Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Vísir að veiðigjaldi í íj árlagafrumvrpinu er aö finna vísi aö veiðigjaldi. Þaö er vel, aö þessu réttlætismáli miðar. Ríkisstjórnin ætlar á næsta ári aö selja aflaheimildir fyrir rúmlega fimm hundruö milljónir króna og láta féö renna til Hafrannsóknastofnunarinnar. Ríkisstjórnin stígur nú þetta fyrsta skref. Þannig segir í skýringum meö frumvarpinu: „Gert er ráö fyrir að innheimta 525 milljónir króna undir nýju viðfangsefni: „Sérstakar tekjur“. í þessu sambandi er meðal annars horft til breytinga á lögum um Hagræö- ingarsjóð sjávarútvegsins, þannig aö aflaheimildir sjóðsins, sem nema allt að tólf þúsund þorskígildum, verði fénýttar og tekjunum varið til starfsemi Hafrann- sóknastofnunar.“ Ótvírætt er, aö hér er um aö ræða fyrstu merki um veiðileyfagjald. Ekki hefur til þessa verið samkomulag í stjórnarflokkunum um slíkt gjald. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra hefur margsinnis lýst yfir, að veiöigjald komi ekki til greina. Alþýðuflokksmenn hafa það hins vegar á stefnuskrá sinni. DV skýrði í vor frá því og hafði eftir einum ráðherranna, að Þorsteinn Páls- son væri að kalla einn á báti í harðri andstöðu við slíka gjaldttöku. Þorsteinn vill vafalaust ekki viðurkenna, að í framangreindu ákvæði í fjárlagafrumvarpinu felst stefnubreyting. Það getur þó ekki farið á milh mála. Upptaka veiðigjalds á vaxandi fylgi innan Sjáfstæðis- flokksins. Á þingi ungra sjálfstæðismanna í sumar höfðu fylgismenn gjaldsins betur. Sala veiðileyfa er tvímælalaust hagkvæmasta aðferð- in og sú réttlátasta til að takmarka afla. Yfirleitt er við- urkennt, að fiskiskipaflotinn er of stór. Flotinn þarf að minnka, þar sem aflinn hefur minnkað. Um er að ræða takmarkaða auðlind, sem því skerðist við veiðarnar. Þeir, sem veiða í dag, taka frá þeim, sem vilja veiða á morgun. Menn eiga auðvitað ekki að geta tekið frá öðr- um, án þess að greiðsla komi fyrir. Flestir, sem málið hafa íhugað, hljóta að viðurkenna, að fiskurinn í sjónum getur ekki talizt eign ákveðinna útgerða, enda þótt þær hafi lengi stundað veiðar. Fiskurinn og fiskimiðin hljóta að teljast eign þjóðarheildarinnar, og fyrir veiðar af þessari auðlind á að koma gjaldtaka. Það er allt annað mál, hvernig þarf að haga gengisskráningu, svo að út- gerð verði nægilega hagstæð. Hagfræðingar telja yfirleitt, að veiðileyfakerfið sé skynsamlegasta ráðstöfunin við núverandi aðstæður. En þetta er meiriháttar breyting, þar sem búast má við miklum framkvæmdaerfiðleikum. Hér á landi er gamal- gróin andstaða við slíka breytingu. Hinir íhaldssömu hafa mikil áhrif, þegar þeir segja sem svo, að útgerðin „standi ekki of vel“ og geti ekki greitt veiðileyfagjald eða „auðhndaskatt“, sem sumir nefna svo ranglega. Þessi rök standast ekki. Enginn leggur th, að slíkur „skattur“ verði lagður á útgerðina. Sjá verður til þess, að floti af æskilegri stærð haldi áfram veiðum og geti borið sig vel, eftir að gengisskráningu hefur verið breytt, eins og þörf reynist á við upptöku veiðileyfagjaldsins. Með tillögum um gjald fyrir veiðheyfi er engan veginn verið að mæla með því, að klekkt verði á útgerð, að svo miklu leyti, sem umfang útgerðar verður í samræmi við þol fiskistofnanna. Andstæðingar veiðigjaldsins eru að tapa slagnum. Jafnvel Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra lætur undan. Það sýnir fj árlagafrumvarpið. Haukur Helgason Pólitísk samein- ing EB fylgi efnahagslegri Samningamenn EFTA-ríkja í viðræöum við Evrópubandalags- ríki um stofnun evrópsks efna- hagssvæðis kvarta yfir því að þegar fundahöld komist á ráðherrastig viröist fulltrúar EB eiga örðugt með aö einbeita sér að ágreinings- efnum sem enn eru óleyst. Það eru mál eins og slattar af síld, makríl og skelfiski, framlög í sjóð til að styrkja útkjálkabyggðir í'löndum Suður-Evrópu og vöruflutningar um Alpaskörð. Deyfð ráðherra frá EB-löndum gagnvart viðfangsefnum sem þess- um verður skiljanlegri en ekki þar með sagt afsakanlegri ef athygli er beint að því hver úrlausnarefni það eru sem nú ber hæst i skiptum ríkja EB innbyrðis. í þeim hópi er um þessar mundir tekist á um sjálft eðli Evrópubandalagsins, vaidsvið æðstu stofnana þess og skyldu til sameiginlegrar stefnumótunar í afdrifaríkustu og viðkvæmustu málaflokkum. Þar hefur hingað til borið hæst efnahagsstefnu og pen- ingamál en eftir atburði vikunnar eru utanríkismál og vamarmál komin í brennidepil. Leiðtogafundur EB á að koma saman í hollensku borginni Maastricht í desember. Þar er ætl- unin að taka ákvarðanir um að færa verulega út samstarfssviðið í framhaldi af gildistöku sameigin- legs markaðar bandalagsríkja í ársbyrjun 1993. Framan af snerust umræður mest um undirbúning stofnunar sameiginlegs seðlabanka fyrir bandalagsríkin sem leitt gæti til sameiginlegrar myntar og krefðist samræmdrar stefnu í efnahagsmál- um. Inn í þau skoöanaskipti flétt- uðust ólík sjónarmið um hvert skyldi stefna í skipulagsmálum EB þegar fram í sækir. Nokkur meginlandsríkjanna, með Frakkland og Þýskaland í far- arbroddi, telja ásamt mestu áhrifa- mönnum framkvæmdastjórnar bandalagsins að taka beri stefnuna á myndun ríkjasambands með tíð og tíma þar sem sameiginleg stefnumótun fari fram á þýðingar- mestu sviðum og komi til fram- kvæmda hjá sameiginlegum stofn- unum. Stjórn Bretlands hefur lagst á móti öllum tillögum í þessa átt og notið í því stuðnings ríkja eins og Danmerkur og Portúgals. Þau streitast gegn allri viðleitni til að fella samstarfið í fastar skorður ríkjabandalags. Hollendingar fara nú með for- mennsku í ráðherraráði EB og þeir lögðu fram fyrir hálfum mánuði tillögur sem gengu langt í átt að ríkjabandalagi. Þær fengu ekki undirtektir og var ákveðið að taka til athugunar tillögur frá Lúxem- borg sem gengu skemmra. Þá tóku við fundir ríkisstjórna, tveggja eða fleiri. Stjórnir Bret- lands og Ítalíu riöu á vaðið með tillögu um myndun sérstaks her- liðs ríkja EB sem grípa mætti tif í viðlögum og starfaði á vegum Vest- ur-Evrópusambandsins en í nánum tengslum við yfirherstjórn NATÓ og með samræmingu við hernað- aráætlanir hennar. Fyrir viku komu svo utanríkis- ráðherrar Frakklands, Spánar og Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson Þýskalands saman og gerðu álykt- un á allt öðrum nótum. Þar er lagt til að landvarnastefna væntanlegs ríkjabandalags EB verði sameigin- leg og verði Vestur-Evrópusam- bandinu falin framkvæmd hennar. Við ákvarðanir á þessu sviði ráði afl atkvæða án neitunarvalds ein- stakra ríkja. NATÓ var hvergi get- ið. Mest kveður þó að yfirlýsingu spm Francois Mitterrand Frakk- landsforseti og Helmut Kohl, kansl- ari Þýskalands, sendu frá sér á miðvikudag. Þar er lagt til að á fundinum í Maastricht verði tekin ákvörðun um sameiginlega stefnu- mótun ríkja EB í utanríkismálum og varnarmálum. Framkvæmd ut- anríkisstefnunnar veröi falin sam- eiginlegri stofnun bandalagsins, sér í lagi í skiptum við ríki Mið- og Austur-Evrópu, Sovétríkin, Aust- urlönd nær og Bandaríkin. í varnarmálum verði Vestur- Evrópusambandið verkfæri ríkja EB en níu af tólf eiga aðild að því. Danmörku og Grikklandi verði boðið að bætast í hópinn og hlut- laust írland fái áheyrnarfulltrúa. Frhnski forsetinn ogþýski kanslar- inn leggja til að herfylki skipað frönskum og þýskum hermönnum jöfnum höndum, sem þegar er við lýði, verði vísir að stórfylki, skip- uöu hermönnum frá öllum aöildar- ríkjum VES og yrði það með tíð og tíma skipað 70.000 til 100.000 mönn- um. Tillaga stjórna Frakklands og Þýskalands er borin fram meðan vígaferh geisa í Júgóslavíu, rétt utan við bandalagsmörkin. Þar hef- ur sýnt sig að fortölur og viðskipta- þvinganir af hálfu EB hrökkva skammt til að hafa hemil á deiluað- ilum. Og öllum er ljóst að ástandið er ótryggt víðar í Austur-Evrópu, í Austurlöndum nær og Norður- Afríku. Öll eru þessi svæöi utan samningssvæðis NATÓ. Öryggisrökin fyrir fransk-þýsku tillögunni eru því augljós en fyrst og fremst eru það pólitísk sjónar- miö sem undir búa. Við núverandi skipan, þar sem aðildarríki hafa neitunarvald, gengur nógu illa að fá fram ákvarðanir í hópi ríkjanna tólf. Viö blasir að ríki úr EFTA og ríki í Mið- og Austur-Evrópu sækja fast aö fá aöild að EB sem fyrst. Við fjölgun á ríkjandi skipulags- grundvelli gæti bandalagið orðið illstarfhæft. Þetta er ein meginástæðan til aö verulegur meirihluti aðildarríkja telur aö um leið og efnahagssam- einingu er komið á verði að eiga sér stað pólitísk sameining, einkum í utanríkis- og varnarmálum. Á svo fastnjörvuðum grunni sé hægt að veita nýjum aðildarríkjum inn- göngu svo vel fari og takast á við viðfangsefni sem fylgja umrótinu í Sovétríkjunum. Aðstoðarmaður Kohls kanslara sagði í viðtali við breska útvarpið BBC í fyrradag að frá bæjardyrum Þjóðverja htu mál þannig út að efnahagslegri og peningalegri sam- einingu EB undir stjórn sameigin- legra stofnana yrði að fylgja sams konar pólitísk sameining í utanrík- is- og varnarmálum. Ella næðist enginn árangur á fundinum í Maa- stricht. Þjóðverjar hafa til þessa ráðiö feröinni í peningamálum innan EB vegna styrkleika marksins. Nú segja þeir að afsal sitt á fullveldi yfir markinu kosti afsal annarra á fullveldi í tilteknum póhtískum efnum. Þar að auki vhja Þjóðverjar að völd Evrópuþingsins verði auk- in að sama skapi og sameiginlegar stofnanir EB fái aukið vald og víð- ara verksvið. Hollendingar hafa verk að vinna að sætta sjónarmiðin áður en æðstu menn setjast aö samninga- borði í Maastricht. Magnús Torfi Ólafsson Mitterrand (t.v.) og Kohl setja fram í boðskap sínum til stjórna EB-rikja ýtrustu kröfur ríkjasambandsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.