Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Side 32
44 MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ1991. „Ykjur og ofsögur um tugþúsundir dauðra fugla, umfang og útbreiðslu grútsins, ægilegt lífrikishrun ... er svo notað til bragðbætis í fréttamatinn." DV-mynd GVA fjölmiðlum Grútartíð í Eins og allir vita eru íslendingar fremstir í nánast öllum hlutum ef miöaö er við fólksfjölda. Eitt af heimsmetum okkar er að við höld- um uppi fleiri, sennilega margfalt fleiri fréttamönnum (og fjölmiðl- um) heldur en nokkur önnur þjóð. í stærri stíl en skaðinn eins Það hefur löngum viljað brenna við að ekki er nóg af markverðum fréttum fyrir allan fréttamanna- skarann. Því verða þeir oft að reyna að gera sem mestan mat úr hverri „frétt“. Fréttaleysið er sér- staklega bagalegt á sumrin. - Fréttamennirnir tala sjálfir um „gúrkutíð", líklega að danskri fyr- irmynd, þegar lítið er um fréttamat og fréttirnar fremur þunnar. Nú hefur mitt í gúrkutíðinni rek- ið á fjörur íslenskra fjölmiðla frétt sem þeim hefur tekist að velta sér upp úr í viku og enn er verið að prjóna við: Grútinn á Ströndum. Nú skal því ekki haldið fram hér að grútarmengun sé léttvægt mál fyrir þá strönd sem fyrir henni verður og lífríki sem á eða við þá strönd hrærist. Grútarmengun hefur oft valdið usla í fjörum í kring um fiskimjöls- verksmiðjur, drepið fugla og jafn- vel fénað. Hvalir hafa strandað og sprungiö með tilheyrandi mengun. Það sem er að gerast á Ströndum er líklega í stærri stíl en oft áður en í eðli sínu er skaðinn sennilega eins. Auövitað er slæmt að vita ekki nú þegar hvaðan grúturinn kemur. Sérstaklega langar menn til að benda á sökudólga. En það á eflaust eftir að koma í ljós hvaðan grútur kemur. Það hefur svo sem áður verið deilt um það hvort grút- ur í Seyðisfirði eða Siglufirði kæmi úr verksmiðjunum eða bátum. KjaUarinn Björn Dagbjartsson matvælafræðingur Fréttamatur Það er alveg með ólíkindum hvemig fréttamenn hafa teygt þetta mál og togað í allar áttir. Hvernig þeir hafa enst til að taka viðtöl við sérfræðinga, ráðamenn og svokallaða heimamenn, án þess að þessir aðilar hefðu neinu að bæta við það sem löngu var fram komið. Einn daginn er aðalfréttin tóm- læti og áhugaleysi ráðamanna, næsta dag leti og getuleysi sérfræð- inga, þriöja daginn tjón þeirra manna sem safnað hafa dún á þessu svæði á sumrin. Á hveijum degi er skipt um kenningu um or- sakir mengunarinnar. í dag er lík- legasta skýringin að loðnustofninn hafi bráðnað í hafíssjónum fyrir norðan og lýsið skilið sig frá og orðið aö grút; í gær var skýring- anna að leita í 350 ára gömlum annál; og á morgun gæti málið orð- ið upplýst á miðilsfundi. Ýkjur og ofsögur um tugþúsundir dauðra fugla, umfang og útbreiðslu grúts- ins, ægilegt lífríkishrun og fleira þess háttar er svo notað til bragð- bætis í fréttamatinn. Það er vissulega rétt að umhverf- ismál eru í brennidepli eins og er. Við höfum aldeilis orðið vör við það hér á íslandi í sambandi við hval- veiðimál. En við skulum gæta þess vel að gerast ekki öfgasinnar á neinum öðrum sviðum umhverfis- mála. Umhverfisvemd verður ekki unnið gagn með ýkjusögum og ábyrgð fjölmiðla og fréttamanna er mest í þessu sambandi. Eitt er þó jákvætt við þetta allt saman. Við þurfum ekki lengur að notast við hálfgerðar dönskuslettur um fréttalaus tímabil. Bragðmikið íslenskt orð er komið í staðinn: Grútartíð. Björn Dagbjartsson „I dag er líklegasta skýringin að loðnu- stofninn hafi bráðnað í hafíssjónum fyrir norðan og lýsið skilið sig frá og orðið að grút; 1 gær var skýringanna að leita í 350 ára gömlum annál; á morg- un gæti málið orðið upplýst á miðils- fundi.“ t Ástkær sonur okkar, Jón Finnur Kjartansson, Laugarnesvegi 110, sem lést 11. júlf sl., verður jarösunginn frá Fríkirkjunni i Reykjavík þriðjudaginn 23. júli kl. 13.30. Kristin Guðjónsdóttir Kjartan Magnússon Jarðarfarir Jón Finnur Kjartansson, Laugarnes- vegi 110, sem lést 11. júlí sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, þriðjudag, kl. 13.30. Jónína B. Guðlaugsdóttir verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun, þriðjudag, kl. 13.30. Rögnvaldur Sigurðsson, Sæviðar- sundi 33, verður jarðsunginn frá Ás- kirkju í dag, mánudag, kl. 13.30. Myndgáta dv Óskar Guðmundsson, Barmahlíð 42, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. júlí kl. 15.00. Útför Unnar Haraldsdóttur, Granda- vegi 47, fer fram í dag, mánudag, kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Unnur fæddist 29. október 1904. Hún giftist Sigurbimi Þorkelssyni 17. júní 1922 og gekk um leið í móðurstað sjö böm- um hans en Sigurbjöm hafði misst konu sína frá ungum börnum þeirra úr spönsku veikinni 1918. Þau Unnur og Sigurbjöm eignuðust 4 börn sam- an. Sigurbjörn lést 1981,96 ára gam- all. Unnur lést 14. júlí sl. Einar Ólafsson frá Lækjarhvammi verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag, mánudag, kl. 15.00. Tilkyimingar Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta þriðjudag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Langholtskirkja: Viðtalstímar sr. Flóka Kristinssonar sóknarprests alla virka daga nema mánud. kl. 16-17, símatímar þriðjud. kl. 15-16. Steinar gefa út Aftur til fortíðar Steinar hf. halda áfram að endurútgefa íslensk dægurlög frá liðnum árum í út- gáfuröðinni Aftur til fortíðar. Er þetta annar hlutinn af fjórum í þessari útgáfu- röð. í lok árs 1990 kom fyrsti hlutinn út á þremur plötum og spannaöi tímabilin 1950-60, 1960-70 og 1970-80. Vakti sú Út- gáfa mikla athygli, ekki síst vegna þess að sum laganna höfðu lengi veriö ófáan- leg, allt upp í 40 ár. Að þessu sinni tengj- ast lögin vor- og sumartíma og eru þetta samtals 60 lög sem tengjast áðumefndum tímabilum, 20 lög fyrir hvert timabil. Mörg þekkt og vinsæl lög eru á snæld- unni og mikil vinna hefur verið lögð í að lagfæra hljóminn á elstu lögunum og færa þau nær nútímanum, án þess að nota nokkrar hljóðsíur. Segulbönd með elstu tónlistinni eru mörg hver illa farin og því síðustu forvöð að bjarga þessari tónlist trá eyðileggingu og koma í veg fyrir að þessi hluti af menningu okkar týnist að eilífu. Er þessi útgáfa einnig hugsuð sem liður í þeirri viðleitni að efla vitund fólks um hversu stóran þátt ís- lensk dægurtónlist á í menningu og vit- und þjóðarinnar. TOkyrirdiigar Fornbílaklúbbur - Sauðárkróksferð Farið verður til Sauðárkróks í lok júlí. Mæting við ESSO á Artúnshöfða kl. 12 þann 26. júh. Brottfor kl. 13. Sýning verð- ur í Borgarnesi og við Staðarskála á norð- urleiðinni. Um kvöldið verður sýnt á Hvammstanga og gist þar. Ýmislegt fleira er á döfinni eins og fram kemur í frétta- bréfi klúbbsins. Félag eldri borgara vekur athygli á að ókeypis er á harmón- íkuhátíð í Árbæjarsafni fyrir félaga sunnudaginn 21. júlí, kl. 14-17. Landssamband aldraðra gengst fyrir ferð til Mallorca 14. septemb- er til 15. október. Félagadeildir í lands- sambandinu ganga fyrir í ferðina. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Sýningar Silkimálverk í Hlaðvarpanum Þriðjudaginn 23. júli verður opnuð sýn- ing á silkimálverkum eftir Renötu Blodow í Hlaðvarpanum við Vesturgötu. Renata sækir fyrirmyndir sínar víða, bæði úr sögum og ævintýrum og náttúr- unni sjálfri. Á sýningunni gefur að líta margbreytilegar silkislæður og lands- lagsmyndir en öll verkin eru til sölu. Sýningunni lýkur 27. júlí og eru listunn- endur hvattir til að láta hana ekki fram frá sér fara. Námskeið Myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga hefst fljótlega. Upplýsingar í síma 621728 og 22454. Tapað fundið Seðlaveski tapaðist í Kringlunni Svart peningaveski tapaðist í Kringlunni mánudaginn 15. júlí sl. og hvít lopapeysa í Selásnum á þriðjudaginn. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 78851.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.