Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991. 25 > & I I » | I i- I » » » » f sleridingar á Kamtsjatka: Valdaránið nær eyði- lagði árangursríka ferð Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; „Þaö var undarlegt aö fljúga tólf tíma þotuflug og komast samt ekki út úr Sovétríkjunum. Þá loksins ger- ir maður sér grein fyrir geysilegri stærö þessa ríkis,“ sagði Jón Lofts- son skógræktarstjóri þegar DV spurði hann hvað væri eftirminni- legast úr ferð sem hann fór í ágúst sl. ásamt nokkrum öðrum austur til Magadan og Kamtsjatkaskagans. Þó lentu þeir í valdaráninu sem nærri var búið að gera ferð þeirra að engu og sáu margt athyglisvert. Meðal annars sá skógræktarstjóri berja- runna, sem hugsanlega mætti rækta hér með góðum árangri. í þessari fór voru tveir frá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, einn frá Stéttarsambandi bænda og skóg- ræktarstjóri. Fyrir tveim árum var gerður samningur við vísindastofn- un þarna austur frá um víðtækt sam- starf á sviði landbúnaðar og land- búnaðarvísinda. Við komu rúss- neskra vísindamanna hingað í fyrra tengdist skógræktin þessu samstarfi. í vor komu hingað tveir vísindamenn frá Magadan svæðinu og þeir voru aðalgestgjafar okkar. Tilgangur ferðarinnar var marg- þættur," sagði Jón. „Mitt aðal- markmið var að komast í samband við skógræktarmenn, sem myndu standa fyrir söfnun fræja af öllu svæðinu frá suöri til norðurs og strönd til fjalla. Ég býst við að fá fræ í vetur og því verður sáð í vor. Við ættum svo smám saman að geta áttað okkur á hvað hentar hér til ræktun- / ar.“ / - En hvers vegna þetta svæði? „Jú, þetta er álitiegt með tilliti til veðurfars. Á stað sem er á sama breiddarstigi og Berlín er vaxtar- tíminn álíka langur, eða öllu heldur stuttur, og hér. Þeir hafa engan Golf- straum til að hita loftslagið. Síðan ná Magadan og Kamtsjatka langt norður fyrir heimskautsbaug. Við höfum ekki fengið fræ af þessum slóðum nema í mjög litlum mæli og tilviljunarkennt. Það sem ef til vill gæti sett strik í reikninginn er hve vetur á íslandi eru mildir og um- hleypingasamir. En víða eru skilyrði Uk og hjá okkur.“ Valdarán Þeir flmmmenningarnir lentu mitt í einum æsilegasta viöburði í sögu Sovétríkjanna þegar „vinir" Gorb- atsjovs settu hann í stofufangelsi á Krím og tóku sér alræðisvald. - Hvernig upplifðu þeir þann at- burö? íslendingur við kosenia - áhugaverða lauttrjátegund frá Siberiu sem komin er i notkun á Mógilsá. NORÐUR-ISHAF \ r Karahaf iptevhaf Verkhojansk Magadan MOSKVA Jakútsk Okhotska■ haf TóbolsJ [vartai rasnojarsk Baijkalvatn Tjita £ Omsk Aralvatn KINA 500 KM 0 <3'3 ( Beríngs- 4"o/ ^Jmtejatka Sovétríkin skömmu fyrir valdaráns- tilraunina Á kortinu má sjá leið þá sem þeir félagar flugu frá Moskvu til Magadan í Síberíu. Til þess að fóik eigi auðveldara með að átta sig á fjarlægðum er hlutfallsstærð íslands sýnd á kortinu efst til hægri. DVJRJ „Við vorum að undirbúa verkefni okkar, sátum á fundi með gestgjöfun- um kl. 2 eftir hádegi (þá er kl. 6 að morgni í Moskvu). Þá allt í einu hleypur einn til og hækkar í útvarpi þar á vegg. Þá er verið að lesa til- kynningu frá valdaránsmönnum með tilskipun um útgöngubann og veikindi Gorbatsjovs. Við höfðum strax samband við sendiráð okkar í Moskvu. Þá voru þeir varla vaknaðir og vissu lítið meira en við hvað gerst hafði en er þeir höfðu kynnt sér máhn ráðlögðu þeir okkur aö fara strax úr landi og alls ekki um Moskvu. Eftir bollaleggingar um „flóttaleið“ pöntuðum við far með flugvél frá Álaskaflugfélagi til Anc- horage. Við fórum út á völl og biðum þar alla nóttina en komumst ekki með vélinni. Við vitum ekki enn hvers vegna en eflaust voru margir að forða sér heim. Nú þar sem næsta vél var ekki fyrr en eftir tvo sólar- hringa ákváöum við að halda okkar áætlun svo tíminn færi ekki til spill- is. Við fylgdumst auðvitað með fram- vindu mála og mátum þetta svo aö valdaránið gæti eins mistekist. Við urðum líka varir viö að yfirvöld í Magadan studdu ekki valdaráns- menn og það voru haldnir útifundir þrátt fyrir bann við slíku. Við vorum líka að gera) okkur í hugarlund að úr því að það tók fjögur ár fyrir bylt- inguna 1917 að komast þarna austur gæti það dregist í íjóra daga nú þrátt fynr tækni nútímans. Á þriðja degi afpöntuðum við því flugfar til Alaska og fórum í þess stað til Kamtsjatkaskagans. Þetta er land- svæði á stærð við Noreg og hefur verið lokað land lengi. Til merkis um það var hvergi hægt að fá minjagripi keypta. Skýring: hér voru engir ferðamenn." - Og hver varð svo árangurinn. Fáum við á næstu árum nýja land- nema í jurtaríki landsins til nytja og fegurðar? „Af þeim tegundum sem ég hafði mestan áhuga á að kynna mér leist mér einna best á tré sem heitir kos- enia og er mjög hraðvaxta. Það ber blöð lík víði en er stofnmikið eins og ösp. Fræ af chosenia er nú þegar komið í ræktun á Mógilsá. Lágvaxin fimm nála furutegund, sem þarna æðir yfir allt, er mjög athyghsverð. Hér gæti hún nýst sem skrautrunni og ef til vill til landgræslu þar sem hún er dugleg í rýru landi. Ég sá þarna athyglisvert elri, aspartegund, lerki og birki miklu stórvaxnara en hér. Síðan sá ég auðvitað ýmislegt forvitnilegt þegar austur kom, eins og blátopp sem ber mjög góð ber og þarna eru heilir akrar af honum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.