Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991.
Fréttir
Halldór Blöndal:
Utgjöld til landbúnaðarins
munu aukast á næsta ári
„Útgjöld til landbúnaðarmála
munu aukast á næsta ári vegna skör-
unar á nýja og gamla búvörusamn-
ingnum. Beinn kostnaður vegna
þessa er um tveir milljarðar. í stað-
inn erum við hins vegar að reyna að
draga úr öðrum kostnaði. Þaö er hins
vegar mjög erfitt að nefna neinar
tölur í þessu sambandi því enn er svo
margt óljóst í þessu sambandi," segir
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra.
Á flokksstjórnarfundi Alþýðu-
- skörun tveggja búvörusamnlnga kallar á tvo milljarða
flokksins um síðustu helgi fullyrti
Jón Baldvin Hannibalsson að ríkis-
stjórnin ætlaði sér að skera niður um
1,9 milljarða af framlögum til land-
búnaðarins. Ljóst er þó að þessi nið-
urskurður mun ekki minnka útgjöld
ríkissjóðs til landbúnaðarins á næsta
ári mjðað við fjárlög þessa árs. Þvert
á móti má búast við einhverri aukn-
ingu. Þess má geta að í fjárlögum
þessa árs er gert ráð fyrir að 4,3 millj-
arðar renni beint til landbúnaðar-
ráöuneytisins og að auki er gert ráð
fyrir tæplega 5,3 milljörðum í niður-
greiðslur.
„Þessar tölur miðast við upphafleg-
ar áætlanir og tillögur sem bæði ég
og viðskiptaráðherra vissum að
væru of háar af sumu leyti,“ segir
Halldór um þær 1900 milljónir sem
Jón Baldvin segir ríkisstjórnina ætla
að skera niður.
Halldór kveðst ekki vilja ræöa í
smáatriðum þær niðurskurðarað-
gerðir sem séu framundan. Sem
dæmi nefndi hann þó 350 milljóna
króna niðurskurð á framlögum til
Framleiðnisjóðs og sparnað í tengsl-
um við geymslu- og vaxtakostnað á
dilkakjöti. Varðandi skertar niður-
greiðslur á landbúnaðarvörum sagði
hann ákveðið að minnka þær um 50
milljónir á mjólkurdufti og aðrar 50
milijónir á kindakjöti.
„Við höfum verið afskaplega róleg-
ir í yfirlýsingum. Við erum að reyna
að draga úr kostnaði við sölu og út-
flutning á lambakjöti og mjólkuraf-
urðum. í landbúnaðaráðuneytinu
i
höfðum við gert okkur vonir um að
niðurgreiöslumar myndu falla undir
það en svo verður þó ekki heldur
heyra þær áfram undir viðskipta-
ráðuneytið. Við Jón Sigurðsson höf-
um ekki rætt um þessa framkvæmd
niðurgreiðslna á næsta ári í einstök-
um atriðum og því ógætilegt að tala
mikið um það.“
-kaa
Svona lítur endurskinsboröinn út sem skátarnir ætla aö senda öllum sjö
óra börnum landsins. DV-mynd Hanna
Bandalag íslenskra skáta:
Öll sjö ára börn f á endurskinsborða
„Við ætlum að senda öllum þeim
börnum sem verða sjö ára á árinu
endurskinsborða í neon-litum sem
þau þurfa bara að fleygja yfir axhrn-
ar og kemur í stað venjulegra end-
urskinsmerkja.
Með þvi viljum við leggja okkar af
mörkum til að auka öryggi barnanna
í umferðinni," sagði Sveinn Guð-
mundsson, forstöðumaður sérstaks
átaks sem Bandalag íslenskra skáta
gengst nú fyrir undir nafninu „Lát-
um ljós okkar skína".
Borðarnir verða sendir til barn-
anna í pósti þann 15. október næst-
komandi og með þeim fylgir veglegt
rit þar sem bent er á þær hættur sem
leynast í umferðinni og ýmis öryggis-
tæki eru kynnt.
„Þetta er gert að svissneskri fyrir-
mynd þar sem börnin líta orðið á
borðana sem eins konar stöðutákn
um að nú séu þau orðip nógu gömul
til að fara í skóla. Við vonumst til
að koma þessari jákvæðu ímynd inn
hér á landi með tímanum," sagði
Sveinn.
Sveinn sagði að í kjölfarið ætluðu
skátarnir að ganga í skólana og
kynna börnunum enn frekar nauð-
syn þessa átaks, og ítreka þannig
notkun borðanna.
Aðspurður sagði Sveinn að áætlað-
ur kostnaður við átakið væri á fjórðu
milljón króna. Skátarnir fjármagna
það með aðstoð styrktaraðila, en öll
■vinna þessu samfara er unnin í sjálf-
boðavinnu.
-ingo
Samþykkt fundar um loðnumælingar:
Fjögur skip fari
með rannsóknaskipi
- leitað verður á stærra svæði en venjulega
„Næsta skref verður að setjast niö-
ur og leggja niður fyrir sér nánustu
framtíð og hvenær farið verður að
leita að og mæla veiöistofninn núna
í haust og hvaða form verður haft á
því. Samkvæmt okkar áætlun á Árni
Friðriksson að fara til rannsókna 30.
september og það er gert ráð fyrir
því að um líkt leyti, í samræmi við
samþykkt fundarins, fari með okkur
fjögur loðnuskip að minnsta kosti,“
segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiski-
fræðingur hjá Hafrannsóknastofn-
un.
Á fundi sem skipstjórnarmenn, út-
gerðarmenn og fiskifræðingar héldu
síðastliðinn föstudag var samþykkt
að skora á fjárveitingavaldið að
skapa grundvöll fyrir aukið úthald
rannsóknaskipa Hafrannsókna-
stofnunar til loðnuleitar og -rann-
sókna þannig að úthaldið verði sam-
fellt á loðnuvertíðinni fram í apríllok
næstkomandi.
Þá var samþykkt á fundinum að
skipa sex manna nefnd sem í eru
tveir fulltrúar frá Landssambandi
íslenskra útvegsmanna, tveir frá
Farmanna- og fiskimannasambandi
íslands og tveir frá Hafrannsókna-
stofnun. Nefndin á að athuga mögu-
leika á því að setja nokkurs konar
upphafskvóta. Hún hefur ekki tekið
til starfa en mun væntanlega gera
það mjög fljótlega, að sögn Hjálmars.
Hjálmar segir að þegar farið veröi
að leita veröi farið á hefðbundin leit-
arsvæði og jafnvel víðar.
„Það verður farið á milli Vestfjarða
og Grænlands, milli islands og Jan
Mayen og svo austur fyrir og norð-
austur fyrir land. Og helst víðar en
venjulega en það verður svo að koma
í ljós hvað okkur er skammtað af
plássi fyrir sakir íss og veðurs," seg-
ir Hjálmar.
-ns
Trillan Homstrendlngur HF117 fórst út af Snæfellsnesi í gærmorgun:
Stýrishúsið var orðið hálff ullt af sjó
- sagði Kristján Albertsson sem bjargaðist eftir 4 klukkutíma í gúmbát
„Ég fann þegar það kom högg á
bátinn, stoppaði og fór fram á til að
athuga hvað þetta væri en sá ekkert.
Þegar ég kom í stýrishúsið aftur sá
ég að það var orðið hálffullt af sjó.
Ég setti þá gúmbátinn strax í sjóinn,
blés hann upp og fór í hann. Báturinn
hefur síðan verið um hálftíma að
sökkva," sagði Kristján Albertsson
úr Hafnarfirði sem var bjargað úr
gúmbát skammt frá Öndverðarnesi
um klukkan hálftíu í gærmorgun.
Bátur hans, Hornstrendingur HF
117, sökk skammt norðan Dritvíkurt-
anga, vestast á Snæfellsnesi,
snemma í gærmorgun. Kristján náði
ekki að senda neyðarkall um talstöð
er hann yfirgaf trilluna. Hann var
búinn aö vera í um 4 klukkustundir
á reki í gúmbátnum er hjálp bárst.
Skipveijar á vélbátnum Auðbjörgu
SH 197 frá Ólafsvík björguðu Kristj-
áni þá um borö.
Kristján sagði aö myrkur hefði ver-
ið þegar bátur hans skall á rekaldi
3-4 sjómiíur norður af Dritvíkur-
töngum. Klukkan var þá um 5.30 um
morguninn - myrkur en nánast logn.
Kristján sagði við DV að hann gæti
ímyndað sér að báturinn hefði rekist
á rekaviðardrumb en kvaðst þó ekki
vera viss í þeim efnum:
„Ég var með fiugelda úr Horn-
strendingi auk þess sem flugeldar
voru líka í gúmbátnum. Ég skaut
einu strax en svo beið ég bara eftir
skipaferðum. Bátinn rak upp að
landi en síðan stóð vindur frá og mig
rak aftur út. Ég var ekkert mjög ugg-
andi en mér var farið að kólna. Það
eru alltaf einhverjar skipaferðir
þarna þó það sé á mismunandi tím-
um. Auðbjörgin kom svo fyrir Önd-
verðarnesið um níuleytið og var aö
koma suður meö,“ sagði Kristján.
Hann gerði vart við sig með neyðar-
flugeldi er hann sá Auðbjörgu.
Þegar DV ræddi við Kristján í gær
var hann orðinn talsvert þreyttur
enda búinn að vaka mikið. Kristján
lagði af stað frá Bolungarvík síðdegis
á sunnudag og var ferðinni þá heitið
til Hafnarfjarðar. Hann var ekki í
flotgalla er óhappið varð. Kristján
hafði að undanfórnu verið á hand-
færaveiðum frá Bolungarvík.
-ÓTT