Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991. Þýskukennsla fyrir börn, 7-13 ára, verður í Hlíðaskóla í vetur. Innrit- un fer fram laugardaginn 14. september kl. 10-12. Germanía ----------------------------------\ ÚTBOÐ Kjalvegur um Gullfoss Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn- ingu 2,0 km kafla á Kjalvegi um Gullfoss i Ár- nessýslu. Fyllingar og burðarlag T3.000 m3. Verki skal að fullu lokið 15. júni 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Borgartúni 5 (aðalgjaldkera), Reykjavik, frá og með 9. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 16. september 1991. Vegamálastjóri AUSTURSTRÆTI PÓSTHÚSSTRÆTI HAFNARSTRÆTI LÆKJARGATA AFGREIÐSLA ft’ •» »’ BLAÐ BURDARFÓLK á öfáiÆ*w tddAA A Srk <• ÞVERHOLTI 11 t t t SIMI 27022 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Siðumúla 39 -108 Reykjavik - Sími 678500 - Fax 686270 ÞROSKAÞJÁLFI - MEÐFERÐARFULLTRÚI Matgæðingur vikunnar Búlgarskur kjöt- réttur fyrir bömin „Þennan rétt bý ég til fyrir börnin og það er aldrei afgang- ur,“ sagði Jónas Bjömsson, trommuleikari og matgæðingur vikunnar. Hann vildi ekki viðurkenna að hann væri sér- fræðingur í eldhúsinu en sagðist þó oft hjálpa til við matseld- ina. Jónas á fjögur börn á aldrinum frá 3ja ára upp í átján og þá er gott að kunna að elda eithvað sem þeim líkar. Jón- as staðhæfir að þessi réttur klikki aldrei. „Þetta er vinsæl- asti réttur heimilisins þó agalegt sé að viðurkenna það fyr- ir þjóðinni," sagði Jónas. Rétturinn hljóðar svona: 4 grófar brauðsneiðar 400 g nautahakk 4 sneiðar skinka 4 msk. tómatsósa 4 sneiðar paprika sinnepsslettu laumað í season all og aromat eftir smekk 4 egg - sletta af mjólk rifmn ostur Rífið brauðið smátt og setjið í eldfast mót. Bleytið í brauö- inu með tómatsósunni og laumið sinnepi út í. Steikið nauta- hakkið og setjið skinkuna og paprikuna út í ásamt krydd- inu. Hrærið saman eggjunum og mjólkinni í glasi, hellið á pönnu og hrærið í (hrærð egg). Setjið eggin og hakkið yfir brauðið og þekið með osti. Bakist í ofni þar til osturinn er bráðnaður. Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati. Jónas sagðist hafa haft gaman af því að verða fyrir áskor- un en ekki trúað Eiríki Víkingssyni í fyrstu er hann sagð- ist ætla að skora á hann. „Ég hélt hann væri að spauga í fyrstu og trúði þessu ekki fyrr en ég sá þetta í blaðinu," sagði hann. Þar sem Jónas var staddur á Árskógsströnd að spila um síðustu helgi fékk hann heitar vöfílur með súkkulaðisósu og rjóma. Þetta sagðist hann aldrei hafa smakkað fyrr en verið hið mesta lostæti. Vöfflur með súkkulaði og ijóma er vinsæl fæða á Árskógaströnd og Jónas vildi mæla með henni í eftirrétt með búlgarska réttinum. Og að lokum sagð- ist Jónas ætla að skora á Jón Ólafsson, bassaleikara í hljóm- sveit Rúnars Þórs, að verða næsti matgæðingur. „Það er svo gaman að gefa honum að borða.“ -ELA Jónas Björnsson, trommuleikari og matgæðing- ur vikunnar, ásamt syni sínum, Atla. DV-mynd GVA Hinhliðin Fjölskylduheimili fatlaöra barna, Akurgerði 20, óskar eftir að ráða þroskaþjálfa og meðferðarfulltrúa. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með fötluðum börnum. Um er að ræða 90% starf, dag-, kvöld- og helgarvaktir, og 35% starf við seinniparts- vaktir. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 681311 og 21682. Umsóknarfrestur er til 20. sept- ember nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. HREINLÆTISTÆKIÁ GÓÐU VERÐI Sértilboð: Salerni með þrýstihnapp og harðri setu + vegghandlaug, 55x43,5 + baðker, 170x73, super (extra þykkt) Allt þetta á kr. 29.900,- Auk þess baðinnrétting með 25% afslætti VATNSVIRKINN Ármúla 21, símar 686455 - 685966 Skemmtilegast að borða ís - segir sterkasti maður f slands Sigurvegari í kraftakeppninni Sterkasti maður íslands, sem hald- in var um síöastliðna helgi, varð Magnús Ver Magnússon aflrauna- maður. Magnús starfar hjá stál- húsgagnafyrirtækinu Bíró-Steinar hf. Helsta áhugamál Magnúsar er „að taka á“. Hann kveðst ekki þurfa að þeita kröftunum í vinn- unni meira en aðrir starfsmenn en geri það þeim mun meir í frístund- um. Magnúsi hefur verið boöið að taka þátt í keppninni um sterkasta mann heims sem haldin verður á Tenerife í byijun október. Undir- búningur fyrir þá keppni er þegar hafinn og kveðst Magnús hafa litið á keppnina um sterkasta mann ís- lands sem góða æfingu. Fullt nafn: Magnús Ver Magnús- son. Fæðingardagur og ár: 23. apríl 1963. Maki: Lilja Bjamþórsdóttir. Börn: Maríanna, þriggja ára. Bifreið: Toyota Camry, árgerð 1985. Starf: Ég smíða stálhúsgögn hjá Bíró-Steinum hf. í Kópavogi. Laun: Ég veit það nú ekki almenni- lega. Áhugamál: Aö taka á því. Hef jafn- framt áhuga á íþróttum almennt. Fer einstaka sinnum á völlinn og hendi með strákunum. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Fjórar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að þoröa ís. Magnús Ver Magnússon. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að hlusta á mjög drukkið fólk. Uppáhaldsmatur: Grillaður kjúkl- ingur og pastaréttir. Uppáhaldsdrykkur: Próteindrykk- urinn Infinity. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ég hef mesta trú á Pétri Guðmundssyni kúlu- varpara. Uppáhaldstimarit: Power Lifting USA. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Anna Margrét Jónsdóttir sem varö fegurðardrottning íslands 1987. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Whitney Houston. Uppáhaldsleikari: Stephen Seagal. Uppáhaldsleikkona: Kim Basinger. Uppáhaldssöngvari: Whitney Ho- uston. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Það kemur enginn sérstakur upp í hug- ann. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Viggó viðutan. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlutlaus. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM. Uppáhaldsútvarpsmaður: Gunn- laugur Helgason. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég held að það sé nokk- urn veginn jafnt. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Gaukur á Stöng. Uppáhaldsfélag í íþróttum? ÚÍA. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að veröa besti afl- raunamaður heims. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég dvaldist í sumarbústað í Borgar- firði og fór svo austur á land og keppti. Ég keppti einnig í Skotlandi og Kanada þar sem mér gekk bara nokkuðvel. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.