Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR -7. SEPTEMBER 1991.
21
Menning
PIONEER HAGÆÐA HATALARAR ERU
STAÐLAÐIR FYRIR BÍLINN ÞINN
Stjömubíó - Hudson Hawk ★★ XA
Michael Lehman vakti athygli fyrir
tveim árum fyrir óvægna og kol-
svarta gamanmynd að nafni „Heat-
hers“. I henni stóðu Wynona Ryder
og Christian Slater saman að því að
myrða skólasystkini Ryder, sem hún
hafði fengið nóg af, sérstaklega
þremur að nafni Heather. Sú mynd
hefur verið lofuð sem ein besta tán-
ingamynd áratugarins (enn ósýnd
hér) og það var út á það lof sem Leh-
man fékk að leikstýra 60 milljóna
dollara ævintýragamanmynd með
Bruce Willis um borð. Reyndar var
það eftir að hann kláraði sína næstu
mynd um brasilílska kakkalakkaíjöl-
skyldu í Los Angeles til þess að
fremja hermdarverk í þágu regn-
skóganna (líka ósýnd hér). Það hjálp-
ar aö vita að Lehman er einn sá villt-
asti í Hollywood til að skilja hvernig
Hudson Hawk, sem á yfirborðinu
virðist vera venjuleg ævintýramynd
um slunginn innbrotsþjóf, er í raun
íjærstæðukenndur farsi þar sem lög-
mál Gög og Gokke myndanna eru
tekin fram yfir raunveruleikann.
Annars er hætt við að menn verði
hvumsa yfir því að ein af gullnu regl-
um Hollywood er þverbrotin: Með-
aláhorfandi skal alltaf vera öruggur
um það á hvers konar mynd hann er.
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
Súperstjarnan Bruce Willis leikur
innbrotsþjófinn fyrrverandi, Hudson
Hawk, sem er ekki fyrr sloppinn úr
steininum eftir langa vist en hann
er á ný flæktur í misjöfn mál. Hann
á, nauðugur en hálfviljugur, að að-
stoða við að stela nokkrum hlutum
sem vantar i gullgeröarvél sem Leon-
ardo DaVinci gerði í hjáverkum.
Hvem hann á að aðstoða liggur ekki
alltaf ljóst fyrir en málinu tengjast
moldrík hjón að nafni Mayflower,
hópur CIA durga, sem er stjórnað af
gamla lærimeistara Hawk, mafíósar
og Vatíkanið. Leikurinn berst um
víðan völl til Rómaborgar og af-
skekkts fjallavirkis þar sem búið er
að endursmíða véhna góðu og lagt
er á ráðin um alheimsyfirráð.
Sagan er kolragluð, það verður
fljótt nokkuð ljóst. Öllu sem heitir
alvara er varpað fyrir borð og alls
kyns furðufuglar vaða inn og út úr
rammanum. Ramminn er síðan
margmilljóna stórmynd með íburð-
armiklum sviðsmyndum, sögu sem
spannar hálfan hnöttinn og stórleik-
urum. Þessu er þó öllu stjórnað af
mikilli nákvæmni og útkoman er
meinfyndin gamanmynd, eftirminni-
leg, svo ekki sé minna sagt, og ca 2,5
sinnum fyndari en ég þorði að vona.
Húmorinn spannar vítt bil milli fífla-
legra handalögmála, hrakfalla, hag-
mælskra orðahríða í ætt við Monty
Python og ærslafenginn gamaleik.
Það kemur alltaf einn brandari úr
hörðustu átt, síst þegar maður á von
á.
Léttkrimminn Hudson Hawk sjálf- •
ur er blanda af Indiana Jones og
Harold Lloyd, bæði ofboðslega sval-
ur, leikinn við að koma sér í vand-
ræði og nægilega heppinn til að rata
út úr þeim. Bruce Willis hefur ekki
verið fyndnari síðan hann sleit
barnsskónum í Moonlighting. Andie
McDowell sannar að hún er fær gam-
anleikkona en hin alræmda vinkona
Madonnu, Sandra Bernhard, fer hér
með sitt fyrsta (og vonandi síðasta)
kvikmyndahlutverk. Restin af leik-
urunum er mismunandi yfirgengi-
legar típur, flestar bráðfyndnar, sér-
staklega fleskfiallið „Butterfinger“
og „felusérfræðingurinn" mállausi.
Litríkar aukapersónur eru án efa
uppspretta bestu og óvæntustu
brandaranna.
Leikstjórinn Lehman er snargeggj-
aður og bráðefnilegur. Hann nær
sögunni upp á heljarskrið og hraðinn
dettur nærri því aldrei niður. Það er
þó hætt við að þeir sem eru ekki
innstilltir verði skildir eftir í mold-
ryki. Sagan gerist æ fiarstæðukennd-
ari þegar á líður en fer ekki út af
teinunum, nema kannski rétt í lokin
þegar sprengingarnar ómissandi
byrja. Þessi hraði ætti að vera kunn-
ugur þeim sem sáu Die Hard mynd-
irnar en Stephen E. DeSouza skrifaði
þær líka. Hann er ansi leikinn við
að koma meö ferskar (á mælikvarða
Hollywood) hugmyndir þar sem aör-
ir væru búnir að smella skotbardaga
eða bílaeltingaleik.
Hudson Hawk (Band-1991) Handrit: Ste-
ven E. de Souza (Die Hard &2) Leikstjórn:
Michael Lehman (Heathers, Meet the
Applegates). Leikarar: Bruce Willis (Blind
Date, In Country) Danny Aiello (Do the
Right Thing), Andie McDowell (Green
Card), James Coburn, Richard E. Grant
(Henry & June), Sandra Bernhard.
Bruce Willis leikur innbrotsþjófinn Hudson Hawk.
Þess vegna er ekkert rask við að koma Pioneer hátölurunum
fyrir þar sem þeir eiga að vera í bílnum þínum og þar
af leiðandi ódýrara og fljótlegra.
HÁTALARAR verð frá kr. 3.600,- stgr. parið.
BÍLTÆKI verð frá kr. 13.950,- stgr.
Komið til okkar og sannfærist
VERSLUNIN
flö PIONCEŒR
The Art of Entertainment
Haukur í hættu