Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 1991. Auðvirkjanleg orka eða sjávarútvegur? .. reynt er leynt og Ijóst at hálfu viðsemjenda okkar að opna mögu- leika á orkuvinnslu." Vatnsorkan er ein mesta auðlind okkar. Hún endumýjast frá sólar- orku og þrátt fyrir nýtingu er ekki gengið á birgðir. Talið er að verð á orku til orkufreks iðnaðar sé um 1 kr/kWh og ætti því auðvirkjanleg orka að geta gefið af sér um 30-40 milljarða í árstekjur eða mun meira en sjávarútvegurinn. Fyrstu 20-40 árin fara tekjurnar í greiðslu á afborgunum og vöxtum en eftir það ganga þær óskiptar í vasa eig- enda. Hafa ber einnig í huga að skila mun sér í þjóðarbúið allur innlendur kostnaður af byggingu virkjananna og margvísleg þjón- usta. í ársskýrslu Orkustofnunar 1991, er að finna margar fróðlegar upp- lýsingar. Jakob Björnsson orku- málastjóri gerir t.d. spá um hugs- anlega möguleika í orkunýtingu árið 2030. Hann Ijallar þar einvörð- ungu um raforkuna en lætur nýt- ingu jarðhitans sem varmaorku Uggja á milh hluta. Möguleiki er á ýmsum niðurstöðum. Ein er þann- ig: Sláum varnagla við orkumálin Lögð hefur verið áhersla á það af talsmönnum samninganna, og er það haft eftir fuUtrúum EB, að fyrirvari vegna orkuvinnslu sé óþarfur því að þessi grein væri í höndum hins opinbera. Fljótt á litið KjaHariim Sigurður Helgason viðskipta- og lögfræðingur virðist þetta vera nokkuð sannfær- andi. En samt vaknar þessi spurn- ing: Úr því allir aðilar eru sam- mála, af hverju má ekki setja skýr- an fyrirvara? Reynslan sýnir að heiðursmannasamkomulag getur skolast til er frá líður. Ég vil einnig benda á að í tilskip- un EB frá 28. febr. 1966, sem hefur lagagildi, ber að afnema hömlur á rétti erlendra manna frá aðildar- ríkjum að stofnsetja fyrirtæki og veita þjónustu varðandi t.d. raf- orku, hitaveitu, vatnsveitu og hreinlæti. Á þessu sést að reynt er leynt og ljóst af hálfu viðsemjenda okkar að opna möguleika á orku- vinnslu. Ég er sannfærður um að á spjöldum sögunnar fengju þeir slæma dóma sem ekki hefðu alla fyrirvara í þessum málum á hreinu. Öryggisákvæðið í 18. grein umræddrar ráðherra- yfirlýsingar kemur fram almennt öryggisákvæöi. En það er EB- og EFTA-þjóðum heimilað að nota í hvert skipti sem efnahagsleg og þjóðfélagsleg vandamál koma upp og einnig ýmis mál á sviði náttúru- verndar. Geta því samningsaðilar með einhliða yfirlýsingu komið á framfæri að þeir vilji beita þessu öryggisákvæði. Þetta virðist við fyrstu sýn jafngilda almennum fyr- irvara og gæti orðið til mikils gagns fyrir okkur íslendinga. En við nánari athugun hangir auk þess annað á spýtunni. Hver þessara þjóða er skuldbundin til þess að gera þetta í samráöi við samningslöndin og þau hafa rétt til þess að vísa málinu til dómstóla og mega grípa til gagnráðstafana ef niöurstaða dómsins er þeim í óhag. Hér sést að því miður eru veru- legar takmarkanir á beitingu ákvæðisins, enda þótt það sé ekki með öllu gagnslaust. Gagnrýni og lýðræði Ef til vill hafa ekki alhr áttað sig á þvi að yfirlýsing ráðherrafundar EB og EFTA frá 13. maí sl. er jafn- framt drög að EES-samningi. Að- eins er eftir að ganga frá endanlegu samkomulagi um landbúnaö, markaðsaðgengi sjávarafurða og greiðslur í þróunarsjóð. Almenningur hefur því miður haft lítil tækifæri til að kynna sér máliö í heild. Styrkur lýðræðisins byggist einmitt á því að kjósendur myndi. sér skoöanir á málum og veiti allri stjórnun og Alþingi nauð- synlegt aöhald. Svipuð sjónarmið koma fram víðar. Frægt er t.d. kennslubókardæmi í rekstrarhag- fræði um mistök í stjórnun. Ford Motor, eitt stærsta fyrirtæki heims, hóf framleiðslu á bifreiðártegund- inni Edsel. Allir sérfræðingar fyr- irtækisins á sviði framleiðslu- og markaðsmála höfðu fullyrt að hér væri á ferðinni fullkomnasta bif- reið heims og myndi slá öll met í sölu. Reyndin varð allt önnur og mis- tökin voru næstum búin að gera fyrirtækið gjaldþrota. í dag sjá allir í hverju mistökin lágu. Á öllum stigum framleiðslunnar var ekki gætt sjálfsagðrar gagnrýni en hefði henni verið beitt mátti forðast slys- ið. Við íslendingar höfum því mið- ur lítt tileinkað okkur slík vinnu- brögð. Hafin var hér minka- og refarækt og síöar laxarækt að áeggjan stjórnvalda og allar lánastofnanir opnaðar. Engin gagnrýni kom fram, enda ekki eftir henni leitað, og er þjóðin í dag nokkrum tugum milljarða fátækari á eftir. EES-samningurinn er óumdeilt sá þýðingarmesti sem gerður hefur verið hin síðari ár og mun hafa víðtæk áhrif á alla stjórnskipan landsins og á atvinnulíflö í framtíð- inni. Nokkrir stjórnmálamenn og dyggir fylgismenn hafa nýlega ruðst fram á ritvöllinn með stÓ£- yrðum og brigslum og telja alla gagnrýni á samninginn runna af annarlegum hvötum. Eru slík upp- hlaup þeim til lítils sóma og svipar því miður til vinnubragða sem ein- kennt hafa lítt þroskaðar þjóðir og er ekki til fyrirmyndar. Sigurður Helgason Árið 2030 Orkunotkun í TWh á ári Almenn notkun 4,8 TWh Raforkufrekur iðnaður 23,1 TWh Útflutninguráraforku 15,0TWh Samtals 42,9 TWh en er í dag alls 4,4 TWh „Taliö er að verð á orku til orkufreks iðnaðar sé um 1 kr/kwh og ætti því auðvirkjanleg orka að geta gefið af sér um 30-40 milljarða 1 árstekjur eða mun meira en sjávarútvegurinn.“ Byggingarfyrirtæki á hausnum: Steintak úr leik „En hvenær skyldi bankinn hafa komist að þvi að Steintak var á hausn- um?“ Fram hefur komið í fréttum að kröfur í þrotabú Steintaks nemi 577 milljónum, eignir eru nánast eng- ar. Tekið hefur verið fram að kröf- ur séu að öllum líkindum of háar vegna vafasamra og tvílýstra krafna. Líklegt er að raunveruleg- ar skuldir séu 400-450 milljónir. Um er að ræða tæplega 10 ára gamalt fyrirtæki sem fengist hefur við flest það sem til fellur í bygging- arstarfsemi hér á landi. Þeir eru ófáir sem tapa á gjaldþroti Stein- taks, ótal viöskiptaaðilar, skatt- greiðendur og íbúðakaupendur. Hvað veldur? Stjórn Steintaks virðist hafa ver- ið svipuð og hjá öðrum sambæri- legum fyrirtækjum. Ástæðan fyrir því að svona fór eru áreiðanlega margir samverkandi þættir, benda má á nokkra. MikO samkeppni hefur verið í greininni og af þeim sökum hefur verð verið lágt, bæði hvað varðar sölu á húsnæði og í tilboðum, lítið hefur mátt út af bera til að væntan- legur hagnaöur verði að verulegu tapi. Fjárfestingar, einkanlega tæki og annaö, ekki nýst eins og skyldi. Of miklar sveiflur í starfseminni. Of lítið eigið fé, lítiö sem ekkert í upp- hafi. - Viöurlög, vaxta- og lántöku- kostnaður óheyrilegur. önnur byggingarfyrirtæki Steintak taldist í hópi 7-8 svokall- aðra stórra byggingarfyrirtækja, Kjallariim Sigurður K. Eggertsson framkvæmdastjóri fyrirtækja sem velta a.m.k. 300 milljónum á ári. Flest þessara fyrirtækja eru með svipað mynstur í sínum rekstri og Steintak. Hvernig er fjárhagsstaöan hjá þessum fyrirtækjum? Sjálfsagt misjöfn en því miður er margt sem bendir til þess að sums staðar sé staðan slík að fleiri fyrirtæki eigi eftir að fylgja í kjölfar Steintaks. Á milli 20 og 30 af seldum íbúðum Steintaks viö Skúlagötu voru neyð- arsölur, sölur til efnissala, undir- verktaka og annarra sem talið hafa vonlítið aö fyrirtækið næði nokkru sinni að gera upp skuldir sínar við viðkomandi. Þessar neyðarsölur voru í sjálfu sér engin neyð fyrir Steintak held- ur fyrir þá aðiia sem neyddust til að taka íbúðirnar upp í skuldir. Því hvernig fer t.d. iðnmeistari að sem örugglega átti að fá sína vinnu greidda mánaðarlega og þá kannski að hluta með peningum, að hluta með nothæfum víxlum? Nú fær hann enga peninga, enga víxla, hann fær íbúð, sem hann þarf sjálfur að selja, og á íbúöinni hvílir svo sjálfsagt veðskuld frá bankanum. Þessi viðskiptamáti ýmissa aðila við byggingarfyrirtæki, sem byggja og selja íbúðir, er orðinn ískyggi- lega algengur og bendir ótvírætt til að hjá viökomandi fyrirtækjum sé meira en lítið að. Tekjuskattsálagn- ing stærri byggingarfyrirtækja sýnir að hagnaður hefur yfirleitt enginn verið í mörg ár. Vafasamar fyrirgreiðslur Póhtískur þrýstingur og ýmiss konar vafasöm fyrirgreiðsla hefur ahtaf verið viðloðandi þessa starf- semi og færist í vöxt. Samspil stjórnmála-, embættis- og banka- manna til styrktar íjárvana fyrir- tækjum er oft með óhkindum. Gífurlegur þrýstingur hefur ver- ið á að við útboð stærri verka væri viðhaft forval verktaka en í forvah eru valdir venjulega 5-6 aðilar sem einir fá svo að bjóða í viðkomandi verk. Reyndin hefur orðiö sú að ákveðin fyrirtæki hafa í krafti fyr- irgreiðslunnar náð að einoka öU hin stærri verk. Meira að segja í almennum út- boðum, sem fram fara til að ná sem hagstæðustu útkomu fyrir verk- kaupann, er farið að beita þrýstingi svo valinn sé réttur verktaki. Þá skiptir ekki máli þótt kostnað- ur aukist því í flestum tilfeUum er um opinbera aðila að ræða og skattgreiðendur blæða á endanum. Þetta háttalag er svo réttlætt með tali um fagleg vinnubrögö svo firra megi verkkaupa hugsanlegu tjóni vegna gjaldþrots verktaka. En fag- legheitin eru nú ekki meiri en svo að það er ekki nema rúmt ár síðan opinber aðih samdi seinast við Steintak! Hlutur bankanna í þessari at- vinnugrein er gífurlega mikilvæg- ur ekki síður en í flestum öðrum atvinnugreinum. Enda leið ekki langur tími frá því bankinn lokaði á Steintak þar til tilkynnt var um gjaldþrotið. - En hvenær skyldi bankinn hafa komist að því að Steintak var á hausnum? - Skyldi það hafa verið í sömu vikunni og lokað var? Sigurður K. Eggertsson „Pólitískur þrýstingur og ýmiss konar vafasöm fyrirgreiðsla hefur alltaf verið viðloðandi þessa starfsemi og færist í vöxt. - Samspil stjórnmála-, embættis- og bankamanna til styrktar fjárvana fyrirtækjum er oft með ólíkindum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.