Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Qupperneq 50
62
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991.
Laugardagur 28. september
SJÓNVARPIÐ
15.00 iþróttaþátturlnn. 15.00 Enska
knattspyrnan. Mörk síðustu um-
ferðar. 16.00 Breska meistara-
mótið í þeysu. 17.00 Aflraunamót
á Akureyri. 17.50 Úrslit dagsins.
18.00 Alfreð önd (50). Hollenskur
teiknimyndaflokkur. Þýðandi Ingi
Karl Jóhannesson. Leikraddir
Magnús Ölafsson.
18.25 Kasper og vlnlr hans (23)
(Casper & Friends). Bandarískur
teiknimyndaflokkur um vofukrílið
Kasper. Þýðandi Guðni Kolbeins-
son. Leiklestur Leikhópurinn
Fpntgcíg
18.50 Táknmálsfréttlr.
18.55 Úr rlkl náttúrunnar. Ljónið Kali.
(Wildlife on One: Kali - The Li-
on). Bresk fræðslumynd um um
lión í Kenýa. Þýðandi og þulur
Oskar Ingimarsson.
20.00 Fréttlr og veður.
20.35 Lottó.
20.40 Úkuþór (5) (Home James).
Breskur gamanmyndaflokkur.
Þýðandi Ölöf Pétursdóttir.
21.05 Fólklð í landlnu. Þar sem and-
blær hins liðna og alþjóðlegir
straumar mætast getur allt gerst.
Inga Rósa Þórðardóttir ræðir við
Þóru Guðmundsdóttur og Axel
Beck á Seyðisfirði. Dagskrárgerð
Plús film.
21.30 Parisarkona (A Woman of Par-
is). Biómynd frá 1923 eftir meist-
ara Chaplin. Ung kona, sem er á
leið í hjónaband, verður fyrir mis-
skilning ástkona auðmanns i Par-
is. Aðalhlutverk Edna Purviance,
Adolphe Menjou og Carl Miller.
22.50 Niu og hálf vika (9'/2 Weeks).
Bandarísk bíómynd frá 1986. I
myndinni segir frá manni sem
dregur konu á tálar og fær hana
til að láta í einu og öllu undan
kynferðislegum órum sinum.
Leikstjóri Adrian Lyne. Aðalhlut-
verk Mickey Rourke og Kim Bas-
inger. Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir. Myndin er ekki við hæfi
barna. \
0.45 Útvarpsfréttir i dagskrárlok.
I
9.00 Meó Afa. Afi er kominn úr sum-
arfrii og hefur áreiðanlega frá
mörgu skemmtilegu að segja en
hann mun ekki gleyma að sýna
ykkur skemmtilegar teiknimyndir.
Umsjón: Agnes Johansen.
10.30 Á skotskónum (Kickers).
Teiknimynd um stráka sem vita
ekkert skemmtilegra en að spila
fótbolta.
10.55 Af hverju er himlnnlnn blár?
(I want to know). Svör við spurn-
ingum um allt á milli himins og
jarðar.
11.00 Fimm og furðudýriö (Five chil-
dren and It). Framhaldsþáttur fyr-
ir börn og unglinga.
11.25 Á ferð með New Kids on the
Block. Teiknimynd.
12.00 Á framandi slóðum (Redis-
covery of the World). Þáttur um
framandi staði í veróldinni.
12.50 Á grænni grund. Endurtekinn
þáttur frá siðastliðnum miðviku-
degi. Umsjón: Hafsteinn Hafliða-
son.
12.55 Sérfræðingarnlr (The Experts).
Gamanmynd um tvo töffara sem
er rænt. Þeir eru fluttir til Sovét-
rlkjanna þar sem þetr eiga að
kenna sovéskum njósnurum
hvernig eigi að vara svalur I
Bandaríkjunum. Aðalhlutverk:
John Travolta, Arye Gross, Char-
les Martin Smith og Kelly Pres-
ton. Leikstjóri: Dave Thomas.
14.25 Draumagengið (The Dream
Team). Oborganleg mynd um
fjóra geðsjúklinga sem ganga
lausir í stórborginni New York.
Aðalhlutverk: Michael Keaton,
Christopher Lloyd og Peter
Boyle. Leikstjóri: Howard Zieff.
16.15 Sjónauklnn. Endurtekinn þáttur
þar sem Helga Gi'ðrún Johnson
leit inn til Lydiu Pálsdóttur. Lydia
er einstök kona sem ólst upp I
Mið-Evrópu, flutti svo til islands
og gekk að eiga þjóðkunnan
listamann, Guðmund Einarson
frá Miðdal. Lydia er handhafi
fyrsta meistarabréfs í leirkera-
smíði, hún rak fyrirtæki og versl-
un um árabil, kleif Alpana og
þvældist um allt hálendi Islands
á timum þegar konur létu körlum
eftir slík ævintýri.
smAauglýsingasIminn
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
99-6272
-talandi dæmi um þjónustul
17.00 Falcon Crest. Bandariskur fram-
haldsþáttur.
18.00 Popp og kók.
18.30 Bilasport. Endurtekinn þátturfrá
siðastliðnum miðvikudegi. Um-
sjón: Birgir Þór Bragáson.
19.19 19:19.
20.00 Morðgáta. Jessica Fletcher leys-
ir flókin sakamál.
20.50 HeimsblkarmótFlugleiöa’91.
21.00 Á noröurslóðum (Northern Ex-
posure). Bandarlskur mynda-
flokkur um lækninn Joel sem
starfar I Alaska.
21.50 Lokaslagurinn (Homeboy).
Mickey Rourke er hér í hlutverki
hnefaleikakappa sem freistar þess
að vinna meistaratitil þrátt fyrir
lélega heilsu. Aðalhlutverk: Mic-
key Rourke, Cristopher Walken
og Deborah Feuer. Leikstjóri:
Michael Seresin. Bönnuð börn-
um.
23.25 HeimsbikarmótFlugleiða’91.
23.35 Ljúgvitni (False Witness). Mynd
sem segir frá framagjörnum sak-
sóknara sem er mikið í mun að
leysa nauðgunarmál. Aðalhlut-
verk: Phylicia Rashad, Philip
Michael Thomas og George
Grizzard. Leikstjóri: Arthur Allan
Seidelman. Bönnuð börnum.
1.05 Busavigslan (Rush Week).
Þetta er hrollvekja sem gerist í
háskólabæ I Bandaríkjunum.
Önnin er að byrja og klikurnar
eru að taka inn nýja meðlimi og
vígja þá inn i klikurnar. Þetta árið
fer allt úr böndunum þvi morð-
ingi gengur laus. Aðalhlutverk:
Pamela Ludwig, Dean Hamilton,
Roy Thinnes og Don Grant. Leik-
stjóri: Bob Bralver. Stranglega
bönnuð börnum.
2.35 Ofurhuginn (The Swashbuckl-
er). Ævintýramynd um sjóræn-
ingja nokkurn sem verður yfir slg
ástfanginn af sannkallaðri dömu.
Aðalhlutverk: Robert Shaw, Ja-
mes Earl Jones, Peter Boyle og
Beau Bridges. Leikstjóri: James
Goldstone. Stranglega bönnuð
börnum.
4.15 Dagskrárlok.
8.05 Söngur vllliandarlnnar. Þórður
Árnason leikur dægurlög frá fyrri
tið. (Endurtekinn þáttur frá síð-
asta laugardegi.)
9.03 Helgarútgáfan. Helgarútvarp
rásar 2 fyrir þá sem vilja vita og
vera með. Umsjón: Lisá Páls og
Sigurður Þór Salvarsson.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Helgarútgáfan heldur áfram.
16.05 Rokktiðindi. Umsjón: Skúli
Helgason.
17.00 Með grátt I vöngum. Gestur
Einar Jónasson sér um þáttinn.
(Einnig útvarpað í næturútvarpi
aðfaranótt miðvikudags kl. 1.00.)
19.00 Kvöldfréttlr.
19.32 Á tónleikum . Lifandi rokk.
(Endurtekinn þáttur frá þriðju-
dagskvöldi.)
20.30 Lög úr kvikmyndum. - Kvöld-
tónar.
22.07 Gramm á fóninn. Umsjón:
Margrét Blöndal.
2.00 Næturútvarp á báðum rásum
til morguns.
NÆTURÚTVARPIÐ
2.00 Fréttir.
2.05 Næturtónar.
5.00 Fréttir af veöri, færð og flug-
samgöngum.
5.05 Tengja. Kristján Sigurjónsson
tengir saman lög úr ýmsum átt-
um. (Frá Akureyri.) (Endurtekið
úrva! frá sunnudegi á rás 2.)
6.00 Fréttlr af veöri, færð og flug-
samgöngum. (Veðurfregnir kl.
6.45.) - Kristján Sigurjónsson
heldur áfram að tengja.
Rás I
FM 92,4/93,5
HELGARÚTVARPIÐ
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Jakob
Ágúst Hjálmarsson flytur.
7.00 Fréttlr.
7.03 Músik að morgnl dags. Um-
sjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
7.30 Fréttir á ensku.
8.00 Fréttlr.
8.15 Veðurfregnir.
8.20 Söngvaþlng. Karlakórinn Þrestir,
Inga Maria Eyjólfsdóttir, Berg-
þóra Árnadóttir, Jón Kr. Ölafs-
son, Savanna tríóið, Nína Sveins-
dóttir, Brynjólfur Jóhannesson
og Hörður Torfason syngja.
9.00 Fréttir.
9.03 Funl. Sumarþáttur barna Um-
sjón: Elisabet Brekkan. (Einnig
útvarpað kl. 19.32 á sunnudags-
kvöldi.)
10.00 Fréttir.
10.03 Umferðarpunktar.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Fágætl. Rómeó og Júlia, hljóm-
sveitarsvita númer 2 ópus 64 eft-
ir Sergei Prokofiev.
11.00 i vikulokln. Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson.
12.00 Útvarpsdagbókin og dagskrá
laugardagslns.
12.20 Hádeglsfréttir.
12.45 Veöurfregnir. Auglýsingar.
13.00 Sumarauki. Astor Piazzolla leik-
ur tónlist frá Buenos Aires í Arg-
entínu og Zarah Leander syngur
lög með suðrænum blæ.
13.30 Sinna. Menningarmál i vikulok.
Umsjón: Jón Karl Helgason.
14.30 Átyllan. Staldrað við á kaffihúsi,
að þessu sinni í Tíról.
15.00 Tónmenntlr. Bohuslav Martinu.
Fyrri þáttur. Umsjón: Valdemar
Pálsson. (Einnig útvarpað þriðju-
dag kl. 20.00.)
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Mál tll umræðu. Stjórnandi:
Bjarni Sigtryggsson.
17.10 Siðdegistónllst. Innlendar og
erlendar hljóðritanir. Umsjón:
Una Margrét Jónsdóttir.
18.00 „Sestu hérna hjá mér“ ... Ljóð
Daviðs Stefánssonar i búningi
íslenskra tónskálda. Umsjón:
Kristján Sigurjónsson. (Frá Akur-
eyri.)
18.35 Dánarfregnlr. Auglýsingar.
18.45 Veðurfregnlr. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttlr.
19.30 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli
Árnason. (Endurtekinn frá þriðju-
dagskvöldi.)
20.10 „Austurstræti 3”, smásaga eftir
Guðlaug Arason. Höfundur les.
21.00 Saumastofugleðl. Umsjón og
dansstjórn: Hermann Ragnar
Stefánsson.
22.00 Fréttlr. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnlr.
22.20 Dagskrá morgundagslns.
22.30 Sögur af dýrum. Umsjón: Jó-
hanna Á. Steingrímsdóttir. (Frá
Akureyri.) (Endurtekinn þátturfrá
mánudegi.)
23.00 Laugardagsflétta. Svanhildur
Jakobsdóttir fær gest í létt spjall
með Ijúfum tónum, að þessu
sinni Ólaf Stephensen markaðs-
ráðgjafa.
24.00 Fréttlr.
0.10 Svelflur. Létt lög I dagskrárlok.
1.00 Veðurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báðum rásum
tll morguns.
9.00 Brot af því besta.... Eiríkur
Jónsson hefur tekið saman það
besta úr dagskrá síðastliðinnar
viku og blandar því saman við
tónlist.
10.00 Nú er lag. Gunnar Salvarsson
leikur blandaða tónlist úr ýmsum
áttum ásamt þvi sem hlustendur
fræðast um hvað framundan er
um helgina. -----
12.00 Hádeglsfréttlr frá fréttastofu
Bylgjunnar og Stöðvar 2.
13.00 Lalli segir, Lalli segir. Fram-
andi staðir, óvenjulegar uppskrift-
ir, tónverk vikunnar og fréttir eins
og þú átt alls ekki að venjast
ásamt fullt af öðru efni út í hött
og úr fasa.
Listasafn Bylgjunnar. Hverjir komast
í Listasafn Bylgjunnar ræðst af
stöðu mála á vinsældalistum um
allan heim. Við kynnumst ekki
bara einum lista frá einni þjóð
heldur flökkum vitt og breitt um
viðan völl í efnistökum. Umsjón-
armenn verða Ölöf Marín, Snorri
Sturluson, tónlistarstjóri Bylgj-
unnar, og Bjarni Dagur.
17.17 Vandaðar fréttir frá fréttastofu
Bylgjunnar og Stöðvar 2.
17.30 Listasafn Bylgjunnar.
19.30 Fréttir. Útsending Bylgjunnar á
fréttum úr 19.19, fréttaþætti
Stöðvar 2.
21.00 Pétur Steinn Guðmundsson.
Laugardagskvöldið tekið með
trompi. Hvort sem þú ert heima
hjá þér, í samkvæmi eða bara á
leiðinni út á lifið ættir þú að finna
eitthvað við þitt hæfi.
1.00 Heimir Jónasson.
4.00 Arnar Albertsson.
9.00 Jóhannes B. Skúlason alltaf
léttur, alltaf vakandi. Ef eitthvað
er að gerast fréttirðu það hjá Jó-
hannesi.
13.00 Léttir og sléttir tónar.
14.00 Getraun dagsins.
15.00 Ratleikurinn.
16.00 íþróttaúrslit dagsins.
17.00 Björgúlfur Hafstað með topp
tónlist sem kemur til með að kitla
tærnar þínar fram og til baka.
18.00 Magnús Magnússon hitar upp
fyrir kvöldið sem verður vonandi
stórgott.
22.00 Stefán Sigurðsson sér um næt-
urvaktina og verður við öllum
óskum með bros á vör. Siminn
er 679102.
3.00 Næturpopp.
FM#957
9.00 Jóhann Jóhannsson er fyrstur
framúr i dag. Hann leikur Ijúfa
tóniist af ýmsum toga.
10.00 Ellismellurdagsins. Núerrykið
dustað af gömlu lagi og því
brugðið á fóninn, hlustendum til
ánægju og yndisauka.
11.00 Litlð yflr daginn. Hvað býður
borgin upp á?
12.00 Hvað ert’aö gera? Valgeir Vil-
hjálmsson og Halldór Backman:
Umsjónarmenn þáttarins fylgjast
með íþróttaviðburðum helgarinn-
ar, spjalla við leikmenn og þjálf-
ara og koma að sjálfsógðu öllum
úrslitum til skila. Ryksugurokk af
bestu gerð sér um að stemmning-
in sé á réttu stigi.
15.00 Fjölskyldulelkur Trúbadors-
ins. Hlustendum boðið út að
borða.
15.30 Nú er dregið I Sumarhapp-
drætti Pizzusmiðjunnar og Ver-
aldar. Heppnir gestir Pizzusmiðj-
unnar vinna sér inn sólarlanda-
ferð að verðmæti 50 þúsund.
16.00 American Top 40. Bandariski
vinsældalistinn. Þetta er virtasti
vinsældalisti í heimi, sendur út
samtímis á yfir 1000 útvarps-
stöðvum i 65 löndum. Það er
Shadoe Stevens sem kynnir 40
vinsælustu lögin i Bandaríkjun-
um i dag. Honum til halds og
trausts er Valgeir Vilhjálmsson.
20.00 Ragnar Már Vilhjálmsson er
kominn í teinóttu sparibrækurnar
því laugardagskvöldið er hafið
og nú skal tónlistin vera i lagi.
Öskalagalinan er opin eins og
alltaf. Sími 670-957.
22.00 Darri Ólason er sá sem sér um
að koma þinni kveðju til skila.
Láttu í þér heyra. Ef þú ert I sam-
kvæmi skaltu fylgjast vel með því
kannski ertu í aðalsamkvæmi
kvöldsins.
23.00 Úrslit samkvæmisleiks FM
verða kunngjörð. Hækkaðu.
3.00 Seinni næturvakt FM.
FMfeo-9
AÐALSTOÐIN
9.00 Lagt í’ann. Umsjón Gunnar
Svanbergsson.
12.00 Eins og fólk er flest. Umsjón Ing-
er Anna Aikman.
15.00 Gullöldin. Umsjón Ásgeir Tóm-
asson og Berti Möller.
17.00 Bandaríski sveitasöngvalistínn.
Umsjón Erla Friðgeirsdóttir. Beint
frá Ameríku undir stjórn Bob
Kingsley.
21.00 í dægurlandi. Umsjón Garðar
Guðmundsson. Endurtekinn
þáttur frá siðastliðnum sunnu-
degi.
23.00 Helgarsveifla. Umsjón Ágúst
Magnússon. Óskalagasími
626060.
Hijóðbylgjan
FM 101,8 á Ækureyii
16.00-19.00 Axel Axelsson tekur
púlsinn á þvi sem er að gerast
um helgino. Axel hitar upp með
taktfastri tónlist sem kemur öllum
i gott skap. Siminn 27711 er
opinn fyrir afmæliskveðjur og
óskalög. Þátturinn Reykjavík síð-
degis frá Bylgjunni kl. 17.00-
18.30. Fréttir frá fréttastofu Bylgj -
unnar/Stöðvar 2 kl. 17.17.
áLrá
FM-102,9
7.00 Tónlist.
12.00 Ólafur Jón Ásgeirsson.
13.30 Bænastund.
17.30 Bænastund.
0.50 Bænastund.
1.00 Dagskrárlok.
Bænalínan er opin á laugardögum frá
kl. 12.00-1.00, s. 675320.
0**
5.00 Elephant Boy.
5.30 The Flying Kiwi.
6.00 Fun Factory.
10.00 Danger Bay.
10.30 Sha Na Na. Tónlistargamanþátt-
ur.
11.00 Beyond 2000. Nýjasta tækni og
visindi.
12.00 Combat. Framhaldsmynda-
flokkur.
13.00 Fjölbragöaglima.
14.00 Monkey.
15.00 The Disappearences. Sjón-
varpsmynd.
17.00 Robin of Sherwood.
19.00 Unsolved Mysterles.
20.00 Cops I og II.
21.00 Fjölbragðaglima.
22.00 The Rookies.
23.00 The Last Laugh.
23.30 Ohara.
00.30 Pages from Skytext.
SCRCENSPORT
6.00 Stop 4 man Beach.
7.00 Action Auto.
7.30 Gillette sporfpakklnn.
8.00 Tennis.
9.00 Nascar Winston Cup.
10.00 Indy Car.
11.00 StopBattleof MonsterTrucks.
12.00 Knattspyrna í Argentínu.
13.00 íþróttlr i Frakklandl.
13.30 UK Athletics.
15.00 Powersport International.
16.00 Motor Sport.
16.30 Pro Superbike.
17.00 Blak.
18.00 International Kickboxing.
19.00 FIA evrópurallikross.
20.00 Rugby World Cup.
21.00 Ameriski háskólafótboltlnn.
23.00 Blak.
24.00 Nascar Wlnston Cup.
1.00 Hnefaleikar.
2.00 Ameriskur háskólafótbolti.
3.00 FIA evróputrukkakeppnl.
4.00 Tennis.
5.30 Pro Superbike.
- Bohuslav Martinu
Tékkneska tónskáldiö Bo-
huslav Martinu, sem fædd-
ist í desember áriö 1890, bjó
næstum allan tónskáldafer-
il sinn utan heimalands
síns. Árið 1923 fór hann til
náms hjá Aibert Roussel i
París og þar bjó hann allt til
ársins 1940. Innrás þýsku
herjanna varö til þess að
hann Qúöi vestur um haf og
bjó í Bandaríkjunum til
1956. Hann lést áriö 1959 í
Basel í Sviss.
Martinu var ákaflega af-
kastamikið tónskáld. Eftir
hann liggja um þaö bil 400
tónverk. Tónhst hans er
jafnan mjög ryþmisk og lag-
ræn og því öllu aðgengilegri
en tónlist flestra samtíöar-
manna hans.
.. t Tónmenntarþætti Rasar
1 i dag og næsta laugardag
Tónskáidiö Martinu.
verða leiknir kaflar úr verk-
um Martinus, bæöi þekkt-
um og óþekktum, meðal
annars sinfóníunum og
óperunni „Juliettea”, með
þaö fyrir augum aö gefa
hlustendum sem flölbreytt-
asta mynd af sköpunarverki
iónskáldsins,; Umsjón með
þáttunum hefur Valdemar
Pálsson.
Kim Basinger og Mickey Rourke sem ástsjúka parið.
Sjónvarp kl. 22.50:
Níu og hálf vika
I kvöld birtast okkur á
skjánum tvær skærustu
stjömur Hollywood í dag í
eini mögnuðustu ástarlífs-
mynd samtímans. Þaö eru
þau Mickey Rourke og Kim
Basinger sem túlka hér
elskendur í mjög svo sér-
stöku ástarsambandi. Elísa-
bet og John kynnast fyrir
tilviljun á götu í New York
og áður en Elísabet veit af
er hún búin aö tapa sér í
furðulegu en ómótstæðilegu
sambandi við John. Með
þessum kröfuharða og
ögrandi elskhuga upplifir
hún ótakmarkaðan unað,
umfram allt sem hún hafði
áður getað ímyndað sér en
það krefst þess að hún gefi
sig honum algerlega á vald.
Adrian Lyne, leikstjóri
myndarinnar, er þekktur
fyrir hstrænar og fallegar
senur í myndum sínum.
Hann hefur hlotið mikið lof
fyrir leikstjórn og óskars-
verðlaunin féllu honum í
skaut árið 1988 fyrir Hættu-
leg kynni (Fatal Áttraction).
Þrjár útgáfur era til af
myndinni. Ein er fremur
mikið khppt og ætluð
Bandaríkjamarkaði, önnur
er myndbandseintakið sem
var nokkuð grófari en þó
ekki líkt eins og sú þriðja
sem fór á Evrópumarkað.
Spurningin er hvaða útgáfu
Sjónvarpið sýnir?
Stöð2kl. 21.50:
Aödáendur Mickeys Ro-
urke geta valiö um aðra
mynd með kappanum því
aö Stöð 2 sýnir Homeboy. 1
þessari mynd fer Rourke
með hlutverk atvinnu-
hnefaleikarans Johnnys
Walker. í smábæ við sjáv-
arsíðuna, sem má muna
sinn fífil fegri, kynnist liann
þeim tveimur manneskjum
sem eiga eftir að breyta lífi
hans. Önnur er Wesley sem
þarftiast Johnny til að upp-
fylla drauma sína um að
verða ríkur, Hin er Ruby,
kviklynd og viðkvæm kona
sem lætur sig dreyma um
að gera upp hringekju.
Johnny hefur lengi beðið
eftir stóra sigrinum en hann
veit aö dagar hans sem
hnefaleikamanns eru senn
taldir. Sjón lians og heyra
er farin að daprast og eitt
högg gætidrepiðhann. Wes-
Mickey Rourke i hlutverki
hnefaleikakappans.
ley býður Jolumy bardaga,
í keppninni um meistaratit-
ihnn, sem hann þiggur í
þeirri von aö vinna ástir
Ruby en bardaginn gæti
einnig orðið hans síðasti.
Tónlistin í myndimiier eftir
gítarsnillinginn Eric Clap-
ton. Myndin er bönnnð
börnum.