Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Síða 27
LAUGARÐAGUR- 28. SEPTEMBER 1991.
39
Sjúkdómurinn anorexía, eöa lyst-
arstol, er orðinn verulegt vandamál
hér á landi eins og annars staðar á
Vesturlöndum. Þeim fjölgar einnig
stöðugt konunum sem leita til læknis
vegna sjúkdómsins búlimíu. Þessi
sjúkdómur einkennist af stjórnleysi
á áti og framkölluðum uppköstum.
„Það koma til mín konur með búl-
imíu sem enginn gæti ímyndað sér
að neitt amaði að, konur sem vekja
athygli fyrir fallegan líkamsvöxt.
Fyrir þessar konur skiptir ákveðin
þyngd og rétt vaxtarlag öllu máb.
Þær geta haft áhyggjur af hverju
aukagrammi sem þær setja ofan í
sig. Konurnar gera sér grein fyrir því
að þær eru veikar en tvískinnungur-
inn gagnvart matnum er mikill. Því
miður koma margar bara einu
sinni,“ segir Ingvar Kristjánsson
geðlæknir sem hefur sérhæft sig í
meðferð þessara sjúklinga.
„Búlimíusjúklingurinn skammast
Matur - eitthvað hræðilegt en einnig eitthvað ómótstæðiiegt. Búlimíusjúklingarnir geta haft áhyggjur af hverju
grammi sem þeir láta ofan í sig en fá af og til stjórnlaus átköst, sem eru stundum reyndar fyrirfram ákveðin, og
framkalla síðan uppköst.
eða þegar sjúklingar eru kvíðnir,
leiðir, einmana eða þunglyndir. Oft
hefjast þau eftir að sjúklingurinn
hefur brotið sjálfskipaðar neyslu-
reglur. í sumum tilfellum eru þau
fyrirfram ákveðin.“
Búlimíusjúklingur nokkur greindi
blaðamanni frá því að hann hefði
ekki bara reynt að dylja átköstin fyr-
ir umhverfmu heldur einnig fyrir
sjálfum sér. Hann hefði farið inn í
fataherbergi og setið þar i myrkri
með allan matinn. Skammturinn gat
samanstaðið af stórum pakka af
súkkulaðikexi, tveimur buffsneið-
um, heilu brauði, heilli pitsu, hálfu
smjörstykki, hráu kjöthakki, mjólk
og rjóma. Áður hafði sami aðili grát-
ið yfir að hafa borðað einu epli meira
en dagskammurinn leyfði.
Að sögn Ingvars hefur orðið vart
við aukna tíðni af annarri misnotkun
hjá sumum búlimíusjúklingum mið-
að við aðra hópa. Þeir hafa haft ýms-
Sjúkdómamir anorexía og búlimía:
Alvarlegt vandamál hér
- segir Ingvar Kristjánsson geðlæknir
Ingvar Kristjánsson geðlæknir hefur sérhæft sig í meöferð sjúklinga með
anorexíu, það er lystarstol, og búlimíu sem einkennist af stjórnlausum át-
köstum og uppköstum. Hann segir nauðsynlegt að sem flestir viti að þess-
ir sjúkdómar séu til. DV-mynd Brynjar Gauti
sín fyrir átköst sín og uppköst og
heldur þeim leyndum fyrir umhverf-
inu eins lengi og hægt er. Líkams-
þyngdin getur verið eðlileg og því
bregst umhverfið ekki við. Þegar
anorexíusjúkhngurinn hefur horast
niður fyrir flörutíu kíló fer umhverf-
ið hins vegar að bregðast við. Það er
reyndar oft ekki fyrr en þá sem for-
eldrunum eða öðrum nákomnum
finnst eitthvað athugavert,1' heldur
Ingvar áfram.
Anorexía þekkist meðal einstakl-
inga á aldrinum 10 til 50 ára en flest-
ir eru á aldrinum 14 til 17 ára þegar
þeir koma fyrst til meðferðar. Það
eru ekki bara stúlkur sem fá anorex-
íu heldur einnig piltar og er tíðnin 1
karl á móti 10 til 20 konum. Stundum
er um að ræða litla stráka. Búlimíu-
sjúklingurinn er orðinn eldri þegar
hann veikist en engar tölur liggja
fyrir um tíðni sjúkdómsins. Að því
er Ingvar segir er taliö að anorexíu
hafi fyrst verið lýst 1689. Fyrir
hundrað árum hafi umfiöllunin um
sjúkdóminn verið orðin mikil. Fram
til síðasta áratugar hafi hins vegar
fremur fáir virst falla undir skil-
greiningu búlimíu. Margt þyki þó
benda til að truflunin hafi verið fyrir
hendi.
Orsakirnar óþekktar
Orsakir anorexíu og búlimíu eru
alveg óþekktar. Kenningarnar eru
stundum sagðar jafnmargar og sér-
fræðingarnir. Ýmsir segja orsakirn-
ar sálrænar og kenna meðal annars
um samskiptaörðugleikum innan
fiölskyldunnar og því að mæðurnar
séu ofverndandi. Ingvar Kristjáns-
son segir aö alltof mikil áhersla hafi
verið lögð á aíbrigðileg fiölskyldu-
samskipti sem beina orsök. Rann-
sóknir hafi ekki sýnt að þetta sam-
band sé svona einfalt. Hins vegar
verði samskiptin innan þessara fiöl-
skyldna með fáum undantekningum
afbrigðileg vegna sjúkdómsins.
Ýmislegt þykir benda til að um sé
að ræða einhveijar truflanir í lík-
amsstarfseminni. Það hefur vakið
athygh að tíðir hafa stöðvast hjá ein-
um fiórða sjúklinganna áður en hin
eiginlega anorexía kemur fram.
Sumir sérfræðingar útiloka ekki
að anorexía og búhmía hafi getað
birst í öðru formi áður. Það hvernig
sjúkdómunnn birtist sé háð um-
hverfinu. í tískublöðum og ýmsum
öðrum tímaritum séu langar greinar
um megrunarkúra annars vegar og
matar- og kökuuppskriftir hins veg-
ar. Það er í tísku aö vera grannur.
Byrjar oft
eftir megrun
„Anorexía byrjar oft með þvi að
stúlkumar, ég tala um stúlkur því
þær eru í svo miklum meirihluta,
hafa farið í megrun. Það hefur stund-
um ekki þurft meira th en að til
dæmis fimleikakennari eða einhver
annar hefur sagt viðkomandi að hún
þurfi að grenna sig um 2 til 3 kíló.
Viðkomandi missir síðan alla stjóm
og heldur áfram að megra sig. Flestir
sjúklinganna afneita að nokkuð sé
að en innsæi er þó til hjá mörgum.
Það er þó yfirleitt vegna þrýstings frá
foreldrum, heimilislæknum eða eig-
inmönnum sem sjúklingarnir koma
til meðferðar."
Varðandi læknismeðferð leggur
Ingvar á það áherslu að fyrst sé
nauðsynlegt að tryggja sér samvinnu
við sjúklingana. Það geti hins vegar
verið mjög erfitt. Sjúklingunum
finnst meðferðin ógnandi og eru
hræddir við að þyngjast. Bjagaðar
hugmyndir anorexíujúklinga um
vaxtarlag sitt eru miklar. Grindhor-
aöir sjúklingar sjá sig sem belgi.
Sjúkhngarnir telja að þeir fitni um
leið og þeir borða kolvetnaríka fæðu.
Auðveldasti hluti meðferðarinnar
er þó að láta sjúklingana ná kjör-
þyngd, að því er Ingvar segir. Vand-
inn sé að halda kjörþyngdinni og fá
sjúklingana til að þroskast með at-
ferlismótandi og annarri meðferð.
Að sögn Ingvars getur það tekið tíu
ár að koma sjúklingunum til ein-
hverrar heilsu.
Hrædd um að fitna
af munnvatni
Anorexíusjúkhngar taka oft upp
óhæfilegar líkamsæfingar til að
brenna sem mestu af þeirri litlu fæðu
sem þeir hafa neytt. Ekki er óalgengt
að æfingarnar taki nokkrar klukku-
stundir á dag. Sumir sjúklingar setj-
ast ekki niður fái þeir tækifæri til
að standa. Aðrir klæða sig lítið th að
hitaeiningarnar fari út um húðina.
Einn greindi blaðamanni frá því að
hann hefði ekki þorað í sturtu af ótta
við að vatnið færi inn í gegnum húð-
ina. Annar hætti að nota tannkrem
og hrækti stöðugt. Þessi sjúklingur
hélt að hann yrði feitur af munn-
vatni. Þrátt fyrir varaþurrk notaði
sjúkhngurinn ekki varaáburð af ótta
við að fitna af honum.
Samtímis því sem sjúklingarnir
gæta þess að snæða eingöngu kol-
vetnasnauðan mat hafa þeir yndi af
því að elda venjulegan mat handa
öðrum. Ef engir eru til að þiggja
matinn er honum fleygt. Uppáhalds-
lestrarefnið er oft matreiðslubækur
og sjúklingarnir safna matarupp-
skriftum úr blöðum. Th að sleppa við
að borða með öðrum fiölskyldumeð-
limum segjast sjúkhngarnir oft vera
nýbúnir að borða.
Sjúklingar hafa greint frá því að
neyðist þeir til að borða með öðrum
reyni þeir að skera matinn í agnar-
litla bita, breiða úr honum á diskin-
um og ýta honum út á kantana til
að láta hta út fyrir að mikhl matur
sé á diskinum og einnig til að láta
hta svo út sem að búið sé að borða
af honum. Mikhvægt sé að skilja eft-
ir og standast freistinguna.
Lundernið breytist
Lunderni sjúklinganna breytist oft,
þeir verða óþohnmóðir, pirraðir og
hafa tilhneigingu th þunglyndis. Við
líkamsskoðun kemur í ljós alvarleg-
ur næringarskortur, lágur blóð-
þrýstingur og hægur hjartsláttur. Oft
má finna hækkað kólesteról í blóði
sjúklinganna og er það tahð stafa af
því að þeir neyta oft magurs osts í
stað annarrar fæðu. Hormónatrufl-
anir eru einnig meðal fylgikvihanna.
Að sögn Ingvars hefur um helm-
ingur búlimíusjúklinga áður haft
anorexíu. „Búlimíusjúkhngurinn er
ekki upptekinn af því að verða
grannur heldur af því að halda
ákveðinni líkamsþyngd. Búhmía sést
helst hjá þeim sem haldnir hafa ver-
ið anorexíu áður þvi þeir eru horað-
ir. Anorexíusjúklingurinn hefur
meinta stjórn á áti sínu en hefur í
raun misst valdið niður á við. Búlim-
íusjúklingurinn missir stjórnina af
og th. Auk þess að vera horaður get-
ur búlimíusjúklingur verið meðal-
holda eða feitur."
Til að reyna að vega upp á móti
stjórnlausum átköstum, sem geta
verið nokkur á dag eða nokkur á
viku, neytir búlimíusjúklingurinn
megrunarfæðis, framkaillar uppköst
eða tekur inn hægðalyf og þvagræsi-
lyf. í verstu tilfellunum hafa sjúkl-
ingar sem framkalla uppköst ekki
haft hægðir í mörg ár.
Köstin í leynum
Ingvar segir að búlimíusjúklingur-
inn borði oft fæðu sem auðvelt sé að
kasta upp og drekki vökva sem ekki
sé ógeðslegt að kasta upp. „Köstin
fara nær alltaf fram í leynum. Stund-
um byija þau eftir óþæghegan atburð
ar andfélagslegar hneigðir og nefnir
Ingvar sem dæmi þjófnað og þá ekki
bara á mat. Sumir hafa verið lauslát-
ir og misnotkað bæði áfengi og önnur
vímuefni.
Alvarlegir fylgikvillar
„Sjúklingar með búlimíu geta feng-
ið alvarlega líkamlega fylgikvilla.
Bæði uppköstin og notkun hægða-
lyfia leiða til kalíumtaps sem getur
orsakað hjartsláttaróreglu, jafnvel
banvæna. Krampaflog, útlimadoði og
sársaukafullur vöðvasamdráttur í
útlimum geta einnig komiö fyrir.
Þessi einkenni eru afleiðing af efna-
skiptatruflunum. Líkamsþyngd
þessara sjúklinga er oftast viðunandi
en engu að síður eru tíðatruílanir
algengar. Þetta bendir til aö óeðlileg-
ar matarvenjur geti truflað tíðir án
tillits til líkamsþyngdarinnar,'' segir
Ingvar.
Ekki er vitað um dauðsfóll af völd-
um anorexíu og búlimíu hér á landi
en að sögn Ingvars var hann nærri
búinn að missa sjúkling þar sem
hann starfaði í Englandi.
í heilaaðgerð eins
og glæpamenn
„Sjúklingurinn, sem var hjúkrun-
arkona, hafði tekið inn mikið af
þvagræsandi lyfium og framkallaði
uppköst. Hún var svo slungin að hún
ældi út um gluggann á sjúkrahúsinu.
Hún missti mikið kalíum og fékk
hjartastopp en var lífguð viö. Stúlkan
var í viðstöðulausri sjálfsmorðs-
hættu. Árásargirni stúlkunnar
beindist gegn henni sjálfri og töldu
læknar sig verða að gera á henni
heilaaðgerð, sams konar og gerðar
hafa verið á japönskum glæpamönn-
um. í slíkri aðgerð er möndlukjarni
í heilanum skemmdur til að gera
mennina minna hættulega. Aðgerðin
á stúlkunni heppnaðist og henni
batnaði," segir Ingvar en bætir því
við að um algjöra undantekningu
hafi verið að ræða.
Nauósynlegt að
vera vakandi
Ingvar leggur á það áherslu að á
unghngsárunum mótist sjálfsímynd-
in verulega. Þá séu einstaklingarnir
viðkvæmir og einmitt á þeim tíma
sé algengt að stúlkur fitni. Lág-
marksþyngd sé hins vegar nauðsyn-
leg til að kirtlaþroski verði eðlilegur.
Ingvar segir að allir sem starfi með
börnum og unghngum verði að vera
vel vakandi og bendir á að tannlækn-
ar eigi í sumum tilfehum að geta séð
einkenni hjá búlimíusjúklingum.
Vegna stöðugra uppkasta skemmir
magasýran, sem er sterk, glerung-
inn. Það er nauðsynlegt að sem flest-
ir viti að þessir sjúkdómar séu til.“
-IBS