Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 20
20
LÁÚGARDAÓUR 7. SEPTEMBRR 1991
Kvikmyndir
Endurholdgun
Líklega hafa fáir leikarar skotist
eins liratt upp á stjörnuhimininn
og Kenneth Branagh. Þessi þrítugi
írski leikari sló eftirminnilega í
gegn 1989 með leik sínum í kvik-
myndinni HENRY V, sem var
byggð á samnefndu verki Sha-
kespeare. Var honum líkt við Sir
Laurence Olivier þegar hann var
upp á sitt besta í myndum eins og
OTHELLO. En nú hefur Kenneth
Branagh aldeilis snúið við blaðinu
því nýlega var frumsýnd í Banda-
ríkjunum myndin DEAD AGAIN,
þar sem hann ekki aðeins leikur
eitt aðalhlutverkið heldur er einnig
titlaður leikstjóri. Til að kóróna
allt saman leikur síðan konan
hans, Emma Thompson, á móti
honum.
Það mætti helst líkja DEAD AGA-
IN við rómantíska morðsögu.
Myndin gerist bæði í nútíð sem
þátíð. Branagh leikur glaðlegan
leynilögreglumann í Los Angeles,
að nafni Mike Church, sem er ekki
allur þar sem hann er séður. Thom-
son leikur hins vegar konu sem
hefur misst minnið - man ekki
hvað hún heitir né hvaðan hún
er og hefur auk þess misst mál-
iö.
Church fær það hlutverk að finna
út hver sé þessi dularfulla kona,
sem hann nefnir í fyrstu Grace.
Grace fær slæmar martraðir á
nóttunni. Þær gerast um 1940 og
fjalla um hjónakornin Margaret,
frægan píanóleikara, og Þjóöverj-
ann Roman Strauss, heimsþekkt,
auðugt tónskáld og stjórnanda.
Strauss-hjónin eru einnig leikin af
þeim Branagh og Thompson. í mar-
tröðinni kemur fram að Strauss
myrti konu sína með skærum og
endaði ævi sína í rafmagnsstóln-
um.
Mike Church ákvaður að láta
dáleiða Grace til að komast að því
hver hún sé. Hann fær sér til hjálp-
Hér eru hjónakornin Kenneth Branagh og Emma Thompson.
ar Franklyn Madson, eiganda ant- draumur einn. Þau Margaret og
ikbúðar, sem virðist einnig vera Roman Strauss voru til í raunveru-
sérfræðinguríaðdáleiðafólk.Und- leikanum og svo virðist sem þau
ir dáleiðslunni kemur í ljós að hafl endurfæðst í líkömum þeirra
martröö Grace er meira heldur en Grace og Church.
Olík áhrif
Það má með sanni segja að Bra-
nagh hefði varla geta vahð sérstæð-
ara efni til að kvikmynda heldur
en söguþráöinn að DEAD AGAIN
sem stundum virðist vera í líkum
keim og kvikmyndin NAKED GUN.
En með Shakespeare-reynslu sína
að bakgrunni virðist Branagh hafa
átt auðvelt með að söðla um. Hann
tók til dæmis öll atriðin upp í
svart-hvítu sem áttu að hafa gerst
í þátíðinni og auðvitað í lit þau sem
gerðust í nútíðinni. Þetta gefur
myndinni ákveðinn ævintýralegan
blæ. Branagh hefur einnig gengið
í smiðju hjá mörgum þekktum leik-
stjórum því að í sumum atriðanna
kennir áhrifa meistara eins og Or-
son Wells úr myndinni CITIZEN
KANE, ásamt Hitchcock í myndum
á borð við SPELLBOUND,
REBECCA og DIAL M FOR MURD-
ER. Hann hefur ofið þessum atrið-
um svo vel inn í myndina að þau
virka örfandi frekar en truflandi á
áhorfendur. Einnig reynir Bra-
nagh líkt og Hitchcock að láta
áhorfendur ekki meira í té af upp-
lýsingum en nauðsynlegt er til að
halda þeim við efnið svo að myndin
missi ekki niður spennu.
Góðir dómar
DEAD AGAIN hefur hlotið góða
dóma og þykir bæði spennandi og
vel gerð. Myndin hefur verið aug-
lýst einum of mikið sem hryllings-
mynd því að í henni eru mörg atr-
iði sem eru grátlega fyndin. Meðal
þeirra sem koma fram í myndinni
í minni hlutverkum eru Robin
Williams sem leikur geðlækni sem
virðist vera sjálfur stórklikkaður.
Það sem gagnrýnendur hafa helst
kvartað undan er leikur eiginkonu
Branagh sem þeir segja að vanti
allan neista. Ástaratriði þeirra
hjóna eru litlaus og virka ósann-
færandi á áhorfendur. Það eru hins
vegar kvikmyndahúsagestir sem
hafa síðasta orðið og það er ekki
þar með sagt aö þeir séu á sama
máli en það mun skírast á næstu
mánuðum eftir frumsýningu.
Leikarinn og leik-
stjórinn Ron Howard
Þessa dagana er verið að sýna í
Laugarásbíói myndina Back Draft
sem hefur fengið nafnið Eldhugar
á íslensku. Hér verður ekki farið
nánar út í efnisþráðinn heldur þess
í stað fjallað nánar um leikstjóra
myndarinnar sem er Ron Howard.
Þeir sem sóttu unglingamyndir í
kvikmyndahúsunum á áratugnum
1970 til 1980 muna ef til vill eftir
rauðhærðum frekknóttum strák í
gallabuxúm og skrautlegum skyrt-
um. Þetta var Ron Howard, sem
meðal annars lék í myndunum
American Graffiti (1973), The Spik-
is Gang (1975) og The Shootist
(1976). Hann lék einnig í sjónvarps-
þáttaröðum eins og The Andy
Griffith Show (1960-1968), The
Smith Family (1971-1972) og svo
Happy Days (1974-1979). En það eru
færri sem vita að Ron Howard er
meðal virtustu leikstjóra Banda-
ríkjana þótt hann eigi ekki nema
átta myndir að baki ef ELDHUGAR
er talin með.
Beðið eftir tækifæri
Ron Howard leiddist aö leika
hlutverk sitt í Happy Days þar sem
hann lék á móti Henry Winkler. Á
þessum tíma vantaði konung „B“
myndanna, Roger Corman, ungan
leikara með þekkt andlit til að leika
í myndinni Eat My Dust. Howard
samþykkti þetta með þeim skilyrð-
um að hann fengi einhvern tíma
seinna að leikstýra mynd fyrir Cor-
man. Eat My Dust varð ein vinsæl-
asta myndin sem Corman hefur
gert og því leið ekki á löngu áður
en hann bauð Howard aö leika í
Umsjón
Baldur Hjaltason
og leikstýra mynd. Það var The
Grand Theft Auto (1977). Þetta var
bílamynd þar sem einir 5000 bílar
komu við sögu og flestir þeirra
löskuðust meira eða minna meðan
á myndinni stóð. Howard tók
myndina upp á einum mánuði með
lágmarkskostnaði. Þetta var í eina
og fyrsta sinn sem Ron Howard
leikstýrði sjálfum sér.
Ástfangin hafmeyja
The Grand Theft Auto gekk
þokkalega en samt sem áður var
ekkert kvikmyndaver tilbúið að
gefa þessum 23 ára leikara annað
tækifæri sem leikstjóri. Howard
setti því upp sitt eigið fyrirtæki og
hóf að leikstýra sjónvarpsþáttum.
Þaö var svo ekki fyrr en 1982 að
kvikmyndaframleiðandinn Alan
Ladd eldri ákvað að bjóða Howard
að leikstýra myndinni Night Shift.
í þessari mynd leikstýrði Howard
félaga sínum Henry Winkler úr
sjónvarpsþáttarööinni Happy Days
en þaö var samt sem áður Michael
Keaton sem sló ærlega í gegn í sinni
fyrstu kvikmynd.
Með Nightshift var ísinn brotinn
og 1984 gerði Howard líklega sína
bestu mynd sem var Splash þar
sem Tom Hank fellur fyrir haf-
meyju. Þessi mynd markaði einnig
ákveðin tímamót hjá Walt Disney
kvikmyndaverinu, sem framleiddi
myndina, því efni hennar gat varla
talist í stíl við stefnu Disney sem
fjölskyldumyndaframleiðandi.
Góður árangur
Til að fara hratt yfir sögu tókst
Howard að blanda einstaklega vel
saman vísindaskáldsögu og róman-
tík í myndinni Cocoon (1985).'Síöan
fylgdu á eftir myndirnar Gung Ho
(1986) og Willow (1988) sem voru
ágætis myndir þótt þær nytu ekki
mikilla vinsælda. Gung Ho fjallaði
um kosti og galla þess að reka
bandarískt fýrirtæki samkvæmt
japönsku stjórnunarmynstri með-
an Willow var ævintýramynd sem
framleidd var af lærimeistara
Howard, George Lucas.
Árið 1989 datt Howard aftur í
lukkupottinn með Parenthood þar
sem Steve Martin fór á kostum sem
Leikstjórinn og leikarinn Ron Howard.
fjölskyldufaðir. Nýjasta mynd Ron virtasti leikstjóri í Hollywood. Það
Howard er framleidd af hans eigin má því með sanni segja aö það hafi
fyrirtæki og allt bendir til þess aö ræst úr þessum rauðhæröa frekn-
hún verði vinsælasta myndin sem ótta strák sem kom fyrst fram í
hann hefur gert og mun án efa festa kvikmynd aðeins 9 ára gamall.
hann enn frekar í sessi sem einn Heistu heimiidir: Empire