Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991. 17 í tilefni leikjametsins 3 Geirssonar þegar hann lék sinn 68. A-landsleik í knattspyrnu, gegn Tékkum í í 1 viðtali við DV að hann myndi bjóða Marteini út að borða þegar metið félli og við ir þeir hittust ásamt eiginkonum á Rauða sófanum. VS/DV-mynd S Lattspyrnan: í öðru sæti um helgina. 2. deildin er mun erfiðari en ég bjóst við en ég er annars bjartsýnn á framhaldið hjá okkur,“ sagði Arnór Guðjohnsen, í samtali við DV í gær. Miklar breytingar hafa orðið á liðinu eftir að það var dæmt til að leika í 2. deild vegna íjárhagserfiðleika og sagði Arnór að átta leikmenn hefðu verið seldir til annarra félaga. Borgarbúar standa vel við bakið á sínum mönnum og hafa að jafnaði 15-20 þúsund áhorfendur komið á heima- leiki liðsins. - Arnór hefur skorað tvö mörk fyrir Bordeaux í deildinni fram að þessu. -JKS Arnór Guðjohnsen. ichael ingram, hinn nýi ieikmaður Þórs, sýnir ir snilldartilþrif og treður í körfuna með glæsi- Körfubolti: Sterkur Kam hja Þórsurum Gyifi Kristjánsscm, DV, Akureyii: Eins og fram hefur komið hefur úrvalsdeildarlið Þórs í körfuknattleik fengið til sín bandarískan leikmann sem mun leika með liðinu í vetur. Sá heitir Miehael Ingram, 24 ára gamaU og 2,03 metrar á hæð. Ingram lék í Tyrklandi á síðasta keppnistímabili og þar skoraöi hann að jafnaöi 35 stig í leik og tók 20 fráköst. Þórsarar binda mikiar vonir við Ingram og þjálfara liðsins sem er Bandaríkjamaðurinn Brad Casey. Þá eru tveir ungir og efnilegir leikmenn komnir til félagsins, Það eru Gunnar Örlygsson, sem varð íslandsmeistari með Njarövik í íyrra, og Georg Birg- isson sem kemur einnig frá Njarðvík. Georg lék ekki körfu- knattleik í fyrra en hann lék með unglingalandsliðinu og verður leikstjómandí hjá Þórs- urum í vetur. Hann er einnig liðtækur knattspymumaður og hefur ieikið með Keflvíkingum 1 2. -ag. deildinni i sumar. íþróttir Heimsmeistarakeppnl 21 árs og yngri í handbolta: S-Kórea ekki nein hindrun - íslendingar sigraðu, 28-23, í Aþenu í gær íslenska handknattleikslandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri heldur áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramótinu í Aþenu. ís- lendingar léku gegn Suður-Kóreu í fyrsta leiknum í millriðlakeppninni í gærkvöldi og sigruöu með 28 mörk- um gegn 23. I hálfleik höfðu íslend- ingar forystu, 15-12. Sigur íslenska liðsins var aldrei í hættu allan leiktímann. Varnarleik- urinn var sérlega góður með Patrek Jóhannesson og Finn Jóhannsson sem bestu menn. Eins varði Hall- grímur Jónasson vel á mikilvægum augnablikum. Kóreumenn hafa teknísku og snöggu liði á að skipa en það dugði skammt gegn sterku íslensku liöi. Góð nýting hjá Björgvini Björgvin Rúnarsson úr Víkingi var drjúgur í markaskoruninni, skoraði sjö mörk úr horninu úr níu skottil- raunum. Magnús Sigurðsson skoraði einnig sjö mörk, Patrekur Jóhannes- son fjögur, Dagur Sigurðsson þrjú og Páll Þórólfsson tvö. Næsti leikur íslendinga í milliriðl- inum verður gegn Svíum í dag og á fimmtudag verður leikið gegn Þjóð- verjum og þá lýkur keppni í milli- riðli. Úrslitakeppnin verður síðan á föstudag og laugardag. Úrslit í öðrum leikjum í riðlinum sem íslendingar leika 1 urðu þau að Danir og Svíar skildu jafnir, 24-24, og Sovétmenn sigruðu Þjóðvetja, 24-23. íslendingar og Sovétmenn standa jafnir að vígi, hvor þjóð hefur fengið fimm stig og Svíar hafa fjög- ur. -JKS Gunnar Einarsson þjálfari er að gera góða hluti suður í Aþenu. íslandsmótið 1 knattspyrnu -1. deild: Eyjamenn óhressir með frestunina - síðustu leikirnir 117. umferð verða 1 dag Tveir síðustu leikir 17. og næstsíð- ustu umferðar 1. deildarinnar í knattspyrnu fara fram í dag. KR og Fram leika á KR-vellinum klukkan 17.30 og ÍBV mætir Stjörnunni á malarvellinum í Vestmannaeyjum klukkan 18. Báðir leikir geta haft úrslitaþýðingu í deildinni - takist Frömurum að sigra KR, ná þeir tveggja stiga forskoti á Víking fyrir síðustu umferöina. Með jafntefli eða sigri KR, myndu Víking- ar hins vegar standa betur að vígi. Stjaman verður að sigra í Eyjum til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni, og takist Garðbæingum það verða fimm önnur lið í fallhættu í síðustu umferðinni. Eyjamenn óhressir með frestunina Eyjamenn eru mjög óhressir með til- færsluna á leiknum viö Stjörnuna en búið var að setja hann á klukkan 18 í gær, eftir að fresta þurfti honum um helgina þar sem ekki var flug- fært til Eyja. „Um miðjan dag í dag (í gær) birt- ust allt í einu tveir fulltrúar frá KSÍ, án þess að gera boð á undan sér, til að skoða Hásteinsvöllinn. Þeir úr- skurðuðu hann óleikhæfan og til- kynntu það til Reykjavíkur. Þá sögð- um við að leikurinn yrði að fara fram á möl og það var samþykkt að lokum. En þá var vitnað í grein í reglugerð KSÍ þar sem sagði aö um flutning leiks á möl yrði að tilkynna með sól- arhrings fyrirvara. Þar með var leiknum frestað um einn sólarhring þrátt fyrir að besta veður væri hér í Eyjum og í lagi með flug,“ sagði Jó- hannes Ólafsson, formaður knatt- spyrnuráðs ÍBV, í samtaii við DV í gær. „Við skiljum ekki hvers vegna allt þetta tilstand á sér stað nú. Völlurinn hefur áður verið blautur og er ekkert verri nú en oft áður. Okkur grunar að einhverjar annarlegar ástæður liggi að baki þessu og erum mjög óhressir með framkomu mótanefnd- ar KSÍ í þessu máli. Það er mjög illa að þessu staðið og KSÍ til skamm- ar,“ sagði Jóhannes. Hann bætti því við að búið væri að fara fram á það við Eyjamenn að þeir kæmu til Reykjavíkur á fóstu- dagskvöldið svo tryggt væri að þeir gætu mætt Fram á tilsettum tíma í lokaumferðinni á laugardaginn. „Eftir það sem á undan er gengið, sjáum við ekki ástæðu til þess,“ sagði Jóhannes Ólafsson. -VS Yf irburðasigur Sigurðar á golf móti á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sigurður Hafsteinsson úr Golf- klúbbi Reykjavíkur, merktur Coca Cola í bak og fyrir, vann yfirburða- sigur í opna Coca Cola golfmótinu á Akureyri um helgina. Sigurður lék 36 holur á 147 höggum og vann með 9 högga mun. Eftir að Sigurður slapp við „bönk- erinn“ við 1. flötina héldu honum engin bönd. Hann lék á 75 höggum fyrri daginn og á 72 höggum síðari dag. Björn Axelsson, GA, varð í 2. sæti á 156, þá kom Sverrir Þorvalds- son, GA, á 157, Ólafur Gylfason, GA, á 158 og Sigurður H. Ringsted, GA, Helgi Eiríksson, GR, og Ómar Kristj- ánsson, GR, á 159 höggum. Síðasta stigamót sumarsins Mótið á Akureyri var síðasta stiga- mót sumarsins og vakti það athygli en ekki undrun hversu fáir hestu kylfinga okkar sýndu sig nyrðra. Sannaöist enn einu sinni hversu miklu er lengra frá Reykjavík og norður en öfugt. Áslaug Stefánsdóttir vann í kvennaflokki í kvennaflokki vann Áslaug Stefáns- dóttir, GA, óvæntan sigur, lék á 178 höggum, Jónína Pálsdóttir, GA, varð önnur á 183 höggum og Bergljót Borg, GA, þriðja á 188: Engin af okkar bestu golfkonum syðra sá ástæðu til að leggja í hið langa ferðalag norður. Sveinn Bjarnason vann í unglingaflokki Þá er ógetið úrslita í unghngaflokki en þar sigraði stórefnilegur piltur frá Húsavfk, Sveinn Bjarnason. Hann lék á 154 höggum og Guðjón Gunn- arsson frá Sauðárkróki varð annar á 158 höggum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.