Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1991. Menning Leikritiö Sigrún Ástrós verður tekið aftur upp í vetur og er það þá þriðja leikárið í röð sem það verður sýnt. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur %ina hlutverkið i leikritinu. "> Leikhópur og annað starfsfólk Leikfélags Reykjavíkur samankomið fyrir framan Borgarleikhúsið í byrjun nýs leikárs. Þriðja leikár LR í Borgarleikhúsinu hafið: íslensk leikrit í fyrirrúmi Nítugasta og fimmta starfsár Leik- félags Reykjavíkur hófst með æfing- um í síðustu viku og er það jafnframt þriðja árið sem LR starfar í Borgar- leikhúsinu. í vor tók nýr leikhús- stjóri, Sigurður Hróarsson, við starfl og er þetta því fyrsta leikárið sem haim stendur fyrir. Á verkefnaskranni í vetur eru mörg leikrit og eru íslensk verk í fyrirrúmi framan af leikárinu. Fyrsta frumsýning vetrarins er Dúfnaveislan eftir Halldór Laxness en verkið var frumflutt í Iðnó 1966 á vegum Leikfélagsins. Sonarsonur skáldsins, Halldór E. Laxness, leik- stýrir en Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd. Frumsýnt verður 20. sept- ember á stóra sviðinu. Önnur frumsýning vetrarins er einnig íslenskt verk, Þétting, sem er nýtt leikriti eftir Sveinbjörn I. Bald- vinsson sem er kunnur smásagna- höfundur og ljóðskáld en hefur einn- ig skrifaö leikrit sem sýnd hafa verið í Bandaríkjunum. Þétting er frum- raun hans í íslensku leikhúsi og verður leikritið frumsýnt á litla svið- inu í lok september undir stjórn Hallmars Sigurðssonar en leikmynd gerir Jón Þórisson. Þá eru hafnar æfmgar á fyrsta leik- riti Björns Th. Björnssonar sem birt- ist á sviði. Það nefnist Ljón í síðbux- um og er Ásdís Skúladóttir leik- stjóri. Leikmynd gerir Hlín Gunnars- dóttir. Frumsýning á Ljóni í síðbux- um er áætluð í októberlok á stóra sviðinu. Ása Hlín Svavarsdóttir mun leiða leikhóp sem frumsýnir barnaleikrit á litla sviðinu í byrjun nóvember en þá verða hafnar æfingar á Rugh í ríminu eftir Johann Nestroy, meist- ara gamanleikja Vínarborgar á síð- ustu öld. Þrándur Thoroddsen þýðir og semur leikgerð en Guðmundur Ólafsson leikstýrir. Leikmynd ann- ast Steinþór Sigurðsson. Frumsýn- ing á Rugli í ríminu verður á stóra sviðinu í janúar. í febrúar mun svo Leikfélagiö frumsýna viðamestu sýningu ársins, Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck í leikstjóm Kjartans Ragn- arssonar. Er hér um að ræða nýja bandaríska leikgerð. Tvær sýningar, sem gengu í fyrra, munu verða teknar upp aftur. Eru það Sigrún Ástrós, sem verður á litla sviðinu þriðja leikárið í röð, og Á ég hvergi heima sem frumsýnt var seint á síðasta leikári. Það leikrit er rúss- neskt og er eftir Alexander Galín. -HK Hvað gef ur náttúran? Jóhann Eyfells og Gunnar Örn eru fulltrúar íslands í umfangsmikilli samnorrænni nútímahstasýningu sem norrænu bændasamtökin standa fyrir. Yfirskrift sýningarinn- ar er Hvað gefur náttúran? Það var fyrir rúmu ári að fram kom sú hugmynd hjá norrænu bænda- samtökunum að efna til sýningar á norrænni samtímalist þar sem þem- að yrði Hvað gefur náttúran? Sam- tökin fengu til liös við sig sérfræð- inga frá nokkrum helstu listasöfnum á Norðurlöndum til að koma með til- lögur um val listamanna og úr- vinnslu á sýningunni. Frá Danmörku voru valin Anette Holdensen myndhöggvari og John Olsen málari, frá Finnlandi Jukka Makela málari og Kain Tapper myndhöggvari, frá Noregi Kjell Ny- pen myndskeri og Bárd Breivik myndhöggvari, frá Svíþjóð Hans Wi- gert málari og Laris Strunke málari og frá íslandi Jóhann Eyfells mynd- höggvari og Gunnar Örn málari. í tengslum við sýninguna er gefin út vegleg sýningarskrá þar sem eru meðal annars stuttar greinar um tengsl náttúru og myndlistar í hverju landi. Nú er sýningin í Svíþjóð en þaðan liggur leiðin til Finnlands. Ráðgert er að sýningin verði í Reykjavík í byrjun árs 1993. -HK Kam ýctbfrn Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla Heiðars) Ný námskeið að hefjast I Almenn námskeið KARON-skólinn kennir ykkur: Rétta líkamsstöðu, rétt göngulag, fallegan fótaburð, andlits- og handsnyrtingu, hárgreiðslu, fata- og litaval, mataræði, hina ýmsu borðsiði og alla almenna framkomu o.fl. II Módelnámskeið tískusýningar- og fyrirsætustörf: Sviðsframkoma, göngulag, hreyfingar, líkamsbeiting, snyrting, hárgreiðsla o.fl. Innritun og upplýsingar daglega frá kl. 16-19 í síma 38126 Hanna Frímannsdóttir Örverka- samkeppni í nóvember næstkomandi verð- ur haldlð upp á eins árs afmæh tímaritsins Bjartur og frú Emiha og verður þeirra timamóta minnst með því að efnt verður tíl örverkasamkeppni og verða aðal- verðlaurún 50.000 krónur. Mörg örmur verðlaun verða veitt. Ör- verk eru samkvæmt skilgrein- ingu aðstandenda örleikrit og ör- sögur, smáverk sem yfirleitt er hugmyndin ein og sýna fremur ástand en greina það. í öðru heft- inu birtust tólf örleikrit eftir þekkta erlenda höfunda og tíu örsögur eftir Kristínu Ómars- dóttur. í þriðja tölublaðinu birt- ast svo örleikrit eftir Ulfhildi Dagsdóttur. Fyrir væntanlega þátttakendur er upplagt að kynna sér örverkin í tímritinu en ör- verkum í samkeppnina þarf að vera búið að skila fyrir 1. október. Nefndskipuðtil aðendurskoða kvikmyndalög Skipuð hefur verið nefhd af menntamálaráðherra til að end- urskoða lög um kvikmyndamál. Þrír kvikmyndagerðarmenn eiga sæti í nefndinni og tveir starfs- menn frá ráðuneytum. Knútur Hahsson ráðuneytisstjóri er formaður nefndarinnar. Aðrir sem eiga sæti í nefndinni eru Ei- ríkur Thorsteinsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, Hrafn Gunnlaugsson, formaður Félags kvikmyndaframleiðanda, Kristín Jóhannesdóttir, formað- ur Félags kvikmyndaleíkstjóra og Helgi Jóhannesson sem til- nefndur er af fjármálaráðuneyt- inu Góðirtónleika- dómarí Þýskalandi Sigurður Bragason barítón- söngvari og Hjálmur Sighvatsson píanóleikari héldu tónleika i Bonn í Þýskalandi fyrir stuttu og var þeim mjög vel tekið og hefur þeim verið boðið að halda tón- leika í Stuttgart, Köln og í Bonn f október. Á tónleikunum fluttu þeir félagar bæði þjóðleg lög og lög eftír erlenda höfunda. í þýska blaðinu General-Anzeigner segir meðal annars um frammistöðu þeirra aö með fínlegri raddbeit- ingu hafi Sigurður töfrað fram áhrifamikla stemningu og hafi Hjálmur Sighvatsson stutt hann eins og best varð á kosið og upp- fyht sinn hluta með glæsibrag. Þá segir einnig að þeir hafi verið vaxnir því hlutverki að túlka hina breiðu drætti í tónhst Ver- dis, Bellinis og Donizettis. „Bragason gat hér látið röddina njóta sín bæði í sterkum þáttum þar sem hún varð aldrei óþægileg áheyrnar og í veikum þáttum þar sem hún var yndislega Ijóðræn." Þriðja Ijóðabók AraGísla Bragasonar Ari Gisli Bragason hefur sent frá sér nýja ljóðabók sem nefnist f fjarska. Er þetta þriðja Ijóðabók höfundar á stuttum tíma og inni- heldur bókin þrjátíu ljóð. Ari Gisli tileinkar bræðrum sínum Ijóðabókina og kahar hana í gamni fyrstu jólabókina í ár. Ari Gísh Bragason hefur undaníárið dvahð í Bandaríkjunum og bera sum Ijóða hans það með sér. Til að mynda er viöamesta ljóðið í bókinni tileinkað New York og ber nafn borgarinnar. Þá er hon- um einnig hugleikiö í ljóðum sín- um bæjarlífíð í Reykjavík fyrr og nú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.