Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991.
15
Jónog
séra
Jón
Vikan sem leið fór að mestu í að
fylgjast með skondinni togstreitu
innan stjórnarliðsins um skóla-
gjöld. Fjölmiðlar brugðu upp svip-
myndum af náttlöngum fundum og
íbyggnum ráðherrum sem ýmist
voru búnir að höggva á hnútinn
eða herða hann og svo var að skilja
að fjárlagafrumvarpið stæði og félli
með því hvort veslings námsfólkið
greiddi skólagjöld til að rétta fjár-
hag ríkisins við. Reyndar haföi
ætlunin verið að hafa námsmenn í
samfloti með sjúklingum en
sjúkrahúsagjöldin „duttu“ þó
snemma út af borði ráðherranna
vegna þess að lasið fólk á spítulum
er ekki beinlínis árennilegustu
fórnarlömb innheimtumanna þótt
þau liggi óneitanlega vel við höggi,
varnarlaus á sjúkrabeðunum.
En skólagjöldin voru lífseigari í
fjárlagarammanum og það var
greinilega einlægur ásetningur
ráðamanna þjóðarinnar að koma
því máh í höfn. Meira að segja tók
formaður Alþýðuflokksins það sér-
staklega að sér að reka þessa gjald-
töku ofan í kokið á sínum eigin
flokksmönnum sem hafa í sakleysi
sínu staðið í þeirri trú að jafnaðar-
stefnan gengi út á það að nám og
menntun væru ókeypis mannrétt-
indi. Eitthvað gekk sá erindrekstur
treglega fyrir sig, enda þarf víst
meira en eitt haustkvöld til að
koma gömlum krötum í skilning
um þá fijálshyggju að skólagangan
eigi að ráðast af efnahag.
Og það eru fleiri en blessaðir
kratarnir sem hafa alist upp i þeirri
barnatrú að skattar væru til þess
að standa undir grundvaharþörf-
um velferðarinnar, heilsugæslu og
menntakerfl. Meira að segja gah-
harðir sjálfstæðismenn hafa veriö
svo vitlausir að halda að nemendur
þurfi ekki að borga með sér þegar
þeir setjast á skólabekk. Sú tíund
sé greidd með sköttunum.
Sú skoðun heyrðist að vísu aldrei
opinberlega úr hópi þeirra sjálf-
stæðismanna sem sitja á þingi en
það er sjálfsagt vegna þess að þing-
flokkurinn telur sig bera meiri
ábyrgð á sjóðum hins opinbera
heldur en sjóðum heimilanna.
Enda er nýjasta kenningin sú að
skattar og þjónustugjöld séu sitt
hvað. Samkvæmt þeirri kenningu
ætlar ríkisstjómin að leggja þrjá
milljarða króna á þjóðina í nýjum
álögum sem ekki teljast skattar.
Þar á meðal er það orðið hey í þeim
harðindum að nemendur séu ekki
of góðir að borga fyrir þann lúxus
að setjast á skólabekk.
Magalending
En einmitt þegar deilan hjá kröt-
unum stóð sem hæst og eldglæring-
arnar stóðu út úr henni Jóhönnu
af heilagri reiði mætti sjálfur for-
maðurinn í flokknum hennar og
lýsti þvi yfir að tilgangurinn með
skólagjaldahugmyndinni væri sá
að lækka skólagjöldin! Ríkið ætlaði
sem sé að innheimta hundraö millj-
ón krónum minna í ár en það gerði
í fyrra.
í fyrstu hélt maöur að þetta væri
grín. Var ekki ríkisstjórnin aö
leggja til að skólagjöld væru inn-
heimt til að auka tekjur ríkissjóðs?
Var ekki gamla kratagengið á móti
skólagjöldum af því að þau myndu
leggjast þungt á nemendur? Og svo
kom allt í einu í ljós að báðir aðilar
höfðu háð þessa rimmu með öfug-
um formerkjum. Skólagjöldin
höfðu verið innheimt án þess að
menn tækju eftir því og ríkisstjórn-
in ætlaði meira að segja að lækka
þau. Mótmælendur setti hljóða og
máhð rann í gegn.
Þetta er ein sérkennilegasta
magalending sem maður hefur orö-
ið vitni að í pólitíkinni.
Niðurstaða málsins er sú að ríkið
ætlar að innheimta skólagjald -
átta þúsund krónur á framhalds-
skólanema og sautján þúsund á
háskólanema. Það er sagt að sú
innheimta sé svipuð og í fyrra. En
þá er ekki gert ráð fyrir að þetta
fé renni að neinu leyti til nemenda-
félaga eða félagsstarfs innan skól-
ans sem þýðir að nokkur þúsund
krónur munu bætast við gjaldtöku
skólanna á hvem nemenda.
Það sem skiptir mestu máli í
þessu sambandi er hins vegar sú
staðreynd að skólagjöld til reksturs
skólanna hafa verið ákveðin og það
jafnvel þótt vafasamt sé að laga-
heimild sé fyrir þeirri gjaldtöku.
Hér er það ekki upphæðin sem öllu
skiptir heldur prinsippið. Öllum er
ljóst að skattur, þjónustugjald eða
hvaða nöfnum sem það nefnist tek-
ur hækkunum frá ári til árs. Áður
en við vitum af eru skólagjöld kom-
in í þær stærðargráður að um þau
munar. „Þá geta þau orðið veruleg
hindrun fyrir efnaminni náms-
menn og barnmargar fjölskyldur,"
sagði nýkjörinn rektor Háskólans
þegar hann tók við embættinu.
Salernisþjónustu-
gjöld
Það er auðvitað söguleg stund
þegar íslendingar stíga það skref
að krefja nemendur um aðgangs-
eyri að skólum. Þá verður skammt
í það að ungt fólk hverfur frá námi
af því að það telur sig ekki hafa
efni á því. Og þá verður skammt í
það að Háskóli íslands veröi einka-
skóli hinna ríku.
Það er varla við því að búast að
þingmenn, sem aðhyllast frjáls-
hyggjuskoðanir, amist við þgssari
Laugardags-
pistill
Ellert B. Schram
stefnubreytingu, en ekki átti mað-
ur von á því að kratarnir í Alþýðu-
flokknum og skoðanabræður mínir
í Sjálfstæðisflokknum kyngdu
þessum mannréttindum með jafn-
góðri lyst. Jóhanna Sigurðardóttir
hætti meira að segja að vera reið
og verslaði undir lokin með skóla-
gjöldin til aö fá eitthvað annað í
staðinn sem er svo mikiö leyndó
að hún getur ekki einu sinni sagt
frá því sjálf.
Þetta írafár með þjónustugjöldin
smitar út frá sér. Nefnd, sem hefur
það gamansama verkefni að leysa
fortíðarvanda, hefur skilað áhti um
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar sit-
ur í forsæti Hreinn Loftsson, að-
stoðarmaður forsætisráðherra,
sem ég man ekki betur en hafi ver-
ið aðstoðarmaður fyrir annan ráð-
herra þegar flugstöðin var byggð.
Það er vitaskuld ekki hægt annað
en dást að þeirri hugvitssemi að
setja þá menn í vandamálanefndir
sem sátu á valdastólum þegar
vandamálin urðu til.
Þessi nefnd vill leysa fortíðar-
vandann á Keflavíkurflugvelli með
því að hækka lendingargjöld,
hækka flugvallarskatt, hækka inn-
ritunargjöld og taka þjónustugjöld
af bílastæðunum í kringum flug-
stöðina.
Fólk ræður því auðvitað sjálft
hvort það vill feröast og fljúga til
og frá Keflavíkurflugvelli og þess
vegna heita þetta þjónustugjöld en
ekki skattar og brátt kemur aö því
að ahs kyns fortíðarvandi hér og
hvar í umhverfmu neyðir stjórn-
völd til að setja þjónustugjald á há.
sem leyfa sér að skreppa á salern-
ið! Fólk ræður því jú hvort þaö
gengur örna sinna eða ekki.
Menningar-
fulltrúinn
Af öðrum athyglisverðum frétt-
um vikunnar er mér ennþá ofar-
lega í huga fréttatilkynningin úr
utanríkisráðuneytinu að kunnur
stuðmaður, að nafni Jakob Frí-
mann Magnússon, hefði verið ráö-
inn sem menningarfulltrúi íslend-
inga með aðsetri í London. Þetta
mun splunkunýtt embætti og kost-
ar ekki nema nokkur hundruð
skólagjöld. Fréttin birtist um sama
leyti og ríkisstjórnin var í miðjum
niðurskurðarumræðum sínum og
væri svo sem ekki í frásögur fær-
andi nema sem háðsmerki ef annað
kæmi ekki til.
Ef ég man rétt gekk þessi sami
Jakob í Alþýðuflökkinn fyrir
nokkrum misserum og stóð sig vel
sem veislustjóri á kosningaböllum
í vor. Einhvers staðar hef ég líka
séð aö kona hans hyggur á söng-
nám í London í vetur og næstu
árin. Þetta hefur svona flogiö fyrir
af því að sífellt er venð að skýra
frá æviferli þekktra íslendinga í
poppinu og skemmtibransanum.
Mikið ansans ári var það
skemmtileg tilviljun að Jakob
skyldi akkúrat vera genginn í Al-
þýðuflokkinn þegar ráða þurfti
menningarfulltrúa til utanfarar.
Mikil slembilukka er það að hann
skyldi vera á lausu, einmitt þegar
konan hans er á förum til útlanda,
og það hlýtur að vera mesta tilvilj-
unin ahra tilviljana að kona Jakobs
skuh einmitt vera að læra í Lon-
don, á nákvæmlega sama stað og
Jakob gegnir starfi sínu sem menn-
ingarfulltrúi. Svona getur lánið
stundum leikið við sumt frægt fólk
meðan aðrir óbreyttir verða að bíta
í það súra epli að sitja uppi með
skólagjöld og námslán og jafnvel
konulausir meðan á náminu stend-
ur. Það borgar sig stundum að
ganga í flokka. Nú, eöa eiga góða
að. Það er munur á Jóni og séra
Jóni.
Sovétúrsögunni
En víkjum að öðru. Sögulegustu
tíðindi vikunnar eru sá heimssögu-
legi atburður austur í Moskvu að
Sovétríkin eru lögð niður. Og það
með handauppréttingu. Hver
skyldi hafa trúaö því? Hver átti von
á því að lifa þann atburð? Ekki ég.
Þetta er verk Gorbatsjovs öörum
fremur. Hann leysti Sovétríkin úr
álögum. Kannski eru dagar hans
senn taldir sem forseta. Kannski
er hlutverki hans lokið. En eftir
stendur sá minnisvarði að það var
hann sem leysti fólkið úr læðingi,
stóð fyrir perestrojku og glasnost,
gaf leppríkjunum frelsi, samdi um
afvopnun, bauð harðlínumönnun-
um birginn. Gorbatsjov er minn
maður.
Stundum hefur hann verið gagn-
rýndur fyrir að vera beggja handa
járn. Hann tvísté, talaði tungum
tveim og valdi sjálfur til æöstu
embætta þá menn sem síöan sviku
hann í valdaráninu.
En eftir á að hyggja er manni
spurn hvort skipbrot kommúnism-
ans hafi nokkru sinni verið mögu-
legt nema með því að róa á báðar
hendur; nema með því að leika einn
leik í einu og fara bil beggja. Sjáið
þið skriðdrekana á götunum, sjáið
þið hagsmunina sem eru í húfi þegr
ar lítil klíka tekur þann kostinn að
hrifsa völdin og skjóta sig ella. Og
tókuð þiö eftir heiftinni í augunum
á almúganum þegar Vcddaráns-
mennirnir og forsprakkar komm-
únista voru leiddir í gegnum mann-
þröngina? Mér kom franska stjórn-
arbyltingin í hug þegar skríllinn
gekk berserksgang og leiddi yfir-
stéttina á höggstokkinn við
trumbuslátt og fagnaðarlæti. Það
var sams konar hugur í fólkinu í
Moskvu þegar það sá yfirstétt sína
síðastliðin sjötíu ár ganga niður-
lúta á móts viö örlög sín.
Vonandi hefjast engar nornaveið-
ar í Sovétríkjunum. Það gleðileg-
asta og manneskjulegasta við
breytingarnar í Austur-Evrópu er
sú staðreynd að fyrrum kommún-
istaforingjar eru látnir eiga sig.
Þeir eru látnir eiga sína skömm í
friði. Enda þarf lýðræðið ekki á
neinni hefnd að halda. Það sem
skiptir máli fyrir fólkið austur þar
er framtíðin. Ekki fortíðin. Hún er
að baki og kemur aldrei aftur. Fort-
íðarvandinn tilheyrir fortiðinni.
Ellert B. Schram