Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofúr, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Endalok Sovétríkjanna
Sovézka þingið samþykkti í fyrradag endalok Sovét-
ríkjanna. í staðinn á að koma laustengt samband ríkja,
sem áður mynduðu Sovétríkin. Hin einstöku lýðveldi
munu sjálf ráða ferðinni, og mismunandi, hversu tengd
þau verða. Með þessu lauk 74 ára sögu Sovétríkjanna.
Þingið nam úr gildi meginhluta stjórnarskrár Sovét-
ríkjanna. Völd í sambandsríkinu verða fyrst um sinn í
höndum þriggja stofnana. Þingið verður í tveimur deild-
um. Gorbatsjov og forystumenn lýðveldanna munu sitja
í ríkisráði, sem hefur framkvæmdavald og verður æðra
þinginu. Það ráð á að fara með utanríkismál, hermál,
löggæzlu og öryggismál. Loks verður efnahagsnefnd,
sem í munu sitja fulltrúar lýðveldanna og annast dag-
lega stjórn efnahagsmála. Þessi skipting er ekki fyllilega
skýr enn. Með henni lýkur tilvist Sovétríkjanna, þessa
illa ríkis, sem borið hefur mesta sök á heimsvandamál-
unum frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Sovétríkin fóru
af stað í nafni heimsbyltingar öreiganna en reyndust
fljótt vera stjórnað af forhertri klíku nýrrar valdastétt-
ar. Þá hörmungarsögu er óþarft að rekja nánar, aðeins
skal nefnt, að kynslóðirnar hafa frá stríðslokum vaxið
upp í skugga kjarnorkusprengjunnar, þar sem helzta
ógnin hefur komið frá Sovétríkjunum.
Táknrænt er fyrir sögu Sovétríkjanna, að Gorbatsjov
skyldi þurfa að beita hótunum og lítið lýðræðislegum
aðferðum til að fá þingið, að meginhluta skipað gömlum
kommúnistum, til að fallast á að leggja Sovétríkin nið-
ur. Gorbatsjov hefur hins vegar styrkt stöðu sína, sem
var orðin vafasöm. Sem fyrr hafði hann tekið seint við
sér, og ekki langt síðan hann veðjaði enn á sósíalism-
ann, sem hann kallaði svo. Síðan varð atburðarásin
hröð. Hann gekk úr kommúnistaflokknum, sem var
lagður niður um sinn.
Miklu friðsamlegra og betra er umhorfs í heiminum
eftir þá þróun, sem hefur leitt til endaloka Sovétríkj-
anna. Menn töldu síðastliðið vor, að kalda stríðinu hefði
þá lokið með hnignun kommúnismans og Sovétríkjanna
og upplausn Varsjárbandalagsins. Kommúnisminn var
um þær mundir að syngja sitt síðasta. Valdaránið í
Moskvu fyrir skömmu var merki um dauðateygjur þess-
arar stefnu. Valdaránið flýtti mjög fyrir þróuninni, þeg-
ar öllu var á botninn hvolft. Almenningur í Sovétríkjun-
um sýndi, að hann kaus lýðræðið. Gamli kommúnism-
inn var allur.
Þingið samþykkti, að herinn skyldi verða undir einni
stjórn, eftir að ríkjasamband yrði sett á fót. Herinn á
að verða undir stjórn ríkisráðsins. Kjarnorkuvopnabúr-
ið verður undir stjórn frá Kreml. En í þessu sambandi
þurfa leiðtogar lýðræðisríkjanna að hafa hraðan á. Sjá
þarf til þess, að kjarnorkuvopn þessa ríkjasambands
verði eyðilögð hið fyrsta og herstyrkur þess skorinn
niður í að verða smáher, rétt til að sinna eðlilegri
löggæzlu. Ástandið austur þar er enn tvísýnt, og vara
þarf við tilhneigingum til að álykta, að það verði „nógur
tími“ til stefnu. Ekki er fullkomlega gefið, að við höfum
séð fyrir endann á tilraunum til valdaráns, og tilefnis-
laust og hættulegt, að viðhaldið verði öflugu vopnabúri
kjarnorkuvopna..
Vestræn ríki ættu um leið einnig að eyðileggja megn-
ið af sínum kjarnorkuvopnum. Heimurinn mundi þá
frelsast undan helztu áþján seinni hluta aldarinnar.
Heimurinn andar léttar, eftir að Sovétríkin hafa lokið
skeiði sínu. Það er orðið betra að hfa.
Haukur Helgason
Sundurleit lýð-
veldi í milli-
bilsástandi
Áöur en Fulltrúaþing Sovétríkj-
anna kom saman til fundar á
mánudag, vöruöu leiötogar um-
bótasinna við að þar kynni aö verða
gerö tilraun til aö ná markmiðum
valdaránsmanna fyrri viku. Varn-
aðaroröin komu meðal annars frá
Alexander Jakovlév, nánasta ráö-
gjafa Gorbatsjovs á fyrsta skeiði
umbótastefnunnar, og Anatoli
Sobtsjak, borgarstjóra í Leníngrad.
Fulltrúaþingið var kjöriö
skömmu eftir aö valdeinokun
Kommúnistaílokks Sovétríkjanna
var numin úr stjórnarskrá. í borg-
um Rússlands og Úkraínu unnu
frambjóðendur umbótasinna fræga
sigra. Borís Jeltsín var til aö
munda kjörinn með yfir 90% at-
kvæöa allra Moskvukjósenda. En
úti á landsbyggöinni hafði gamla
valdakerfiö enn tök á því að tryggja
flokksriturum og þeirra líkum flest
sæti.
Fyrir valdaránið var harðlínu-
hópurinn Sajús íjölmennustu
skipulögöu samtökin meðal Full-
trúaþingsmanna. Foringi Sajús, of-
ursti að nafni Viktor Álksnis,
reyndi af fremsta megni að stappa
stálinu í lið sitt í ræðu á fundi Full-
trúaþingsins á miðvikudag „Ör-
lagastund er runnin upp ... Verið
er að rífa stjórnarskrána og ríki-
svefinn í tætlur."
En flótti var brostinn í lið Alksn-
is ofursta. Eftir að Gorbatsjov haíði
kunngert þingheimi að yrðu end-
anlegar tillögur hans og forseta 10
lýðvelda um bráðabirgðastjórn-
skipan meðan unniö er að gerð nýs
sambandssamnings ekki sam-
þykktar með tilskildum tveim
þriöju atkvæða, yrði Fulltrúaþing-
ið sent heim og tillögurnar leiddar
í lög með forsetatilskipun, greiddu
97,5% viðstaddra fulltrúa þeim at-
kvæði. Af 2.350 manna þingheimi
sóttu um 500 ekki fund, eða álíka
margir og fyrr fylltu raðir Sajús.
Síöasta lögformlegt vígi harðlínu-
afla gafst því upp næstum baráttu-
laust. Sovétríkin eru orðin fyrrver-
andi, í orði jafnt og á borði. Við
taka nýsett fyrirmæli um millibils-
ástand á skipun alríkisstofnana,
sem gUda á þangað til við tekur nýr
sambandssamningur um laustengt
ríkjabandalag fullvalda lýðvelda.
Gert er ráð fy rir að lj úká samnings-
gerðinni á næsta misseri.
Gorbatsjov og forsetar lýðveld-
anna mynda ríkisráö sem hefur
yfirumsjón með sameiginlegum
málum. Úrlausn efnahagslegra við-
fangsefna er í höndum nefndar
undir forustu Ivans Siljaévs, for-
sætisráðherra Rússneska sam-
bandslýðveldisns, með fulltrúum
frá öðrum lýðveldum. Æðsta ráð
verður við lýði en í tveim deildum
og þá efri skipa jafnmargir fulltrú-
ar frá hverju lýðveldi. Hún hefur
úrslitavald, greini deildiranr á.
Gorbatasjov verður yfirboðari her-
aflans.
Nýi sambandssáttmálinn á að
vera svo úr garð gerður að einstök-
um lýðveldum sé í sjálfsvald sett
að ákveða hvers eðlis og hversu
víðtæk aðild þeirra að nýja ríkja-
bandalaginu verði. Á vegum vænt-
anlegarar sambandsstjórnar er
Erlendtídindi
Magnús Torfi Ólafsson
gert ráð fyrir þrem meginmála-
flokkum: Landvörum, orkuöflun
og alríkissamgöngum.
Jafnhliða sambandssamningnum
á að ganga frá öðrum samningi um
efnahagssamvinnu. Hann á að
verða þannig sniðinn að lýðveldi
sem kjósa fullt sjálfstæði og hafna
aðild að nýja ríkjabandalaginu sjái
sér hag í aðild að honum. Þar er í
fyrsta lagi átt við Eystrasaltsríkin,
en Siljaév hefur látið í ljós von um
að þar geti myndast leið til að end-
urlífga viðskiptasambönd miili
fyrrverandi Sovétríkja og fyrrum
fylgiríkja þeirra í Austur-Evrópu.
Atvinnuvegir lýöveldanna sem
mynduðu Sovétríkin eru svo sam-
ofnir eftir langa miðstýringu að
öllum er nauðsyn til efnahagsbata
að leitast viö aö nýta við skilyrði
frjáls markaðar þá verkaskiptingu
og sérhæfingu, sem aldrei gat skil-
að eðlilegum afrakstri við afbökun-
ina sem miðstýringu fylgdi. Sérbú-
skapur hvers lýðveldis með tolleft-
irlit á landamærum er ekki raun-
hæfur kostur.
Sjálfstæðisyfirlýsingar Úkraínu,
Hvítarússlands og Asíulýðvelda í
lok valdaránstilraunarinnar bar
aldrei að taka bókstaflega. Öörum
þræði voru þær gerðar til að
tryggja þessum lýðveldum að full-
trúar þeirra sætu að minnsta kosti
formlega við sama borð og fulltrúar
Rússneska sambandslýðveldisins
við samningaumleitanir um þá
endurskipan sem allir sáu að hlaut
að fara í hönd.
En jafnframt voru sjálfstæðisyf-
iriýsingarnar gerðar til að efla
stöðu núverandi leiðtoga í þessum
lýðveldum gegn pólitískum keppi-
nautum. Kommúnistaflokkur Sov-
étríkjanna er horfmn úr sögunni,
en lýðveldaforsetarnir sem hér eiga
í hlut eru með tölu komnir úr röð-
um hans, hófust til valda með at-
beina hans og styðjast við valda-
kerfi lítt breytt frá því sem ríkti á
velmektardögum flokksins.
Þessir valdhafar eiga í meira eða
minna mæh í keppni og höggi við
þjóðernissinana og lýðræöissinna.
Ýmsir lýðræðissinnar hafa áhyggj-
ur af að í laustengdu ríkjabanda-
lagi geti hæglega farið svo að eins
flokks veldi ríki áfram undir
breyttum merkjum, að minnsta
kosti i Asíulýðveldum austan Kaz-
akhstans.
Armenia, Azerbajdzhan, Georgia
og Moldavía eru svo hvert um sig
sérstök saga. í Azerbajdzhan reyn-
ir gamla flokksveldið, sem fagnaði
valdaránstilrauninni, að sveipa um
sig fána þjóðemishyggju og haturs
á Armenum en beitir stjórnarand-
stöðu hörðu. Harka við stjórnar-
andstöðu og þjóðernisminnihluta
einkennir einnig stjórn þjóðernis-
sinna í Georgíu. Armenar virðast
vænta aukins liðsinnis gegn Azer-
um frá nýjum sambandsyfirvöld-
um. Moldavar segjast stefna að
sameiningu við Rúmeníu, en 36%
íbúa eru af öðrum þjóðernum og
hafa sagt sig úr lögum viö lýðveld-
ið.
Fyrirsjáanlegt er því að bráða-
birgðastjórnvöldin í Kreml fá í
fleiri horn að líta næstu mánuði en
að smíða máttarviði nýs ríkja-
bandalags. Og þá hefur aðeins ver-
ið litið á aðkallandi pólitísk við-
fangsefni sem sum hver eru þess
eðhs að þau geta tekið á sig mynd-
ir sem geta truflað framleiðslu og
flutninga í þágu annarra lýðvelda
og jafnvel kallað á aðgerðir til að
stilla til friðar, en reynslan hefur
sýnt að til slíks er sovéskt vopna-
vald ekki lipurt tæki.
En þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir
vöruskort og efnahagsöngþveiti
virtist gott hljóð í fulltrúum lýð-
ræðissinna sem létu til sín heyra
eftir að niðurstaöa Fulltrúaþings-
ins lá fyrir. Valdaránið var bælt
niöur með mætti boðskapar um
frelsi og lýðræði og nú hefur upp-
lausnarhættu verið afstýrt og
stjórn mála komið í nýjar skorður,
segja þeir.
Magnús Torfi Ólafsson
Míkhaíl Gorbatsjov forseti í lok síðasta fundar Fulltrúaþingsins, eftir aö það hafði endanlega samþykkt tillög-
ur hans og forseta lýðveldanna. Símamynd Reuter