tyrkland síðan Dwight Eisenhower heimsótti löndin árið 1959. Koma Bush til landanna tveggja leiddi til mikilla mótmæla, bæöi í Aþenu og Istanbul. Reuter _________________Útlönd Skærulidi með baitkareikninga Palestínski skæruliðaforinginn Abu Nidal var einn af viðskipta- vinum Alþjóðlega lána- og fjár- mögnunarbankans (BCCI) sem bresk stjórnvöld létu loka fyrir skömmu vegna meintra stór- felldra fjársvika. Frá þessu var skýrt í dagblöðum á Bretlandi í gær. Breska leyniþjónustan hélt skýrslu um bankann vegna við- skipta Nidals við hann og Sunday Times skýrði frá þvi að Englands- banka heföi verið sagt frá þvi að nokkuð öruggt væri aö Hiz- bollahsamtökin í Líbanon hefðu verið með reikninga í bankanum. Samtök þessi hafa íjölmarga vest- ræna gísla á valdi sínu. Eftirlitshópur, sem Englands- banki setti á laggirnar, komst að því að Abu Nidal og aðrir hryðju- verkamenn eða vopnasalar heföu verið með meira en íjörutíu reikninga í breskum útibúum BCCI. Abu Nidal, sem af Banda- rikjunum er álitinn leiðtogi hættulegustu hryðjuverkasam- taka heimsins, er talinn bera ábyrgð á tugum skæruliðaárása á undanfómum tuttugu árum. Englandsbanki vildi ekki tjá sig neitt um málið. Hmn bankans hefur valdið miklum úlfaþyt á Bretlandi og stjórnarandstaðan segir að stjórnvöld hafi vitað um staðhæf- ingar um svik í meira en ár. Grunaður morð- ingihengirsig Maður, sem grunaður var um aðild að morðinu á Rajiv Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Ind- lands, framdi sjálfsmorð með því aö hengja sig, að því er lögreglan á Indlandi skýrði frá í gær. Eiginkona mannsins, Nagaraj- ans Shanmugams, sakaðí lögregl- una hins vegar um að hafa drepið mann hennar sem slapp úr vörslu lögreglunnar á fóstudag. Lík hans fannst síöan á laugardag. Shanmugam var handtekinn á miðvikudag og vísaði lögreglunni á falið sprengiefni og fjarskipta- tæki i frumskógum Tamil Nadu- fylkis. Lögreglan sagði aö sprengiefhið heföi hklega veriö ætlaö skæmliðum tamílatígra sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki tamíla á Sri Lanka. Tamílatígrar bera á móti þvi að hafa drepið Gandhi en lögreglan telur þá hafa drepiö hann af því aö hann sendi indverskar her- sveitir til Sri Lanka 1987 til að reyna að stilla þar til friöar. Reuter Traktors- hrærivélar Stærð: 350 lítra Verð kr. 130.700.- með virðisaukaskatti. UUBOOS - OG HEILDVERSLUNIN BILDSHÖFÐA 16SIMI6724 44 TELEFAX6725 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.