Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 50
62
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991.
Laugardagur 19. október
SJÓNVARPIÐ
13.45 Enska knattspyrnan. Bein út-
sending frá leik Manchester Un-
ited og Arsenal í fyrstu deild
ensku knattspyrnunnar. Umsjón
Bjarni Felixson.
16.00 íþróttaþátturinn. I Iþróttaþætt-
inum verður að vanda fjölbreytt
efni úr ýmsum áttum, þar á með-
al: 16.00 Manarrallið 1991. Öku-
þórinn Steingrímur Ingason var á
meðal keppenda. 17.00 Alþjóð-
legt fimleikamót. 17.50 Úrslit
dagsins. Umsjón Samúel Örn
Erlingsson.
18.00 Múmínálfarnir (1). Teikni-
myndaflokkur um álfana í Múm-
índal þar sem allt mögulegt og
ómögulegt getur gerst. Þýðandi
Kristín Mántylá. Leikraddir Kristj-
án Franklín Magnús og Sigrún
Edda Björnsdóttir.
18.25 Kasper og vinir hans (26)
(Casper & Friends). Bandariskur
myndaflokkur um vofukrílið
Kasper. Þýðandi Guðni Kolbeins-
son. Leikraddir Leikhópurinn
Fantasía.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Poppkorn. Glódís Gunnarsdóttir
kynnir tónlistarmyndbönd af
ýmsu tagi. Dagskrárgerð Þiðrik
Ch. Emilsson.
19.30 Úr riki náttúrunnar: Risakol-
krabbar (Wildlife on One). Bresk
fræðslumynd um leiðangur sem
farinn var út af vesturströnd
Norður-Ameriku. Þýðandi og
þulur Óskar Ingimarsson.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Lottó.
20.40 Manstu gamla daga? Annar
þáttur: Á útvíðum buxum með
túberað hár. í þættinum koma
fram fimm söngkonur sem voru
í sviðsljósinu um og eftir 1970.
Þær eru Ingibjörg Guðmunds-
dóttir, Erla Stefánsdóttir, Þuríður
Sigurðardóttir, Mjöll Hólm og
Anna Vilhjálms. Umsjónarmenn
eru Jónatan Garðarsson og Helgi
Pétursson sem jafnframt er kynn-
ir. Hljómsveitarstjóri er Jón Ólafs-
son. Dagskrárgerð Tage Amm-
endrup.
21.20 Fyrirmyndarfaðir (2) (The
Cosby Show). Bandarískur gam-
anmyndaflokkur. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson. Framhald
21.50 Blaðasnápar (Newshounds).
Bresk/kanadísk sjónvarpsmynd
frá 1990. Gráglettnisleg mynd
um líf og störf slúðurblaðamanna
í Fleet Street. Leikstjóri Les Blair.
Aðalhlutverk Alison Steadman
og Adrian Edmondson. Þýðandi
Páll Heiðar Jónsson.
23.25 Æska og ástir (A nos amours).
Frönsk bíómynd frá 1984. í
myndinni segir frá Suzanne, 15
ára stúlku, og vinkonum hennar
sem styðja hver aðra þegar for-
eldranna nýtur ekki við. Þær hafa
hugann allan við stráka og loks
kemur að því að ástin knýr dyra.
Myndin vann til Césarverðlaun-
anna í Frakklandi 1984. Leikstjóri
Maurice Pialat. Aðalhlutverk
Sandrine Bonnaire og Maurice
Pialat. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir.
01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
STOff-2
9.00 Meö Afa. Afi karlinn kemur ykk-
ur kannski á óvart I dag en hann
man auðvitað eftir teiknimyndun-
um sem allar eru með íslensku
tali. Handrit: Örn Árnason. Um-
sjón: Agnes Johansen. Stjórn
upptöku: María Maríusdóttir.
Stöö 2 1991.
10.30 Á skotskónum. Fjörug teikni-
mynd með íslensku tali um
strákahóp sem veit fátt skemmti-
legra en að spila fótbolta.
10.55 Af hverju er himinninn blár?
Skemmtileg svör við spurningum
um allt milli himins og jarðar.
11.00 Fimm og furöudýriö (Five Chil-
dren and It). Lokaþáttur.
11.25 Á ferö meö New Kids on the
Block. Hressileg teiknimynd um
strákana í þessari vinsælu hljóm-
sveit.
12.00 Á framandi slóöum (Rediscov-
ery of the World). Ovenjulegir
staöir um víða veröld sóttir heim.
12.50 Á grænni grund. Endurtekinn
þáttur frá síðastliðnum miðviku-
degi.
12.55 Tapaö - fundiö (Lost and
Found). Myndin segir frá fráskil-
inni konu sem kynnist ekkju-
manni í fjallshlíð á skíðasvæði í
Frakklandi. Þau fella hugi saman
og gifta sig hið snarasta. Leyfið
er á enda og þau snúa til síns
heima, London, þar sem hann
kennir enskar bókmenntir. Þegar
heim er komið reynir fyrst á sam-
bandið. Hann reynist kærulaus
drykkjurútur og á, er virðist, í ást-
arsambandi við einn af nemend-
um sínum. Aðalhlutverk: Glenda
Jackson, George Segal, Maureen
Stapleton og John Cunningham.
Leikstjóri: Melvin Frank. Fram-
leiðandi: Arnold Kopelson. 1979.
Lokasýning.
15.00 Litli Folinn og félagar. Kvik-
mynd með íslensku tali um litla
Folann og félaga hans. Myndin
hefst á því að Foli og félagar
hans eru aö undirbúa mikla
veislu. Þegar veislan stendur sem
hæst ber að garói vonda gestí
sem reyna að eyðileggja veisluna.
16.30 Sjónaukinn. Endurtekinn þáttur
þar sem Helga Guðrún bregður
sér í leiðangur um heim hesta-
manna á höfuðborgarsvæðinu.
17.00 Falcon Crest.
18.00 Popp og kók. Brakandi ferskur
og svalandi tónlistarþáttur sem
er sendur út samtímis á Stjörn-
unni. Umsjón: Ólöf Marín Úlfars-
dóttir og Sigurður Ragnarsson.
18.30 Bílasport. Endurtekinn þátturfrá
síðastliðnu miðvikudagskvöldi.
19.19 19:19.
20.00 Morögáta. Léttur spennu-
myndaflokkur með Angelu Lans-
bury í aðalhlutverki.
20.50 Á noröurslóðum (Northern Ex-
posure). Lífið og tilveran þarna í
Cicely er ekki alveg það sem
hann bjóst við og gengur svona
nokkurn veginn sinn vanagang
með einhverjum undantekning-
um.
21.40 Líf aö láni (Options). Róman-
tísk ævintýramynd um sjónvarps-
manninn Donald Anderson frá
Hollywood sem fer til Afríku í
leit að spennandi efni í þátt. Þar
finnur hann belgísku prinsessuna
Nicole sem styttir sér stundir við
að rannsaka górillur og virðist
einna helst á því að éta Donald
lifandi. Aðalhlutverk: Matt Salin-
ger, Joanna Pacula og John
Kani. Leikstjóri: Camilo Vila.
Framleiðandi: Lance Hool. 1989.
23.15 Lokaáminníng (Final Notice).
Einkaspæjarinn Harry Stoner fær
það verkefni að leysa mál sem
kemur upp á bókasafni.
Skemmdarverk hafa verið unnin
á öllum bókum safnsins sem i eru
nektarmyndir. Aðalhlutverk: Gil
Gerard, Steve Landesberg og
Melody Anderson. Leikstjóri:
Steven Stern. Framleiðandi: Jay
Bernstein. 1989. Bönnuð börn-
um.
0.45 Vitfirring (Tales That Witness
Madness). Bresk sálfræðihroll-
vekja þar sem sagðar eru fjórar
dularfullar sögur sem virðast ekki
eiga við neina stoð að styðjast í
raunveruleikanum. Aðalhlutverk:
Donald Pleasence, Jack Hawk-
ins, Joan Collins, Russell Lewis,
Peter McEnery, Suzy Kendall og
Kim Novak. Leikstjóri: Freddié
Francis. Stranglega bönnuð
börnum.
2.15 Kræfir kroppar (Hardbodies).
Það er ekki amalegt að vera innan
um fallegt kvenfólk á strönd í
Kaliforníu. Sér í lagi þegar grái
fiðringurinn er farinn að hrjá
mann eða hvað? Aðalhlutverk:
Grant Cramer, Teal Roberts og
Gary Wood. Leikstjóri: Mark Grif-
fiths. 1984. Stranglega bönnuð
börnum. Lokasýning.
3.45 Dagskrárlok Stöövar 2. En við
tekur næturdagskrá Bylgjunnar.
©
Rás I
FM 924/93,5
HELGARÚTVARPIÐ
6.45 Veðurfregnlr. Bæn, séra Þór-
steinn Ragnarsson flytur.
7.00 Fréttlr.
7.03 Múslk að morgni dags. Um-
sjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir.
8.20 Söngvaþing. Siguröur Ólafsson,
Soffia Karlsdóttir, Friðbjörn G.
Jónsson, Elín Sigurvinsdóttir,
Nútimaböm, Rangárbræður,
Guðrún Hólmgeirsdóttir, Aðal-
steinn Asberg Sigurösson o.fl.
flytja sönglög af ýmsu tagi.
9.00 Fréttlr.
9.03 Frost og funl. Vetrarþáttur barna.
Alfar og álfatrú. Umsjón: Elisabet
Brekkan. (Einnig útvarpað kl.
19.32 á sunnudagskvöldi.)
10.00 Fréttlr.
10.03 Umferðarpunktar.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Þingmál. Umsjón: Arnar Páll
Hauksson.
10.40 Fágætl.
11.00 í vikulokln. Umsjón: Páll Heiðar
J.ónsson.
12.00 Útvarpsdagbókln og dagskrá
laugardagsins.
12.20 Hádegisfréttlr.
12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
13.00 Yfir Esjuna. Menningarsveipur
á laugardegi. Umsjón: Jón Karl
Helgason, Jórunn Sigurðardóttir
og Ævar Kjartansson.
15.00 Tónmenntlr.
16.00 Fróttlr.
16.05 íslenskt mál. Umsjón: Gunn-
laugur Ingólfsson. (Einnig út-
varpaö mánudag kl. 19.50.)
16.15 Veðurlregnir.
16.20 Útvarpslelkhús barnanna:
„Þegarfellibylurinnskall á", fram-
haldsleikrit eftir Ivan Southall.
Annar þáttur af ellefu. Þýðandi
og leikstjóri: Stefán Baldursson.
(Aður á dagskrá 1974.)
17.00 Leslampinn. Umsjón: Friðrik
Rafnsson.
18.00 Stélfjaðrlr. Bing Crosby,
Andrew systur, Mills bræður, The
Ink Spots, George Benson og
The Modern Jazz Quartet leika
og syngja.
18.35 Dánarfregnlr. Auglýsingar.
18.45 Veðurfregnlr. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli
Arnason. (Áður útvarpað þriðju-
dagskvöld.)
20.10 Það var svo gaman... Afþrey-
ing I tali og tónum. Umsjón: Sig-
rún Björnsdóttir. (Aöur útvarpað
I árdegisútvarpi I vikunni.)
21.00 Saumastofugleðl. Umsjón og
dansstjórn: Hermann Ragnar
Stefánsson.
22.00 Fréttlr. Orð kvoldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Dagskrá morgundagsins.
22.30 „Röddln“, smásaga eftir T.O.
Teas. Grétar Skúlason les þýð-
ingu Magnúsar Rafnssonar.
23.00 Laugardagsflétta. Svanhildur
Jakobsdóttir fær gest I létt spjall
með Ijúfum tónum, að þessu
sinni EiríkTómasson hæstaréttar-
lögmann.
24.00 Fréttlr.
0.10 Sveiflur. Létt lög I dagskrárlok.
1.00 Veðurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báöum rásum
til morguns.
&
FM 90,1
8.05 Söngur villiandarinnar. Þórður
Árnason leikur dægurlög frá fyrri
tíð. (Endurtekinn þáttur frá síð-
asta laugardegi.)
9.03 Helgarútgáfan. Helgarútvarp
rásar 2 fyrir þá sem vilja vita og
vera með. Umsjón: Lísa Páls og
Sigurður Þór Salvarsson.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Helgarútgáfan heldur áfram.
16.05 Rokktíöindi. Umsjón: Skúli
Helgason. (Einnig útvarpað
sunnudagskvöld kl. 21.00.)
17.00 MeÖ grátt i vöngum. Gestur
Einar Jónasson sér um þáttinn.
(Einnig útvarpað í næturútvarpi
aðfaranótt miðvikudags kl. 1.00.)
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Mauraþúfan. Umsjón: Lísa Páls.
(Áður á dagskrá sl. sunnudag.)
20.30 Lög úr ýmsum áttum.
21.00 Gullskifan. - Kvöldtónar.
22.07 Stungiö af. Umsjón: Margrét
Hugrún Gústavsdóttir.
2.00 Næturútvarp á báðum rásum
til morguns.
NÆTURÚTVARPIÐ
2.00 Fréttir.
2.05 Vinsældalisti rásar 2 - Nýjasta
nvtt. Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
(Áður útvarpað sl. föstudags-
kvöld.)
3.35 Næturtónar.
5.00 Fréttir af veöri, færð og flug-
samgöngum.
5.05 Tengja. Kristján Sigurjónsson
tengir saman lög úr ýmsum átt-
um. (Frá Akureyri.) (Endurtekið
úrval frá sunnudegi á rás 2.)
6.00 Fréttir af veöri, færö og flug-
samgöngum. (Veðurfregnir kl.
6.45.) - Kristján Sigurjónsson
heldur áfram að tengja.
r989
f l:VÆKc*rilM
9.00 Brot af því besta ... Eiríkur
Jónsson hefur tekið saman það
besta úr dagskrá siðastliðinnar
viku og blandar þvi saman við
tónlist.
10.00 Nú er lag. Gunnar Salvarsson
leikur blandaða tónlist úr ýmsum
áttum ásamt því sem hlustendur
fræðast um hvað framundan er
um helgina.
12.00 Hádeglsfréttlr frá fréttastofu
Bylgjunnar og Stöðvar 2.
13.00 Llstasafn Bylgjunnar. Hverjir
komast i Listasafn Bylgjunnar
ræðst af stöðu mála á vinsælda-
listum um allan heim. Við kynn-
umst ekki bara einum lista frá
einni þjóð heldur flökkum vítt og
breitt um viðan völl í efnistökum.
Umsjónarmenn verða Ólöf Mar-
in, Snorri Sturluson, tónlistarstjóri
Bylgjunnar, og Bjarni Dagur.
16.00 Lalll seglr, Lalll seglr. Fram-
andi staðir, óvenjulegar uppskrift-
ir, tónverk vikunnar og fréttir eins
og þú átt alls ekki að venjast
ásamt fullt af öðru efni út í hött
og úr fasa.
17.17 Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar
og Stöðvar 2.
17.30 Lalli seglr, Lalli segir.
19.00 Ólöf Marin Úlfarsdóttir.
19.30 Fréttir. Utsending Bylgjunnar á
fréttum úr 19:19, fréttaþætti
Stöðvar 2.
20.00 Ólöf Marin Úlfarsdóttir.
21.00 Pétur Stelnn Guðmundsson.
Laugardagskvöldið tekið með
trompi. Hvort sem þú ert heima
hjá jöér, i samkvæmi eða bara á
leiðinni út á lifið ættir þú að finna
eitthvað við þitt hæfi.
1.00 Heimlr Jónasson.
4.00 Arnar Albertsson.
9.00 Jóhannes Ágúst - fór snemma
að sofa í gærkvöldi og er því Ijúf-
ur sem fyrr.
12.00 Arnar BJarnason og Ásgeir
Páll. Félagarnir fylgjast með öllu
sem skiptir máli.
16.00 Vinsældalistinn. Arnar Alberts-
son kynnir okkur það nýjasta og
vinsælasta i tónlistinni.
18.00 Popp og kók - samtimis á
Stjörnunni og Stöð 2.
18.30 Klddl Bigfoot. - Hann veit svo
sannarlega hvað þú vilt heyra en
ef... 679 102.
22.00 Kormákur og Úlfar. - Þessir
drengir ættu auðvitað ekki að
vinna við útvarp.
FM#957
9.00 Jóhann Jóhannsson er fyrstur
framúr í dag. Hann leikur Ijúfa
tónlist af ýmsum toga.
10.00 Ellismellur dagsins. Nú er rykið
dustað af gömlu lagi og því
brugðið á fóninn, hlustendum til
ánægju og yndisauka.
11.00 Litiö yfir daginn. Hvað býður
borgin upp á?
12.00 Hvaö ert’aö gera? Valgeir Vil-
hjálmsson og Halldór Backman:
Umsjónarmenn þáttarins fylgjast
með íþróttaviðburðum helgarinn-
ar, spjalla við leikmenn og þjálf-
ara og koma að sjálfsögðu öllum
úrslitum til skila. Ryksugurokk af
bestu gerð sér um að stemmning-
in sé á réttu stigi.
15.00 Fjölskylduleikur Trúbadors-
ins. Hlustendum boðið út að
borða.
15.30 Nú er dregiö i Sumarhapp-
drætti Pizzusmiðjunnar og Ver-
aldar. Heppnir gestir Pizzusmiðj-
unnar vinoa sér inn sólarlanda-
ferð að verðmæti 50 þúsund.
16.00 American Top 40. Bandaríski
vinsældalistinn. Þetta er virtasti
vinsældalisti I heimi, sendur út
samtímis á yfir 1000 útvarps-
stöðvum i 65 löndum. Það er
Shadoe Stevens sem kynnir 40
vinsælustu lögin í Bandaríkjun-
um f dag. Honum til halds og
trausts er Valgeir Vilhjálmsson.
20.00 Ragnar Már Vilhjálmsson er
kominn í teinóttu sparibrækurnar
því laugardagskvöldið er hafið
og nú skal tónlistin vera í lagi.
Óskalagalínan er opin eins og
alltaf. Sími 670-957.
22.00 Darri Ólason er sá sem sér um
að koma þinni kveðju til skila.
Láttu í þér heyra. Ef þú ert í sam-
kvæmi skaltu fylgjast vel með því
kannski ertu í aðalsamkvæmi
kvöldsins.
23.00 Úrslit samkvæmisleiks FM
verða kunngjörð. Hækkaðu.
3.00 Seinni næturvakt FM.
FM^909
AÐALSTÖÐIN
9.00 Dagrenning. Umsjón Ólafur
Haukur Matthíasson. Leikin góð
tónlist sem heyrist sjaldnar en
ella.
12.00 Eins og fólk er flest. Umsjón Ing-
er Anna Aikman.
15.00 Gullöldin. Umsjón Ásgeir Tóm-
asson og Berti Möller.
17.00 Bandaríski sveitasöngvalistinn.
Umsjón Erla Friðgeirsdóttir.
21.00 Frjálsir fætur fara á kreik fram
eftir kvöldi. Umsjón SigurðurVíð-
ir Smárason. Þáttur með stuðlög-
um, viðtölum við gleðifólk á öll-
um aldri, gríni og spéi ásamt
óvæntum atburðum, s.s. sturtu-
ferðum og pizzupöntunum.
Óskalagasími 626060.
ALFA
FM-102,9
9.00 Tónlist.
13.00 Sigríöur Lund Hermannsdóttir.
13.30 Bænastund.
16.00 Bíddu nú viö. Spurningaþáttur i
umsjón Árnýjar Jóhannsdóttur
og Guðnýjar Einarsdóttur.
17.30 Bænastund.
0.50 Bænastund.
1.00 Dagskrárlok.
Bænalinan er opin á laugardögum frá
kl. 12.00-1.00, s. 675320.
6.00 Elephant Boy.
6.30 The Flying Klwi.
7.00 Fun Factory.
11.00 Danger Bay.
11.30 Sha Na Na.Tónlistargamanþátt-
ur.
12.00 Beyond 2000. Nýjasta tækni og
vísindi.
13.00 Combat. Framhaldsmynda-
flokkur.
14.00 Fjölbragöaglima.
15.00 Monkey.
16.00 Bearcats.
17.00 240 Robert.
18.00 Robln of Sherwood.
19.00 TJ Hooker.
20.00 Unsolved Mysteries.
21.00 Cops I og II.
22.00 Fjölbragöaglima.
23.00 The Rookies.
00.00 The Last Laugh.
00.30 Pages from Skytext.
SCREENSPORT
6.00 Rodeo.
6.30 Volvo PGA evróputúr.
7.00 Longltute.
7.30 Glllette sportpakklnn.
8.00 HM i ruðningi.
9.00 Nascar Winston Cup.
10.00 Volvo PGA evróputúr.
11.00 Kraftaiþróttlr.
12.15 HM i ruðningi. Bein útsending
frá leik Skotlands og Irlands: og
Wales og Ástraliu.
15.40 Volvo PGA evróputúr.
17.50 HM i ruönlngl.
19.40 Volvo PGA.
20.30 HM i ruðningi.
21.30 Ameriski háskólafótboltinn.
23.30 Longltute. Vatnaiþróttir.
24.00 FIA helmsralli.
1.00 Hnefaleikar.
2.00 HM i ruðnlngi.
3.00 Hafnaboltl.
5.00 HM i ruðningl.
Rás 1 kl. 7.03:
morgni dags
Umsjónarmaöur þáttarins
Músik aö morgni dags er
Svanhildur Jakobsdóttir.
Músík að morgni dags
nefnist þáttur á rás 1 sem
árrisult fólk getur hlustað á
yfir morgunkaffinu á laug-
ardagsmorgnum miUi kl. sjö
og átta. Þetta er tónlistar-
þáttur af léttari geröinni þar
sera leikin er músík sem
lætur vel í eyrum flestra og
yljar þeim um hjartaræt-
urnar sem muna tímana
tvenna í dægurtórdistinni. í
þættinum eru nefhilega riQ-
uð upp bæði íslensk og er-
lend dægurlög sem mörg
hver hafa fallið í gleymsk-
unnar dá undanfarin ár eða
heyrast aOtof sjaldan. Auð-
vitað eru nýrri lög af ýms-
um gerðum líka leikin því
að hér ræður fjölbreytnin
ríkjum. Umsjónarmaður
þáttarins er Svanhiídur
Jakobsdóttir.
Helgi Pétursson er kynnir í þættinum Manstu gamla daga?
sem verður i Sjónvarpinu i kvöld.
Sjónvarp kl. 20.40:
Áútvíðum
buxummeð
túperað hár...
Gestir Helga Péturssonar
í kvöld í þættinum Manstu
gamla daga? munu eflaust
vekja ljúfsárar minningar
hjá mörgum því að í þættin-
um koma saman fimm söng-
konur sem heldur betur
settu svip sinn á blómatíma-
bihð og árin þar á eftir. Ingi-
björg Guömundsdóttir (BG
og Ingibjörg), Erla Stefáns-
dóttir, Þuríöur Siguröar-
dóttir, Mjöli Hólm og Anna
Vilhjálms láta gamminn
geisa og syngja nokkur af
þekktustu lögum sínum.
Þær stöllumar hafa aldrei
áður komiö fram saman og
hver veit nema þær taki lag-
ið saman fyrst þær hittast á
annað borð.
í þættinum verða sýndar
myndir frá árunum í kring-
um 1970 þegar það var í
tísku að vera á útvíðum
buxum með túperað hár,
líkt og núna.
Hljómsveitarstjóri er Jón
Ólafsson en umsjónarmenn
era þeir Jónatan Garðars-
son og Helgi Pétursson sem
jafnframt er kynnir. Tage
Ammendrup sér um dag-
skrárgerð.
Bylgjan kl. 13.00:
I þessum þætti
verður stiklað á
stóru yfir vinsælda-
lista ýmiss konar. í
stað þess að einblína
á ákveöna lista frá
ákveðnu landi verð-
ur leitast við að
blanda saman um-
fjölluninni svo að úr
verði góð blanda.
Að þessum þætti
standa þau Ólöf Mar-
in, Bjarni Dagur og
Snorri Sturluson,
Bjarni Dagur er einn umsjónar-
manna Listasafns Bylgjunnar sem
er á dagskrá i dag klukkan 13.00.