Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991.
55
Sviðsljós
Lagakrókar á Stöð 2:
Handritið skrifað fyrir okkur
- segja hjónin Jill Eikenberry og Michael Tucker
„Lífið er of stutt til að eyða því í rifrildi," segja hjónin i Lagakrókum sem
eru lika hjón í raunveruleikanum.
Jill Eikenberry og Michael Tucker
eru hjón bæði í alvörunni og í sjón-
varpsþáttunum Lagakrókar sem
sýndir eru á sunnudagskvöldum á
Stöð 2. Þau kynntust árið 1970 í
Washington þar sem þau voru bæði
sviðsleikarar. „Það leið ekki langur
tími þar til ég varð yfir mig ástfangin
af Michael," segir Jill. „Hann var
klókur, hlýr og skemmtilegur," segir
hún ennfremur. Jill Eikenberry er
43ja ára leikkona sem leikur Ann
Kelsey í Lagakrókum. Michael er 45
ára og leikur Stuart í sömu þáttum.
„Ég var kvæntur þegar við kynnt-
umst og Jill hafði engan áhuga á að
heíja ástarsamband við giftan mann.
Hins vegar óx ást okkar hvors á öðru
og undan henni var ekki hægt að
hlaupa,“ segir Michael. Hann skildi
við eiginkonu sína skömmu síðar en
þá var dóttir þeirra, Alison, átján
mánaða gömul.
„Ég hafði auðvitað samviskubit en
það nagaði mig þó ekki,“ segir
Michael sem síðar fékk foreldrarétt-
inn yfir barninu. Árið 1971 ílutti
hann ásamt Jill og Alison til New
York þar sem þau hófu nýtt fjöl-
skyldulíf.
„Það var ekkert sérstaklega auð-
velt að fá hlutverk. Þegar JUl loksins
fékk hlutverk settist ég niður viö
skriftir. Þetta var erfitt tímabil. Mig
langaði alltaf að leika og varð hálf-
afbrýðisamur út í Jill vegna vel-
gengni hennar. Erfiðleikarnir urðu
mér þungbærir og sálarhfið fór í
rúst. Það endaði með að ég leitaði til
sálfræðings," segir Michael.
Nokkrum árum siðar fékk Michael
hlutverk. Hann var t.d. með í tveim-
ur Woody Allen myndum og lék á
móti Richard Dreyfuss og Danny
DeVito í Thin Men. Á þeim tíma gekk
Jill mjög vel og lék á móti Dudley
Moore í myndinni Arthur. Loks kom
tilboðið um að leika í Lagakrókum.
Jill og Michael með soninn Max.
Michael hefur lengi haft minnimátt-
arkennd yfir hæð sinni en segist
vera kominn yfir það núna.
„Lagakrókar var frábært tilboö
fyrir okkur bæöi. Leikstjórinn var
góðvinur Michaels og hlutverkin
voru skrifuð fyrir okkur. Við fluttum
frá New York til Los Angeles og
frægðin kom samhliða hjá okkur
báðum. Þaö var heppilegt því við
urðum miklu hamingjusamari en
áöur og fundum loks okkur sjálf,“
segir Jill.
Jill er einkabarn foreldra sinna og
ílutti með þeim á hverju ári í átta ár.
Foreldrarnir skildu þegar hún var
fimmtán ára. Michael átti öðruvísi
æsku. Hann er einn íjórtán systkina
sem ólust upp á öruggu og skemmti-
legu heimili.
„Þegar við byrjuðum að leika í
Lagakrókum var heimilislífið ósköp
venjulegt hjá okkur. Viö eignuðumst
soninn Max og Alison bjó hjá okkur.
Hjónabandið var mjög tryggt og ör-
uggt,“ segir Michael. En ógæfan
knúði dyra á þeim bænum...
„Alison var hélt naumlega lífí eftir
bílslys þegar hún var þrettán ára.
Hún var á ferðalagi á írlandi með
móður sinni. Við fengum að vita um
slysið símleiðis og tókum fyrstu flug
þangað. Næstum hvert bein í líkama
hennar var brotið og hún lá meðvit-
undarlaus í þrjá daga. Þaö var hræði-
legt,“ segir Jill.
Michael tekur undir og segir: „Ég
sat viö rúmstokkinn hjá henni allan
tímann. Þegar hún loks rankaði við
sér hafði ég gefið upp alla von að hún
myndi lifa af. Það ér eiginlega ekki
fyrr en nú, fimm árum síðar, sem
hún hefur náð sér fullkomnlega."
Stuttu eftir að þetta gerðist fékk
Jill að vita að hún væri með brjósta-
krabbamein. „Líf mitt varð að einu
helvíti vegna lífhræðslu. Ég var
hrædd við að deyja frá Michael. Ali-
son og Max. Ég svaf ekki á næturn-
ar.“
Jill kom sér í samband við tvo
krabbameinssérfræðinga. Annar
vildi taka af henni brjóstiö, hinn vildi
ijarlægja æxlið úr brjóstinu. Jill
valdi síðari kostinn og þurfti að
ganga í gegnum mjög erfitt tímabil
með geislameðferð. Framleiðandi
Lagakróka heimtaði að hún léki i
þáttunum þrátt fyrir veikindin.
„Ætli starfið hafi ekki bjargaö mér,“
segir Jill núna. Þegar ég er spurð
núna um ráð handa krabbaineins-
sjúklingum, segi ég alltaf: Gefstu
aldrei upp. Þar sem ég gat náð mér
hljóta aðrir líka að geta það. Fjöl-
skyldan studdi mig mjög mikið og
það skiptir miklu máli fyrir sjúkl-
inga. Við Alison gengum báðar í
gegnum mjög erfið veikindi en í dag
erum við báðar alveg heilbrigðar."
Þeim hjónum líkar vel að leika í
Lagakrókum þó vissulega hafi margt
verið skrýtið í fyrstunni þegar þau
áttu ekki aö þekkjast í þáttunum. Þau
segjast þó ekki vera lík þeim persón-
um sem þau leika nema að litlu leyti.
„Michael er mjög glaður yfir að hann
skuli ekki vera notaður sem „lítill
skrýtinn karl“ í Lagakrókum eins og
í bíómyndum áður,“ segir Jill. „Ég
var orðinn leiður á því hlutverki,“
segir hann. „Það var ekki mjög upp-
örvandi enda hafði ég minnimáttar-
kennd vegna smæðar minnar. Þó ég
hafi aldrei vænst Róberts Redford
hlutverks þá fæ ég betri tilboð núna
en áður.“
Jill segir að það hafi stundum farið
í taugarnar á honum þegar fólk kall-
aði á þau: „Er þetta Mjallhvít og„
dvergurinn?“ og auk þess hafi hann
beðið hana að ganga ekki á háhaeluð-
um skóm í fyrstu þáttunum."
„Ætli hlutverk mitt í Lagakrókum
hafi ekki hjálpað mér að komast yfir
minnimáttarkenndina," segir Mic-
hael. Þau hjónin segjast sjaldan ríf-
ast enda sé lífið of stutt til að standa
í illdeilum. „Hjón eiga að vera ham-
ingjusöm saman."
Meiming
Menningarafrek
... aldrei verða Spörtumeyjar siðlát fljóð;
þær steðja burt með ungum mönnum erlendum
og iðka við þá spretthlaup jafnt sem glímubrögð
með lærin ber og beltislausa serkina
(761 Andró- makka).
Það eru margar ástæður fyrir því að Helgi
Hálfdanarson er meistaraþýðandi á bundið
mál. Ein er sú að hann er betur að sér en
flestir í íslenskum kveðskap. Raunar hefur
hann íslenska ljóðhefð svo vel á valdi sínu
að hann nýtir sér oft fegurstu stílbrögð mis-
munandi skálda en heldur þó fullkomlega
sjálfstæði sínu sem skapandi textasmiður. í
grísku harmleikjunum má sjá bregða fyrir
stíl í líkingu við þann sem kemur fyrir í verk-
um Hallgríms Péturssonar: „Saffran kyrtill
á sandinn féll“ (15 Agamemnon); Jóhanns
Jónssonar: „viti firrtur æðir frá morði til
morðs" (901 Herakles); höfundar Hávamála:
„Orðstír góðan, sem aldrei deyr/óflekkuð
sæmd sér löngum getur“ (524 Ífígenía í Áhs)
og „hans afrek er launað orðstír góðum/sem
aldrei deyr“ (882 Herakles); Steins Steinars:
„ég sem er aðeins ómur af rödd,/dapur skuggi
í draumi nætur“ (876 Herakles); Jónasar
Hallgrímssonar: „Þér var kastað í kletta-
skor/klóbeittum loftsins her til bráðar,“ (1127
íon) og Einars Benediktssonar:
hann slítur sín höft, ef hann vaknar, og borg-
ina brýtur
vegur sinn föður, og hásalnum hrindir i rúst
(901 Herakles)
Grískir harmleikir
Varðveist hefur 31 grískur harmleikur og
einn púkaleikur, Jötunninn, sem er eftir
Evrípídes. 7 leikritanna eru eftir Æskílos,
sem var fyrst uppi af höfundunum þrem.
Þekktasta verk Æskílosar er þríleikurinn
Oresteia: Agamemnon, Sátta- fóm og Holl-
vættir. 7 leikritanna eru eftir Sófókles og eru
Þebu-leikir hans þekktastir: Ödípús konung-
ur, Ödípús í Kólónos og Antígóna. 17 harm-
leikir hafa varðveist eftir Evrípídes sem var
yngstur snillinganna þriggja.
Öll þessi verk hefur Helgi Hálfdanarson
þýtt og auk þess skrifar hann skýringar á
þeim aðstæðum sem leiða til atburðanna sem
sagt er frá í verkunum. í bókinni Grískir
harmleikir er einnig að finna nafnalista með
stuttum skýringum sem eru afar gagnlegar.
Bók þessi er einhver sú eigulegasta sem fram
hefur komið síðan Biblían var þýdd á ís-
lensku og þýðingar Helga á leikritum Sha-
kespeares komu fram. Sérhvert heimili sem
kallast vill menningarheimili verður að hafa
þessa bók í safni sínu.
Hetjur og ást
Hugmyndafræðin í grísku harmleikjunum
byggist m.a. á hetjudýrkun. En hetjan er
ekki endilega sá sem sterkastur er að vöðva-
afli, heldur gjarnan sá sem hefur mestan
greindarstyrk. Stundum eru lýsingarnar í
leikritunum á hugmyndafræðinni svo meitl-
aðar að þær mynda málshætti: „betur dugir
bragðvís tunga en harðskeytt afl“ (470 Fílokt-
etes).
Sæmdin og stoltið leika stórt hlutverk í
bókmenntaverkum um hetjur eins og við
þekkjum úr íslendingasögunum. í Börnum
Heraklesar minnir samband Evrisþeifs og
Alkmenu á aðstæðurnar sem ríktu á milli
Hallgerðar langbrókar og Gunnars á Hlíðar-
enda. Evrisþeifur segir: „Seint mun ég, kona,
fara að smjaðra fyrir þér/til þess að lifa leng-
ur... “ (937).
Hetju- og höfðingjasiðfræði elur af sér þá
tegund ástar sem snúist getur í andhverfu
sína, hatur ef á móti blæs. Medea er eitt
mesta haturs- eða ástarverk sem skrifaö hef-
ur veriö. Kórinn þar segir: „Alls óslökkvandi
og ægilegt er hatur það/sem kviknar þar sem
kulnað hefur ástar glóð“ (984). Hatrið er árás-
argjörn birting vonbrigða en vonbrigðin geta
líka birst á innhverfari hátt eins og í Antíg-
ónu: „Hvað getur valdið dýpri sárum en sú
ást sem snýst til fæöar“ (336).
En hvað er ást? Það hefur vafist fyrir
Bókmenntir
Árni Blandon
mönnum að svara því á einfaldan og endan-
legan máta. Eitt af skilyrðunum fyrir sannri
ást er það að báðir aðilar elski því ef aðeins
annar aðilinn gerir það er um ástsýki að
ræða sem getur brotist út í sjúklegu hatri
eins og hjá Medeu. Því segir um ástina í
Trójudætrum: „Ást lifir ekki lengur en hún
mætir tryggð" (984).
Gallar
Þýðingar Helga Hálfdanarsonar á grísku
harmleikjunum eru mikið menningarafrek.
í svo vönduðum texta er því afar hvimleitt
að rekast oft á prentpúkann og í raun mikil
móðgun við snilld og elju þýðandans sem
hefur unnið sjaldgæft og ómetanlegt krafta-
verk. Það verður hins vegar ekki sagt um
prófarkalesarana sem unnu þó miklu léttara
verk. Þaö er leiðinlegt til að vita aö í u.þ.b.
þriðja hverjum harmleik skuh vera prent-
skyssur: „afdrifþeirra“ (26 Agamemnon);
„glundi“ (537 Ífigenía í ÁUs); „all hér innan
húss“ (616 Hekúba) „þú mundu" (773 And-
rómakka); „langt úr í bláan“ (818 Helena).
Feitletraðar línur hafa læðst inn í eina örk-
ma (673, 680, 697, 704, Órestes); ljóðUnutaln-
ing hefur skroppið inn að textanum á bls.
168 (Persar) og á tveimur stöðum á bls. 127
(Meyjar í nauðum). Verst er þó Ífígenía í
Táris leikin af prófarkalesara: „mit starf‘,
„vð öldurnar" (724, 741) og smáletur bagar
eina setningu (736). í Andrómökku er öfugt
brotastrik í stað hornklofaopnunar (756).
Auk þess er klaufalegt að Evrisþeifur, sem
svo er kallaður í Heraklesi og Börnum Her-
aklesar, skuli kallaður Efrisþeifur í nafna-
lista (1190).
Mikil leiðindi eru að því að hafa pappírinn
í bókinni svo þunnan að prentið á bakhlið
hverrar síðu sést í gegn. Útgefendur þurfa
að taka stefnu sína í stórbókaflóði til ræki-
legrar endurskoðunar ef þeir vilja kenna
nafn sitt við menningu.
Ljóðlist
Eðli sínu samkvæmt eru leikrit að stórum
hluta til byggð upp á samtölum. Grísku
harmleikirnir hafa sérstööu að því leyti til
að í þeim er kór og þar fær ljóðlistin oft not-
ið sín til hins ýtrasta. Fallegt dæmi um þetta
er kórsöngurinn í Híppólítosi sem er í miðju
verkinu:
Ó, fyndi ég athvarf efst í björgum!
yrði fugl fyrir guðlegt vald!
vængjuðum flokki fylgja skyldi
fiugháan veg yfir ólmar bylgjur
Adríahafs að Erídans bökkum,
þar sem við elfardjúpsins dul
dætur sólguðsins hryggar gráta
bróður sinn, Faeþon, fögrum tárum
sem falla í rökkurbláan straum
og ljóma sem perlur af ljósu rafi; (1029)
Æskilos, Sófókles, Evrlpides
Þýðing: Helgi Hálfdanarson
Griskir harmleikir, 1198 bls.
Mál og menning, 1990