Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ1991. Fréttir Að byggja upp líkama og sál: Vikudvöl er meira virði en sólarlandaferð - segir Guðrún Tryggvadóttir sem stendur fyrir sæludögum á Hallormsstað Sigrún Björgviiisdóttir, DV, Egilsstödum; Fréttaritari rak nýlega augun í auglýsingu um sæluviku á Hall- ormsstað þar sem á dagskrá eru margar þær aðferðir til uppbygg- ingar heilsunnar sem nú eru í tísku. Hann fór því á stúfana til að forvitnast nánar um hvað hér væri á seyði. Undanfarin ár hefur verið ali- mikOl áhugi á hugrækt og andleg- um málefnum hér á Egilsstöðum og nágrenni. „Fólk er að leita inn á við til að uppgötva sjálft sig og gleðina.“ Þetta voru orð þeirra Guðrúnar Tryggvadóttur og Krist- bjargar Kristmundsdóttur en það eru einmitt þær sem standa fyrir því sem þær kalla sæludaga á Hall- ormsstað í júlímánuði. „Þetta á að vera uppbyggileg hvíldarvika," sagði Kristbjörg. „Það er komið inn á ýmsa þætti, svo sem yoga, heilun, hugleiðslu, nudd, slökun og fleira. Boðið er upp á jurtafæði og makróbíotiskt fæði. Þá verður líka leiðbeint um tínslu, þurrkun og not íslenskra jurta.‘> „Viö byrjuðum með þetta í fyrra og vorum með eina viku sem tókst mjög vel,“ sagði Guðrún. „Við fmn- um fyrir miklum áhuga og fólk spyr mikið. En auðvitað er svo margt sem um er að velja á þessum árstíma, eins og til dæmis sólar- landaferðir. Okkur finnst að viku- dvöl á þessum yndislega stað sé meira virði en sólarlandaferð með sínu ljúfa lífi en á sæludögunum á Hallormsstað er leitast við að byggja upp líkama og sál.“ Dvalið veröur í Húsmæðraskó- lanum og eins og Kristbjörg sagði: „það er vart hægt að fmna betri stað fyrir shka starfsemi. Þetta er gamalt hús með góða sál og um- hverfið er heillandi og ég myndi segja mannbætandi í sjálfu sér.“ Og hvað kemur svo út úr þessu. Heilbrigð sál í hraustum líkama? Það hlýtur að minnsta kosti að vera takmarkið. Guðrún Tryggvadóttir og Kristbjörg Kristmundsdóttir sjá um sæludaga sem eru um þessar mundir á Hallormsstað. DV-mynd SB Á Sauðárkróki eru nokkur hress blaðburðarbörn sem eru dugleg i vinnu sinni og leysa hana prýðilega af hendi. Af þvi tilefni bauð DV þessum ungu starfsmönnum sinum í smáveislu á veitingahúsi i bænum. Aftari röð frá vinstri: Björg, umboðsmaður DV á Sauðárkróki, Inga Dóra, Dagbjört og Símon. Fremri röð frá vinstri: Atli, Guðrún, Ingvi, Gunnar og Árni. DV-mynd Þórhallur Smáiðnaður og handiðn á Hvammstanga: Undirtektir hafa verið alveg f rábærar - segir Guðrún Eyja Erlingsdóttir um tilkomu Gallerí Bardúsu Segja má að upphafið að stofnun Bardúsu megi rekja til átaksverkefn- is V-Húnvetninga en á vegum þess var boðað til fundar á Hvammstanga um handiðn og smáiðnað. Undirtekt- ir voru strax mjög góðar og á fundin- um kom Jón Eiríksson á Búrfelli með hugmynd um sölu- og vinnustað fyr- ir handiðnaðarfólk þar sem það gæti unnið aö handiðn sinni og boðið vöru sína til sölu. í Bardúsu er fjöldi alls kyns list- muna á boðstólum en allir þessir' hlutir eru unnir af fólki í V-Húna- vatnssýslu. Þar eru m.a. ullarvörur, útskornir trémunir og alls kyns aðrir Ustmunir sem eru á „þægilegu verði“. Þegar DV leit inn í galleríið var flöldi erlendra ferðamanna að gera þar viðskipti og virtist líka vel. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Undirtektimar hafa verið alveg frábærar. Fjöldi fólks kemur gagn- gert til Hvammstanga til að koma hingaö og það svífur hér inn í sælu- vímu,“ segir Guðrún Eyja Erhngs- dóttir en hún er í starfshópi um rekstur gallerísins Bardúsu sem opn- að var á Hvammstanga fyrr í sumar. Guörún Eyja og Dagbjört Jónsdóttir að afgreiða viðskiptavini i Bardúsu á Hvammstanga. Þær segja að fólk drífi að úr öðrum byggðarlögum gagn- gert til að fara galleríið. DV-mynd gk Rækjuviimsla frá Reykjavik til Siglufiarðar: Rétt ákvörðun að f lytja hingað - segir framkvæmdastjóri Ingimundar hf. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það var hárrétt ákvörðun að flytja hingað.Reksturinn hér hefur gengið mjög vel, hér er góð vinnsla og gott og vant starfsfólk," segir Ari Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Ingi- mundar hf. á Siglufirði. Það vakti talsverða athygli á síð- asta ári þegar fyrirtækið flutti rækjuvinnslu sína frá Reykjavik til Siglufjaröar enda ekki algengt á síð- ustu tímum að fyrirtæki flytji sig frá höfuðborginni út á landsbyggðina. „Rekstur verksmiðjunnar hefur gengið vel í þessa 10 mánuði sem við höfum starfað hér. Hins vegar hefur orðið mikið verðfall á rækjunni sem gerir okkur erfitt fyrir og þetta er rekið með buhandi tapi þótt ég viti ekki hvort það er jafnmikið og hjá öðrum. Markaðsverðið er allt of lágt og hefur lækkað um 25% síðan í maí á síðasta ári. Menn vonast hins vegar til að nú sé botninum náð og þetta fari upp á við aftur." Ingimundur hf. gerir út tvö rækju- skip, Helgu og Ögmund, og þau hafa aflað vel. Helstu rækjumiðin eru út af Norðurlandi og því kostnaðar- minnst að gera út þaðan en áður en Ari Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ingimundar hf. Ingimundur flutti rækjuvinnslu sína norður var aflanum landað fyrir norðan og ekið á bifreiðum suður til Reykjavíkur til vinnslu þar. Úr vinnslusal rækjuvinnslunnar Ingimundar hf. á Siglufirði. DV-myndir gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.