Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Page 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991.
Andlát
Ingólfur Eide Eyjólfsson, Garöbraut
74, Garði, lést aðfaranótt 7. septem-
ber.
Elín Ólafs lést á heimili sínu sunnu-
daginn 8. september.
Daníel Þórhallsson, fyrrverandi út-
gerðarmaður frá Siglufírði, lést að-
faranótt laugardagsins 7. september.
Jarðarfarir
Petrína Kristín Jakobsson, Fossöldu
5, Hellu, verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni fóstudaginn 13. september
kl. 13.30.
Sólborg Gunnarsdóttir frá Reyðar-
firði, Einarsnesi 29, Reykjavík, verð-
ur jarðsungin frá Fossvogskirkju
fímmtudaginn 12. september kl. 15.
Jón Daníelsson, fyrrv. skipstjóri frá
Siglufirði, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 11.
september kl. 13.30.
Jón Pálsson, Seljalandi í Fljóts-
hverfi, lést 26. ágúst. Útförin hefur
fariö fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Steinar Magnússon, Akraseli 28,
verður jarösunginn frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík fimmtudaginn 12.
september kl. 13.30.
Karítas S. Jónsdóttir, Réttarholts-
vegi 93, lést í Landakotsspítala föstu-
daginn 30. ágúst sl. Jarðarförin hefur
fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Unnur Erlendsdóttir, Bólstaðarhlíð
10, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 11. september
kl. 15.
Útför Hannibals Valdimarssonar,
fyrrv. ráðherra, verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku-
daginn 11. september kl. 13.30.
Samúel Jón Olafsson viðskiptafræð-
ingur, sem andaðist í Uganda þann
2. september, verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 12.
september kl. 15.
Sigriður Guðmundsdóttir, Hrafnistu,
Hafnarfirði, áöur til heimilis í
Fellsmúla 5, Reykjavík, andaðist
mánudaginn 2. september sl. Jarðar-
förin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Helga Sæmundsdóttir lést 2. sept-
ember. Foreldrar hennar voru
Guðný Jónsdóttir og Sæmundur Þor-
valdsson. Helga var fædd á Norðfirði
5. október 1929 en ólst upp hjá móður
sinni og stjúpföður, Ingimundi
Bjamasyni, fyrst á Seyðisfirði en síð-
ar að mestu leyti í Reykjavík og á
Seltjarnarnesi. Helga var tvígift.
Fyrri maður hennar var Kristján
Pálsson, en hann lést árið 1965. Þau
eignuðust sex böm. Eftirlifandi eig-
inmaður Helgu er Karl Þórðarson.
Útför Helgu veröur gerð frá Seltjarn-
ameskirkju í dag kl. 15.
Tilkyimingar
Önnur bókin í bókaflokknum
Galdrameistarinn
Út er komin önnur bókin í bókaflokknum
Galdrameistarinn eftir Margit Sandemo,
og ber hún nafnið „Blikið i augum þín-
um“. Söguþráður bókaflokksins liggur
allt aftur til ársins 1648. Bókaflokkurinn
hefur fengið mjög góðar viðtökur í Nor-
egi og það sama virðist ætla aö verða hér
heima ef marka má viðbrögö við fyrstu
bókinni.
Húnvetningafélagið
Félagsvist nk. laugardag, 14. september,
kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir vel-
komnir.
Flóamarkaður
Hjálpræðisherinn, Kirkjustræti 2, heldur
flóamarkað í dag, þriðjudag og á mið-
vikudag kl. 10-17. Mikið af góðum fatnaði.
DANSINN
IHNSINN
IKNtatí
iJrm
MANSIXN
i:k
MfANUf
USf
lUSSlNN
I K KOi.l.
(K, (,Ói)
H»Rón
Dansinn, nýtt fréttabréf
Nýtt fréttabréf, Dansinn, er komið út.
Dansinn er upplýsingablað fyrir nemend-
ur í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar og
aðra áhugamenn um dansmennt. í blað-
inu eru viðtöl við danskennara og fréttir
úr starfi skólans. í leiðara fréttabréfsins,
sem Heiðar R. Ástvaldsson, skólastjóri
DHÁ, skrifar, er vikiö að átaki sem opin-
berir aðilar ætla að gangast fyrir á kom-
andi skólaári, átaki sem ber yflrskriftina
Dans gegn vímu. „Þetta veröur átak til
þess að fá nemendur um land allt til að
leggja stund á dansinn, en dans er einnig
eitt besta vopnið sem við höfum gegn
ofnotkun vímuefna", segir orðrétt í leið-
ara skólastjórans. Fréttabréfið er gefið
út af Skákprenti fyrir hönd Dansskóla
Heiðars og af þessu fyrsta tölublaði eru
gefin út fimm þúsund eintök. Ábyrgðar-
maður fréttabréfsins er Heiðar R. Ást-
valdsson, en ritstjóri Þórunn Gestsdóttir.
Yngri flokkar handknatt-
leiksdeildar Fram
Æfmgar hjá yngri flokkum handknatt-
leiksdeildar Fram eru hafnar og fara
æfingar fram vikuna 9.-15. september í
íþróttahúsi Álftamýraskóla, nema annaö
sé tekið fram. 2. flokkur karla: Þriðjud.
10. sept. kl. 21.30 og fimmtud. 12. sept. kl.
21. 3. flokkur kvenna: fostudag 13. sept.
kl. 17.15.3. flokkur karla: þriöjud. 10. sept.
kl. 20 og fimmtudag 12. sept. kl. 19. 4.
flokkur karla: föstud. 13. sept. kl. 20.15.
4. flokkur kvenna: þriðjud. 10. sept. kl.
17.15 og laugard. 14. sept. kl. 9.30 (Selja-
sk.) Æfingar hjá 6. flokki karla, 5. flokki
kvenna og byijendaflokkum hefiast vik-
una 16.-22. september og verða nánar
auglýstar síðar. Allir velkomnir.
SMAAUGLÝSINGASlMINN
FYRIB LANDSBVGGÐINA:
99-6272
ASKRIFENDASlMINN
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
99-6270
- talandi dæmi um þjónustu
SMÁAUGLÝSINGADEILD
er opin:
virka daga kl. 9-22
laugardaga kl. 9-14
sunnudaga kl. 18-22
ATH. Smáauglýsing i
helgarblað DV verður að
berast okkur Fvrir kl. 17
ð föstudögum.
Vilji ihúar landsbyggðarinnar gerast
éskrifendur er slminn 9B-6270 og
vegna sméauglýsinga er siminn
99-6272. Ekki þarf 91 fyrir framan
simanúmerið, 99 gildir fyrir grsenu
númerin hvar sem er é landtnu.
Rétt er að benda é að tilkoma „grœnu
slmanna"breytirengufvrirlesendur
okkar é höfuðborgarsvæðmu. Þan
hringja éfram l síma 27022.
Síminn á höfuðborgarsvæðinu er 27022
Vetrarstarf borðtennis-
deildar Víkings
er haflð. Æfingar verða í TBR-húsinu,
Gnoðarvogi 1, Reykjavík. Þjálfarar verða
klnverski þjálfarinn Hu Dao Ben, Kristj-
án Viðar Haraldsson og Englendingurinn
Steve Green. Borðtennisdeild Víkings
vann á sl. keppnistímabili til 19. íslands-
meistaratitla. Innritun ungiinga er hafin.
Uppl. í símum 35935, 36717 eða 43077 á
dagin og á kvöldin í s. 36862.
Kattavinafélagið
minnir fólk sem týnt hefur eða fundið
ketti á að hafa samband við Kattholt í
síma 672909.
Hjónaband
Þann 6. júU voru gefm saman í hjónaband
í Dómkirkjunni af séra Solveigu Láru
Guðmundsdóttur Rakel Benediktsdóttir
og Guðmundur Ingi Sigurvinsson. Heim-
ili þeirra er að Dvergabakka 2, Reykjavik.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
Þann 13. júU voru gefln saman í hjóna-
band í Dómkirkjunni af séra Hjalta Guð-
mundssyni Eva Sigurðardóttir og Guð-
jón Guðjónsson. Heimili ungu hjónanna
er í Suður-Frakklandi.
Ljósmyndarinn Jóhannes Long.
Tapað fundið
Fress týnt í
Hafnarfirði
Svart og hvítt fress hvarf úr Norðurbæn-
um í Hafnarfirði fyrir tæpri viku. Köttur-
inn var merktur. Ef einhver hefur séð
hann eða veit hvar hann er niðurkominn
þá vinsamlegast hringið í síma 50327.
Karlmannsúr tapaðist í
Casablanca
Sl. fóstudagskvöld tapaðist svart og gyUt
Karl Lagerfeld úr í Casablanca. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 656233. Fund-
arlaun.
Myndgáta
AW.
EYþoR,—-i-
y \
Myndgátan hér að ofan
lýsir lýsingarorði
og nafnorði.
Lausngátunr. 124:
Klófesting
Fjailahjól tapaðist
úr Norðurmýri
Grænt Trek jazz voltage fjallahjól hvarf
úr Norðurmýri fyrir ca 3 vikum.
Finnandi vipsamlegast hringi i síma
13373. Fundarlaun.
auk ijölmargra mima eru á sýningunni.
Bjöldi manns hefur skoðað brúarsýning-
una í Tryggvaskála meðan vikulöng há-
tiðahöld hafa staðið yfir í tilefni afmæhs-
ins. Sýningin verður framlengd til
sunnudagsins 15. september. Opið er dag-
lega kl. 16-19 en kl. 14-19 helgina 14. og
15. september.
Drengjaúlpa fannst
við Faxagarð
Græn drengjaúlpa fannst í togaranum
Drangey, sem lá við Faxagarð, í kringum
15.-20. júU sl. Nokkrir strákar voru að
veiða um borð á þessum tíma og gleymdu
þeir úlpunni. Upplýsingar í síma 41319
eða 985-36034 Reynir, eða sklljið eftir
skilaboð.
Sýningar
Sýning í Tryggvaskála
framlengd
í tengslum við 100 ára afmæli ÖUusárbrú-
ar 8. september sl. var sett upp vegleg
sýning í Tryggvaskála á Selfossi. Er þar
sögð saga brúarmannvirkjanna, sýndar
teikningar af gömlu brúnni, nýju brúnni
og jámbrautarbrúnni, sem aldrei var
byggð. MikiU fjöldi ljósmynda er á sýn-
ingunni og er elsta myndin eftir Sigfús
Eymundsson ljósmyndara og sýnir hún
ána óbrúaða. Ljósmyndir frá vígslunni
1891 og myndröð af faUi brúarinnar 1944
Námskeið
Samskipti foreldra og barna
Um miðjan september hefjast haustnám-
skeið fyrir foreldra hjá Samskiptum:
fræðslu og ráðgjöf sf. Námskeiö þessi
byggjast á hugmyndum dr. Thomasar
Gordons sálfræðings en hann er höfund-
ur bókarinnar „Samskipti foreldra og
barna, að ala upp ábyrga æsku“ sem kom
út hjá Almenna bókafélaginu 1987. Nám-
skeiðin eru haldin á kvöldin kl. 20-23 og
standa í átta vikur, eitt kvöld í viku (
alls 24 stundip). Lögð er megináhersla á
hvemig foreldrar geta aðstoðað börn sin
þegar þau eiga í vanda og um leið kennt
börnunum sjálfsstæði, frumkvæði og að
taka ábyrgð á sínum eigin málum. FjaUað
er um hvernig foreldrar geta kennt tilUts-
semi og sjálfsábyrgð og á hvern hátt er
hægt að leysa úr ágreiningi í sameiningu
án þess að um sé að ræða að sá sterkari
ráði. Leiðbeinendur á námskeiðunum
em sálfræðingamir Hugo Þórisson og
Wflhelm Norðfjörð. Skráning er hafm í
símum 91-621132 og 626632.
Leiörétting. - Þau leíðu mistök uröu í myndatexta undir mynd af systkina-
brúðkaupi í blaðinu í gær, mánudag, að önnur brúðurin var ranglega nefnd.
Hún var sögð heita Björg Hildur en hið rétta nafn hennar er Bjarghildur.
Biðjum við Bjarghildi og Skúla og Helgu Svanlaugu og Gunnar velvirðingar
á rnistökunum.