Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991. DV Fréttir Dýrt aö sjá íslenska stafi 1 textavarpi Sjónvarpsins: Þ og ð kosta ekki undir 20 þúsundum - umboðsaðilar sjónvarpstækja vakna upp við vondan draum Þeir sem lesa texta textavarpsins verða fljótt varir við að íslensku bókstaf- ina þ, ð og ý vantar. Móttökutæki sjónvarpa fyrir textavarp skilja fæst is- lensku og sem stendur þýða úrbætur þar á, fyrir 2-3 ára gömul tæki, ekki minna en 20 þúsund króna verkstæðisreikning. DV-mynd GVA „Það er heilmikið mál að breyta móttökutækjum sjónvarpstækja fyr- ir textavarp þannig að áhorfendur sjái íslenska stafi. Þetta er því meira vandamál því eldri sem sjónvarps- tækin eru. Á þriggja ára tæki kostar það aldrei undir 20 þúsund krónum að fá íslensku stafina en mun minna á nýjustu og bestu tækjunum," sagði Jakob Kristinsson hjá verkstæði Heimilistækja í samtali við DV. Sjónvarpið mun hefja reglulegar útsendingar textavarps um mánaða- mótin, en textavarp sendir alis kyns upplýsingar til sjónvarpsáhorfenda á textaformi. Þúsundir sjónvarpstækja með sérstöku móttökutæki fyrir textavarp hafa verið seld hér á landi. Sá galh er hins vegar á gjöf Njarðar, fyrir utan örfá splunkuný tæki, að móttökutækið er miðað við alþjóð- legan staöai og sjást þvi ekki íslensk- ir stafir eins og þ og ö á skjánum. Eftir að tilraunaútsendingar texta- varps hófust á dögunum hefur sím- inn ekki þagnað hjá umboðsaðilum sjónvarpstækja. Hefur fólk kvartað yfir að sjá ekki íslenska stafi og vill fá leiðréttingu. í viðtali við nokkra umboðsaðila fyrir sjónvörp kom fram að verið væri að kanna hvort kippa megi þessu máli í liðinn. Af viðtölum þess- um aö dæma virðist óljóst hvenær það getur oröiö, hve mikið þaö mun kosta og hvort það muni borga sig yfir höfuð. Ef íslenskir staflr eiga að fást á skjáinn mun það kosta heim- sókn á verkstæði og veruleg fjárút- lát. Bókstafimir þ og ð eru dýrir en ý mun vera sérlega dýrt. Fyrir mjög góð tæki, Sem keypt eru í dag, ætti aðgerðin hins vegar ekki aö kosta kaupandann neitt. Stórfyrirtækið Philips er lang- stærsti framleiðandi móttökutækja í sjónvarpstæki fyrir textavarp í heiminum en ITT framleiðir einnig slík tæki. Fyrir nokkrum árum eyddi Philips fé í að gera ráð fyrir sérþörf- um vegna málasvæða og voru nauð- synlegar aðgerðir þá framkvæmdar í eitt skipti fyrir öll með önnur mál- svæði en ísland í huga. Alfreð Halldórsson, tæknifræðing- ur hjá Sjónvarpinu, sagði að seljend- ur hér þyrftu að segja framleiðand- anum eða dreifingaraðilanum er- lendis að tækin .eigi að fá íslenskt stafakerfi. Þeir aðilar gætu síðan snúið sér til framleiðenda móttöku- tækjanna er myndu síðan útvega „kubb“ fyrir íslenskt stafakerfi. „Ef fólk er að fá sér sjónvarp með möguleika fyrir textavarp og þvi er sagt að íslenskir stafir eigi að sjást á það að biðja um að fá að sjá þá. Til- raunaútsendingar okkar nú gefa mönnum kost á að leiðrétta stafsetn- inguna fyrir 30. september," sagði Alfreð. Fram kom hjá viðmælendum DV að ef fólki væru seld tæki í þeirri trú að íslenskir stafir kæmu í textavarpi en kæmu síðan ekki ætti það kröfu á áð.fá íslenska stafi.setta i tækin sér að.kostnaðarlausu. -hlh DV-mynd Reynir Innbyrti risalúðu á handfæri Reynir Traustason, DV, nateyri; Trausti Bjarnason á Nökkva ÍS setti heldur betur i þann stóra á dögunum þegar hann innbyrti stórlúðu sem hann fékk á hand- færi 25 sjómílur út af Barða. Það var þriggja tíma bamingur að ná lúöunni innfyrir og þurfti. Trausti að fá aöstoð félaga síns á næsta bát við að innbyröa fiskinn. Stórl- úðan reyndist vera 2,18 metrar á lengd og 140 kg þung. Það er ntjög sjaldgæft að svo stór fiskur náist á handfæri án þess þó að fullyrt sé að um fiins- dæmi sé að ræða. Þess má til gamans geta að sjómenn líta gjaman á það sem tákn um frjó- semi viðkomandi veiðimanns ef hann setur i lúðu; svo nú er bara að bíða og sjá hvað næsta framtíð ber í skauti sér fyrir Trausta á Nökkva. Þannig lítur likanið af Atlant- ique-hraðiestinni út. Frönsk vömkynning: Líkanaf hraðlest í Kringlunni Á franskri vörusýningu, sem verður í næstu viku í Kringl- unni, verður meðal annars komið fyrir líkani af TVG Atlantique- hraðlestinni fyrir framan Bóka- verslun Sigfúsar Eymundsson- ar. Vömkynning þessi er fjár- mögnuö af franska utanríkis- ráöuneytinu með aöild kaup- stefnudeildar útflutningsráðs Frakklands. Þá munu flest þau íslensk fyrirtæki, sem flytja inn franskar vömr, veröa með kynn- ingarbása. Einnig verður Alliance Fran- cais með bás þar sem hægt verður að skrá sig í námskeiö á vegum félagsins. -HK Gunnar Stefánsson við Pajero-jeppann sem hann keypti á föstudaginn í síðustu viku. Skemmdarvargar rispuðu bilinn eftir endilangri hliðinni með einhvers konar bitjárni að þvi er talið er. DV-mynd S Bifreið Gunnars Stefánssonar skemmd við Arahóla 4: Heitir 30 þúsundum þeim sem upplýsir málið - mikið um skemmdarverk á bílum í hverfinu „Það er slæmt að verða fyrir þessu. Ég keypti bílinn á fostudaginn í síö- ustu viku. Þetta er örugglega tíón upp á 150 þúsund krónur. I hverfinu hjá mér eru skemmdarverk á bílum tíð. Þar sem ég á heima, í Arahólum 4, hafa mjög margir bíleigendur orðið fyrir skemmdarverkum eins og þess- um. Þetta hefur líka verið við húsiö númer 2. Á sumum bílanna hafa báð- ar hliöamar verði skemmdar," sagöi Gunnar Stefánsson, eigandi Pajero- jeppa sem var rispaöur eftir endi- langri hliðinni aðfaranótt fimmtu- dagsins, greinilega meö einhvers konar bitjámi. „Ég heiti hverjum þeim 30 þúsund krónum sem getur gefið upplýsingar um hver þama var að verki. Það er mikilvægt að þetta upplýsist því það Erf itt að f inna annan skóla fyrir nemendur - segir skólastjóri Reykjanesskóla sem verður lokað er búinn að vera faraldur í gangi. Ég gæti trúað að um það bil annar hver bíll við húsið, sem ég bý í, hafi oröið fyrir svipuðu og þessu. Það lít- ur út fyrir að skemmdarvargarnir velji verðmætustu bílana úr. „Mözdu-drusla“, sem ég átti á undan þessum, var að minnsta kosti ekkert skemmd. Ég var að segja við konuna að kannski ætti maður bara aö kaupa sér Volkswagen-bjöllu og renna svo bara yfir hana með rúllu ef hún verö- ur rispuð," sagöi Gunnar Stefánsson. Hann hefur tilkynnt lögreglu um skemmdirnar á bílnum. Þeir sem geta gefiö upplýsingar um máliö eru beönir um að hafa samband við rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. -ÓTT „Það verður mjög erfitt að finna skóla sem getur tekið viö þeim sex nemendum í áttunda bekk sem sótt höfðu um skólavist. Reykjanesskóli var alfarið ríkisrekinn skóli og sá eini á svæðinu sem tók við nemend- um alls staðar að. Það eru reyndar margir heimavistarskólar á landinu fyrir áttunda bekk en þeir eru reknir af viökomandi sveitarfélögum, fyrir nemendur sveitarinnar. Níunda bekkjar nemendur, sem sótt höfðu um skólavist, geta komist að á Laug- arvatni en ekki allir þeir tólf sem sóttu um. Meiri möguleikar eru hins vegar fyrir nemendur tíunda bekkj- ar. Ég er að tilkynna foreldrum ákvörðun ráðherra núna og vinna aö því að leysa mál nemendanna," sagði Þorkell 'ngimarsson, skóla- stjóri Reykjanesskóla, í samtali við DY- Ákvörðun Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra að leggja Hér- aðsskólann í Reykjanesi við Isafjarð- ardjúp niður stendur óbreytt. Ráðnir höfðu verið tveir kennarar og einn skólastjóri að skólanum en á þriðja tug nemenda höfðu sótt um skólavist í vetur. Þorkell er jafnframt skóla- stjóri grunnskólans í Reykjanesi en kennararnir tveir eru atvinnulausir en á launum. Ólafur Amarson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, sagði að hægt yrði að finna önnur sambærileg störf fyrir kennarana, sem ráönir höfðu verið, eða semja um starfslok við þá. Hann sagði að kostnaður hlytist allt- af af lokun skóla en í þessu tilfelli væri hann ekki mikill. Umsjónar- maður húseigna er ráðinn allt árið og mun gæta húsanna. Matthías Bjarnason, þingmaöur Vestfirðinga, hefur harðlega gagn- rýnt ráðherrann og segir hann vega stórkostlega að byggð á Vestfjörðum með ákvöröun sinni. Ólafur vildi ekki tjá sig sérstaklega um þá hlið málsins en sagði einungis að byggða- mál heyrðu undir forsætisráðuneyt- ið. Hann útilokaði ekki að skólinn starfaðiánæstaári. -hlh Veiðiþjóf ar gripnir Lögreglan í Rangárvallasýslu hef- ur tvisvar með stuttu millibili gripiö veiðiþjófa sem höfðu komið neti fyrir i Rangá og Þórisvatni. Hringt var í lögregluna og henni tilkynnt aö tveir menn, sem til- heyrðu stærri hópi manna sem tók Rangá á leigu þennan dag, hefðu sett út net. Þeir voru færðir til yfir- heyrslu og eins þeir sem staðnir voru að verki viö Þórisvatn. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.