Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991. Afmæli Ömólfur Thorlacius Örnólfur Thorlacius, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Bjarmalandi 7, Reykjavik, verður sextugur mánudaginn 9. september. Starfsferill Örnólfur er fæddur i Reykjavík og ólst þar upp. Hann var stúdent 1951 frá MR. Var við nám í náttúrufræði í Háskólanum í Lundi 1952-1959 og fil. kand. 1960. Aðstoðarkennari við háskólann 1955-1960. Tók próf í upp- eldis- og kennslufræði við HÍ1967. var við framhaldsnám í kennslu- fræði við Edinborgarháskola 1974- 1975. Diploma in Education 1975. Örnólfur var stundakennari í MR 1959-1960. Kenndi við MR1960-1967, við MH1967-1980, deildarstjóri í lif- fræði þar 1972-1976. Örnólfur hefur verið rektor Menntaskólans við Hamrahlíð frá 1980. Hann var námsstjóri i líffræði við barna- og gagnfræðaskóla 1971-74, í landsprófsnefnd 1968-1973. í Nátt- úruverndarnefnd. síðar Umhverfis- málaráði Reykjavíkur 1970-1982. Varaformaður stjórnar raunvís- indadeildar Vísindasjóðs 1978-1987 ogí Námsgagnastjórn frá 1979-1987. Örnólfur hefur gefið út nokkrar kennslubækur og kennsluleiðbein- ingar í líffræði, erfðafræði og efna- fræði. Auk þessa hefur hann þýtt fjöldann allan af fræðibókum og barnabókum. Örnólfur var ritstjóri Náttúrufræðingsins 1966-1967. Hann hefur haft umsjón með ísl. útgáfu nokkurra þýddra bóka og bókaflokka. meðal annars Fjöl- fræðibóka AB. Heimsmetabókar Guinness og Heimsstyrjaldarinnar 1939-1945. Fjölskylda Örnólfur er kvæntur Rannveigu Tryggvadóttur. f. 25.11.1926. þýð- anda. Foreldrar hennar voru Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður og Herdís Ásgeirsdóttir. Fyrri kona Örnólfs var Guðný Ella Sigurðardóttir kennari. f. 4.5.1931, hún lést 1983. Börn Örnólfs og Guðnýjar eru: Sigurður. f. 10.5.1953. dr. í tauga- lækningum. kennirvið HÍ. kvæntur Sif Eiríksdóttur þroskaþjálfa. þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö börn; Arngrímur, f. 17.9.1956, efna- fræðingur, búsettur í Reykjavík, hann á þrjú börn; Birgir, f. 28.3.1958, lyfjafræðingur, kvæntur Rósu Jóns- dótturmatvælafræðingi, þau eru. búsett í Reykjavík og eiga fjögur börn; Lárus f. 27.1.1964. dr. í eðlis- fræði, er í rannsóknarstöðu við Standford-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum, kvæntur Þóru Árnadótturjarðeðlisfræðingi. Systkini Örnólfs eru Kristín Rannveig. f. 30.3.1933. kennari, gift Rögnvaldi Finnbogasyni presti, þau eru búsett á Staðarstað á Snæfells- nesi; Hrafnkell.22.1.1937. arkitekt, kvæntur Kristinu Bjarndóttur, meinatækni; Hállveig, f. 30.8.1939, brúðuleikari og kennari, gift Ragn- ari Arnalds. fyrrv. ráðherra, þau eru búsett í Reykjavík; Kristján, 30.10.1941, kennari. kvænturÁsdísi Kristinsdóttur kennara, þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Örnólfs voru Sigurður Thorlacius, f. 4.7.1900, d. 17.8.1945, skólastjóri. og kona hans, Áslaug Kristjánsdóttir.f. 21.11.1911, ritari. Ætt Faðir Sigurðar var Ólafur Thorlac- ius, læknir á Búlandsnesi, Jónsson- ar, prests í Saurbæ í Eyjafirði, Ein- arssonar Thorlacius, prests þar, en móðir Jóns var Margrét Jónsdóttir, systir Álfheiðar, langömmu þeirra Einars Guðfinnssonar, útgerðar- manns í Bolungarvík, Helga Hálf- danarsonar leikritaþýðanda, Helga Tómassonar, yfirlæknis á Klepps- spítala. föður Ragnhildar, fyrrv. al- þingismanns, og Þórhildar, móður Sigurðar Líndal prófessors. Móðir Sigurðar var Ragnhildur dóttir Péturs Eggerz, kaupmanns í Akureyjum á Breiðafirði, systir Sig- urðar Eggerz ráðherra, föður Péturs Eggerz sendiherra. Aðrar systur Ragnhildar voru Arndís, langamma Þorbjarnar Broddasonar, lektors viðHÍ. Bræður Sigurðar eru Erlingur Thorlacius ökukennari, Birgir Thorlacius, fyrrv. ráðuneytisstjóri og Kristján Thorlacius, fyrrv. for- maöur BSRB. Foreldrar Áslaugar voru Kristján, bóndi á Fremstafelli í Kinn, Suður- Örnólfur Thorlacius. Þing., Jónssonar, bónda á Hriflu í Ljósavatnshr.. Kristjánssonar, og kona hans, Rósa Guðlaugsdóttir. bónda í Fremstafelli, Ásmundsson- ar. Systkini Áslaugar eru J ónas Kristjánsson, prófessor við lieim- spekideild HI og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, og Helga Kristjánsdóttir skólastjóri og Rannveig Kristjánsdóttir, móðir Heimis Pálssonar. Örnólfur og Rannveig taka á móti gestum á heimili sínu, Bjarmalandi 7, í dag milli klukkan 16-19. Ingunn S. Guðmunds- dóttir Ingunn S. Guðmundsdóttir. Álf- hólsvegi 52. Kópavogi. verður átta- tiu og fimm ára sunnudaginn 8. september Ingunn og eiginmaöur hennar. Guðjón E. Long. taka á móti gestum á afmælisdaginn í Víkingasal Hótel Loftleiða frá kl. 15.00 til 18.00. Ingunn S. Guðmundsdóttir. Til hamingju med afmælið 7. september 85 ára 40 ára Bjarni Guðmundsson, Heiöargerði 104,ReykjavíIí. Bry njar Þór Hafdal, Heiöargarði 22, Keflavík. Unnur Baldvinsdóttir, Eyjabakka 13, Reykjavík. Helga Sigurjónsdóttir, Sundabakka 10, Stykkishólmi. Gerður Sveinsdóttir, Sogavegi 192, Reykjavík. Jens Pétur Jensen, Hlíðargötu 15, Fáskrúösfirði. Guðrún Jónina Karlsdóttir, Bragavöllum 6, Keflavík. Guðmunda Ólöf Jónsdóttir, 70ára Steinþóra Níelsdóttir, Reykjavíkurvegi 7B, Hafharfirði. 50 ára Miðsandi, Strandarhreppi. Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Víðimel 65, Reykjavík. Jakob Sigtryggsson, Borgarbraut 9, Grundarfirði. Björg R. Sigurðardóttir, Bollagörðum 13, Seltjarnarnesi. Friðbjörg Óskarsdóttir, Melgerði 30, Kópavogi. ArnarSkúlason, Þuríðarbraut 7, Bolungarvík. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 DV GRLÆNI SÍMINN -talandi dæmi um þjónustu! Halldór Hákonarson Halldór Hákonarson, háseti á Kol- beinsey ÞH10 frá Húsavík, Garðars- braut 67. Húsavík, verður fertugur á morgun. Fjölskylda Halldór kvæntist 23.12.1980 Önnu Björgu Stefánsdóttur, f. 16.7.1957, húsmóður, frá Reykjavík. Foreldrar hennar eru Stefán Aðalbjörnsson og Sigurlaug Guömundsdóttir, hún er látin. Börn Halldórs og Önnu Bjargar eru: Einar Daði Halldórsson, f. 20.10. 1980; Eyþór Mar Halldórsson, f. 3. 11.1983. Anna Björg átti eina dóttur fyrir hjónaband, Eygló Sif Sigurðar- dóttur, f. 21.9.1974. Systkini Halldórs eru: Ingibjörg Hákonardóttir, gift Gunnari J. Magnússv ni, þau-eru búsett á Húsa- vík og eiga einn son; Sigurður A. Hákonarson, kvæntur Ruth Jóns- dóttur, þau eru búsett á Húsavík og eiga tvö börn; Aðalheiöur L. Hákon- ardóttir, gift Val Sigurðssyni, þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvo syni; Sigurbjörn Kristján Hákonar- son, ókvæntur og barnlaus, búsett- ur á Húsavík. Foreldrar Halldórs: Hákon Aðal- steinsson frá ísólfsstöðum á Tjör- nesi, f. 14.4.1921, d. 26.9.1961, sjó- maður, og Guðbjörg Sigurðardóttir, frá Borgarfirði eystra, f. 3.4.1922, húsmóðir. Þau bjuggu allan sinn búskap á Húsavík þar sem Guðbjörg býr enn. Halldór Hákonarson. Páll Ámason Páll Árnason. Páll Árnason, vinnur við járn- smíðar, Smárabraut 8, Höfn, er sjö- tugurídag. Starfsferill Páll er fæddur og uppalinn að Set- bergi í Hornafirði, A-Skaftafells- sýslu. Hann lauk hefðbundinni barnaskólamenntun. Páll fór ungur að vinna á sjó en hóf störf hjá íslenskum aðalverk- tökum árið 1962 og vinnur þar enn. Fjölskylda Páll er ógiftur og barnlaus. Bræður Páls eru Ari Árnason, bóndi á Setbergi í Hornafirði, kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur, og Helgi Árnason, búsettur á Höfn í Hornafirði, kvæntur Jóhönnu Þor- varðardóttur og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Páls voru Árni Pálsson bóndi og Helga Pálsdóttir. Þau eru bæði látin. Þau bjuggu allan sinn búskap á Setbergi í Hornafirði. Jón Bjömsson Jón Björnsson húsasmíðameist- ari, Teigaseli 5, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Hann og kona hans, María Alexandersdóttir, sigla nú með skemmtiferðaskipinu Sover- eign of the Seas til eyjanna í Karíba- hafi. Jón Björnsson. Guðbjörg Jóns- dóttir Guðbjörg Jónsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík, verður níutíu og fimm ára mánudaginn 9. september. Guðbjörg tekur á móti gestum á afmælisdaginn í safnaöarheimili Bústaðakirkju milli klukkan 17.00 og 20.00. Snorri Jónsson Snorri Jónsson, Sunnubraut 15, l Snorri tekur á móti gestum í fé- Akranesi, verður sextíu og fimm ára lagsheimilinu Miðgaröi, Innri Akra- mánudaginn 9. september. | neshreppi, í dag eftir klukkan 20.00. Guðlaug Sigurjónsdóttir Guðlaug Siguijónsdóttir húsmóö- i Guðlaugtekurámótigestumí ir, Ránargötu2, Ákureyri, verður Lóni við Hrísalund á sunnudaginn, áttræö á mánudaginn, 9. september. | 8. september, klukkan 15.00-18.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.