Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 27
26 r LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991. Rósa Aðalheiður Georgsdóttir, fómarlamb geðsjúks afbrotamanns: „Slíkir atburðir mega ekki endurtaka sig" - bam hennar var myrt og annað slasað, auk hennar sjálfrar, fyrir 44 ámm „Mér finnst ég verða að tala núria en hef þó geymt sögu mína í meira en fjörutíu ár. Harmsögu þegar við mæðgurnar þrjár urðum fyrir árás geðsjúklings sem útskrifaður hafði verið frá Kleppsspítala. Tveggja ára dóttir mín var myrt, átta ára dóttir mín fékk ellefu hnífstungur og sjálf fékk ég mikla áverka og heilsu- brest,“ segir Rósa Aðalheiður Ge- orgsdóttir, 72ja ára húsmóðir í Reykjavík, í viðtali viö helgarblað DV. Eftir íjörutíu og tjögurra ára þögn ákvað Rósa Aðalheiður aö opna hjarta sitt ef þaö gæti orðið til þess að yfirvöld opnuðu augu sín gagn- vart nauðsyn þess að geðsjúkir af- brotamenn fái þá hjálp sem þeir þurfa á að halda. Rósa Aðalheiður 'ítrekar að aðeins þess vegna telji hún sig þurfa að rifja þennan hroðalega atburð upp. Hroóaleg árás 1981 Eins og um hefur verið fjallað í íjölmiðlum að undaníomu var geð- sjúkum afbrotamanni nýlega sleppt frá Litla-Hrauni þar sem hann hefur setið inni í tíu ár. Komið hefur fram að maður þessi sé ekki heill á geðs- munum og oftar en ekki hefur hann hótað að taka upp fyrri iðju er hann yrði frjáls. Þessi maður veitti fimmt- án ára stúlku á fimmta tug stungu- sára 4. desember 1981 í Þverholti. Hann skildi stúlkuna eftir stórslas- aða eftir þessa hrottalegu líkamsárás í gömlum geymsluskúr en þar fannst hún fyrir tilviljun fjórum tímum eft- ir að árásarmaðurinn skildi við hana. Þjóðin stóð á öndinni yfir þess- um hörmulega atburði fyrir tæpum tíu árum. Hörmuleg árás 1947 Þjóðin stóð einnig á öndinni þrjátíu og fjórum árum áður. Þá gerðist at- burður, einnig í Holtunum, sem eldra fólk man sjálfsagt vel eftir en það yngra hefur aldrei heyrt um. í maí árið 1947 voru fyrirsagnir blaðanna þannig: „Óður maður drepur 2ja ára barn og veitir móður þess og systur mikla áverka“, sagði í Vísi. Og í Morgunblaðinu: „Vitskertur maður myrðir ungbarn, særir með hníf- stungum móðurina og annað bam hennar". Blöðin lögðu margar síður undir efnið og nafngreindu og birtu myndir af öllum sem hlut áttu aö máli, jafnt morðingjanum sem og þeim er urðu fyrir árásinni. Enn- -fremur var rætt við þá sem komu fyrstir á vettvang sem jafnframt voru vitni í málinu í lögregluskýrslum. Rósa Aðalheiður bjó í þraggahverfi við Háteigsveg, nálægt Sjómanna- skólanum, ásamt eiginmanni sínum, Kjartani Friðberg Jónssyni, og tveimur dætrum. Ekki langt frá, í óvistlegum skúr, bjó Ingólfur Einars- son. Hann hafði margsinnis áreitt fólk og ógnað því með eggvopnum. Veturinn áður hafði hann ráðist á tvær ungar stúlkur; annarri tókst að flýja en hin varð fyrir miklum meiðslum. Ingólfur hafði einnig hót- að fólki sem bjó í nágrenni við hann og sérstaklega bömum. Allir vom þvi dauðhræddir við þennan geð- sjúka mann. legi atburður geröist. Rósa Aðalheið- ur segir að það hafi verið vítavert kæruleysi því allir vissu að maður- inn var stórhættulegur umhverfi sínu. Það var síðan þann 3. maí 1947, er Kjartan var nýfarinn til vinnu, að Rósa Aðalheiður skrapp í þvottahús- ið og dætur hennar tvær biðu á með- an í íbúðinni. Ingólfur réðst inn til þeirra með sveðju og fékk eldri stúlk- an ellefu stungusár er hún var að reyna að bjarga yngri systurinni. Henni tókst þó að hlaupa út og kalla á móður sína sem hljóp inn og varð einnig fyrir árás af hendi árásar- Geðsjúkur maður út- skrifaður frá Kleppi Ingólfur hafði dvalið í sjö ár á Kleppi en yfirlæknir þar útskrifaði hann skömmu áður en hinn hörmu- Blöðin eyddu mörgum síðum undir hinn hroðalega atburð sem átti sér stað 3. maí 1947. mannsins. Rósa Aðalheiður gat kall- að á hjálp nágranna, sem skárust í leikinn, en því miður var það um seinan því litla dóttirin, Kristín, var þá látin. Eldri dóttirin, Sigríður, missti meðvitund en henni var fljót- lega komið undir læknishendur. Sig- ríður ber enn í dag merki þessa dags, bæði innvortis og útvortis. Það þarf auðvitað ekki að útskýra það frekar hvaða áhrif þessi dagur hafði fyrir fjölskylduna. Eins og aðr- ir af sömu kynslóð hefur Rósa Aðal- heiður þó borið harm sinn í hljóði og lifað eðlilegu lífi, Eftir að þessi hroðalegi atburður átti sér stað eign- aðist hún fjögur börn sem öU eru nú orðin fullorðin og hafa komið sér vel áfram í lífinu. Fyrir tveimur árum missti Rósa Aðalheiður eiginmann sinn. Rósa Aðalheiður hefur alla tíð verið sterk og dugleg kona. Hún er hagmælt og yrkir i frístundum og hefur ákveðnar skoðanir á stjórn- málum og segist vera flokksbundin sjálfstæðiskona. Hún hefur í gegnum tíðina hjálpað fólki sem hefur á ein- hvern hátt orðið fyrir þungbærri sorg eða tímabundnum erfiðleikum. Þar hefur hún getað miðlað af eigin reynslu. Ástandið óbreytt „Saga mín er dæmi um hvernig geðsjúkum afbrotamönnum var „hjálpað" fyrir næstum hálfri öld. Það var sama hversu margir báðu um hjálp eða gæslu á þeim mönnum sem voru hættulegir umhverfi sínu. Ekki var hlustað á raddir þeirra fyrr en um seinan. Núna, rúmum fjörutíu árum síðar, er ástandið nánast óbreytt. Bilað fólk gengur enn um gæslu- og húsnæðislaust. Þeir sem standa að málum geðsjúkra gleyma ábyrgð sinni gagnvart þessu sjúka fólki, aðstandendum og þeim sem þola ógnir og heilsutap af völdum þess. Þannig er ástandið enn í dag árið 1991,“ segir Rósa Aðalheiður ómyrk í máli. „Við teljum okkur LAUGARDAGUR.19- OKTÖREJR 1991. 39 „Við verðum að passa óvita. Ekki réttum við barni hnif eða skæri og látum það eiga sig," segir Rósa Aðalheiður Georgsdóttir sem hefur þungar áhyggjur af seinagangi yfirvalda i málefnum geðsjúkra afbrotamanna. DV-myndir Brynjar Gauti menningarþjóð með hjartað á réttum stað. En ég vil segja: Maður, líttu þér nær, liggur í götunni steinn. Er ekki skylda þeirra sem hér fara meö heil- brigðis- og dómsmál að sofna ekki á verðinum? Það er engin spurning að heimilið á Sogni verður að komast í gagnið ekki seinna en strax,“ heldur Rósa Aðalheiður áfram. Hún er sannarlega stuðningsmaö- ur þess að heimili fyrir geðsjúka af- brotamenn komist í gagnið og hvetur einnig aðra að láta heyra í sér. „Ekki veitir af svo aðstaðan breytist til bóta fyrir geðsjúka," segir hún. ÁLitla-Hrauni í 23 ár Ingólfur Einarsson, sem allir vissu að var geðsjúkur, var talinn sakhæfur á sínum tíma og dæmdur í lífsfiðarfangelsi, eða 16 ár. Þegar sá tími var liðinn neitaði hann að yfir- gefa fangelsið og var þar fil dauða- dags. Þá hafði hann verið á Litla- Hrauni í 23 ár. Svo undarlega vill til að allt virtist gert á sínum tíma til að þagga þetta mál niður. Ein helsta heimild atburð- anna, Öldin okkar, birtir ekki orð Rósa Aðalheiður barðist upp á lif og dauða til að bjarga börnum sín- um úr klónum á geðsjúkum manni. um þennan ljóta atburð. Einnig virt- ist að skýrslur um málið hefðu gufað upp. Þær fundust ekki síðar þegar Rósa Aðalheiður þurfti á þeim að halda. Hvorki hún né dóttir hennar fengu skaðabætur greiddar þrátt fyr- ir varanlegu örorku. Læknar vildu ekki einu sinni viöurkenna að skemmd á þind Sigríðar væri eftir hnífstungu, þrátt fyrir að læknar í Bandaríkjunum staðfestu að meiðsl- in gætu einungis verið eftir áverka. Rósa Aðalheiður vill lítið tala um það sem snýr að henni sjálfri en beinir orðum frekar til yfirvalda og biöur um aðgerðir fil hjálpar því fólki sem lendir í þeirri ógæfu að verða öðrum að bana eða særa. „Aumingjans fólk- ið veit ekki hvað það er að gera,“ segir hún. Kæruleysi yfirlæknis „Ég veit dæmi þess að geðsjúkur maður hefur hrætt fólk og ógnað, verið settur inn og sleppf ut jafnharð- an aftur,“ segir hún. „Það var kæru- leysi-þáverandi yfirlæknis á Kleppi aö Ingólfi Einarssyni var hleypt út. Það er einnig kæruleysi þeirra sem y stjórna í dag að h’.eypa á götuna manni sem er sjúkur á geði. Þetta má ekki halda svona áfram. Við verð- um að passa óvita. Ekki réttum við barni hníf eða skæri og látum það eiga sig. Við megum heldur ekki gleyma aðstandendum. Þeir háu herrar, sem hér stjórna, gleyma oft aðstandend- um, þolendum og ekki síst þessum ógæfusömu geðsjúku mönnum. Þeir athuga ekki aö vitið fáum við að láni og þeir geta sjálfir orðið vitlausir. Það má minna fólk á hversu stór gjöf vitið er og hvað það er mikil óham- ingja sem fylgir því að missa þaö. Tilfellið er, og sjálfsagt er það sann- að, að líkamsveiki er ekkert miðað við sálarveiki," segir Rósa Aðalheiö- ur og leggur þunga áherslu á orö sín. „Ég held að fáir geri sér grein fyrir hversu alvarlegur sjúkdómur sál- sýki er, t.d. kvíði og þess háttar." Baróist upp á líf og dauða Rósa Aðalheiður þakkar guði fyrir að hún skyldi fá að halda vitinu og ró Sigriður, 8 ára, fékk ellefu hnífstung- ur þegar hún ætlaði að bjarga litlu systur sinni. sinni þegar hinn hörmulegi atburður átti sér stað fyrir fiörutíu og fjórum árum. Hún missti aldrei meðvitund og kemur fram í lýsingu votta af at- burðinum aðdáun á hugrekki hennar er hún barðist upp á líf og dauða við hinn vitskerta, vopnaða mann. Þegar Rósa Aðalheiður er spurð nú hvort hún hafi ekki verið bitur út í þennan mann, Ingólf Einarsson, þarf hún ekki að hugsa sig lengi um. „Bit- ur út í bilaðan mann?“ spyr hún og svarar: „Nei, svo vitlaus og heimsk hef ég aldrei verið. Ég var frekar bitur út í þá sem heilbrigðir voru og áttu að hjálpa honum. Ingólfur haíði ekki hugmynd um hvað hann var að gera og ég hef aldrei vorkennt neinu fólki eins og þeim sem bilaðir eru,“ segir Rósa Aðalheiður og fer með ljóö eftir sig sem vel á við: Ertu kalinn og bitur í sál og sinni? Hafa sorgin og kvahrnar lokað þig inni? Hugsaðu um aðra þá hjartanu blæðir. Hendi þeim réttu, það bætir og græðir. Margt hefur breyst - annað ekki Það þarf enginn að efast um að líf Rósu Aðalheiðar hefur ekki verið dans á rósum. Sá hörmulegi atburð- ur, sem hún mátti þola fyrir fjörutíu og íjórum árum, hefur án efa sett sitt mark á allt hennar líf. Rósa Aðal- heiður var aðeins 28 ára gömul árið 1947 og fjölskyldan var efnalítil eins og flestir íslendingar, enda kreppuár. Margt hefur breyst í borginni síðan. Braggarnir eru fallnir og glæsileg hús risin í þeirra stað. Litlu verslan- irnar, sem buöu ekki upp á mikið vöruúrval, hafa einnig breyst í stór- verslanir þar sem hver maður getur valið um allan þann varning sem hugurinn girnist. Eitt hefur þó lítiö breyst frá því Rósa Aðalheiður var 28 ára gömul - þjóðfélagið vanrækir enn að hjálpa geðsjúkum afbrota- mönnum og vista þá á réttum stað þegar skaðinn er skeður. Sú stað- reynd fékk Rósu Aðalheiði til að rifja upp sárar endurminningar. -ELA Kristin litla var aðeins tveggja ára þegar hún var myrt af geðsjúkum afbrotamanni. án*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.