Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991. Fréttir Flestir bændur á Reykjanesskaga að hætta Fjögur systkini hætta búskap eftir 44 ár - pressa frá stjómvöldum, segja bændur Systkinin aö Efri-Brunnastööum á Vatnsleysuströnd hafa nú afsalað sér öllum kvótanum eins og raunin er um marga bændur á Reykjanesskagan- um. Þau heita Eggert, Elín Kristín, Lárus og Þorkell. DV-mynd Hanna „Viö erum búin aö vera með bú- skap héma á Ströndinni í 44 ár en nú erum viö búin að afsala okkur kvótanum og selja hann. Þaö eru ílestir að hætta búskap á Reykjanes- skaganum því þaö er alltaf veriö að djöflast í mönnum. Þeir mega ekki eiga þetta,“ sagöi Eggert Krist- mundsson, bóndi á Efri-Brunnastöð- um á Vatnsleysuströnd, en hann rek- ur félagsbú þar ásamt þremur systk- inum sínum. Eggert sagöi að stjómvöld væru búin aö vinna aö því í mörg ár aö láta menn hætta búskap með því aö bjóðast sífellt til að kaupa af þeim kvótann. „Þeir hafa verið að koma undanfar- in ár alveg snarvitlausir og reyna að kaupa þetta alveg upp. Þeir vilja friöa þetta helst hérna,“ sagöi Eggert og átti þar við fulltrúa stjórnvalda. „En menn vilja náttúrlega ekki selja fyrr en í lengstu lög, það er slæmt að selja allan kvótann," sagði hann. „Við vorum með ílest féð héma 500 kindur en við seldum aUt nema 20 kinda kvóta. Þegar svo bóndinn að ísólfsskála er að hætta líka er sauð- íjárbúskapur á skaganum eiginlega búinn, viö vorum með aðalfjárbúin og það var barist um að reyna að ná þeim,“ sagði Eggert. „Þegar allir eru hættir í kringum okkur ráðum við ekkert við þetta. Við emm orðnir fullorðnir menn og getum því ekki smalað þennan afrétt einir. Nú svo reikna ég með að þeir banni að láta féð ganga laust og að allir verði að hafa féö í hólfum. Þá er nátt- úrlega sjálfgert fyrir okkur hina að hætta.“ Fullvirðisrétturinn gerður upptækur Komehus Jónsson, úrsmiður í Reykjavík, var með 70 ærgildi að Lónakoti, sem er vestasti bærinn í Hafnaríirði, en segist nú einnig hafa selt allan sinn kvóta. „Nú ríkið bauð sæmilegt verð fyrir þetta og ef ég hefði ekki selt þá heíði fullvirðisrétturinn verið gerður upp- tækur. Það var því annaðhvort að selja eða fleygja honum fyrir ekki neitt,“ sagði Kornelíus. „Þeir voru búnir að taka jörðina úr lögbýlistölu og skráðu mig sem þéttbýlisbónda á þeim forsendum að enginn hefði búið þarna í 25 ár. En þegar ég fékk lögbýlisréttinn sögöu þeir aö menn mættu búa þar sem þeir vildu ef þeir væm með bú- skap, bara ef þeir væru skráðir þar sem búskapurinn væri.“ ísólfur ekki ákveðinn „Ég er ekki búinn að ákveða mig hvort ég selji kvótann, það getur brugðið til beggja vona. Ég var eigin- lega tilbúinn í það en svo veit ég ekki hvaö ég geri, ég kem til með að ákveða mig á næstu dögum,“ sagði ísólfur Guömundsson að ísólfsskála í Grindavík. ísólfur er með kvóta fyrir 165 ær og ætlar aö selja hann allan ef hann selur á annað borð. „Þeir ganga alveg grátandi á eftir manni hvort maður ætli ekki að selja. En það er ekki nóg þó þeir bjóði í kvótann, þá situr maður eftir með jörðina og vélarnar og allt sarnan." ísólfur sagðist vera nýbúinn að kaupa vélar fyrir hátt í þrjár milljón- ir króna, pökkunar- og rúllubindivél ásamt traktor. „Ég er bara búinn að nota þessar vélar tvisvar sinnum, svo það er mjög slæmt að þurfa að hætta núna. Það er útilokað aö selja þær og koma þeim í verð þegar alhr eiga aö fara að selja jarðirnar. Maður er líka náttúrlega búinn að sleppa öllu þegar maður hættir. Þaö er ekki gott að segja mönnum að hætta og sitja bara úti homi þegar þeir eru búnir að starfa við þetta alla sína tíð,“ sagði ísólfur. „Þegar menn eiga að fara að stjórna þessp öllu frá Reykjavíkursvæðinu, bændum eða öðru, þá náttúrlega verða þeir að athuga hvað þeir eru að gera. Þetta er náttúrlega allt því að kenna í upphafi að Steingrímur Her- mannsson var að hvetja menn á sín- um tíma, og fleiri náttúrlega, að eiga bara fé með tveimur lömbum og nógu vænt. Þegar því var náð var okkur sagt að það þýddi ekkert að framleiða svona mikið, þetta væri bæði of mik- ið og of feitt. Svo siguðu þeir manni út í minka-, refa-, kanínu- og skóg- rækt, rétt eins og hundum. Sumir sem voru svo vitlausir að gleypa við þessu fóru á hausinn, en ég læt ekki plata mig út í neina svona bölvaða vitleysu." ísólfur samsinnti því að sauðfjár- rækt væri hægt og rólega að leggjast niður á Reykjanesskaga. „Árið 1922 voru um 30 þúsund roll- ur á Skaganum en í dag em þær ekki nema um tvö þúsund. Og það eru náttúrlega engir sem taka við, engir nýir.“ Aðspurður hvort hann hygðist leggja refaskyttirí á hilluna, en Isólf- ur er nánast frægur orðinn fyrir umfang sitt í þeim efnum, játti hann því. „Já, ég er hættur því núna, en ég fór í fyrra og þá drap ég 53 stykki. Svo fór ég ekkert í vor en skaut nú eina sem var inni á túni hjá mér. Ég á orðið vont með að stunda þetta af heilsufarsástæðum," sagði ísólfur. Stefnir í hólfabeit Valur Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri Búnaöarsambands Kjalarnes- þings, sagði í samtali við DV að á síðastliðnum 25 árum hefði fénu í Reykjaneskjördæmi og í Reykjavík fækkað um %. „Það hefur verið stöðugur sam- dráttur núna um langt skeið og al- drei eins mikill og einmitt núna. Stjórnvöld freista náttúrlega bænd- anna með tilboði og það gerir það vafalaust að verkum aö samdráttur- inn verður meiri núna á milh ára en yfirleitt," sagði Valur. „Með fækkandi fénaði styttist auð- vitað í þaö að skipulaginu verði breytt og tekin upp hólfabeit. Stefnan er sú og mér finnst þaö í sjálfu sér geta gerst hvenær sem er. Svæðið er jú alltof stórt miðað við minnkandi bústofn. En engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um þetta ennþá,“ sagði Valur. Aðspurður hvort markmiðið væri að friða svæðið sagði Valur að það væri náttúrlega til þannig hugsandi fólk. „En ég held að það komist nú al- drei í meirihluta. Ég held að mark- miðið sé bara að miða aögerðir á hverjum tíma við aðstæður." -ingo I dag mælir Dagfari Athyglisverð deila hefur risið inn- an Verkamannasambands íslands. Karl Steinar Guðnason, varaform- aður sambandsins, sakar Björn Grétar Sveinsson um að leggja fram póhtískar ályktanir til sam- þykktar í stjóminni. Bjöm segir hins vegar að þetta sé misskilning- ur hjá Karli Steinari vegna þess að tillagan, sem samþykkt var í stjóm Verkamannasambandsins, sé ekki póhtískari en hvað annað sem Verkamannasambandið hafi sent frá sér. í þessari tihögu, sem verið er að deila um, átelur Verkamannasam- bandið ríkisstjómina fyrir þjón- ustugjöld og brot á þjóðarsátt. Bjöm Grétar telur það sem sagt ekki vera póhtík að vera á móti þjónustugjöldunum og með þjóðar- sátt en Karl Steinar er aftur á móti þeirrar skoðunar að það sé póhtík að vera á móti þjónustugjöldum en með þjóðarsátt. Karl Steinar er furðu lostinn yfir þeirri ósvífni nokkurra stjómarmanna að leggja fram slíka tillögu sem kemur Karh Steinari í opnu skjöldu. Karl Stein- ar er starfandi formaður í forföh- um formannsins og hafði stjórnaö tveggja daga löngum fundi hjá Verkamannasambandinu í Borgar- Er politik pólitík nesi án þess að nokkur maður minntist á pólitík. Svo kom þessi tillaga í lok fundarins og var sam- þykkt með sex atkvæðum. Aðrir sátu hjá. Karl Steinar segir aö þetta sé rottugangur og sakar Björn Grétar um að læða áróðri frá Alþýðu- bandalaginu inn í ályktanir Verka- mannasambandsins. Karl Steinar er í Alþýðuflokknum og er meira aö segja formaður ijárlaganefndar Alþingis og hefur atvinnu af því að stunda póhtík. Hann veit þess vegna afar vel hvað flokkast undir pólitík og sérstaklega ef það er póli- tík sem kemur Alþýðuflokknum illa. Björn Grétar er líka í pólitík. Hann er verkalýösrekandi frá Hornafirði og áhrifamaður í Al- þýðubandalaginu og er alveg hissa á Karli Steinari að láta svona. Björn Grétar segir að tillagan hafi í mesta lagi verið þverpólitísk. Spurt er: Hvað er pólitík og hvað er þverpóhtík? Er það pólitík eða þverpóhtík hjá Verkamannasam- bandinu að gera launakröfur? Eða álykta gegn bensínhækkunum? Eða draga sjóði sína út úr íslands- banka í mótmælaskyni gagnvart vaxtahækkunum? Er það póhtík eða þverpóhtík að kjósa pólitíska menn til forystu í Verkamanna- sambandinu? Dagfara er spum vegna þess að ef maður hefur atvinnu af því að vera póhtíkus á Alþingi getur verið erfitt að breyta sér í þverpóhtíkus í Verkamannasambandinu. Karli Steinari hefur tekist þetta og er þverpólitiskur um leið og hann sest í formannsstól í Verkamannasam- bandinu. Honum geðjast alls ekki að póhtíkinni þegar hann er þver- póhtískur og hafnar því algjörlega að póhtík komi Verkamannasam- bandinu við. Enda er hann kosinn þverpóhtískt í Verkó en póhtískt á þing. Best væri auðvitað fyrir Verka- mannasambandið að draga sig í hlé þegar kjaramál, vaxtamál eða skattamál eru á dagskrá til að vera ömggt um að standa utan við póh- tíkina. Ef Verkamannsambandið einbeitti sér að því að álykta um veðrið eða gróðurinn eða fótbolt- ann væru það þverpóhtiskar álykt- anir sem enginn gæti véfengt og allir gætu sameinast um og alhr komið ánægðir heim að loknum löngum fundi í Borgamesi. Karl Steinar er af eðhlegum ástæðum betur í stakk búinn en flestir aðrir að dæma um það hvað er pólitískt. í hans augum er allt póhtík sem kemur sér illa fyrir Alþýðuflokkinn. Pólitík er pólitík þegar verið er að agnúast út í Al- þýðuflokkinn. Sú pólitík er hins vegar þverpóhtísk ef Verkamanna- sambandið ályktar eins og Karl Steinar vhl að það álykti. Stjórnarmenn í Verkamanna- sambandinu verða að taka tihit til þessara staðreynda. Ef þeir halda áfram að álykta um pólitík hættir Karl Steinar að starfa þverpóhtískt og helgar sig pólitikinni. Pólitíkus- ar yhja ekki póhtík þegar þeir eru kosnir þverpólitískt og þess vegna gefa þeir kost á sér í pólitíkina til að koma í veg fyrir hana. Póhtík er ekki póhtík nema þegar hún er pólitísk. Póhtík er hins vegar póh- tík þegar hún er ekki pólitísk. Á þessu verða allir að átta sig. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.