Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991. Fréttir Sjálfvirkur búnaður fyrir tilkynningaskyldu fullþróaður 1 Háskólanum: Ekkert í veginum fyrir því að koma kerfinu upp - segir Hálfdan Henrýsson hjá Slysavamafélagi íslands „Sjálfvirka tilkynningaskyldan er stórmerkilegt mál og mestu öryggis- tæki sem ég veit um. Háskóli íslands hefur þróað þann búnaö og það er ekkert fullkomnara til hvað snertir íjarskipti í öryggismálum. Við erum í viðræðum við Póst og síma um hvernig hagkvæmast yrði að koma búnaðinum upp. Það virkar þannig að hægt er að ráða hve oft búnaður- inn í hveijum bát tilkynnir sjálfur upplýsingar til lands, til dæmis ná- kvæma staðsetningu og annað á 15 mínútna fresti. Ef skipiö síðan sekk- ur sendir búnaðurinn sjálíkrafa til- kynningu í land. Þá sæist líka strax hvaða skip eru næst slysstað," sagði Hálfdan Henrýsson, hjá Slysavarna- félagi íslands, aðspurður um búnað sem Slysavarnafélagið og nokkur íslensk skip hafa gert tilraunir með á þessu ári í samráði við alþjóðlega gervi- hnattastofnun. Eins og fram kom í DV í gær sökk trillan Homstrendingur við Snæ- fellsnes í vikunni og komst skipverj- inn lífs af - án þess þó að ná að senda neyðarkall i land. 1.883 opnir bátar eru gerðir út á landinu, undir 30 tonnum að stærð og eru flestir þeirra með aðeins einum á, það er trillu- körlum. Hálfdan sagði við DV að Homstrendingur hefði verið búinn að tilkynna sig með hefðbundum hætti nokkram klukkutímum áður en báturinn sökk: „Við heíðum ekki farið að óttast um Hornstrending fyrr en hann átti að tilkynna sig aftur mörgum tímum eftir að hann bjargaðist og var hann þá búinn að vera í gúmmíbátnum í tæpa 4 tíma,“ sagði Hálfdan. Hann segir að sjálfvirki tilkynningabúnað- urinn hefði í þessu tilfelli komið að góðu gagni, svo og í flestum öðram slysatilfellum á sjó. „Það stendur ekki á neinu sérstöku að koma þessu kerfi upp og það hefur gefið góða raun. Þjóðir Efnahags- bandalagsins ætla að koma þessum búnaði um borð í öll skip sem era stærri en 12 metrar að lengd. Hér á landi er þetta nú háð fjárveitinga- valdinu. Kerfið myndi kosta um 100 milljónir, það er að koma fullbyggðri miðstöð upp fyrir búnaðinn auk for- ritunarvinnu," sagði Hálfdan. Hálfdan sagði að sjálfvirkur til- kynningaskyldubúnaður um borð í hvern bát myndi kosta sem svarar andvirði farsíma. 2-3 íslensk fyrir- tæki hafa nú þegar bolmagn til að standa að framleiðslu á búnaði sem þessum fyrir fyrir skipaflotann: „Það væri því blóðugt að þurfa að kaupa þetta annars staðar frá eftir 5-10 ár,“ sagði Hálfdan. -ÓTT Starfsmaður hjá Toyota-umboðinu sýnir hvar pallbíll hefur verið lengdur til að hann komist í hóp svokallaðra vask-bíla. DV-mynd GVA Breytingar gerðar svo pallbílar verði vask-bílar: Bílarnir lengdir um 25 sentímetra Tryggingastofnun ríkisins: Ekkjur fá Ivfeyri en ekki ekklar - hlýtur að þurfa að breyta þessu segir Stefanía Traustadóttir hjá Jafnréttisráði Konur, sem eru orðnar fimmtugar og missa eiginmenn sína, geta sótt um svokallaðan ekknalífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins og fengið hann greiddan til 67 ára aldurs. Karl- ar hins vegar, sem missa eiginkonur sínar, geta ekki sótt um slíkan lífeyri. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru aftur á móti til bæði ekknabætur og ekklabætur. Þá fá eftirlifandi makar bætur í 6 mánuði ef þeir era ekki komnir á ellilífeyrisaldur. Og ef þeir eiga böm innan 18 ára aldurs fá þeir bætur í 12 mánuði í viðbót. Að sögn Fanneyjar Halldórsdóttur hjá Tryggingastofnun fá ekklar ekki ekklabætur vegna þess að karlmenn hafi fleiri tækifæri til að vera á vinnumarkaði heldur en konur. „Líka vegna þess að þeir fá hærra kaup og svo framvegis. Þetta var mér sagt á sínum tíma þegar ég var að spyrja um þetta,“ segir Fanney. Stefanía Traustadóttir, félagsfræö- ingur hjá Jafnréttisráði, segir að hún viti til þess að hjá Tryggingastofnun hafi í mörg ár verið í gangi endur- skoðun á þessum lögum til aö reyna að lagfæra svona hluti sem í raun séu eingöngu orðalag. „Þegar við hjá Jafnréttisráði höf- um beðið um að orðalagi sem þessu sé breytt fáum við alltaf þau svör að verið sé að fara í gegnum allar reglu- gerðir með þetta í huga en við höfum ekki séð neinn árangur. Samkvæmt lögum er þetta rangt því að það á ekki að vera mismunun, hvorki gagnvart körlum eða konum. Það hlýtur að þurfa að breyta þessu og þessi lög eru miðuð við .allt aðra tíma heldur en eru í dag. Þetta er miðað við þann gamla raunveruleika þegar það voru karlar sem vora á vinnu- markaðnum og eflaust er þetta hugs- að til að tryggja konurnar sem aldrei voru á vinnumarkaði. Og mér finnst að slík lög eigi að vera til en hvernig þau eru orðuð er annað mál. Það ætti auðvitað að standa „eftirlifandi maki“ en ekki eftirlifandi kona eða rnaður," segir Stefanía. -ns Valur hindraöur í aö komast að bryggju 1 Hafnarfiröi: - lengingin kostar um 140 þúsund krónur Töluvert hefur verið um það að fjögurra dyra pallbílar, sem bílaum- boðin flytja töluvert inn af um þessar mundir, fari í gegn um nokkuö um- fangsmiklar breytingar sem gera þessa bíla að svokölluðum vask- bílum. Breytingin felst í því að pallur bílanna er lengdur um eina 25 sentí- metra. Eftir breytingu er bíllinn orö- inn aö sendibíl samkvæmt skilgrein- ingu reglugerðar um gerð og búnað ökutækja. Reikningurinn frá bíla- verkstæðinu hljóðar upp á um 140 þúsund en um leiö getur eigandinn fengið virðisaukaskatt af verði bíls- ins, mun hærri upphæð, aftur úr at- vinnurekstri sínum. Að sögn manna hjá bílaumboðun- um kaupa margir sem eru með at- vinnurekstur þessara pallbíla þar sem þeir nýtast bæði sem fjölskyldu- bíll og sendibíll. Þar sem þeir era fjögurra dyra er húsið á þeim stærra en á venjulegum pallbílum. Hlutfall paUsins af lengd bílanna nær þá ekki ákveðnum staðli sem nauðsynlegt er að uppfylla til að bUarnir flokkist sem vask-bílar. Til að fara í kring um reglugerðina, uppfyUareglugerð- arákvæði og fá virðisaukaskattinn tU baka eru pallar bílanna einfaldlega lengdir. Aö sögn mun aðallega vera um að ræða pallbíla frá japönsku framleið- endunum Toyota, Isuzu og Mitsubis- hi. , -hlh Skagaströnd: Auglýst eftir íþrótta- kennara í Danmörku Þórhatlur Ásmundason, DV, Sauðárkróki: „Staðan er síst verri nú en undan- farin ár þó verið sé að ráða kennara á síðustu dögum. Að vísu eru málin víða leyst með leiðbeinendum en mig granar að hlutfall réttindakennara hafi heldur skánað,“ sagði Guð- mundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri í Noröurlandi vestra, um ástand í kennaramálum í kjördæminu. Mestur hefur verið skortur á íþróttakennuram. Skagstrendingar fóru út í aö auglýsa í Danmörku. Fengu fimm umsóknir og hafa ráðið danskan íþróttakennara. Á Hvammstanga verður þýskur íþróttakennari og um tíma vantaði einnig íþróttakennara við Lauga- bakkaskóla og á Hofsósi. Munum hindra þá aftur láti þeir sér ekki segjast - segja Sjómannafélagsmenn sem mótmæla útlendingum í áhöfn „Við vorum margbúnir að vara þessa útgerð við. Núna fórum við út í að hindra skipið þegar það kom að bryggju og við munum halda því áfram ef þeir láta sér ekki segjast - þess vegna úti á landi. Núna er ný- lega búið að segja upp einum íslensk- um farmanni í viðbót á skipinu og aðeins einn háseti er núna um borð sem ekki er útlendur. Við ætlum ekki að láta þetta halda svona áfrarn," sagði Birgir Björgvinsson, talsmaður Sjómannafélags Reykja- víkur, í samtali við DV stuttu eftir að félagsmenn höfðu hindrað Val, skip Ness hf., í að komast upp að bryggju í Hafnarfirði síðdegis í gær. Sjómannafélagsmenn skáru á kastlínu frá Val og tóku trossur úr höndum hafnarvarðar sem hugðist setja landfestar á bryggjupolla. Skip- inu var þá siglt út í miðja höfn þar sem látið var reka á meðan tollskoð- un fór fram. Nokkru síðar kom það upp að bryggju aftur en þá höfðu Birgir og félagar ákveðið að hætta aðgerðum að sinni. Aðgerðir Sjómannafélagsmanna í gær voru liður í mótmælum þeirra gegn þeirri þróun að íslenskar far- skipaútgerðir manni skip sín erlend- umskipverjum. -ÓTT Flutningaskipið Valur varð frá að hverfa er það lagðist að bryggju i Hafnar- firði í gær. Menn frá Sjómannafélagi Reykjavíkur skáru á kastlínu og köst- uðu landfestum til baka þegar reynt var að koma þeim í land. Á myndinni fylgjast sjómenn af Hofsjökli með þegar Valur leggur að bryggju i annað skiptið í gær. Þá höfðu Sjómannafélagsmenn ákveðið að hætta aðgerðum - í bili. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.