Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991. 5 Fréttir Skolpræsið liggur alveg 1 Qöruborðinu 1 Sandgerði: Moka þarf reglu lega frá ræsinu OPIÐ LAUGARDAGA BlLDSHÖFÐA 20 112 REYKJAVlK - SlMI 91-681199 - FAX 91-673511 „Þaö þarf yfirleitt að moka frá skolpræsinu hérna eftir vont veður, sérstaklega eftir vestanátt, því þaö vantar verulega upp á að skolpræsið sé leitt nógu langt út í sjó,“ sagði Stefán Jón Bjarnason, bæjarstjóri í Sandgerði, í samtali við DV. „Skolplagnir hér eru alveg í stór- straumsfjöruborðinu þannig að á helstu fjörum koma þær hreinlega upp úr. En við erum ekkert að moka frá þessu langt uppi á landi, vélarnar eru á kafi í sjó. Viö erum fyrir opnu hafi hérna vestanmegin á nesinu og það berst því náttúrlega mikið af sandi og þara hingað með sjónum sem stíflar rás- irnar svo nauðsynlegt er aö verka frá þeim,“ sagði Stefán. Hann sagði að það stæði til að ráða bót á þessu en vildi ekki tímasetja það nákvæmlega. „Við erum að tala þarna um ein- hverja tuga eða hundraða milljóna framkvæmd í heildina svo það er ekki hægt að segja til um hvenær af henni verður. Við vorum með áætlanir um að byrja á þessu núna í ár, fara í hönn- un á útrásum og finna út hvernig við ætlum að leysa málið og það er nán- ast í þeim sporum núna. Þetta er nú samt forgangsverkefni hjá okkur því þetta er búiö aö bíða svo lengi og vandamáliö er sífellt að aukast með aukinni byggð.“ Aðspurður sagði Jóhann Sveins- son, sem gegnir starfi framkvæmda- stjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Suður- nesja, að ástandið væri einna verst í Sandgerði því skolpræsin koma hvergi annars staðar upp á yfirborð- ið þegar íjarar. „Þetta er vandamál sem við vitum vel af. Við höfum farið fram á það við sveitarstjórnina að gerðar verði úrbætur því við verðum náttúrlega að líta svo á að þetta sé heilsuspill- StjómLÍN: Ekkilántil starfsnáms „Það var samþykkt á fundi stjórnar LÍN síðastliðinn þriðjudag að fram- vegis muni sjóðurinn ekki veita lán ' til starfsnáms. Það er litiö á það sem starfsnám þegar um launað starf er að ræða og mánaðarlaunin sam- * kvæmt náms- eða starfssamningi eru hærri en grunnframfærsla sjóðsins," sagði Þórður Gunnar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, LÍN, í samtali viö DV. Þórður sagði að fulltrúar iðnnema hefðu mistúlkað þessa samþykkt í byrjun því á tíma var því haldið fram að allir iðn- og sérskólanemar væru út úr kerfinu en það væri ekki raun- in. Þórður sagði að þrátt fyrir þessa samþykkt væru allir iðnemar enn innan lánakerfisins því að ekki væri vitað um neinn iðnemataxta sem er hærri en grunnframfærsla sjóðsins. „Þannig að þetta eru í raun og veru bara læknar í sérnámi enn sem kom- ið er, þeir hafa ekki fengið lánað til r starfsnáms.“ Aðspurður um ástæðu þessarar samþykktar sagði Þórður að ef það j: ætti að fara að draga saman seghn þá væri mjög eðlilegt að taka þá að- ila út sem gætu bjargað sér. „Þaö er nú eiginlega hugmyndin að tína þá aðila út sem gætu verið án aðstoðar sjóðsins, fólk sem er á launum í námi og fólk sem er í mjög stuttu námi og gæti þess vegna fjár- magnað það sjálft," sagöi Þórður. -ingo andi fyrir íbúana. En við höfum þó Sandgerði, heldur á öllum Suður- ekki bara farið fram á úrbætur í nesjunum,“sagðiJóhann. -ingo SUBARU LEGACY 4WD FRÁBÆR FERÐABÍLL til afgreiðslu strax Subaru Legacy stallbakur Subaru Legacy skutbíll Búnaður í Subaru Legacy er m.a. • Sítengt fjórhjóladrif og hátt og lágt drif. • 16 ventla vélar, 1.8 eða 2.2L • 14 tommu felgur. Dekk: 14 x 185. • Sjálfstæð gormafjöðrun á hverju hjóli. • Fimm gíra handskipting eða 4ra gíra sjálfskipting. • Aflstýri og veltistýri. • Samlæsing í hurðum og afturhlera. • Rafdrifnar rúður með öryggislæsingum. • Rafdrifnir speglar. • Höfuðpúðar á aftursætum. • Upphituð afturrúða með rúðuþurrku og sprautu. • Þvottasprautur á ökuljósum. • Aflhemlar, diskabremsur. „Hill holder" samtenging bremsu og kúplingar í brekku • Útvarpsloftnet og hátalarar í hurðum. • Hæðarstilling ökuljósa í mælaborði. Aktu ekki út í óvissuna. - Aktu á Subaru. Subaru er náttúrukær. Ingvar Helgason ht Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.