Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991.
Frönsk tónlistarhátíð í Reykjavík:
Ólíkir menningarstraumar
í franskri popptónlist
- segir Ásmundur Jónsson í spjalli um væntanlega „íslandsvini"
Ásmundur Jónsson fyrir framan auglýsingaplakat fyrir „íslandsvini“
Eins og komiö hefur fram á síöu
þessari stendur fyrir dyrum frönsk
tónlistarhátíö í Reykjavík. Hátíðin
er afrakstur heimsóknar franska
menningarmálaráðherrans Jack
Lang hingað til lands sl. haust en
flestum er sjálfsagt í fersku minni
er ráðherrann, ásamt forsetum ís-
lands og Frakklands, var gestur á
tónleikum Sykurmolanna í Duus-
húsi. Baksviðs, eftir tónleikana,
varð til sú hugmynd að þjóðirnar
tvær efldu samstarf sitt á sviði
poppmenningar.
A því ári sem liðið er hefur mikið
vatn runnið til sjávar. Undirbún-
ingsstarf hefur verið unnið í
Frakklandi og hér heima til að
hrinda hugmyndinni í fram-
kvæmd. Aðalframkvæmdaraðihnn
á íslandi hefur verið fyrirtæki Syk-
urmolanna, Smekkleysa S.M. h/f,
og hefur meginstaríinn fallið As-
mundi Jónssyni í skaut. Til að
fræðast frekar um tónlistarhátíð-
ina, SS, þá listamenn sem þar
munu koma fram og franska tónlist
almennt, var tekið hús á Ásmundi.
Vor í Bourge
„Það hafa ýmsar hugmyndir ver-
iö uppi um hvaða tónlistarmenn
ætti að fá hingað og til að velja úr
fjölbreyttri Tlóru fransks tónlistar-
lifs fór ég til Frakklands í vor í
boöi franska menningarmálaráðu-
neytisins. Þar var ég gestur á
heimstónlistarfestivali í borginni
Bourge og sá þverskurð af því
helsta sem er aö gerast í tónlistinni
í Frakklandi því þó hátíðin í Bo-
urge væri að nafninu til heimstón-
listarhátíð þá var frönsk tónlist
sett þar á oddinn.
Upphaflega hugmyndin var að
reyna að fá Mano Negra og Les
Negress Vertes og hefði vissulega
veriö akkur í því.
Mano Negra tóku sér hvíld eftir
Frakklandstúrinn sinn í vor sem
var farinn til að fylgja plötunni
King of Bongo eftir. Sú hvíld varir
fram í október en þá mun hljóm-
sveitin setja stefnuna á Rómönsku
Ameríku en það svæði er henni
ókannað land og hefur hún því tek-
ið það fram yflr að koma hingað.
Reyndar ætla hljómsveitarmeðlim-
ir að fara sjóleiðina á milli landa
Suður-Ameríku á hljómleikaferða-
laginu. Þeir ætla að leigja sér skip
í Mexíkó og sigla niður austur-
strönd álfunnar fyrir Hornhöföa
og upp vesturströndina.
Við stóðum einnnig í viðræðum
við Les Negress Vertes og þau voru
tilbúin til að koma en sá hængur
var á aö þau gátu ekki komið fyrr
en í nóvember og féllu því utan
þess tímaramma sem við vorum
búin að gefa okkur. Les Negress
Vertes hafa auk þess komið hingað
áður og það vó þungt að við vildum
kynna landanum eitthvað nýtt,
tónlistarmenn sem ekki hafa sést
hér á landi fyrr. Les Negress Vertes
hefur gengið í gegnum erfiðleika-
tímabil á þessu ári sem hefur gert
það aö verkum að óvissa hefur ver-
ið um alla starfsemi hljómsveitar-
innar, þ.m.t. tónleika. Þau voru í
miklum málaferlum við hljóm-
plötufyrirtækið sitt gamla, vildu
losna undan samningi, og töpuðu
því. Frammistaða hljómsveitarinn-
ar í Bourge var þó með slíkum
ágætum að ástæðulaust er fyrir
aðdáendur Les Negress Vertes að
örvænta.
Við fengum fljótlega augastað á
söngkonunni Aminu til að fá annan
vinkil á hátíðina enda var upphaf-
lega hugmyndin með tónlistarhá-
tíðinni að kynna þá fjölbreytni sem
franskt tónlistarlíf hefur upp á að
bjóða. Þetta er ekki eingöngu rokk-
tónlist eins og við þekkjum frá
Bretlandi og Bandaríkjunum held-
ur kemur til samblöndun frá ólík-
um menningarsvæðum sem fylgt
hefur innflytjendum frá gömlu
frönsku nýlendunum á síðustu 30
árum. Þannig eru í franskri tónlist
sterk áhrif frá Norður- og Vestur-
Afríku og Vestur-Indíum svo dæmi
sé tekið. Það er einnig greinilegt
að sú tónlistarkynslóð, sem kom
upp í Frakklandi um miðbik síð-
asta áratugar, byggist mjög á sinni
eigin hefð, þ.e. á franskri sönglaga-
hefð í stað þess að vera í þessu
hefðbundna formi sem rokktónlist-
in er í, í Bretlandi og Bandaríkjun-
um. Þessir straumar alhr gera það
að verkum að í franskri tónhst er
áberandi ferskur hljómur og ég
held að þeir listamenn sem hingað
koma í september og október
skanni vel það sem er að gerjast í
frönsku tónlistarlífi.
Amina kemur fyrst, 12. septemb-
er, og leikur ásamt hljómsveit á
Hótel íslandi. Amina er fædd og
uppahnn í Frakklandi en ræturnar
liggja í Túnis hvaðan foreldrar
hennar eru. Amina er í poppaða
geira þess sem hefur veriö kallað
rai-bylgjan í franskri tónlist, þ.e.
norður-afrískt popp. Hljómsveitin
hennar er arabísk og þá á ég við
að meðlimirnir eru annarrar kyn-
slóðar Túnisbúar, búsettir í Frakk-
Umsjón:
Snorri Már Skúlason
landi. Innilytjendurnir hafa í
mörgum tilfellum átt erfitt upp-
dráttar, eru ómenntaðir og rödd
þeirra lítt heyrst á opinberum vett-
vangi. Tónlistin hefur hins vegar
verið verkfæri þeirra til að ná eyr-
um fjöldans, hún hefur verið mál-
pípa þeirra til þjóðfélagsgagnrýni.
I tilfelli Aminu hefur samruni
tveggja menningarheima gengið
upp og lifa þeir í sátt og samlyndi
í tónlist hennar. Hún stendur á
mörkum arabíska heimsins og hins
vestræna"
- íslendingar þekkja Aminu úr
söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva frá því í vor.
„A undanfórnum tveimur árum
hafa Frakkar farið inn í söngva-
keppnina með öðru hugarfari en
aðrar þjóðir Evrópu. Þeir hafa tek-
ið hana alvarlega og hafa boðið upp
á það sem þeir telja góða og fram-
bærilega tónhst. Eitthvað sem er
einkennandi fyrir Frakkland en
ekki verið að elta ólar við ímyndað
júróvisjón sánd eða formúlu, sem
er auðvitað ekki til. Það gerðu þeir
með því að tefla saman dökkri
stúlku og kúltúr gúróinu Serge
heitnum Gainsburg árið 1990 og svo
Aminu nú í vor. Þetta sýnir hug
manna í Frakklandi til keppninnar,
þeir eru búnir að gera upp við sig
að popptónlist Frakka er blanda
ólíkra áhrifa. Það sést best á því
að stilla upp Gainsburg annars veg-
ar sem var dæmigerður kúltúr
Frakki og hins vegar svartri stúlku
til að syngja lagið.
Með Aminu var verið að endur-
taka leikinn á vissan hátt og ég
held að þessi tvö lög séu það eina
sem lifir í dag eftir keppnirnar
tvær.“
Mano Dibango hefur
veriðaðírúm30ár
„Manu Dibango kemur hingað 16.
október en þar er á ferð einn reynd-
asti tónhstarmaðurinn í frönsku
tónhstarlífi. Hann kom til Frakk-
lands frá Kamerún í kringum 1955
og þá til að nema klassískan píanó-
leik. Hann dvaldist við námið í
nokkur ár en tók þá upp samstarf
við náunga að nafni Kalle sem er
frá Zaire og sáman gerðu þeir urm-
ul smáskífa. Upp úr 1972 gerði
Mano Dibango smáskífu þar sem
lagið á b-hhðinni hét Soul Makossa.
Það var amerískur plötusnúður í
New York sem tók lagið fyrir og lék
í gríð og erg með þeim afleiðingum
að það náði heimsathygli, það fór
m.a. á topp tíu á Bilboard-listanum
og fleytti Dibango á samning hjá
Atlantic í Bandaríkjunum. Soul
Makossa er einmitt nafnið á hljóm-
sveit Dibango í dag.
í framhaldi af velgengni lagsins
flutti Mano Dibango til New York
og starfaði þar á Jazz-senunni og
kynntist á þeim tíma mörgu fólki
sem átti eftir að koma við sögu
hans ferils síðar. í því sambandi
er sérstaklega eftirtektarvert tíma-
bilið í kringum electro-punkið
(breikdansbylgjuna) þegar hann
hóf samstarf við útsetjarann Bill
Laswell. Það samstarf hefur varað
síðan.
í seinni tíð hefur Mano Dibango
snúið sér að rapptónlist og fengið
menn á borð við MC Mellow til liðs
við sig. Þannig hefur Dibango alltaf
verið mjög opinn tónhstarmaður
og alla tíð verið nokkurs konar
samnefnari fyrir það helsta sem
hefur verið að gerast í vestrænni
svartri tónlist á hverjum tíma.
Undirtónninn og ræturnar eru
ávallt afrísk tónlist, það sýnir best
uppsetningin á hljómsveit hans
sem er 16 manna með miklu slag-
verki."
Gervihnettir frá París
íc
„Les Satellites, sem er frá París,
leikur hér á landi 19. október. Þetta
er stórt band, fyllir tug manna, með
brassi og tilheyrandi. Mikil stuð-
sveit. Þau eru að mínu mati mjög
frönsk með húmorinn á réttum
stað. Ádeilan er þó aldrei langt
undan þó að hljómsveitin geti tæp-
ast talist róttæk, hefðbundnir hlut-
ir eins og að sjóöa hrísgrjón verða
þeim yrkisefni jafnt og ójafnrétti
peningaþj óðfélagsins. “
- Eru stórar hljómsveitir einkenn-
andi fyrir franska tónhst?
„Mikih hluti þeirra hljómsveita
sem ég sá á hátíðinni í Bourge voru
stórar hljómsveitir en þó var það
ekki algilt. Skemmtilegastar fannst
mér þó stórsveitirnar. Ein var t.d.
18 manna og ekki laust við að mað-
ur brosti út í annað við það eitt að
sjá mergðina á sviðinu. í þeirri
hljómsveit ægði saman klassískum
hljóðfæraleikurum, götusöngvur-
um, amatörum og atvinnumönn-
um. Ég veit ekki af hverju þessi
þróun hefur orðið. Félagsskapur-
inn skiptir auðvitað miklu máli,
það er yfirleitt mikiö fjör hjá þess-
um sveitum. Líklegasta ástæðan er
þó væntanlega sú að þetta sé arfur
frá nýlendunum þar sem hljóm-
sveitir voru mjög stórar og skipuðu
mikilvægan félagslegan sess í þjóð-
flokkasamfélögunum. Hinu má
heldur ekki gleyma að í franskri
popptónlist ægir saman áhrifum
frá ólíkum menningarsvæðum og
því þarf mikið lið til að koma tón-
hstinni til skila. í þessum stóru
hljómsveitum eru oft notuö frum-
stæð hljóöfæri sem þekktust lengi
vel ekki á Vesturlöndum. Hvert
þessara hljóðfæra er mikilvægt
fyrir heildarútkomuna, engu
ómerkilegri en háværari og fyrir-
ferðarmeiri hljóðfæri."