Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Síða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991.
Afmæli
DV
Vigdís Einarsdóttir
Vigdís Einarsdóttir húsmóðir,
Fornastekk 11, Reykjavík, er sjötug
ídag.
Starfsferill
Vigdís fæddist í Neðri-Hundadal í
Miðdölum í Dalasýslu og ólst upp í
Dölunum. Hún stundaði nám við
Laugarvatnsskóla 1939-41 er hún
lauk þaðan gagnfræðaprófi en
stundaði síðan nám við Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur veturinn 1946-47
og nám við kvöldskóla.
Vigdís kenndi börnum einn vetur
vestur í Dölum. Hún gekk í ung-
mennafélagið Æskuna í Miðdölum
er hún var tólf ára og er einn af
stofnendum Breiðfirðingafélagsins í
Reykjavík. Þá er hún einn af stofn-
endum Kvenfélags Breiðholts, hefur
setið í stjórn þess, var formaður
þess 1974-80 og er núverandi for-
maður frá 1990. Hún hefur setið í
stjórn Bandalags kvenna í Reykja-
vík og starfað um árabil í fjölda
nefnda á vegum þess. Þá hefur hún
setið í stjórn Áhugamannafélags um
Fjölbrautaskólann í Breiðholti, setið
í byggingarnefnd Breiðholtskirkju
og var varamaður í sóknarnefnd
Breiðholtssafnaðar. Vigdís er einn
af stofnendum Soroptimistaklúbbs
Reykjavíkur III, hefur gegnt ýmsum
störfum fyrir klúbbinn og fyrir
Soroptimistasamband íslands.
Fjölskylda
Vigdís giftist 14.9.1946 Hirti F.
Jónssyni, f. 10.9.1920, fyrrv. starfs-
manni Vegagerðar ríkisins, en hann
er sonur Jóns Gíslasonar, stein-
smiðs og múrarameistara, og Sigur-
veigar Jónsdóttur húsmóður.
Synir Vigdísar og Hjartar eru Jón
F. Hjartarson, f. 29.7.1947, skóla-
meistari á Sauðárkróki, kvæntur
Elísabetu Kemp hjúkrunarfræðingi
og eiga þau tvö börn, Áslaugu Birnu-
og Hjört Friðberg, auk þess sem El-
ísabet átti einn son frá því fyrir
hjónaband, Stefán Kemp; Einar F.
Hjartarson, f. 20.6.1949, múrara-
meistari í Reykjavík, kvæntur
Kristínu Þorgeirsdóttur lyfjatækni
og eiga þau einn son, Kristin Frið-
berg, en Einar átti áður tvær dætur,
Ásdísi og Vigdísi, með fyrrv. sam-
býliskonu sinni, Sigríði Stefánsdótt-
ur; Stefán F. Hjartarson, f. 3.7.1956,
doktor í sagnfræði, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Áslaugu Guð-
mundsdóttur hjúkrunarfræðingi og
eiga þau einn son, Stefán Friðberg;
Ævar S. Hjartarson, f. 25.12.1960,
bifvélavirkjameistari í Reykjavík en
sambýliskona hans er Jóhanna
Rannveig Skaptadóttir húsmóðir
og eiga þau eina dóttur, Láru'
Guðrúnu.
Systkini Vigdísar eru Hjörtur Ein-
arsson, f. 31.12.1918, b. í Neðri-
Hundadal í Miðdölum, kvæntur
Lilju Sveinsdóttur, kennara og
skólastjóra og eiga þau fjögur börn;
Guðmundur H. Einarsson, f. 20.5.
1926, læknir í Gautaborg, kvæntur
Elísabetu Einarsson og eiga þau tvo
syni auk þess sem hann á son frá
því áður með Þóru Þórðardóttur;
Kristin Einarsdóttir, f. 29.7.1928,
húsmóðir í Reykjavík, gift Sigurði
Þ. Guðmundssyni, stýrimanni og
skipstjóra, og eiga þau fjögur börn;
Áslaug Birna Einarsdóttir, f. 29.8.
1930, húsmóðir í Reykjavík, gift
Björgvini Magnússyni vélstjóra og
eiga þau fjögur börn.
Foreldrar Vigdísar voru Einar
Jónsson, f. 3.7.1886, d. 2.3.1966, b.
að Neðri-Hundadal í Miðdölum, og
kona hans, Lára Lýðsdóttir, f. 27.6.
1896, d. 25.3.1986, húsfreyja.
Ætt
Einar var sonur Jóns, b. í Neðri-
Hundadal, Einarssonar, b. í Neðri-
Hundadal, bróður Finns, afa Ás-
mundar Sveinssonar myndhöggv-
ara. Einar var einnig bróðir Mar-
grétar, langömmu Kristjönu, ömmu
Garðars Cortes óperusöngvara. Ein-
ar var sonur Sveins, b. í Neðri-
Hundadal, Finnssonar og Guðrúnar
Guðmundsdóttur, systur Þórdísar,
langömmu Ragnheiðar, móður
Snorra skálds og Torfa, fyrrv. ríkis-
sáttasemjara, Hjartarsona. Móðir
Jóns í Neðri-Hundadal var Sesselja
Jónsdóttir frá Ytri-Hrafnabjörgum,
Magnússonar. Móðir Einars Jóns-
sonar í Neðri-Hundadal var Vigdís
Jónsdóttir, b. á Breiðabólstað, Jó-
hannssonar, Péturs, b. á Smiðju-
hólsveggjum á Mýrum, Einarsson-
ar. Móðir Jóns á Breiðabólstað var
Guðrún Jónsdóttir Hreggviössonar.
Vigdts Einarsdóttir.
Móðir Vigdísar var Guörún Sigríð-
ardóttir.
Lára, móðir afmælisbarnsins, var
dóttir Lýðs Illugasonar, b. í Litla
Langadal á Skógarströnd.
Vigdís fagnar gestum í Ársal Hótel
Sögu á afmælisdaginn milli klukkan
18.00 og 20.00.
Jón Kristján Olsen
Jón Kristján Olsen skrifstofumað-
ur, Hátúni 34, Keflavík, er sjötugur
ídag.
Starfsferiil
Jón Kristján fæddist í Visnes-
Lingstad í Nordmöre í Noregi en
ólst uppí Hrísey frá 1924-30 og á
Siglufirði 1930-45. Hann lærði vél-
virkjun við Vélsmiðju Siglufjarðar
og Vélsmiðju 01. Olsen hf. hjá fóður
■ sínum og stundaði nám við Iðnskóla
Siglufiarðar 1938-42 en vélstjóra-
prófi lauk hann hjá Fiskifélagi ís-
lands 1961.
Jón Kristján starfaði við vélvirkj-
un 1936-60 og 1965-68, auk þess sem
hann var vélstjóri á bátum og við
Hraðfrystihús Keflavíkur 1960-65 og
1967-68. Hann var formaður Vél-
stjórafélags Suðurnesja 1968-91 og
hefur verið starfsmaður félagsins
frá 1972.
Jón Kristján sat í stjórn Sjó-
mannafélags íslands 1972-82 og var
ritari þess 1976-82. Hann sat í kjara-
samninganefnd Sjómannasam-
bandsins 1970-88 og 1990.
Fjölskylda
Jón Kristján kvæntist 30.10.1943
Gunnlaugu F. Sigurðardóttur, f.
19.12.1923, húsmóður, en hún er
dóttir Sigurðar sjómanns Jónssonar
frá Syðri-Grenivík Eiríkssonar og
Sigurbjargar húsmóður Pálsdóttur,
frá Lónsgerði í Kræklingahlíð í
Eyjafirði, Hallgrímssonar.
Börn Jóns Kristjáns og Gunnlaug-
ar eru Júlía Sigríður, f. 31.8.1942,
búsett í Svíþjóð, og á hún fimm börn;
Helga Rósa, f. 20.5.1944, húsmóðir í
Myrtle Beach í Suður-Karólínu í
Bandaríkjunum, gift Jessie W. Tayl-
or; Henry, f. 16.6.1946, hárskera-
meistari í Njarðvík, og á hann tvö
börn; Rut, f. 30.9.1954, húsmóðir í
Keflavík, gift Sigurði Þorgeirssyni
sjómanni og eiga þau tvö börn.
Systkini Jóns Kristjáns: Ólöf Mar-
ía, f. 3.7.1920, nú látin, húsmóðir,
var gift John Turner sem einnig er
látinn og eru börn þeirra þrjú, bú-
sett á Englandi; Sverre Hartvig, f.
9.11.1925, var kvæntur Guðmundu
M. Þorvaldsdóttur sem lést 1975 og
eru börn þeirra fimm; Karl Hinrik,
f. 29.10.1926, kvæntur Jakobínu
Magnúsdóttur og eru börn þeirra
níu; Bjarni Gísli, f. 5.9.1931, búsettur
í Keflavík, kvæntur Arnbjörgu
Snæbjörnsdóttur og á hann fimm
börn og sex stjúpbörn; Henry, f. 17.6.
1936, d. 6.1.1938; Birgir, f. 22.3.1937,
kvæntur Öldu Jónsdóttur og eru
börnþeirrafiögur.
Foreldrar Jóns Kristjáns voru
Olav Ingvald Olsen, f. 6.9.1889, d.
27.8.1973, vélsmiður og vélstjóri í
Hrísey, á Siglufirði og loks í Ytri-
Njarðvik, og kona hans, Bjarnrún
Magðalena Jónatansdóttir, f. 28.11.
1895, d. 2.5.1970, húsmóðir.
Ætt
Olav var sonur Audens Olsen, tré-
smiðs og steinhöggvara í Lingstad í
Nordmöre í Noregi, og konu hans,
Jón Kristján Olsen.
Anne Ingebritsdatter Olsen.
Bjarnrún Magðalena var dóttir
Jónatans, sjómanns, bókbindara og
skósmiðs í Sigluvík á Svalbarðs-
strönd í Eyjafirði, Jónatanssonar,
b. í Hörgsdal, Jónssonar, b. í Hörgs-
dal, Magnússonar Tómassonar, b. á
Rauðá, Vigfússonar, b. á Víðivöll-
um, Péturssonar. Móðir Jóns í
Hörgsdal var Guðlaug Árnadóttir,
b. á Hofsstöðum í Mývatnssveit, 111-
ugasonar, b. í Saltvík, Helgasonar.
Móðir Jónatans í Sigluvík var Krist-
ín Tómasdóttir Magnússonar, bróð-
ur Jóns Magnússonar í Hörgsdal.
Móöir Bjarnrúnar var Kristjana
Bjarnadóttir í Meðalheimi Gíslason-
ar og Guðrúnar Davíðsdóttur.
Jón Kristján verður aö heiman á
afmælisdaginn.
Valgerður Sigþora Þorðardottir
Valgerður Sigþóra Þórðardóttir
húsmóöir, Barðaströnd 31, Seltjarn-
amesi, er fimmtug í dag.
Fjölskylda
Valgerður fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í vesturbænum. Hún
giftist 15.10.1960 Runólfi Helga ís-
akssyni, f. 18.1.1937, rafvirkja en
hann er sonur ísaks Kjartans Vil-
hjálmssonar, b. að Bjargi á Seltjarn-
amesi, og Helgu Sigríðar Runólfs-
dóttur húsmóöur.
Böm Valgerðar Sigþóm og Run-
ólfs Helga eru Sigurveig, f. 12.1.1961,
hárgreiðslumeistari, búsett á Sel-
tjarnarnesi, gift Jónasi Friðgeirs-
syni bifreiðastjóra og eiga þau tvo
syni, Runólf Helga, f. 1.12.1980 og
Friðgeir Elí, f. 14.3.1988; Jóhanna,
f. 28.8.1962, sjúkraliði, búsett á Sel-
tjarnarnesi, gift Steinari Guðnasyni
vélstjóra og eru synir þeirra Guðni,
f. 8.6.1982 og Ægir, f. 18.1.1989;
Helga Sigríður, f. 2.9.1963, skrif-
stofutæknir, búsett á Seltjarnarnesi,
gift Gunnlaugi Bjarnasyni bifreiða-
smiö og eru synir þeirra Guðmund-
ur, f. 10.8.1986, og Valgeir, f. 19.11.
1987; ísak Þórður, f. 15.2.1972, bak-
aranemi, búsettur á Seltjamarnesi,
kvæntur Andreu Þóru Asgeirsdótt-
ur hárgreiðslunema og er sonur
þeirra Runólfur Helgi, f. 5.6.1991.
Bróðir Valgerðar Sigþóru er Guð-
mundur Þórðarson, f. 26.4.1930,
verkstjóri á Seltjamamesi, ókvænt-
ur.
Foreldrar Valgeröar Sigþóru voru
Þórður Guðmundsson, f. 8.6.1901,
d. 19.1.1972, stýrimaður í Réykjavík,
og Sigurveig Ásgrímsdóttir, f. 26.6.
1908, d. 19.1.1970, húsmóðir.
Valgeröur Sigþóra og Runólfur
Valgerður Sigþóra Þórðardóttir.
Helgi taka á móti gestum á heimili
sínu laugardaginn 14.9. n.k. eftir
klukkan 20.00.
Til hamingju með afmælið
10. september
95 ára 50 ára
Kristin Jónsdóttir, Sæviðarsundi 8, Reykjavík. Konrad Kulbikowski, Nesvegi 8, Grundarflrði. Steingerður Sigmundsdóttir, Baughóii 25, Húsavik. Kari E. Vcrnharðsson, Barðavogi 3, Reykjavík.
90 ára
Þórunn Hallgrímsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavlk. 40 ára
75 ára Guðjón S. Guðjónsson, Eiriksgötu 25, Reykjavík. Agnar W. Agnarsson, Leifsgötu 14, Reykjavik. Þorsteinn Christensen, Móaflöt 8, Garðabæ. Þorgerður J. Guðlaugsdóttir, Flatasíðu 3, Akureyri. Helga Ágústsdóttir,
Ásta Agnarsdóttir, Raftahlíð 11, Sauðárkróki.
70 ára
Magnús Grímsson, Vestmannabraut 34, Vestmannaeyjum. Halldór Antonsson, Tumabrekku 1, Hofshreppi. Hrauntuni 51, Vestmannaeyjum. Hjalti Jörgensson, Hamraþlíð 28, Vopnafirði. Ólafur Óskar Lárusson, Drápuhlíð 40, Reykjavik. Gérður Hallsdóttir,
60 ára Sandvík, Bárödælahreppí. Guðrún Bernódusdóttir, Engjaseii 81, Reykjavík. Lilja Stefanía Mósesdóttir, Vesturbergi 48, Reykjavík. Flosi Jörgensson, Hamrahlíð 7, Vopnafirði. Guðjón Baldursson, Leifsgötu 17, Reykjavlk.
Filip Þór Höskuldsson, Lindarflöt 38, Garðabae. Karl Guðmundsson, Ránargötu 36, Reykjavík. Bergþóra Gísladóttir, Espigerði 4, Reykjavík.
Þorbjörg Vigfúsdóttir
Þorbjörg Vigfúsdóttir húsmóðir,
Kirkjuvegi 18, Selfossi, er fimmtug
ídag.
Fjölskylda
Þorbjörg fæddist að Brekkum í
Mýrdal og ólst upp í Mýrdalnum.
Tvær skáldsögur hafa komið út eftir
Þorbjörgu undir nafninu Þorbjörg
frá Brekkum. Hún hefur átt við
mikla vanheilsu að stríða mörg und-
anfarin ár og hefur hún dvalist á
nokkmm sjúkrastofnunum, nú síð-
ustu ár á Sjúkrahúsi Suðurlands.
Þorbjörg giftist 9.9.1961 Ólafi Eyj-
ólfssyni, f. 30.5.1933, múrara, en
hann er sonur Eyjólfs Þorsteinsson-
ar, b. á Hrútafelli undir Eyjafiöllum,
og Helgu Ólafsdóttur húsmóður.
Þorbjörg og Óiafur eiga fiögur
uppkomin börn, þrjá syni og eina
dóttur.
Þorbjörg Vigfúsdóttir.
Foreldrar Þorbjargar: Vigfús Ól-
afsson, b. í Brekkum, sem er látinn
fyrir nokkrum árum, og Jóhanna
Jóhannesdóttir.
Gissur Karl Vilhjálmsson
Gissur Karl Vilhjálmsson er
fimmtugurídag.
Kona hans er Bryndís Sigurðar-
dóttir.
Þau taka á móti gestum laugar-
daginn 14.9. nk. milli klukkan 17.00
og 20.00 í félagsheimili Hauka við
Flatahraun í Hafnarfirði.