Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 44
56 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991. Myndgáta dv Andlát Helga Finnbogadóttir lést á sjúkrahús- inu í Neskaupstað 5. september. Gunngeir Pétursson, Alfheimum 68, lést í Borgarspítalanum 5. septemb- er. Páll Pálsson, fyrrum bóndi í Efri-Vík, lést á Hjúkrunarheimili aldraðra á Kirkjubæjarklaustri fimmtudaginn 5. september. Guðbrandur Bjarnason, Engihlíð, Hofshreppi, lést af slysförum þann 5. september. Óttar Hermann Guðlaugsson andað- ist þann 3. september. Messur Árbæjarkirkja. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11 árdegis. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. Áskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Jakob Hallgrimsson. Bæna- guðsþjónusta með altarisgöngu þriðju- dag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Ein- söngur Guðrún Jónsdóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Ólafur Jóhannsson. Eyrarbakki. Gaulvetjabæjarkirkja. Messa kl. 14.00. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Guðsþjónusta kl. 11. Sungnir verða sálmar úr nýrri sálmabók kirkjunnar. Organisti Krist- jana Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson. Frikirkjan i Reykjavík. Guösþjónusta kl. 14.00. Miðvikudagur 11. sept.: Morgun- andakt kl. 7.30. Orgelleikari Violeta Smid. Kirkjan er opin í hádeginu virka daga. Cecil Haraldsson. Grafarvogssókn. Guðsþjónusta í Félags- miðstöðinni Fjörgyn kl. 11 árdegis. Org- anisti Sigríður Jónsdóttir. Séra Vigfús Þór Ámason. Grensáskirkja. Messa kl. 11. Organisti Ámi Arinbjamarson. Sr. Halldór S. Gröndal. Fyrirbænir eftir messu. Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 14. Ath. breyttan tíma. Organisti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Ragn- ar Fjalar Lámsson. Þriðjudagur: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Sr. Arn- grímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrir- bænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Hjallasókn. Messa kl. 11 í Kópavogs- kirkju. Prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. Sóknarprestur. Kefiavíkurkirkja. Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Láms Halldórsson tekur viö störfum sóknarprests í Keflavík í ársleyfl sr. Ól- afs Odds Jónssonar. Kór Keflavikur- kirkju syngur. Organisti Einar Örn Ein- arsson. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Organisti. Guð- mundur Gilsson. Landspitalinn. Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Ólafur W. Finnsson. Kór Langhoitskirkju syngur. Molasopi að guðsþjónustu lokinni. Laugarneskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Organisti | Ronald V. Tumer. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Fimmtudagur: Kyrrð- arstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Orgel og kórstjóm Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudagur: Bæna- messa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Ólafsvallakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Seljakirkja. Laugardagur: Guðsþjónusta i Seljahlið 11. Sunnudagur: Kvöldguðs- þjónusta kl. 20.30. Organisti Kjartan Sig- uijónsson. Molakaffi eftir guösþjón- ustuna. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja. Messa kl. 11. Org- anisti Þóra Guðmundsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Viðeyjarkirkja. Messa kl. 14. Dómkör-inn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. Tapað fundið Fjallahjól fannst Blátt og hvitt fjallahjól fannst á Lang- holtsvegi. Upplýsingar í sima 30053. Hjól hvarf úr Norðurmýri Grænt Trek Jazz Voltage hjól hvarf fyrir ca hálfum mánuði úr Norðurmýrinni. Upplýsingar í síma 13373rFundarlaun. Margrét Jónsdóttir með sýningu í Ásmundarsal Margrét Jónsdóttir leirlistakona opnar aðra einkasýningu sína í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, í dag, 7. september kl. 14. TiXkyimingar Félag eldri borgara Dansað í Goðheimum, Sigtúni 3, á sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Gerðubergi Mánudag 9. sept. F.h. fótsnyrting og hár- greiðsla, kl. 12 hádegishressing, e.h. spil- að og spjallað, kl. 15 kaffi. Upplýsingar í síma 79020. Kattavinafélagið Minnir fólk, sem tapar eða fmnur ketti, á að hafa samband við Kattholt í síma 672909. Golfmót Golfklúbbs Kópavogs Fyrsta golfmót Golfklúbbs Kópavogs verður haldiö sunnudaginn 6. september á Vífllsstaðavelli í Garðabæ. Vífllsstaða- völlur er heimavöllur klúbbsins til bráðabirgða þar til Fossvogsvöllur tekur til starfa. Golfmótið er forgjafarmót, tveir karlaflokkar, forgjöf minni en 18 og for- gjöf 18 og hærri, og kvennaflokkur. Veitt verðcT verðlarm í öllum flokkum og ein fyrir besta skor. Einnig verða veitt verð- laun fyrir að vera næst holu á einhverri braut. Skuldlausir þátttakendur skrái sig í síma 41544 fimmtudag og fóstudag kl. 19-22. Ræst verður út frá kl. 9. Þátttöku- gjald er kr. 1200. Laugardaginn 7. sept- ember er leyft án endurgjalda að æfa sig og kynnast vellinum. Veitingasala er í golfskálanum. íslenska lestrarfélagið í tilefni af degi læsis, hinn 8. september, hafa félagar íslenska lestrarfélagsins tek- ið höndum saman við ráðamenn Kringl- unnar og Borgarkringlunnar í Reykjavik og laugardaginn 7. september verður ungum gestum í þessum verslunarmið- stöðvum boðið að hvíla sig á erli og amstri dagsins og hlusta á sögulestur í tjaldi milli Kringlanna sem og í mynd- bandaherbergi Hagkaups frá kl. 11-14. Margir kunnir leikarar hafa gerst sjálf- boðaliðar og munu ásamt félögum úr ís- lenska lestrarfélaginu minna á að önnur tómstundariðja getur verið miklu hollari og jafnvel skemmtilegri en myndbönd og tölvuleikir. Eitt af markmiðum félagsins er að minna á hve nauðsynlegur lestur er fyrir málþroska einstaklinganna og þá um leið að halda á loft þeirri stað- reynd að málþroska ungra barna fleygir fram ef lesið er fyrir þau. í stjórn ís- lenska lestrarfélagsins eru Guðmundur B. Kristmundsson (formaöur), Erna Ámadóttir, Heimir Pálsson, Ingibjörg B. Frímannsdóttir og Jónína Friðfinnsdótt- ir. Námstefna fyrir þjálfara, leiðbeinendur og áhugafólk um íþróttir kvenna Nefnd ÍSÍ, sem vinnur að umbótum í kvennaíþróttum, gengst fyrir námstefnu fyrir þjálfara, leiðbeinendur og áhugafólk um íþróttir kvenna laugardaginn 7. sept- ember í Garðaskóla, Garöabæ, og hefst hún kl. 10. Yfirskrift námstefnunnar er „Sérkenni kvenna með tilliti til þjálfunar og keppni í íþróttum" og er gert ráð fyrir að hún höfði sérstaklega til leiðbeinenda, þjálfara og væntanlegra þjálfara íþrótta- kvenna, svo og annars áhugafólks um íþróttir kvenna. Námstefnan verður í fyrirlestraformi með fyrirspurnum eftir hvern fyrirlestur. Námstefnustjóri verð- ur Þórdís Gísladóttir íþróttafræðingur en fyrirlesarar verða auk hennar dr. Ingi- mai- Jónsson, Svandís Siguröardóttir sjúkraþjálfari, Martha Emsdóttir sjúkra- þjálfari, Þráinn Hafsteinsson íþrótta- fræðingur, íris Grönfeldt íþróttafræöing- ur, Birgir Guðjónsson læknir og Jóhann Gunnarsson sálfræðingur. Margrét lauk námi frá Kunsthandværk- erskolen í Kolding árið 1984 og hefur starfað á Akureyri síðan. Sýningin í Ás- mundarsal er opin alla daga kl. 14-18 til sunnudagsins 15. september. Flóamarkaður FEF Félag einstæðra foreldra verður meö flóamarkaði í Skeljahelli, Skeljanesi 6, alla laugardaga í september kl. 14-17. Mikið af yfirhöfnum, úlpum, skrautmim- um, bókum og myndum. Einnig gamalt orgel. Leið 5 gengur að húsinu. Sýningar Myndlistarsýning í SPRON Sunnudaginn 8. september kl. 14 mun Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis o_pna myndlistarsýningu í útibúinu að Alfabakka 14, Breiðholti. Sýnd verða verk eftir Torfa Jónsson. Sýningin er sölusýning og mun standa yfir til 15. nóv- ember nk. og verður opin frá mánudegi til fóstudags kl. kl. 9.15-16. Hjónaband Þann 6. júlí vom gefin saman í hjónaband af séra Ragnari Fjalar Lámssyni Þor- björg Steinarsdóttir og Pétur Ágústs- son. Heimili þeima er að Laugavegi 82. Ljósm. Sigr. Bachmann. Þann 6. júlí vom gefin saman í hjónaband í Stöövarfjarðarkirkju af séra Gunnlaugi Stefánssyni Kristjana Jóhannesdóttir og Páll Grétar Steingrimsson. Heimih þeima er aö Álftamýri 34. Ljósm. Sigr. Bachmann. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitin með tónleika í Seltjarnarneskirkju Á laugardag kl. 15 gengst Sinfóníuhljóm- sveit Islands fyrir tónleikum í Seltjarnar- neskirkju þar sem strengjahljóðfæraleik- arar hljómsveitarinnar munu leika tvö verk og slagverksdeildin eitt. Þessir tón- leikar em í framhaldi af eins konar upp- hitunamámskeiði fyrir hljóðfæraleikar- ana sem nú stendur yfir 1 Seltjamarnes- kirkju, Háskólabíói og húsnæði Félags íslenskra hljómlistarmanna og allar deildir hljómsveitarinnar taka þátt í. Leiðbeinendur á námskeiði með blásur- unum er Juhus Baker, sem lauk starfs- ferh sínum sem fyrsti flautuleikari Fíl- harmóníusveitar New York borgar árið 1983, Graham Johnes slagverksleikari og Leon Spierer, fyrsti konsertmeistari Fh- harmóníusveitar Berlínar. Píanótónleikar í Árbæjarsafni Hafliði Jónsson píanóleikari heldur tón- leika í Dillonshúsi sunnudaginn 8. sept- ember kl. 15-16.30. Leikur hann tónhst frá stríðsárunum og ámnum þar í kring en í Árbæjarsafni er nú einmitt stór sýn- ing sem gerir skh mannlífi stríðsáranna. Auk tónleikanna verður á sunnudagseft- irmiðdaginnlummubakstur í Árbænum, harmóníkuleikur (Karl Jónatansson), krambúöin verður opin, gullborinn verð- ur ræstur o.s.frv. (Athugið breyttan opn- unrtíma Árbæjarsafns. í september er aðeins opið um helgar). Ferðalög Útivist um helgina Sunnudagur 8. sept KI. 10.30 Póstgangan, 18. áfangi Á sunnudag lýkur fyrri hluta Póstgöngu Útivistar, en gengin hefur verið í 18 áfóngum leiöin sem Sigvaldi Sæmvmds- son, fyrsti fastráðni landpósturinn, fór gangandi í sinni fyrstu póstferð 1785, suð- ur með sjó og austur í sveitir að sýslu- mannssetri Rangæinga að Móeiðarhvoh. í þessum 18. áfanga Póstgöngunnar verð- ur gengin, í fylgd með staðfróðum Rangæingum, þjóðleiðin frá Vetleifs- holtshverfi um Bjólu, Odda og að Móeið- arhvoli. Þar lýkur þessum hluta Póst- göngunnar á viðeigandi hátt. Ferjað verð- ur yfir Rangámar á gömlum feijustöðum með aðstoð björgunarsveitarinnar Da- grenningar á Hvolsvelh. Göngukortin verða stimpluð á pósthúsinu á Hvolsvelh. Kl. 10.30 kræklingaferð Þetta er þriðja náttúrunytjaferð Útivistar í ár og verður að þessu sinni fariö í krækl-' ingafjöru í Hvalfirði á stórstraumsfjöru. Ath.: Ferðin kl. 13 fellur niður. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 8. sept. 1. Kl. 10 Botnssúlur (1095 m). Gengið frá Svartagih í Þingvahasveit. 2. Kl. 10 Gagnheiði - Hvalvatn - Botns- dalur. Gengið frá Svartagih um Gagnheiði fligg- ur mihi Ármannsfells og Botnssúlna) að Hvalvatni og síðan niður í Botnsdal. 3. Kl. 13 fjöruf'erö fjölskyldunnar að Fossá i Hvalfirði. Gengiö meðfram ströndinni í Hvítanes. Hugað að lífríki fjörunnar. Kjörin fjölskylduferð. 4. Kl. 13 Botnsdalur - Glymur. Gengið frá Stóra-Botni í Hvalfirði, vestan Botns- ár, að hæsta fossi landsins, Glym (198 m). Verð í ferðimar er kr. 1.100. Frítt fyrir böm í fylgd fuhorðinna. 5. Kl. 13 100 ára afmæli brúar á Ölf- usá/ökuferð. Ekiö að Selfossi og fylgst með dagskrá v/Ölfusbrú. Minjasýning í Tryggvaskála skoðuð. Ekið til baka um Stokkseyri og Eyrarbakka, Óseyrarbrú og Þrengslin. Brottfór í aUar ferðirnar er frá Umferðarmiðstööinni, austanmeg- in. Farmiðar við bfi. Frítt fyrir böm í fylgd fúUorðinna. 7.-8. sept.: Helgarferð til Þórsmerkur (2 dagar). Gönguferðir um Mörkina. Notaleg gistiaðstaða í Skagfjörðsskála. Þórsmörkin er aUtaf aðlaðandi fyrir nátt- úmunnendur. Brottfor kl. 08 laugardag. 6. -8. sept. Jökulheimar - Heljargjá - Hraunsvötn. Nokkur sæti laus. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands -gangbrautagerð út í Engey Sjálfboðahðar óskast tíl að lagfæra göngubraut meðfram ströndinni um- hverfis Engey og að rústum bæjanna. Fólk verði vel klætt og hafi með sér nesti. Ferðin mun taka 3-4 tíma. Farið verður frá Grófarbryggju við feijulægi Akraborgar. Áætlað er að gera þetta næstu laugardaga þegar aðstæður leyfa. Nánari upplýsingar og skráning hjá Nátt- úruvemdarfélagi Suðvesturlands í síma 15800 eða Hafnarhúsinu að vestanverðu virka daga kl. 17-l£j.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.