Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Síða 25
25
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991.
Hafliði Hallgrímsson:
Skiptir mig miklu
máli að vera ís-
lenskt tónskáld
- sex tónverk eftir hann verða flutt í Listasafni íslands
Sex tónverk eftir Hafliða Hall-
grímsson verða flutt í Listasafni ís-
lands á morgun. Er um að ræða verk
sem lítið eða ekkert hafa heyrst hér
á landi. Frumflutt verða þrjú verk,
þar á meðal Intarsía fyrir blásara-
kvintett og flytur Blásarakvintett
Reykjavíkur þetta umfangsmikla
tónverk. Einleikarar á tónleikunum
verða Pétur Jónasson, sem flytur
Jakobsstigann, Kolbeinn Bjarnason,
sem flytur Flug íkarusar, Gunnar
Kvaran, Solitaire, Helga Ingólfsdótt-
ir, Strönd og Guðný Guðmundsdóttir
flytur Án titils. Til tónleikanna er
stofnað vegna fimmtugsafmælis tón-
skáldsins.
Hafliði á að baki viðburðaríkan fer-
il sem sellóleikari, tónskáld og kenn-
ari. Eftir að hafa brautskráðst úr
Tónlistarskólanum i Reykjavík 1962
hélt hann til framhaldnáms í Róm
og Lundúnum. 1975 vann hann fyrstu
verðlaun í alþjóðlegri tónsmíða-
keppni sem kennd er við fiðlusnill-
inginn og tónskáldið Viotti. 1986
hlaut Hafliði tónskáldaverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir fiðlukonsert
sinn. Sá konsert hafði raunar fengið
önnur verðlaun í alþjóölegu Wien-
iawskitónlistarkeppninni i Ponzan i
Póllandi. Hafliði nýtur nú alþjóðlegr-
ar viðurkenningar fyrir tónsmíðar
en einnig hefur hann vakiö athygli
fyrir að vera óvenju hæfileikaríkur
og vandvirkur listamaður sem selló-
leikari og stjórnandi. Hafliði býr í
Edinborg. Hann er staddur hér á
landi í tilefni tónleikanna og var
hann fenginn til að segja aðeins nán-
ar frá sjálfum sér og tónverkunum
sem leikin verða í Listasafninu.
Hafliði Hallgrimsson, tónskáld og sellóleikari.
Eittverk heyrst
áður í Reykjavík
„Tilefni tónleikanna er fimmtugs-
afmæli mitt en ástæðan er einnig sú
að ég á í fórum mínum mikið af nýj-
um verkum og fannst kominn tími
til að þau heyrðust hér heima. Aöeins
eitt verkið á tónleikunum hefur
heyrst í Reykjavík áður, Jakobsstig-
inn sem Pétur Jónasson hefur mikið
flutt. Ég kynntist Pétri i Edinborg.
Hann var að halda tónleika og við
höföum ekki lengi rætt saman þegar
um það var samið að ég skrifaði verk
fyrir hann. Upphaflega hét verkið
Fimm stúdíur fyrir gítar eða æflngar
fyrir Jakobsstigann. Pétur hótaði að
spila þetta og ég ákvað því núverandi
titil sem átti í raun að vera titill á
endanlegu verki sem ég hef ekki enn
samið.
Flug íkarusar er skrifað fyrir Kol-
bein Bjarnason og tileinkað honum.
Hugmyndin að verkinu fæddist í
kaffistofu í Glasgow. Þar sat ég til
borðs með einum mesta óbóleikara í
heimi, Hanz Holliger, og þær sam-
ræður enduðu með því að hann bað
mig að senda sér verk sem aldrei
varð þó af. Það liðu mörg ár þar til
ég skrifaði flautuverkið og var það
unnið upp úr skissum af óbóverkinu.
Solitaire er fyrsta tónverkiö sem
ég viðurkenni, mörg hafa farið í
ruslakörfuna og önnur eru í öruggri
geymslu. Það hefur ávallt verið mik-
il þraut fyrir mig að leika þetta verk.
Útgáfan af veikinu sem Gunnar
Kvaran leikur er þriðja útgáfan. Nú
er verkið orðið eins konar svíta. Áð-
ur fyrr var þetta eins og safn af verk-
um sem menn gátu valið úr og búið
til sína eigin útgáfu.
Strönd er verk fyrir sembal. Þetta
er nokkurs konar kliður sem er orð-
inn til vegna þess að ég hef oft komið
til Helgu þar sem hún býr á Álftanes-
inu og heyrt þennan flnlega hljóm í
fjöruboröinu ásamt finlegum hljóm
sembalsins og hef ég reynt að sam-
eina þetta tvennt í verkinu.
Án titils er tileiknað Guðnýju Guö-
mundsdóttur fiðluleikara en er sam-
ið i minningu Karls Kvarans listmál-
ara sem ég kannaðist vel við og átti
ánægjuleg kynni af. Þetta er fyrst og
fremst fiðlumúsík en Karl er þarna
einhvers staðar og laumast inn i á
ýmsum stöðum. Má segja að hann
hafi horft yfir öxlina á mér meðan
ég var að skrifa það.
Intarsía er nýjasta verkið á tónleik-
unum. Þetta er fyrir blásarakvintett
og pantað af Music Group of Scotland
sem ég spilaði með í mörg ár. Þeir
fluttu átta af þrettán stykkjum sem
ég samdi. Síðan fækkaði ég þeim nið-
ur í sjö. Ég leit síðan á verkið aftur
í sumarfrínu á Akureyri og þétti það
og felldi inn alls konar hluti sem
pössuðu, þannig að úr urðu sex
stykki og þess vegna notaði ég orðið
Intarsía sem þýðir innfelling."
Bók með
teikningum
- Er sellóleikarinn að víkja fyrir tón-
skáldinu.
„Ég starfa meir og meir sem tón-
skáld en ég er ekki hættur að spila.
Það hefur aftur á móti minnkað jafnt
og þétt, má segja að þetta sé skipu-
lagt undanhald eða færsla yfir á ann-
aö svið í tónlistinni. Þetta má ekki
vera of snöggt því maður er að fara
úr svo dýrlegum heimi. Sellóið var
eins og passi úti í hinum stóra heimi
en ég hef ferðast mikið í sambandi
viö tónlistina og búið erlendis fyrst
og fremst vegna þess að markaður-
inn er þar miklu stærri. En ég legg
mikla áherslu á að koma reglulega
heim og það skiptir mig miklu máli
að vera íslenskt tónskáld."
- Nú er að komin út bók með teikn-
ingum eftir þig?
„Teikningarnar hafa orðið til mest
á ferðalögum og er oft góð hvíld frá
músíkinni. Ég hef oft sagt í gríni frek-
ar en alvöru að pappírinn sé eins og
sálfræöingur sem hlustar á mann,
hann hlustar og ég krota. Bókin er
gefin út til styrktar tónleikunum og
verður seld þar og einnig í búðum.“
- Er mikið um að pöntuð séu tónverk
eftir þig.
„Það koma pantanir en ég hef haft
þá stefnu að taka aðeins við pöntun-
um sem mér líst á. Kúnstin er aö
láta panta hjá sér verk sem mann
langar sjálfan til að skrifa. Næst hjá
mér er verk sem ég sem fyrir Sinfón-
íuhljómsveit íslands og verður lík-
lega flutt á næsta starfsári. Ég mun
vinna að því í vetur ásamt hljóðfæra-
leik og alls konar öðrum störfum sem
ég hef tekið að mér.“
- Þú ert ekkert á leiöinni heim?
„Það er nú svo að maður vill alltaf
vera einhvers staðar annars staðar
en þar sem maður er. Draumurinn
er að eignast einhvers konar sama-
stað á íslandi í náinni framtíð.
-HK
RENNIBEKKIRNIR KOMNIR AFTUR -1METRI
FRÁBÆRT VERÐ
VINSAMLEGA STAÐFESTIÐ PÖNTUN
IS:
SROT
Kaplahrauni 5, 220 Hafnarfjörður,
s. 653090, Fax 650120
SÖLUAÐILI: STRAUMÁS SF.
FURUVÖLLUM 1, AKUREYRI
Leiðsögu- og öryggistæki
athafnamannsins!
KVH DataScope™
Fjölnota hágæðasjónauki frá USA.
í bátinn,
bílinn,
flugvélina,
veiöiferðina,
fjallgönguna,
skiðaferðina
& m.fl.
ÁTTAVITI FJARLÆGÐARMÆLIR KLUKKA
Hágæða
stækkun
100% vatnsheldur
Mjúkur gúmmíhringur
Ljósmögnun fyrir
náttmyrkur
einnar
handar grip
+ /-20° sjálfvirk
jafnvægisstilling
Óðinsgata 7
101 Reykjavík
Tel.: +1-626940 fax: +1-626941
REIKINÁMSKEIÐ
Tilgangur reikinámskeiða er að hjálpa þér
til að opna fyrir eiginleika sem við búum
öll yfir, þ.e. að nýta þá orku sem við höf-
um aðgang að fyrir okkur sjálf og aðra.
Reiki hjálpar þér í baráttu þinni við streitu
og sjúkdóma og til þess að öðlast líkam-
legt og andleg jafnvægi. Eftir slíkt nám-
skeið hefir þú aðgang að alheimsorkunni
það sem eftir er iífs þíns. Á næstunni verða
haldin námskeið sem hér segir:
OKTÓBER
5.-6. okt. Akureyri - 1. stig (helgarnámskeið). 6.-8. okt. - 2. stig (3
kvöld). 12.-13. okt. Vestmannaeyjar- 1. stig (helgarnámskeið). 19.-20.
okt. Egilsstaðir — 1. stig (helgarnámskeið). 21.-23. okt. Egilsstaðir -
2. stig (3 kvöld). 25.-26. okt. Neskaupstaður - 2. stig (kvöld/dagur).
27.-28. okt. Djúpivogur - 2. stig (kvöld/dagur). 29.-31. okt. Höfn -
1. stig (3 kvöld).
Upplýsingar um námskeið veita:
Akurcyri Jóhanna 96-21762
Akureyri Monika 96-27760
Vestmannaeyjar Linda 98-12387
Egilsstaðir Hclga 97-11114
Egilsstaðir Guðmundur 97-11980
Neskaupstaður Hermann 97-71719
Djúpivogur Auður 97-88835
Höfn Auður 97-88835
GUÐRÚN ÓLADÓTTIR REIKIMEISTARI