Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 20
20 LAUGARDÁGUR 19. OKTÓJlER 1991. Kvikmyndir Dönsk kvikmyndagerð Þessa dagana er veriö að sýna í Háskólabíói dönsku myndina Drengina frá Sankt Petri, leikstjóri Sören Kragh-Jacobsen. Myndin var frumsýnd samtímis í öllum höfuðborgum Norðurlanda og er sú fyrsta af 5 myndum sem er fjár- mögnuð af sérstökum samnorræn- um sjóði til kvikmyndagerðar. Hin- ar myndirnar eru Kaivo frá Finn- landi sem leikstýrt er af Pekka Letho og áætlað að frumsýna sum- arið 1992, íslenska myndin Svo á jörðu sem á himni eftir Kristinu Jóhannesdóttur, Den lange veien hjem frá Noregi, sem er leikstýrt af Leidulv Risan og verður frum- sýnd í febrúar á næsta ári, og svo Söndagsbarn sem er frumraun Daniels Bergman sem er sonur hins þekkta leikstjóra, Ingmars Bergman sem skrifaði handritið að myndinni. Velgengni Gott gengi norrænna kvikmynda á alþjóðavettvangi undanfarin ár virðist hafa virkað sem vítamín- sprauta á kvikmyndaframleiðslu á Norðurlöndum. Líklega er Palli sigurvegari þekktasta myndin því auk þess að hljóta Gullpálmann í kvikmyndahátíðinni í Cannes á sínum tíma hlaut hún óskarsverð- launin sem besta erlenda kvik- myndin sama ár. Einnig hefur Gestaboð Babette gengið mjög vel þótt hún hafi ekki halað inn verð- launum líkt og Palli sigurvegari. Drengirnir frá Sankt Petri gerist í dönskum bæ árið 1942. Þjóðverjar hafa hertekið landið og eru að reyna að ná samstarfi við dönsk yfirvöld í óþökk flestra Dana. Sex unglingar á gagnfræðaskólaaldri taka sig saman og stofna and- spyrnuhóp. Þeir eru synir heldri borgara bæjarins og fá því að koma upp bækistöð uppi á lofti í þorps- kirkjunni. í fyrstu gera Þjóðver- jarnir grín að andspyrnu þeirra sem þeir kalla prakkarastrik en þegar Otto, sem á rætur sínar að rekja til lágstéttarinnar, slæst í hópinn tekur alvara Mfsins við. Bjartirtímar Eftir lægð í danskri kvikmynda- gerð undanfarin tvö ár virðist mik- iö líf vera að færast í þessa list- og sköpunargrein. Það er reiknaö með aö einar tíu myndir verði frum- sýndar í ár og hvorki meira né minna en 12 á næsta ári. Ein þeirra mynda sem búið er að frumsýna er hin umdeilda mynd Lars von Trier, Europe. Danir höfðu ætlað sér stórt með þessa mynd sem var frumsýnd í vor á kvikmyndahátíöinni í Cannes. Myndin hlaut þar tækniverðlaunin Le Prix Technique auk þess að deila sérstökum verðlaunum dóm- nefndar með myndinni Hors la vie eftir leikstjórann Maroun Bagda- dis. Fyrsta mynd Lars von Trier bar heitið The Element of Crime og var sýnd í Regnboganum. Hún var gerð 1984 og var mjög framúrstefnuleg og ekki í takt við aðrar myndir sem Danir voru að gera á þessum tíma. Þess má geta að íslendingurinn Tómas Gíslason sá um klippinguna á myndinni. íslenskir klipparar Árið 1987 gerði Trier Epidemic og svo 1988 Medea. Aftur var ís- lendingur við klippinguna og í þetta sinn Finnur Sveinsson. Lars von Trier lítur á The ele- Ments of Crime, Epidemic og svo nýjustu mynd sína Europa sem þríeyki. Þótt myndimar séu mjög ólíkar í eðh sínu fjalla þær um Umsjón Baldur Hjaltason hann vann að gerð tónlistarmynd- banda og auglýsinga áður en hann sneri til Danmerkur til að gera þessa mynd. Hann tekur töluverða áhættu með því að setja þau D.B. Sweeney og Kelly Wolf í aöalhlut- verkin því ekki er gott að vita hvort Danir telji þessa mynd meira bandaríska en danska. Létt og skemmtileg í lok september var svo frumsýnd í Danmörku myndin Den store badedag sem gerð er eftir verki Palle Fischers í samvinnu við Svía. Leikstjórinn er Svíinn Stellan Ols- son sem gerði m.a. Sven klangs kvintet sem sýnd var eitt sinn hér á landi á sænskri kvikmyndaviku. Danir tefla hins vegar fram sviðs- myndastjóranum Sören Skjær sem einnig vann mikið að lokafrágangi myndarinnar. Það er einnig ánægjulegt að vita að við íslending- ar eigum a.m.k. einn mann sem vann að gerð myndarinnar en Tómas Gíslason er titlaður eins og áður klippari. Svona auglýsa Danir Den store badedag. sama hlutinn, þ.e. hvernig rök- fræöi og skynsemi tengjast saman. Europa íjallar um uppbygginguna í Þýskalandi eftir seinni heims- styijöldina og segir frá Bandaríkja- manninum Leepold Kessler sem kemur til Þýskalands til að taka þátt í uppbyggingu heimalands for- eldra sinna. Þess má geta að sl. vor hóf Trier gerð næstu myndar sinnar sem kallast Dimension. Þetta er mynd sem á að spanna yfir 30 ár með sömu leikurunum. Á hverju ári eru teknar um 3 mínútur og er ætlunin aö skjalfesta í tímarúmi fæðingu hinnar nýju Evrópu. Hins vegar Atriði úr Drengirnir frá Sankt Petri. verða væntanlegir áhorfendur að vera þolinmóðir því áætluð frum- sýning er ekki fyrr en 30. apríl árið 2024. Styrjaldir vinsælar? Svo virðist sem seinni heims- styijöldin sé vinsæll kvikmynda- bakgrunnur hjá frændum okkar Dönum. En dag i oktober er tilraun Dana til að gera danska mynd með þekktum enskumælandi leikurum í öllum aðalhlutverkum. Þetta er frumraun leikstjórans Kenneth Madsen. Myndin íjallar um gyö- ingafjölskyldu, bókarann Solomon Kublitz, konu hans Emmu og svo fullvaxta dóttur þeirra, Söru. Dag einn verður verksmiðjan sem Kub- litz vinnur hjá fyrir skemmdar- verkum vegna þess að hún fram- leiddi rafeindabúnað fyrir Þjóð- veija. Sara finnur síðan eina skær- uliðann sem liföi af árásina, ungan mann sem hún kemur til hjálpar. Þetta raskar öllu lífi þessarar ágætu fjölskyldu en áður en upp er staðið hefur þessi ungi skæruliði bjargað Söru og foreldrum hennar frá dauða þótt hann hvorki þekki trú þeirra né menningu. Kenneth Madsen hefur búið í ein tíu ár í Bandaríkjunum þar sem Den store badedag gerist í Kaup- mannahöfn 1936 og íjallar um litla flölskyldu, fóðurinn Axel, hina gullfallegu móður, Svea, og svo soninn Gustav Adolf en myndin er einmitt sett fram frá hans sjónar- horni. Hún fjallar að mestu um samskipti Gustavs við foreldra sína, eins og heimsókn í dýragarð- inn, auk þess aö hann krækir sér í aukapening með því að sitja vakt fyrir utan kjallarann í næsta húsi meðan hin glæsilega Alma hverfur þar niður með hinum og þessum karlmönnum. Margtforvitnilegt Hápunkturinn er einmitt bað- ferðin á ströndina. Þar kemst Gustav að því að faðir hans hefur verið að segja ósatt þegar hann var að monta sig af ýmsum hetju- og svaðilförum við son sinn. Myndin hefur hlotið mjög góða dóma og telur kvikmyndagagnrýnandi Variety, tímarits bandaríska skemmtanaiðnaðarins, að hér sé um að ræða mynd sem ætti ekki að geta slegið síður í gegn en Líf mitt sem hundur gerði á sínum tíma. En það er fleira forvitnilegt á leið- inni frá Dönum. í nóvember verður frumsýnd myndin Möv og funder eftir Niels Graböl sem sló í gegn með myndinni Jorden er giftig. Milli jóla og nýárs verður síðan sýnd kvikmyndaútfærsla Annelise Hovmands á bókinni Höfeber eftir Leif Panduros. Það er Frits Helm- uth sem fer með aðalhlutverkið en í öðrum hlutverkum eru Peter Schröder, Kirsten Lehfeld og Lis- beth Dahl. Þaö er líka von á 2 myndum byggðum á þekktum bókum á næstunni þótt ekki sé búiö að ákveöa frumsýningardag. Þetta eru myndimar De nögne træer sem gerö er eftir bók Tage Skou Hansen af Morten Henriksen og svo mynd Svend Methling sem hann byggir á bók Thöger Birkelands, Krum- merne. Eins og sést er mikiö líf í kvik- myndagerð Dana. Á næstunni verður rætt nánar um hvað er að gerast í kvikmyndagerð hinna ná- grannaþjóða okkar. Helstu Þeimildir: Tusind öjne, Vari- ety, Livende Billeder, Chaplin. -BH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.