Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 33
45 LAUGARDÁ'GUR 19. OKTÓBER 1991. i>v Trimm Erlendir kennarar um þolfimiiðkendur hérlendis: f slendingar brosa ekki nógu mikið islandsmótiö í þolfimi verður haldiö í lok febrúar á næsta ári eins og fram hefur komið á trimmsíöu DV. Sigur- vegararnir hér heima veröa síðan sendir á heimsmeistaramótiö sem haldið verður í Japan síðar á því ári. Undirbúningurinn er kominn vel á veg en það er þó ekki umfjöllunar- efnið að þessu sinni heldur hvernig erlendum þolfimileiðbeinendum lít- ist á landann sem mætir í þolfimisali borgarinnar. Fyrir svörum, í stuttu spjalli við DV, uröum þær Mirja Bengtsson og Gillian Joyce en þær starfa báðar við þolfimikennslu hér- lendis um stundarsakir. Kaldir og alvarlegir „íslendingar brosa ekki nógu mikið og þeir virðast ekki hafa nógu gaman af hlutunum. Þegar tíminn er búinn veit maður ekki hvort nemendunum líkaði vel eða illa því þeir segja ekk- ert. Það eru auðvitað ekki allir svona en samt voðalega margir. íslendingar virka á mig kaldir og alvarlegir en um leið og maður byrjar aðeins að tala við þá verða þeir almennilegir," sagði hin sænska Mirja Bengtsson. Gillian Joyce, sem er fædd í Bret- landi en hefur verið lengi búsett í Bandaríkjunum, tók ekki alveg eins djúpt í árinni. „Það er stundum erf- itt að átta sig á því hvort þeir skemmta sér eða ekki. En það er gott að kenna íslendingum því þeir eru mjög fljótir að taka við sér.“ - en eru góðir nemendur og fljótir að taka við sér Hugmyndin ergóð Báðum leist þeim vel á að koma á íslandsmóti í þolfimi þótt ekki væru þær tilbúnar að gefa mikið út á möguleika okkar í keppni við þá bestu í heimi. „Hugmyndin er góð og það er gaman að keppa en sjálfri finnst mér skemmtilegast að kenna," sagði Gillian en hún hefur keppt á þolfimimótum bæði í Bandaríkjun- um og í Evrópu. Hún var reyndar við kennslu í Finnlandi fyrir ekki margt löngu síðan og gat þess að ís- lendingar stæðu mun framar en umræddir frændur á Norðurlönd- um. Mirja keppti á Svíþjóðarmótinu í vor og hafnaði í 4. sæti en ætlar að vera með aftur að ári. „Það er eríitt að keppa á svona mótum og maður verður að vera í mjög góðu formi. Mér gekk ágætlega í keppninni í vor en ég er staðráðin í að reyna aftur á næsta ári.“ Hún bætti því við að sænskir karlmenn væru ekki margir í þolfiminni og að því leyti væri hún ánægðari meö íslenska karlmenn. -GRS Mirja og Gillian voru sammála um að halda islandsmót í þolfimi væri góð hugmynd þó lítið vildu þær gefa út á möguleika okkar gegn þeim bestu i heimi i þessari iþróttagrein. DV-myndir Brynjar Gauti islendingar mættu hafa meira gaman af þvi sem þeir eru að gera er sam- dóma álit erlendu þolfimikennaranna. Mirja hin sænska er vinstri og Gillian til hægri. Eftir 10 tíma í rafmagnsnuddi: Árangurinn er mjög mikill - segir Nanna Dröfn Sigurdórsdóttir Er staðráðin i að halda áfram i likamsræktinni, segir Nanna Dröfn. DV-myndir Hanna „Árangurinn er mjög mikill. T.d. eru farnir um 10 sentímetrar af maga og mjöðmum og 3 á lærunum og mitti og ég finn alveg ofsalega mikinn mun á líkamanum. Ég er öll miklu styrkari og ég finn ýmsa vöðva sem ég hef ekki fundið fyrir í mörg ár. Þ.a.l. er ég mjög ánægð enda segja sentímetrarnir sína sögu og þetta er ekkert plat,“ sagði Nanna Dröfn Sigurdórsdóttir í samtali við DV. Á síðustu trimmsíðu var sagt frá því að Nanna ætlaði í 10 tíma „með- ferö“ í rafmagnsnuddi og hér aö ofan svaraði hún spumingunni um árangurinn. „Aðalkosturinn sem ég sé við svona vöðvaþjálfun er sá að ég er svo óþolinmóð og nenni aldrei að bíða eftir árangri í venju- legri líkamsrækt sem kemur kannski ekki fyrr en eftir einn eða tvo mánuði. Ég hreinlega nenni því ekki og hætti alltaf. En núna hefur þetta gerst á tveimur vikum og þá er ég miklu frekar tilbúin að halda áfram og halda þessu við.“ Ummæli Nönnu um „meðferð- ina“ hjá Garðari Vilhjálmssyni í Sólbaðsstofu Reykjavíkur, sem er til húsa í GYM 80, fara ekkert á milli mála enda segir hún árangur- inn mikinn en hvaö með ókostina ef þeir eru þá einhverjir. „Nei, þetta er bara óþægilegt. Garðar setti allt- af meiri og meiri straum eftir því sem ég kom oftar og vöðvarnir urðu sterkari og þoldu meira álag. Þetta er hörkupúl og í sumum tim- unum rann af mér svitinn og það er eins og maður sé í alvöru þrek- þjálfun,“ sagði Nanna Dröfn og bætti því að hún væri staðráðin í að halda áfram í líkamsræktinni enda væri það miklu auðveldara þegar árangurinn kæmi svo snemmaljós. -GRS Y) k SUiUaseh 2 • Reykjiwik,' simi 73i7' Brúðarkjólar Brúðarmeyjakjólar Samkvamiskjólar Skirnarkjólar Smókingar Kjólföt Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla Heiðars) Ný námskeið að heflast I Almenn námskeið KARON-skólinn kennir ykkur: Rétta líkamsstöðu, rétt göngulag, andlits- og handsnyrtingu, hárgreiðslu, fata- og litaval, mataræði, hina ýmsu borðsiði og alla almenna framkomu o.fl. Innritunog upplýsingar daglega frá kl. 16-19 í síma 38126 Hanna Frimannsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.