Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991.
á\
DV-myndbandalistinn
Islenska kvikmyndin Magnús, sem Þráinn Bertelsson leikstýrir, tekur
stórt stökk á listanum þessa vikuna. Á myndinni er Egill Ólafsson
en hann leikur titiihtutverkiö.
1 (1) The Rookie
2 (12) Magnús
3 (2) Almost an Angel
4 (5) Reversal of Fortune
5 (2) Memphis Belle
6 (4) Navy Seals
7 (■) Flight ot the Intruder
8 (-) Rocky 5
9 (-) Cover Up
10 (10) Child’s Play 2
11 (9) Fire Birds
12 (-) PumpuptheVolume
13 (6) Funny about Love
14 (8) Narrow Margin
15 (7) NeverEndingStoryll
★★★
Atvinnumorðingi á flótta
THIS GUN FOR HIRE
Útgefandi: ClC-myndbönd. .
Lelkstjóri: Lou Antonio.
Aöalhlutverk: Robert Wagner, Nancy
Everhard og Frederick Lehne.
Bandarísk, 1991 -sýningartimi 93min.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
This Gun For Hire er gerð eftir
klassískri sakamálasögu Grahams
Greene og hefur hún verið kvik-
mynduð tvisvar áður. Fyrst 1942,
Nen þá lék AJan Ladd hlutverk leigu-
morðingjans Raven, og síðan 1957
en leikstjóri að þeirri útgáfu, sem
nefndist Short Cut to Hell, var leik-
arinn þekkti, James Cagney. Þykir
sú fyrri mun betri. Nú hefur verið
gerð enn ein útgáfan af sögu þess-
ari og fer Robert Wagner með hlut-
verk atvinnumorðingjans. Það er
góö tilbreyting að sjá hann í bita-
stæðu hlutverki en á undanfórnum
árum hefur hann nánast eingöngu
leikið í misgóöum sjónvarpsseríum
og oftast í hlutverki væminnar
hetju. Hér sýnir Wagner að þegar
hann fær krefjandi hlutverk stend-
ur hann fyrir sínu.
í byrjun kynnumst viö atvinnu-
morðingjanum Raven við starf sitt.
Hann hefur verið fenginn til að
drepa, að því er honum er sagt,
glæpamann. Það er ekki fyrr en
hann er búinn að fremja morðið
að hann kemst að því að fórnar-
lambið er öldungadeildarþingmað-
ur sem hafði beitt sér fyrir miklum
umbótum í New Orleans þar sem
sagan gerist og var harður baráttu-
maður gegn spillingu í borginni.
Raven gerir sér fljótt grein fyrir að
hann er í mikilli hættu en getur
samt ekki fengið af sér aö drepa
eina vitniö sem er lítil stúlka í
hjólastól. Eins og gefur að skilja
sendir Iögreglan út allt sitt lið til
að hafa uppi á morðingjanum en
stúlkan hefur gofið greinargóða
lýsingu á honum. Raven er því
fljótlega eins og mús í gildru...
Af sjónvarpsmynd að vera er
This Gun For Hire í háum gæða-
flokki, virkilega spennandi og vel
leikin. Handritiö er einnig vel skrif-
aö. Það er helst í lokin aö leikstjór-
inn missir aðeins tökin á atburða-
rásinni en ekki það mikið að það
komi að sök.
-HK
★ Vz
Afturgengin
brúða
CHILD’S PLAY 2
Útgelandi: ClC-myndbönd.
Leikstjóri: John Lafia.
Aðalhlutverk: Alex Vincent, Jenny Ag-
utter og Gerrit Graham.
Bandarisk, 1990 - sýningartími 87 min.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Ekki vissi ég betur en að hin
morðóða dúkka, Chucky, hefði orð-
ið að engu í bardaganum við Andy
litla í Child’s Play en af einhverjum
ástæðum hefur henni verið tjöslað
saman svo hægt sé að gera Child’s
Play 2 og mjólka þar með hryllings-
þyrstan markaðinn.
Chucky er sem sagt kominn á
kreik aftur og er grimmari en
nokkru sinni fyrr auk þess sem
hann er farinn að tala mikið og
eigna sér ýmsa frasa sem þekkjast
úr kvikmyndum. Sem fyrr eltir
hann Andy vegna þess að hann var
sá fyrsti sem varð á vegi Chucky
eftir að sál flöldamorðingja hafði
komið sér fyrir í holóttum maga
brúðunnar, en eina leiðin fyrir sál
morðingjans til að koma sér yfir í
mannslíkama er í gegnum Andy...
í heild er Child’s Play ekki mikið
fyrir augað. Það er helst lokaatriðiö
í brúöuverksmiðjunni sem gerir
myndina þolanlega.
-HK
★ 'A I
★ */2
Þyrlurgegneitri
FIRE BIRDS
Útgefandi: Háskólabíó.
Leikstjóri: David Green.
Aðalhlutverk: Nicholas Cage, Tommy
Lee Jones og Sean Young.
Bandarisk, 1990 - sýningartimi 85 mín.
Leyfö öllum aldurshópum.
í byrjun Fire Birds fylgjumst við
með loftbardaga í Suður-Ameríku
milli herþyrlna og hefur þyrla eit-
urlyflasmyglaranna betur. Þessa
smán þolir bandaríski herinn ekki
og stofnar hersveit sem ætlað er
að fljúgja til Kólumbíu og herja á
eiturlyflasmyglurum. Inn í þennan
söguþráð fléttast svo rómantík, af-
brýðisemi og hugrekki, góð blanda
þegar vel er gert. Það er því miður
ekki raunin með Fire Birds.
Fire Birds skartar af góðum leik-
urum á borð við Nicholas Cage og
Tommy Lee Jones og þó þeir hafl
áður verið betri þá gera þeir hlut-
verkunum eins góð skil og hægt er
en Sean Young er alveg úti á þekju
í hlutverki þyrluflugmanns. Meira
að segja flugsenurnar eru ekki bet-
ur geröar en svo að manni finnst
ávallt að verið sé að sýna sama atr-
iöið. -HK
Óvinur númer 1
DILLINGER
Útgefandi: Steinar hf.
Lelkstjóri: Rupert Wainwright.
Aöalhlutverk: Mark Harmon, Sherlyn
Fenn og Will Patton.
Bandarísk, 1990 - sýnir.garfími 91 mln.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
Dillinger stendur undir nafni sem
spennumynd en er samt meingöll-
uö. Hún lýsir flórtán mánuðum í
lífi Johns Dillingers sem á sínum
tíma var óvinur númer 1 í Banda-
ríkjunum. Eins og tíðkast í mafíu-
myndum sem gerast eiga á flórða
áratugnum er vélbyssan í aðalhlut-
verki og áhorfandinn fær fretið í
henni á fimm mínútna fresti.
Reynt er að gefa til kynna að það
hafi nánast verið aðstæðurnar sem
skópu glæpakónginn en ekki hans
illa eðli enda segir myndin okkur
að hann hafl fyrst og fremst verið
bankaræningi en ekki moröingi.
Þessu á maöur dálítið erfltt með
að kyngja. Hvað um það, helsti galli
Diflinger er hversu áferðarfalleg
hún er. Maður hefur alltaf á tilfinn-
ingunni að allir þessir flallmyndar-
legu menn séu skólapiltar að leik í
sumarfríi en ekki kaldriflaðir ræn-
injar sem myrða „óvart“.
-HK
★★★
Mikil spenna í stóru húsi
Drake (Matthew Modine) og Patty (Melanie Griffith) fyrir framan húsið glæsilega.
PACIFIC HIGHTS
Útgefandi: Kvikmynd.
Leikstjóri: John Schlesinger.
Aöalhlutverk: Melanie Griffith, Matthew
Modine og Michael Keaton.
Bandarisk, 1990-sýningartimi 99 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Það er orðinn nokkuð langur tími
síðan John Schlesinger hefur leik-
stýrt spennumynd. Þessi ágæti
breski leikstjóri, sem á að baki ósk-
arsverðlaunamyndirnar Darling
og Midnight Cowboy, hefur áður
gert einn mjög góðan þriller, Mara-
thon Man og með Pacific Heights
sannar hann að fáir standa honum
á sporði í gerð slíkra niynda.
í Pacific Hights kynnumst við
ungu pari, Patty og Drake sem
ákveða að flárfesta í stóru húsi og
leigja síðan tvær íbúðir út til að
flármagna kaupin. Allt gengur vel
með aðra íbúðina sem japönsk hjón
leigja. Hin íbúðin er leigð Carter
Hayes sem er maður sem kemur
vel fyrir í fyrstu og býðst til að
borga fyrirfram.
Fljótlega fer þau þó að gruna að
ekki sé aflt sem sýnist með nýja
leigjandann. Peningarnir, sem áttu
að koma inn á reikning, koma ekki,
skipt er.um lás á hurðinni inn til
hans, dularfull hamarshögg heyr-
ast á nóttunni og fríður flokkur
kakkalakka gerir innrás úr íbúð-
inni til japönsku hjónanna sem fá
brátt nóg og flýja húsið. Þetta er
aðeins byrjunin á miklum óhugn-
aði sem Patty og Drake verða fyrir
í samskiptum sínum við Carter
Hayes.
Pacific Heights er virkilega
spennandi kvikmynd þar sem í
raun aðeins þrjár persónur skipta
máli, húsráðendur og leigjandi. í
allri spennunni kemur einnig fram
að sá sem leigir er langt í frá að
vera réttlaus gagnvart lögunum
þótt hann borgi ekki. Sést það með-
al annars þegar Drake lemur leigj-
anda sinn duglega, enda orðinn
taugahrúga á viðskiptunum við
hann, þá er það hann sém er dæmd-
ur og meira að segja gert að koma
ekki nálægt húseign sinni.
Það þekkja sjálfsagt flestir Mic-
hael Keaton sem gamanleikara
enda eru þekktustu kvikmyndir
hans, Batman og Beetlejuice, í létt-
ari kantinum, en þeir sem sáu hann
leika alkóhólistann í Clean and
Sober sáu að hann réð vel við lúð
alvarlega hlutverk og í Pacific
Heights nær hann mjög góðum tök-
■um á Carter Hays sem bæði getur
verið sjarmerandi og ótrúlega ill-
vígur. Melanie Griffith og Matthew
Modine komast einnig ágætlega frá
hlutverkum sínum.
-HK