Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Page 22
22 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991. Sérstæð sakamál Charles Burford útfararstjóri. Er sönnunin í krukku á arinhillunni? Enska lögreglan telur víst aö Ren- ata Lester hafi ekki sagt sannleik- ann. Lögreglan telur sig líka vita hvernig í öllu liggur. En gallinn er sá aö engin gögn eru fyrir hendi. Því bendir allt til aö máiið veröi aldrei til lykta leitt. Dauðsjúkur Þegar Neal Lester varð ljóst aö hann gekk meö krabbamein og átti ekki langt ólifað baö hann um aö mega ljúka ævinni í húsi sínu viö Beshings Way í Halstead í Essex. Næsta mánuðinn hjúkraöi Ren- ata, kona hans, honum og heimilis- læknirinn, Sidney Stringer, kom reglulega í heimsókn. En þann 10. nóvember lést Neal Lester. Föstu- daginn 13. var lík hans flutt í Col- chester-brennslustofuna og eftir stutta athöfn var það sett í brennsluofn. Þar með hefði þessari sögu getað veriö lokið en um þaö bil tíu dögum eftir útforina var leitað til lögregl- unnar vegna hvarfs Emmets Lest- errbróður látna mannsins. Emmet var 45 ára og það var fyrrum eigin- kona hans sem baö um aö hans yrði leitað. Hún lýsti yfir því aö 21. nóvember hefði hún árangurslaust reynt aö ná til hans því hann hefði ekki komið til aö sækja tvö böm sem þau ættu en eftir skilnaöinn haföi hann fengið leyfi til aö vera meö þeim um helgar. Eiginkonan fyrrverandi hafði meðal annars spurst fyrir um hann á vinnustað hans en þar hafði henni verið sagt aö hann hefði beð- iö um nokkurra daga frí til að geta verið viö útfór bróður síns. Síðan hefði hann ekki sést. Þetta kom bæði konunni og yfirmanni Em- mets á óvart þvi hann var ekki þekktur fyrir vanrækslu, hvorki þegar böm hans né starfið voru annars vegar. Eftirgrennslan hefst Lögreglan í Norwich, en til henn- ar var leitað vegna hvarfsins, hafði samband við lögregluna í Essex og bað um aðstoð. Rannsóknarlög- reglumenn þar höfðu því samband við Renötu, ekkju Neals Lester. Renata sagði lögreglunni að Em- met hefði komið í heimsókn að kvöldi dagsins sem maður hennar hefði látist. Þá hefði hann verið talsvert ölvaöur. Til rifrildis hefði komiö vegna útfararinnar. Emmet hefði viljað að bróðir hans yrði grafinn í fjölskyldugrafreitnum og hún hefði í raun verið honum sam- mála en bent honum á að þaö hefði verið síðasta ósk Neals að verða brenndur. Og hún vildi ekki undir neinum kringumstæöum ganga gegn ósk hans. Við þessa yfirlýsingu sagði Ren- ata að Emmet hefði reiðst og farið. Hann hefði svo ekki veriö við útfór- ina og hefði hún htið svo á að hann hefði með þeim hætti viljað lýsa yfir andúð. Spurst var fyrir um Emmet Lest- er í mörgum gistihúsum og mótel- um við veginn milli Norwich og Halstead en hann hafði ekki komið í neitt þeirra. Það leit því út fyrir að hann hefði horfið sporlaust. Líkið í skóginum Þann 30. nóvember fékk lögregl- an hins vegar vísbendingu sem gaf til kynna að máhð væri allt dular- fyllra en ætla hefði mátt. Bíll Em- mets Lester fannst á bílastæði við verslunarmiðstöö í Sudbury, 18 kílómetra sunnan Halstead. Bílnum hafði verið lagt þar þann 11. nóvember. Bílastæðinu var lok- að klukkan hálfsjö á kvöldin og því vaknaði sú spurning hvar Emmet Lester hefði verið nóttina fyrir þann dag, það er nóttina eftir lát bróður hans og heimsókn hans til Renötu. Tæknimenn lögreglunnar grand- skoðuðu bíhnn en fundu ekkert sem skýrt gat máhð. Þá bar áköf eftirgrennslan rannsóknarlög- reglumanna í héraðinu engan ár- angur. Þann 9. desember var lögreglunni tilkynnt um líkfund í skógi nærri Colne, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Halstead þar sem Em- met Lester hafði síðast sést. Taliö var að sá látni væri mhli fertugs og fimmtugs og réttarlæknir taldi hklegt að hann hefði látist 10. eða 11. nóvember. Var líkið af manninum sem leitað var? Svo reyndist ekki geta veriö. Þaö var af manni sem gat vart hafa vegið meira en tuttugu og fimm kílógrömm, eða mun minna en Emmet Lester. Þá leiddi krufning í ljós að maðurinn haföi dáið af krabbameini. Hvernig stóð á því að líki manns, sem hafði ekki orðið fómardýr morðingja, hafði verið kastað í skóg? Því var ekki auðsvarað en th að reyna að komast að þvi af hveij- um líkið var var leitað th lækna í nágrenninu th að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu haft sjúkhng sem líklegt var að hefði látist rétt fyrir miðjan nóvember. Renata Lester yfirheyrð Sidney Stringer læknir gat svar- að spumingunni játandi. Þegar lög- reglan heyrði nafnið Neal Lester vakti það mikla athygh rannsókn- arlögreglumannanna. Var nú leitaö til tannlæknis hans og þegar kort Neals hafði veri borið saman við tennurnar í líkinu kom í ljós að það var af honum. Anthony Locke lögreglufuhtrúi, sem stjómaði rannsókninni, hélt nú heim th Renötu Lester en þegar hún hafði heyrt sögu hans hristi hún bara undrandi höfuðið. „Maðurinn minn var brenndur," sagði hún og benti á krukku á arin- hhlunni. Næst heimsótti Locke brennslu- stofuna í Colchester. Þar var stað- fest að Neal Lester hefði verið kistulagður á heimih sínu en síðan fluttur í stofuna þar sem líkið hefði verið brennt 13. nóvember. Ekki gæti komið th greina að skipt hefði verð um lík meðan kistan var í brennslustofunni og sömuleiðis kæmi ekki th greina að tóm kista hefði verið brennd. Samt fór svo að lögreglan fékk vísbendingu. Útfararstjórinn, Charles Burford, gat skýrt frá því að Renata Lester hefði leitað til hans og beðið hann um að sjá th þess að líkið yrði flutt af heimilinu og í brennslustofuna. Hefði kistu- lagningin farið fram í gestaher- bergi á heimilinu en Stringer lækn- ir hafði sagt lögreglunni frá því að hann hefði skoðað líkið og staðfest dánarorsökina í svefnherbergi Lestershjónanna. Nýjar vísbendingar En hver gat tilgangur Renötu Lester hafa verið meö því að bera lík manns síns úr svefnherberginu í gestaherbergið? Var ekki líkleg- asta skýringin sú að hún hefði, af einhverri ástæðu, myrt mág sinn í gestaherberginu og síðan fengið útfararstjórann og aðstoðarmann hans th að legga lík Emmets Lester í kistuna og láta brenna þaö í nafni Neals Lester. En hafi það gerst, hver var þá ástæðan? Hún kann að hafa komið í ljós hjá lögfræðingi Neals Lester og trúnaðarvini hans, Nigel Corry. Þeir gátu skýrt frá því að upphaf- lega hefði Neal Lester ætlað konu sinni að erfa allar eigur hans. Hún hefði átt að fá einbýlishúsið, inn- búið og bílinn ásamt póstsöluversl- un hans sem gekk vel. Renata hefði hins vegar gerst manni sínum ótrú og hann komist að því. Þess vegna hefði hann ákveðið að taka erfðaskrána th endurskoðunar. Nýja erfðaskráin hefði verið á þá leið að Renata skyldi fá húsið, innbúið og bíhnn en bróðir hans, Emmet, póstsölu- verslunina. Lögreglan þóttist nú vera komin með ástæðu th morðs á Emmet og því mætti telja hklegt að skipt hefði veriö á líkum. Lagalega séð leit máhð þannig að að dæi Emmet áður en bú bróðurins, Neals, yrði gert upp erfði Renata allar eigur manns síns, eins og ákveðið hafði verið í upphaflegu erfðaskránni. Brennda sönnunargagnið Renata var nú tekin th yfir- heyrslu á ný. Fyrir hana voru lagð- ar harðar spurningar en hún gaf sig ekki og hélt því fram að það væri heilaspuni einn að hún hefði ráðið mági sínum bana. Hún hefði þegar skýrt máhð á þann hátt sem hún gæti og væri jafnundrandi yfir því og sjálf lögreglan að hk manns hennar skyldi hafa hafnað á af- skekktum stað úti í skógi. Þótt lögreglan tryði Renötu ekki og gengi á hana hvað eftir annað lét hún engan bilbug á sér finna og þar kom að rannsóknarlögreglu- mennirnir urðu að viðurkenna að þeir kæmust ekki lengra í rann- sókn málsins. Þeim þótti hins vegar víst að Renata hefði myrt mág sinn, Emmet, th þess aö erfa póstsölu- verslu'nina og tryggja sér þannig tekjurnar af henni. En það er ein hhð þessa máls sem sveipar það meiri óhugnaðarblæ en oft er yfir slíkum málum. Rann- sóknarlögreglumennimir þykjast vissir um aö krukkan með ösk- unni, sem stendur á arinhillunni í stofu Renötu Lester, hafi aö geyma líkið af máginum sem hún hafi myrt. Þá þykir hklegast að Renata hafi fiutt lhdð af Neal út í skóginn við Colne. Það tókst þó ekki að sanna og jafnvel þótt það tækist er ljóst að það leiddi ekki th sakfelhngar yfir Renötu fyrir morð því Neal var ekki myrtur, heldur dó á sóttar- sæng. Niðurstaðan í máhnu er þvi sú að flest bendi th aö Renata Lester hafi snúið á réttvísina. Hún sé nú efnuð ekkja sem hendur réttvísinn- ar nái ekki th.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.