Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991. Myndbönd Sjálfum sér verstur FINAL VERDICT Úlgefandl: Skífan. Leikstjóri: Jack Fisk. Adalleíkarar: Treat Williams og Glenn Ford. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 92min. Leyfð fyrir alla aldurshópa. Sögumanneskjan í þessari ágætu mynd er kona sem er aö rifja upp æsku sína og segja frá fööur sínum. Sá er mjög snjall lögfræðingur sem hingað til hefur ekki sett fyrir sig hvort skjólstæðingur hans er sekur eða saklaus og telur að allir eigi rétt á að fá að verja sig. En þegar hann í snilldarræðu fær mann sýknaðan af morðákæru sem hann veit fyrir víst að hann framdi fær hann viðbjóð á sjálfum sér og þá koma skuggahliðar hans í ljós, hliðar sem dóttirin, sem dýrkar föður sinn, hafði aldrei vitað um. Final Verdict er gott drama þar sem þemað er samband' föður og dóttur en um leið er fylgst með tveimur spennandi málum fyrir rétti. Treat Wiliiams hefur sjaldan verið betri en í þessari mynd og er túlkun hans á lögfræðingnum eftir- minnileg. Aðhaldalífi GARWOOD: PRISONER OF WAR Útgefandi: Kvikmynd. Leikstjóri: Bert Gold. Aðalhlutverk: Ralph Macchio, Marfin Sheen og Noah Blake. Bandarisk, 1990 - sýningartími 95 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sagan sem sögð er í Garwood - Prisoner of War er byggð á sönnum atburðum og segir sögu fanga eins í Víetnamstríðinu. Fangi þessi hef- ur ákveðið að lifa af stríðið og lær- ir því mál fangavarða sinna og ger- ir ýmis viðvik fyrir þá, meðal ann- ars að vera túlkur. Þetta misskilja aðrir fangar og halda að hann sé genginn til liðs við óvininn. Gar- wood verður lengur fangi heldur en nokkur annar hermaður og er ekki sleppt fyrr en mörgum árum eftir að stríðinu lýkur. Þá kemur það honum um koll að hafa lært víetnömsku og „hjálpað til“. Þeir sem voru fangar með honum vitna gegn honum og hann er dæmdur til að lifa við það að hafa verið nið- urlægður í herrétti. Ef rétt er farið með þá er óréttlæt- ið mikið sem Garwood fær yfir sig hjá löndum sínum því hann þurfti eins og aðrir að þola pyndingar og víst er að hefði hann ekki tekið þessa afstööu hefði hann örugglega verið drepinn. Garwood er aö ágæt- lega gerð mynd en helsti galli henn- ar er ósannfærandi leikur Ralph Macchio í titilhlutverkinu. ★★ Kabarettsöngvari og konungur KING RALPH Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: David S. Ward. Aðalhlutverk: John Goodman, Peter O’To'ole og John Hurt. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 97 min. Leyfð ölium aldurshópum. John Goodman er á góðri leið með að verða einn vinsælasti gam- anleikarinn í Bandaríkjunum og verður fróðlegt að sjá hvernig hon- um tekst að koma Fred Flintstone til skila í leikinni kvikmynd sem verið er að gera. Goodman er samt fyrst og fremst þekktur sem eigin- maður Roseanne í samnefndum þáttum og hefur oftar en ekki skyggt á hina þéttholda leikkonu. Sjálfur er Goodman vel í holdum og nýtir vöxt sinn yfirleitt, í leik sínum. Hlutverk kabarettsöngvarans í King Ralph, sem verður konungur Englands, er bitastætt og Goodman gerir sér líka mat úr hlutverkinu og eru góð atriðin í myndinni þar sem hann fær að njóta sín í einleik. Þegar öll konungsfjölskylda Eng- lands ferst í slysi er farið að leita að erfingja. Sú leit er erfiö en loks fmnst erfingi í líki píanóleikarans og söngvarans Ralphs sem býr í Las Vegas. Ralph er atvinnulaus og stórskuldugur og tekur því boð- inu um að vera kóngur. Hann sér samt fljótlega að hirðsiðir og strangar reglur eiga lítið við hans lífsstíl og er því ekkert alltof ánægður með veruna í höllinni. Ralph vill losna undan oki konung- dómsins en það er hægara sagt er gert, þó að einstaka þrjótar í þing- liði hafi fullan hug á aö koma hon- um úr embætti. Eins og oft með gamanmyndir, sem hafa fáránlegan söguþráð, eru þaö einstaka atriöi sem verða minnisstæðust, til dæmis heim- sókn Afríkukonungsins, kynni Ralphs af prinsessu Finnlands og uppátæki hans í konungsveislunni JOHN 000DMAN - PHTER ÖTOOLE sí l£E«2v, Ralph I. (John Goodman) i keiluspili sem er eitt af áhugamálum hans. þegar hann er orðinn grautfúll á hræsniríhi og tekur málið í sínar hendur hvað varðar tónlistarval. Þegar á heildina er litið er King Ralph ekki nema meðalgaman- mynd. John Goodman er oft góður en hann getur ekki bjargað hand- ritinu sem er" ekki nógu fyndið. King Ralph er samt aldrei leiðinleg kvikmynd en hún er heldur ekki jafn bráðQörug og söguþráöurinn gefur til kynna. -HK DV-myndbandalistinn 1 (1) The Bonefire of the Vanitfes 2 (3) Awakenings ar ■- 3 (-) Kíng Ralph 4 (4) In Bed with Madonna 5 (2) Pacific Heights 6 (6) Look Who’s Talking too llljll ^ hpt'1 ^ 7 (-) Sibling Rivalry 8 (8) Repossessed 9 (7) The Rookie 10 (-) Rainbow Drive | - pP ^ ■ 11 (5) Postcards from the Edge 12 (10) Bittu mig, elskaðu mig Ein af nýju myndunum, sem fer inn á vinsældalistann þessa vikuna er sakamálamyndin Rainbow Drive sem er í tiunda sæti. Petei Weller, sem er á myndinni ásamt Kathryn Harrold, teikur lögreglu- mann sem verður nánast vitnl að fjöldamorðum en áðferðir við rann- sókn málsins vekja hjá honum grunsemdir. 13 (•) Desperate Hours 14 (13) Fast Getaway 15 (14) Eve of Destruction ★★ Nýliðaraunir BLUE STEEL Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Kathryn Bigelow. Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis, Ron Silver, Elizabeth Péna og Louise Fletc- her. Bandarísk, 1990 -sýningartími 98 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Á fyrsta degi sínu í starfi götulög- regluþjóns hendir það Megan Turner (Jamie Lee Curtis) að þurfa að drepa þjóf í sjálfsvörn þegar hún stendur hann að verki í stórri kjör- búð. Ekki fær hún þakklæti frá yfirmönnum sínum fyrir verknaö- inn heldur er hún rekin tímabund- ið úr starfi. Stafar það aö því að byssa sem hún segir að þjófurinn hafi miðað á hana finnst ekki. Turner er því ásökuð um gáleysi í starfi. Þetta er byrjunin á spennumynd- inni Blue Steel og ekki svo galin byijun og myndin heldur vel dampi framan af, ránið í kjörbúðinni er mjög vel gert og svo er er morðing- inn ógnvekjandi persónusköpun, geðveikur maður sem heldur sig yfir aðra hafinn um leið og hann tekur sér skotvopn í hönd. En ferskleikinn hverfur þó fljótlega og eftir því sem líður á myndina verð- ur söguþráðurinn ruglingslegri og ósennilegri og myndin tekur hvað eftir annað „óvænta“ stefnu án þess að koma áhorfandanum á óvart. Jamie Lee Curtis leikur Megan Turner oft meira af vilja en getu, en henni er vorkunn, persónan sem hún leikur er látin snúast í of mörgu og verður í lokin of flókin fyrir mynd af þessu tagi. Mikið er um óþarfa subbuskap í myndinni sem keyrður er upp í hægum tök- um, má nefna uppgjörið milli Turn- ers og morðingjans sem allt er í „slow motion“ eingöngu til að auka áhrifm. -HK Stjómlaust sköpunarverk EVE OF DESTRUCTION Útgefandi: Bióhöllin. Leikstjóri: Duncan Gibbins. Aóalhlutverk: Gregory Hines, Renée Soutendijk og Michael Greene. Bandarisk, 1991 -sýningartími 98 min. Bönnuó börnum innan 16 ára. Það er ekki svo vitlaust að segja aö Eve of Destruction sé framtíðar Frankensteinmynd. Hún fjallar um vísindakonuna Eve Simmons (Renée Soutendijk) sem skapar ró- bót í eigin mynd. í einni „prufu- keyrslunni” verður Eva VIII en svo nefnist róbótinn, vitni að banka- ráni og skotbardaga í leiðinni. Þetta breytir allri líkamsstarfsemi henn- ar og hún verður stjórnlaust dráps- tæki sem gæti haldið áfram að drepa endalaust ef þaö verður ekki stoppað, en til að koma Evu VIII fyrir kattarnef, þarf að að komast að innstu hugsunum hinnar raun- verulegu Evu. Eve of Destruction er misjöfn mynd. Sum atriði eru virkilega vel gerð, en önnur misjöfn. Söguþráð- urinn er skemmtilegur fyrir alla sem hafa gaman af vísindaskáld- skap en lítið er samt bitastætt þeg- ar kafað er undir yflrborðið. Hol- lenska leikkonan Renée Soutendijk kemst vel frá tvöföldu hlutverki í sinni fyrstu Hollywoodkvikmynd. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.