Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 19
T
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991.
19
Vísnaþáttur
Þótt setjist vet-
ur völdum að
„Hægan, hægan upplýkur vetr-
ardagurinn sínu norræna auga.
Frá því hann kiprar hvarmana í
fyrsta sinn, uns hann hefur lyft
þúngum augnalokunum til fuÚs,
liður ekki aðeins stund eftir stund,
- nei, tímabil líður eftir tímabil um
hinar órannsakanlegu íjarvíddir
morgunsins, heimur eftir heim,
einsog sýnir blinds manns, veru-
leikur eftir veruleik, og eru ekki
leingur til, - það birtir. Svo íjarri
er vetrardagurinn á sjálfs síns
morgni. Jafnvel morgunn hans er
fjarlægur sjálfum sér. Hið fyrsta
tór við sjónhring og dagmálaskí-
man á glugganum eru sem tvö ólík
upphöf, tvö úthöf. Og úrþví jafnvel
morgunn hans er fjarri eftirað tek-
ið er að morgna, hvað mundi þá
kvöld hans? Eyktir hans, - dagmál,
hádegi og nón eru eins og löndin
þangaðsem við ætlum þegar við
erum orðin stór, kvöld hans eins
ijarlægt og sá dauði sem ýngsta
syni hjónanna var trúað fyrir í
gær, dauðinn sem tekur lítil börn
frá mæðrum þeirra og lætur prest-
inn syngja þau niður í garð hrepp-
stjórans, sá dauði þaðansem eing-
inn geingur aftur einsog í sögunum
hennar ömmu, sá dauði sem vitjar
þín þegar þú ert orðinn svo gamall
að þú ert aftur barn.“
Svo lýsir Halldór Laxness vetrar-
komunni í bók sinni Sjálfstætt fólk
og veit ég engan sem það hefur
betur gert, né svo að komist í hálf-
kvisti við þá lýsingu. Vetrarkvíð-
inn, sem áður fyrr settist að fólki
sem bjó í köldum húsakynnum, er
nú sem betur fer svo að segja, ef
ekki alveg, úr sögunni. En hann er
þó enn í minnum þeirra sem voru
haldnir honum og enn eru ofar
moldu.
Sigurjón Friðjónsson, bóndi og
skáld á Litlu-Laugum T Reykjadal í
Suður-Þingeyjarsýslu, lýsir síðasta
sumarkvöldinu þannig:
Bliknar kvöldsins bjarmaglóð.
Bjartur, hlýr og fagur
hnígur þar á Heljarslóð
hinsti sumardagur.
Stígur nótt á stjömuvöll,
stara fold og lögur.
Raknar sundur eilífð öll
endalaus og fogur.
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
Halla Eyjólfsdóttir á Laugabóli
orti um vetrarkvöldið:
Húmar að og hélurós
hylur sérhvern glugga.
Ó, ég þrái yl og ljós,
ekki kaldan skugga.
Jón S. Bergmann kvað svo um
veturinn 1917-18:
Unnir rjúka. Flúðin frýs,
fold er sjúk að líta.
Vefur að hnjúkum veðradís
vetrardúkinn hvíta.
Grimmd er haldin grund og ver,
gjólur kaldar vaka.
Blátær aldan bundin er
björtum faldi klaka.
Dýrólína Jónsdóttir kennari, síð-
ast á Sauðárkróki, kvað svo í svefni
fyrri hluta vetrar 1914 og reyndist
sannspá:
Geislum fækkar. Beinaber
brúnir hækkar vetur.
Skuggar stækka. Skúrin þver,
skinið lækkar betur.
Guðmundur Ingi Kristjánsson,
skáld á Kirkjubóli, lýsir vetrar-
veðram á eftirfarandi hátt:
Víða grátt er veðrafar,
varla dátt er gaman:
Höfuðáttir heyja þar
hríðarsláttinn saman.
Haustkulið andar úr vísu Stefáns
Stefánssonar frá Móskógum sem
hér fer á eftir:
Hjúpar tinda hrímið grátt,
héla leggst á skjáinn.
Nöpur er þessi norðanátt,
nú eru blómin dáin.
En hann er ekki á því að gefast
upp þó á móti blási og ætlast til að
aðrir standi sig líka:
Þó setjist vetur völdum að,
vona ég enginn kvíði.
Við erum menn að þola það,
þó að blási og hríði.
Fyrir allmörgum árum birtust
öðru hverju á síðum Tímans hag-
lega gerð ljóð og stökur eftir And-
vara. Einhver mér fróðari taldi að
þar færi Baldur Eiríksson frá
Dvergsstöðum í Eyjafirði sem hefði
gefið út ljóðabókina Dvergamál. Sé
það ekki rétt vona ég að þeir sem
vita betur geri mér viðvart. En ég
stenst ekki þá freistingu að birta
einn dagskammt Tímans af stökum
Andvara:
Frá hausti til vors í húmi og
snjó,
er hlutskipti landsins sona,
bundnir heima í báða skó,
til bjartari daga að vona.
Og ávallt þá kemur aftur vor
útþrá menn vilja svala,
hvort sem þeir arka í Egils spor
eða ærslóðir fram til dala.
Þótt vikum saman sé veður
bjart
og vegina ríkið hefli,
þá verður það alltaf undur
margt,
sem er manni að fótakefli.
Stundin er týnd viö töf og kák,
tækifærin að baki,
og úrslitaleikir í lífsins skák
leiknir í tímahraki.
En ekki tjóar að gefast upp þó
syrti í álinn og því ættum við að
taka undir með Kristjáni frá Djúpa-
læk:
Mig skelfir ei þó skyggi að
og skaflar tefji spor,
því ég á næga sumarsól
í sinni fram á vor.
Og í þeirri sumarsól / - í svefni
jafnt sem vöku - / verða haldin
heilög jól / og hlýjað sér við stöku.
Torfi Jónsson
HLUTAFELAG TIL SÖLU
Til sölu er hlutafélag með yfirfæranlegt tap.
Þeir sem áhuga hafa leggi inn nafn og símanúmer á
auglýsingadeild DV, merkt „Hlutafélag", fyrir 25.
okt. nk.
LAUST LYFSÖLULEYFI
SEM FORSETI
ÍSLANDS VEITIR
Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Patreksfirði (Pat-
reks apótek). Fráfarandi lyfsali óskar eftir því að við-
takandi lyfsali kaupi húseign þá er lyfjabúðin er í,
sþr. 11. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu.
Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1.
janúar 1992.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfja-
fræðimenntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu
fyrir 15. nóvember 1991.
Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið
17. október 1991
LJOSMYNDASAMKEPPNI
Og Canon
skemmtilegasta sumarmyndin
Síðasta sumar var eitt það veð-
ursælasta og fallegasta í
manna minnum. Er ekki að
efa að fjöldi lesenda DV hefur
haft myndavélina á lofti og
náð skemmtilegum sumar-
myndum. Með því að taka
þátt í keppninni geta lesendur
ornað sér við sælar sumar-
minningar langt fram á vetur
og átt von á veglegum vinning-
um.
Þrjár myndavélar í verðlaun
1. vinningur
Canon EOS 1000 myndavél að verðmæti 35 þúsund krón-
ur. Þessa fullkomnu myndavél prýðir allt það sem til-
heyra á úrvalsmyndavélum, þar á meðal innbyggt flass.
2. verðlaun:
Prima zoom 105 mm myndavél með tösku að verðmæti
23 þúsund krónur.
3. verðlaun:
Prima 5 myndavél að verðmæti 9.980 krónur.
Vinningarnir eru allir frá Hans Petersen hf.
4. -6. vcrðlaun:
Aukavinningar frá Hans Petersen hf.
Utanáskríftin er:
DV, Þvcrholti 11, 105 Reykjavík
Mcrkið umslagið „Skcmmtilcgasta sumarmyndin"
HUSNÆÐISNEFND REYKJAVIKUR
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, sími 681240, fax 679640
Almennar kaupleiguíbúðir
Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um
30 almennar kaupleiguíbúðir. íbúðir þessar eru í ný-
byggingum við Veghús og Klapparstíg.
Um úthlutun íbúðanna gilda eftirfarandi reglur:
1. Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi.
2. Sýna fram á greiðslugetu til kaupa á kaupleiguíbúð.
3. Eiga lögheimili í Reýkjavík, a.m.k. frá 1. des. 1990.
4. Við úthlutun verður tekið tillit til fjölskyldustærðar
og húsnæðisaðstæðna umsækjanda.
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Hús-
næðisnefndar Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, og
verða þar veittar allar almennar upplýsingar. Umsóknar-
frestur rennur úr 17. nóv. nk.
Orðsending frá Húsnæðisnefnd
Auglýst verður eftir umsóknum um félagslegar eignar-
íbúðir (verkamanriabústaði) um mánaðamótin nóv.-
des. nk.
* __ 20a er tveggfo 1,1111 p
(ioldswr GK f88.nnallhúSlínU*n- *
sínikerfi m \.]kerfí. Kerfið ^
' — n« TTT hxjt.'indi eins Q
Ooiasuu — innanhusl,,,t— fc. m
símkerfi m \,íkerfí. Kc-rfið fe
'fé
öllum helstu gTð ixsa sínia[1UTwCri er t símtæk/um oA
valið var •,iæg hiðtónlist ■ hatai þrunav:
s^r,T:S. >,.35.600.-^.
Tilboð’.
, n rrr^^iB **'•*-,'*.*.**»* *
i ■ i|| I II i i n iii iiii i' iii • *